Alþýðublaðið - 21.07.1972, Side 11

Alþýðublaðið - 21.07.1972, Side 11
Kross gátu- krílið AWNUÐUR 1901 1 1 I3ZLtú n&ii 'ÆR VÆTA RftN Fuou HR £LT> HÚ$ 'HHHit Sam ST SftmHL. ~hrUF /sr í MUt Lm V/RÐI HÓTu SK S T. fif/es Tft KhíP^ V6RUR £/Wsk SUÐft RB/Ð/ Hl/oDI 1 1 ð%3 FOB FoÐUR TÓ/n VUDIR FR'IRU/. KL’ftR AV/ c C- % c 30 -O • >3 Xj * >: s *s. ^ • N c Is Þ- S 's* >3 ÍC3 Þ *> k VAIDI VlDÁTTUHHAR fyrir björgunina. Við töluðum stundum um þetta i spaugi til að stytta okkur bæði stundir og vega- lengdir. En þú álitur helzt, að hann sækist eftir pen- ingunum okkar. Hvers vegna nærðu ekki i pennann þinn og skrifar honum ávisun?” Hún var blóðrjóð. Hún starði hrædd og óstyrk á föður sinn, en hann var eins rjóður og hún. Hún hafði séð Morg reiðan áður, en aldrei eins og nú. Sama kvöld og Russel læknir hafði leyft henni að fara af spitalanum hafði hún skilið umslag eftir i vörzlu næturvarðarins á Hótel Kinross. Ef til vill var ekki um ógnarupphæð að ræða, en hún hafði tæmt reikning sinn, og þetta nægði til að tryggja Mike Clendon ársvist i háskóla — og hann gæti jafn- vel lifað i vellystingum. Er hún hafði verið með Luke næsta morgun, fékk næturvörðurinn henni sama umslagið aftur, en þá hafði það verið þykkara. Hún opnaði það, og kunn- uglegur svartur og hvitur hlutur úr plasti féll i lófa hennar, og skæðadrifa að pappirssneplum hrundi á gólfið við fætur hennar. Luke hafði setzt á hækjur og tint upp tætlurnar úr ávisuninni, en hún starað for- viða á verndargrip Mikes, barmmiklu hafmeyna með rauðu krókunum. Nú var hafmeyjan hennar eign um alla ævi, hún gæti jafnvel sezt á hana, ef hana langaði til þess. Þannig hafði hann sagt henni álit sitt. Luke hafði staðið upp og spurt: ,,Hvað i ósköpun- um er nú þetta, góða min?” Hún hafði hellt sér yfir hann i fyrsta sinn frá þvi að þau kynntust. „Horfðu ekki svona á mig”, hvæsti hún, ,,og vertu ekki að skipta þér af þvi, sem þér kemur ekki við. ” Það hafði ekki verið sami kærleikurinn með þeim siðan. Nú sagði hún auðmjúk: „Pabbi, ef þú vildir að- eins hlusta á mig. . .” En hann sat beinn i baki eins og áður og lét móðan mása. „Þegiðu. Nú er það ég sem tala. Ég þekki Mike betur, en þú munt nokkru sinni. Við áttum oft fróð- legar samræður, meðan hann hélt á mér og á nótt- unni, þegar þú svafst. Manstu eftir staðnum, þar sem við átum urriðann? Vissir þú að hann dvaldist þar i heila viku i júni, af þvi að sár eftir botnlanga- skurð hafði tekið sig upp, og hann saumaði það aftur saman með tvinna úr svefnpokanum sinum? Hann sagði frá þessu sem skrýtlu vegna min. Ves Jones, sem skar sig upp sjálfur með ismola sem deyfingu. Ég vil alls ekki tala um öll þau skipti, er mér fund- ust fætur hans vera að láta undan og ég reyndi að gera mig eins léttan og ég gat. . .” Hún reyndi að mótmæla af veikum mætti: „En þú reyndir lika að gera eins vel og þú gazt. Þú stóðst þig vel á hækjunum.” „Vissulega, en hve lengi? Manstu, þegar hann sneri aftur að sækja töskuna þina með hégóma og annars manns hring? Borgaðirðu fyrir það lika?” Hinn gráhærði Russel birtist i dyragættinni og ungfrú Primrose að baki honum. Læknirinn kinkaði brosandi kolli og hvarf á braut i dauðhreinsuðu dýrðarskýi. „Og það er eitt atriði enn. Ef til vill er það vegna þess, að þú hefur aldrei átt móður, að þú ert svona fáfróð um furður lifsins. Þú hefur heila, sem þú not- ar ekki. Mér þætti gaman að vita, hvað þú hefur þar sem aðrir hafa hjarta. Hann var ástfanginn af þér. Þú þarft ekki að glápa svona á mig, við vitum það bæði. Og þú gerðir honum svo erfitt fyrir. Þú þrýstir þér að honum uppi á jöklinum — ég var vakandi og sá það sjálfur! Þú skemmtir þér með honum á kvöldin og yljaðir þér á fótunum við bak hans þegar þú svafst. Hann hafði stritað uppi i auðninni i þrjá mánuði án þess að sjá mannlega veru hvað þá að- laðandi unga konu. Þú mátt þakka fyrir, að hann skyldi alltaf vera svona þreyttur. Kannski ætti Mike en ekki þú að vera þakklátur!” Hún grét en faðir hennar hélt miskunnarlaust á- fram að álasa henni. „Og þú varst lika ástfangin af honum. En það hentaði þér ekki vel, svo að þú ákvaðst með sjálfri þér, að hann væri ekki viðeigandi og dróst þig i hlé. Kannski hef ég á röngu að standa, kannski vildir þú i rauninni geta sýnt fram á að hann væri að bjarga okkur gegn borgun, svo að þú gætir haldið áfram að flýja sjálfa þig. Nú skulum við að gamni lita á málið frá hans hlið. Látum það eiga sig, þótt honum sé i annað skipti synjað af konu og litum eingöngu á fjárhagshliðina. Hann fékk ekki námsstyrkinn sem HVlTA KANÍNAN óhreinn og rykugur af jaröveg- inum umhverfis. Á milli tiu og tuttugu SS menn og hermenn meö grimmdarleg ófrýnileg andlit biðu eftir að taka á móti föngunum þegar hlerinn var tekinn af palli vöru- bilsins. Yeo-Thomas og Hubble fengu fyrstir að kenna á áhuga þeirra: um leið og fætur Tommys snertu jörðina fékk hann bylmingshögg á nefið og þegar hann riðaði við fékk hann annaö högg undir hökuna og að lokum spark i kviðinn og fáeina löðrunga. Þegar sjón hans skýrðist aftur og hann haföi náð jafnvæginu, sá hann tvo lið- þjálfa, sem stóðu yfir honum hlæjandi. Hann spýtti rauðu en varð að raða sér upp ásamt hinum undir höggum, spörkum og kinnhest- um SS-mannanna. Einkennis- búningur Hubble virtist sér- staklega gera þeim gramt i geði og hann og Yeo-Thomas fengu ennþá verri útreið en hinir fang- arnir. A meðan á þessari mót- tökuathöfn stóð i hálfa klukku- stund var ekið lengra með kven- fangana i flutningabil þeirra undir eftirliti stórskorinna SS- kvenna með svipur i höndum: Tommy sá aldrei neitt til þeirra siðan og veit ekki hvort þær hafa komizt af. Er mennirnir höfðu verið skrifaðir upp, voru þeir hlekkj- aðir saman i smáhópum : i hóp Yeo-Thomas voru þeir fimm. Keðjurnar voru lagðar i X og var hringur i miðjunni, sem festur var við járn um öklana á Hubble. 1 endum keðjanna voru svo önnur járn, sem fest voru um ökklana á hinum fjórum. Til að koma i veg fyrir að þeir gætu notað hendurnar til að halda jafnvæginu, voru þeir nú ekki lengtfr hlekkjaðir saman á höndunum, heldur hver út af fyrir sig. t þessum þungbæru fjötrum voru þeir reknir að kömrunum i jaðri fangabúö- anna og látnir ganga örna sinna. Ef þeir höltruðu eða hrösuðu, dundu á þeim kylfu- og hnefa- högg SS-mannanna. Eftir þessa ógeöslegu og niðurlægjandi at- höfn voru þeir reknir til baka gegnum fangabúðirnar en star- andi augnaráð náfölra áhorf- enda i óhreinum gluggum timb- urhúsanna fylgdi þeim eftir. Það er sizt aö undra, þótt hjörtu þeirra væru barmafull af reiði og hatri. En nú virtust kvalarar þeirra hafa fengið nóg i bili: hlekkirnir voru teknir af fótum fanganna og þeir hlekkjaðir saman tveir og tveir eins og áður, nema Yeo- Thomas, sem var handjárnaður sér. Siðan voru þeir allir þrjátiu , og sjö læstir inni i litlum kofa fyrir aftan eldunarhúsið. Kofi þessi var 2.70 m á lengd, 2.40 m breiður og lýstur af einum litl- um glugga, sem var um 30 sm á hvorn veg og var um tvo metra frá gólfi. Mjóir bekkir, um 20 sm á breidd voru meðfram þremur veggjum. 1 einu horninu stóð gömul oliutunna og gegndi hlut- verki kamarfötu. Brennandi ágústsólin skein á járnþak kof- ans og var hitinn inni i þessari lokuðu fangageymslu yfirþyrm- andi. Enn horfðust þeir i augu við það vandamál, hvernig þeir gætu skipzt á að hvilast. Yeo- Thomas greiddi fyrir þau for- réttindi að vera ekki hlekkjaöur viöneinnmeð þvi að vera niundi maður á gólfi', þegar að honum kom að sofa og liggja undir bekk, þar sem var hálfu loft- lausara en þegar hann sat eða stóð. Allt kvöldiö og nóttina þraukuðu þeir þannig, hungrað- ir, þyrstir, sveittir, án matar eða drykkjar i fúlu lofti, sem mengaðist æ meir af stækjunni úr oliutunnunni. Yeo-Thomas Um morguninn voru þeir ræstir út með hinum venjulegu hrópum „Raus, Schnell, Los”, krydduðum með einstöku „Schwein”. Þeim var skipað i raðir útifyrir kofanum og gert að horfa á ömurlegan hildar- leik, sem auðsjáanlega var þáttur i daglega lifinu á þessum stað. Hundruð emjandi og stynj- andi skinhoraðra vesalinga i skitugum tötrum mjökuðust hægt áfram eftir afgirtum stig, sem lá að eldhúsdyrunum, undir formælingum, ragni og barsmið SS-manna með svipur og barefli i höndum. Sérhver tötrughypja bar i hendi málmbakka og um leið og hún beygði inn á stiginn, sem tók aðeins einfalda röð fanga lúskruðu verðirnir á hverjum og einum og var eng- um undankomu auðið ef hann átti að ná i mat. Enda þótt sumir á meðal hinna þrjátiu og sjö nýkomnu imynduðu sér að þetta væri sýn- ing, sett á svið til að vara þá við og lama viðnámsþrótt þeirra voru þeir fleiri, sem trúðu þvi að einmitt sú staðreynd að þeir skyldu ekki sjálfir verða fyrir þessari dýrslegu meðferð benti til þess að þeir væru á leið til annarra búða þar sem þeir hlytu þann aðbúnað er sæmdi tign þeirra. Og inni i steikjandi hitanum i kofaræksninu var þrætt og vonað og örvænt. Sum- ir héldu þvi fram að þetta væri aðeins bráðabirgða dvalarstað- ur og siðan biðu þeirra betri js timar, en aðrir, og það var j?| minnihlutinn.Jiéldu.aðenda þótt staðurinn væri aðeins til bráða- birgða yrði það sem biði þeirra langtum verra. I fyrstu virtist meirihlutinn hafa á réttu að standa: þremur dögum siðar var þeim skipað út fyrir kofann og liðsforinginn úr öryggisþjónustunni, sem Föstudagur. 21. júlí 1972

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.