Alþýðublaðið - 21.07.1972, Síða 12

Alþýðublaðið - 21.07.1972, Síða 12
alþýðu u m Alþýdúbankínn hf ykkar hagur/okkar metHkður KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kf: 7. Laugardaga til kl. 2. Sunnudaga milli kl. 1 og 3, SBMMBIL ASTÖÍHN Hf SOLIN ÖRVAR SðLUNA Það verður ekki annað sagt en sólin hafi áhrif á margt, jafnvel þótt við sleppum áhrifum hennar á hringrás sjálfs lifsins. Þannig bendir ýmislegt til þess, að hún hafi mikil áhrif á ferðir manna til sólarlanda, eins og við skýrðum frá hér f blaðinu fyrr í sumar. En nú er annað uppi á tening- num. Sólin virðist hafa talsverð á- hrif á hringrás notaðra bila. Þegar sólin brýzt fram eftir margra daga rigningarveður og fer aftur að skina, hefur hún þau undraverðu áhrif, að sögn bila- sala eins, sem við ræddum við i gær, að bilarnir taka að streyma út. En aðrir áhrifavaldar eru lika þarna i spilinu, og sumir þeirra vinna gegn sólskininu. Þar nefna sumir bilasalar skatt- skrána. Þegar dregur að út- komu þessa eftirsótta plaggs taka menn að kippa að sér hend- inni þar til þeir hafa fundið ráð til þess að gera skil á sköttum sinum til samfélagsins. En reynslan sýnir, að þau ráð eru oftast fljótfundin, og bila- salan kemst i sitt gamla horf. Reyndar var hljóðið i þeim bilasölum, sem við höfðum tal af i gær, svona upp og ofan. Sumir sögðu sölu á notuðum bilum heldur lakari en i fyrra, en aðrir voru frekar kátir og sögðu óhemjumikið að gera þessa dagana. Að visu hefði heldur dregið úr sölu i gær og fyrradag, þegar skattskráin tók hug manna allan, en ekki voru þeir þó hræddir um annað en menn héldu áfram að kaupa sina bila eftir sem áður, eftir smá aðlögunartima. Myndina tókum við á einni bilasölunni i gær, og ekki ber á öðru en úrvalið sé harla gott, og að sögn forráðamanns fyrir- tækisins hafa selzt undanfarna daga sex til átta bilar að jafnaði á dag, — og mikið meiru sagði hann að þeir gætu varla annað. Peningana virðist heldur ekki skorta, mest selst af bilum, sem kosta milli hundrað og tvö- hundruð og fimmtiu þúsund, og mikið er um háar útborganir og jafnvel staðgreiðslur. Það eru alltaf sömu bilarnir, sem seljast, beztu sölubilarnir eru Volkswagen, Cortina, Volvo, Saab og nýjustu ár- gerðinar af Moskvits. — EN SKATTSKRÁIN HEMLAR BÍLASÖLU Ljóst er aö heimsmeistaraeinvígið i skák hetur vakið mikinn áhuga á þessari íþróttagrein. Nú er komin fram tillaga um, að skákkennsla verði gerð að fastri kennslugrein í skólum Reykjavíkur og hún hefjist þegar i haust. Fyrir fundi borgarst jórnar Reykjavíkur sem haldinn var í gær, lá eftirfarandi tillaga frá Markúsi Erni Antonssyni, Gisla Halldórssyni og Úlfari Þórðarsyni: ,, Borgarstjórn felur fræðsluráði að kanna, hvort unnt sé að taka skák- kennslu upp sem fasta kennslugrein i starfsskrá skólanna i borginni og sé miðað við, að skákkennsla geti hafizt þegar næsta haust." GLIGORIC: MESTU MIS- TÖK SEM SPASSKI HEFIIR NOKKRU SINNI 6ERT..I ,,Þetta eru mestu mis- tök, sem Spasskí hefur nokkru sinni gert," sagði S. Gligoric, stórmeistari um 27. leik heimsmeistar- ans í gærkvöldi, en sá leikur leiddi til þess að hann tapaði skákinni. útlit er nú fyrir að ekkert verði teflt á sunnu- daginn, þar sem Spasskí hefur haft orð á því að hann vilji fá að hvila sig fram yfir helgi. Skákin, ásamt skýring- um Jóns Pálssonar, sem skrifað hefur um skák í Alþýðublaðið, fer hér á eftir: 5. einvígisskákin Hvítt: Boris Spassky/ Svart: Robert J. Fischer Nimzoindversk-vörn. T. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3 Aðrar leiðir eru hér 4. e3 eða 4. a3. 4. . . C5 5. e3 Rc6 6. Bd3 Bxc3+ Oftast er beðið með að drepa R á c3, þar til hv. hefur leikið a3, en Fischer hefur ákveðna upp- byggingu i huga, og er þetta nýtt afbrigði er þýzki stórmeistarinn R. Hubner hefur teflt. 7. bxc3 d6 8. e4 e5 9. d5 . Hvitur afræður að ,,loka” mið- borðinu, sv. hótaði m.a. 9. . . Bg4 9. . . Re7 TO. Rh4 Hvitur undirbýr f4, ef sv. leikur nú 10. . . Rg6 þá svarar hv. með ll.Rf5. T0. . . h6 Sv. hyggst leika g5 og Rg6, en 11. f4! Hvitur er ekki samþykkur þess- ari hugmynd, ef nú 11. . . exf4. 12. Bxf4 g5 13. e5 og sv. á erfitt um vik, og hann leikur þvi, 11. . . Rg6 og hafnar áðurnefndri leið, en tekur á sig tvipeð og gefur hv. fripeð á d5, eftir, 12. Rxg6 fxg6 13. fxe5 dxe5 14. Be3 Svartur má ekki leika nú 14. . . Rxe4? hv. leikur þá ekki 15. Bxe4? vegna Dh4+ og Dxe4, heldur 15. Dc2! og sv. á i erfið- leikum, t.d. 15. . . Dh4+ 16. g3 Rxgh3 17. Bf2. 14. . . b6 15. 0-0 0-0 16. a4 Hótar 17. a5, sv. leikur þvi, 16. .. a5 en um leið skapast veikleiki á b6. 17. Hbl Bd7 Sv. reynir að finna veika „punkta” i hvitu stöðunni (a4). 18. Hb2 Hb8 19. Hbf2 Ef til vill var betra að þrýsta á b6, t.d. 19. Bc2 De8 20. Dbl. 19. .. De7 20. Bc2 g5 21. Bd2 1 þessari stöðu njóta biskuparnir sin illa hjá hvitum, og hann afræður að biða og sjá hvað setur. 21. .. De8! Þrýstir á veikleikann á a4 og undirbýr að staðsetja drottninguna á „kóngsvæng”. 22. Bel Dg6 23. Dd3 Rh5 24. Hxf8+ Hxf8 25. Hxf8+ Kxf8 26. Bdl Rf4 27. Dc2?? Grófur afleikur sem gerir út um skákina, hvitum yfirsést algjör- lega næsti leikur svarts, sem er... 27. ... Bxa4! 28. og hvitur gafst samstundis upp, þvi eftir hugsanlegt fram- hald svo sem 28. Dbl Bxdl 29. Dxdl Dxe4 er hann með von- lausa stöðu. LIÐUM! Skákeinvigið heldur áfram. Heimsmeistarinn mætti 6 minút- um fyrir 5 og Fischer kom 3 min- útum yfir. Skákin hófst með þvi að Spasski lék og sumir töldu þarna byrjaða spennandi skák. Það var staðfest af talsmönn- um Skáksambandsins að ekki væri filmað i þessari umferð. Guðmundur Þórarinsson kvað það mál nú alveg i höndum lög- fræðinga Fischers og Fox, þannig að þeir landarnir kljást frá degi til dags um það, hvort filmað skuli eður ei, Skáksambandinu að meinalausu. En til þess að gera þetta nú ekki alveg litlaust einvigi, hefur hinn hugmyndariki áskorandi alltaf eitthvað nýtt til málanna að leggja. Það fór eins og margan grun- aði, að Fischer vildi láta laga eitt- hvað skákborðið. Reitirnir eru nú tvær og kvarttomma en kappinn vill hafa þá tvær og einn áttunda Þetta munar ekki svo litlu, eða um 3 millimetrum. Enda þótt maðurinn sé stór og stæðilegur, er vart hægt að ætlast til þess að hann sé að teygja sig þetta enda- laust og ná þó aldrei i hrókana hjá Spasski. Svo vill hann bara ráða þvi sjálfur, hvort filmað er eða ekki. Þetta makk i lögfræðingum er al- veg óþarft að hans dómi. I þriðja lagi vill hann fá að ráða þvi einn, hvort teflt sé i tennisherberginu eða frammi i sal. Þessi frekja i Spasski að vilja endilega vera i salnum, nær ekki nokkurri átt. Þá er Lombardy heldur óhress yfir þvi, að þeir félagar skuli allt- af verða að éta þetta sama tros úti á Loftleiðum. Krefjast þeir þess af Skáksambandinu, að þeir fái frjálsar hendur um það, hvar þeir innbyrði fæðu sina, úr þvi að þeir fái þetta fritt hvort eð er. Nú er Fischer búinn að fá tvo bila til umráða. Fyrst fékk hann pólskan Fiat með kommúnisku lofti i hjólbörðunum og gólfskipt- ingu. Það sér hver maður, að við þetta gat pilturinn ekki unað, svo að hann fékk notaðan forstjórabil til umráða. Við nánari umhugsun um þetta kænskubragð Islendinga hefur kappinn ákveðið, að við slikt uni hann ekki. Nýjan bil, takk. Nýjan úr búðinni, og ekkert notað rusl frá minniháttar forstjórum. Cramer, ein af málpipum Fischers, hefur frétt af sprikli Spasskis úti á viðavangi, þar sem hann belgir sig út i tennis hvernig sem viðrar. Þetta geta þessir heimskautabirnir gert, en ekki séni með heitt blóð. Tennisvöll innanhúss, takk, og það i hvelli. Og tilað halda uppi heiðri Vestur- bæjarins, hefur K.R. hlaupið barna undir bagga. Þessi ibúð, sem Fischer hefur á Loftleiðahótelinu er orðin of litil. Stórmeistarar verða að hafa gott Framhald á bls. 8. SNÆÐIR í NÆÐI Þótt ekki hafi Fischer fengið Loftleiðasundlaugina til einkaaf- nota, þá er samt ýmislegt látið eftir honum. Til dæmis hefur heilt hótelherbergi verið tekið frá handa honum til að borða i.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.