Alþýðublaðið - 23.07.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.07.1972, Blaðsíða 5
Hvernig er samband þitt við mótpartinn? Ertu viss um að þú hafir fengið réttu konuna eða manninn? Veiztu að hverju þið leitið í sam- bandi ykkar? Samkvæmt þvi sem Everett Shostrom, frægur bandarískur sálfræð- ingur, og James Kavanaugh, skáld og sálfræðingur, halda fram munu flestar konur og menn bindast, þegar þau eru ekki lengur fær um að standa á eigin fótum, hrædd og háð einhverjum, einmana og óörugg. Þau hafa sett fram skemmtilegar kenningar í bókinni „Milli karls og konu", en þar segir að flest öll ástarsambönd falli undir einn eða fleiri af sjö flokkum: móðirog sonur, tæfa og góður drengur, stóri pabbi og dúkka, húsbóndiog þjónn, haukar, dúfurog samhljóma samband. Til þess að komast að hvaða hlutverk þú leikur, skalt þú lesa nákvæmlega spurningarnar á listanum merktum þínu kynferði og svaraðu síðan hverri réttri eða rangri í dálkinn sem fylgir. Síðan skaltu reikna út aðaleinkunn þina og athugaðu siðan hverjum af þessum sjö flokkum þú tilheyrir. hennar 1. Þegar erfiðleikar steðja að, leitar hann alltaf hjálpar hjá mér. 2. Ég kem alltaf til móts við hann, þegar hann þarfnast min. 3. Ég held að honum þyki vænst um mig þegar ég þykist veikburöa og hjálparvana. 4. Ég gengst upp i þvi að þykjast veikburða og hjálparvana, svo að hon- um finnist hann þurfa að vernda mig. 5. Hann mundi frekar láta undan en deila við mig. 6. Ég þarf bókstaflega að hafa rétt fyrir mér i öllu. 7. Hann hefur meiri þekk- ingu en ég. 8. Ég viðurkenni aö hann hafi meiri þekkingu en ég. 9. Kynlif getur verið öflugt vopn og hann mundi ekki hika við að nota þaö. 10. Ég mundi neita um kynmök ef ég sæi mér hag i þvi. 11. Hann mundi fremur láta undan en deila. 12. Ég mundi fremur láta undan en deila. 13. Honum finnst ég vera enn að vaxa og þroskast. 14. Mér finnst hann vera enn að vaxa upp. 15. Þegar það er mögulegt leitar hann alltaf ráða hjá mér. 16. Ég gef honum góð ráð. 17. Hann hefur mikla ánægju af þvi að fylgjast meö mér og sjá fyrir öllum þörfum minum. 18. Ég vil að hann sé ábyrgur fyrir þvi að hugsa um mig. 19. Hann hefur áhyggjur af þvi hvað mér gæti dottiö i hug að gera. 20. Ég mundi ekki hika við að nota hótun um ofsa- fengna eða ábyrgöarlausa hegðun, til þess að koma minu fram. 21. Þegar hann biður mig að gera eitthvað, þá finnst honum að ég eigi aö gera það. 22. Ég geri það sem hann biður mig um. 23. Hann reynir að leika á mig þegar hann getur. 24. Ég held að ég geti leik- ið á hann. 25. Hann gerir allt sem hann getur til að halda friði og ró. 26. Ég vil frið og ró. 27. Hann hefur allt það til að bera sem ég tel að einn maður eigi að hafa. 28. Honum virðist finnast að ég hafi allt það til að bera sem hann telur að ein kona eigi að hafa. 29. Hann treystir ákvörð- unum minum i mikilvæg- um málefnum. 30. Ég vil bera ábyrgð þegar erfiðleikar steðja að. 31. Hann hefur gaman af að færa mér gjafir. 32. Ég verð barnsglöð þegar hann færir mér gjafir. 33. Þegar ég er reið finnst honum bezt að taka öllu með þögn. 34. Stundum segi ég hon- um til syndanna. 35. Hann vill ekki að ég geri hlutina án sins samþykkis. 36. Ég mundi ekki taka mikilvæga ákvörðun án þess að ráðfæra mig við hann fyrst. 37. Hann vill hafa yfir- höndina i sambandi sinu við mig. 38. Ég streitist við að hafa yfirhöndina i sambandi minu við hann. 39. Hann hefur mikla óbeit á illdeilum og þrasi. 40. Ég hef mikla óbeit á illdeilum og þrasi. 41. Honum finnst hann geta tjáð mér ást sina hispurslaust. 42. Ég tjái honum ást mina hispurslaust. 43. Honum finnst að ég sé sterkari en hann. 44. Ég veit að ég er sterkari aðilinn i sam- bandi okkar. 45. Honum finnst ég oft vera eins og barn sem þurfi leiðsagnar fullorð- ins. 46. Ég leita til hans eftir föðurlegri leiðsögn. 47. Honum finnst auðveld- ara að láta mig ráða en aö deila við mig. 48. Ég vil fá að ráða. 49. Hann vill að ég sé viðlátin þegar hann þarfn- ast min. 50. Ég læt hann vita að hann geti treyst á nálægð mina. 51. Hann bendir mér iðu- lega á, i hverju ég hef rangt fyrir mér. 52. Ég gengst upp i þvi að finna eitthvað rangt við það sem hann gerir. 53. Hann vill að ég taki ákvarðanir. 54. Ég vil að hann taki ákvarðanir. 55. Hann veit hvað mér likar og hvað ekki. 56. Ég veit hvað honum likar og hvað ekki. 57. Hann mundi ekki vilja taka mikilvæga ákvörðun án mins samþykkis. 58. Mér finnst ég hafa meiri þekkingu en hann. 59. Ég reyni að láta honum finnast að hann hafi kyn- ferðislega yfirburði. 60. Ég er svarandi gagn- vart kynferðiskröfum hans. 61. Hann gerir allt sem hann getur til að gera mig ánægða. 62. Ég virðist aldrei ánægð með það sem hann gerir fyrir mig. 63. Hann ætlast til að ég sé tilbúin til kynferðismaka þegar hann vill. 64. Ég veit að ég á að vera tilbúin að fullnægja kyn- feröiskröfum hans. 65. Honum finnst hann geta gert hlutina betur en ég- 66. Mér finnst ég geta gert hlutina betur en hann. 67. Hann forðast málefni sem gætu valdið árekstr- um. 68. Ég forðast málefni sem gætu valdið árekstrum. 69. Hann hefur ánægju af að hjálpa mér með verk- efni min. 70. Ég hef ánægju af aö hjálpa honum meö verk- efni hans. 71. Honum finnst hann undirokaður i návist minni. 72. Ég er meira áberandi en hann. 73. Hann vill að ég hlýðnist fyrirskipunum hans. 74. Ég virðist vilja hlýðn- ast fyrirskipunum hans. 75. Hann tekur oft á sig sökina til að forðast vand- ræði. 76. Ég er vön að kenna honum um hlutina. 77. Ég er lifsreyndari en hann. 78. Ég treysti á meiri lifs- reynslu hans og dóm- greind. 79. Hann fær mig oft til að æsa mig upp. 80. Ég virðist eiga eitt með að æsa hann upp til rifrild- is. 81. Hann vill að ég ákveði hvaö við eigum að gera. 82. Ég vil að hann ákveði hvað við gerum. 83. Hann virðist hafa sömu tilfinningar og ég. 84. Ég virðist hafa sömu tilfinningar og hann. 85. Hann ásakar mig ekki fyrir að treysta honum ekki i sumum efnum. 86. Ég treysti honum ekki til að sjá um sig sjálfan. 87. Honum finnst hann vera verndandi þegar hann er með mér. 88. Ég finn til öryggis kenndar þegar hann er nálægur. 89. Hann verður fyrir mikilli ániðslu af minni háifu. 90. Stundum finnst honum að ég hafi ánægju af að sjá hann kveljast. 91. Hann vill að ég sé þý lynd og hugsunarsöm um þarfir hans. 92. Ég geri það sem hann segir mér án þess að kvarta. 93. Honum finnst hann sifellt vera i samkeppni við mig. 94. Mér finnst ég alltaf i samkeppni viö hann. 95. Honum er alveg sama þó að ég taki ráðin. 96. Ég ýti undir hann með að taka ráðin. 97. Hann virðist vera fær um að framkvæma hluti sem gera mig hamingju- sama. 98. Hann er mér sifelld uppspretta ánægju. 99. Hann hefur ekkert við það að athuga þó að ég reyni að hafa stjórn á flestum gerðum hans. 100. Ég er lagin að stjórna honum, þannig að hann geri það sem ég vil. 101. Honum finnst gaman að fara með mér út og láta taka eftir mér. 102. Ég hef gaman að klæða mig uppá og fara á staði þar sem ég get látið á mér bera. 103. Hann er oft i mikilli óvissu um hvað það er sem ég eiginlega ætlast til af honum. 104. Ég krefst þess að hann sé mannlegri við mig og auðmýki hann siðan, þegar hann reynir það. 105. Hann tekur ákvarðan- ir fyrir okkur bæði. 106. Ég tek aðeins þær ákvarðanir sem hann læt- ur mig taka. 107. Hann neitar að láta undan mér þegar hann veit að ég hef á röngu að standa. 108. Mér er bölvanlega við að viðurkenna að ég hafi rangt fyrir mér. 109. Ef um það væri að velja hvort okkar ætti að fá kynferðislega fullnæg- ingu, mundi hann heldur vilja að ég fengi hana. 110. Ég virðist hafa meiri áhuga á að hann fái kynferðislega fullnægingu en ég sjálf. 111. Tilfinningar hans i minn garð verða alltaf innilegri eftir þvi sem við erum lengur saman. 112. Ást min til hans virð- ist aukast eftir þvi sem timinn liður. hans 1. þegar erfiðleikar steðja að, leita ég alltaf hjálpar hjá henni. 2. hún kemur alltaf til móts við mig þegar ég þarfnast hennar. 3. Ég held að mér þyki vænst um hana þegar hún þykist veikburða og hjálparvana. 4. Hún gengst upp i þvi að þykjast veikburða og hjálparvana, svo mér finnist ég þurfa að vernda hana. 5. Ég mundi frekar láta undan en að deila við hana. 6. Hún þarf bókstaflega að hafa rétt fyrir sér i öllu. 7. Ég hef meiri þekkingu en hún. 8. Hún viðurkennir að ég hafi meiri þekkingu en hún. 9. Kynlif getur verið öflugt vopn og ég mundi ekki hika við að nota það. 10. Hún mundi neita um kynmök ef hún sæi sér hag i þvi. 11. Ég mundi fremur láta undan en deila. 12. Hún mundi fremur láta undan en deila. 13. Henni virðist ég enn vera að vaxa úr grasi. 14. Mér finnst. hún enn vera að vaxa upp. 15. Þegar það er mögulegt leita ég alltaf ráða hjá henni. 16. Hún gefur mér góð ráð. 17. Ég hef mikla ánægju að þvi að fylgjast með henni og sjá fyrir öllum þörfum hennar. 18. Hún vill að ég sé ábyrg- ur fyrir þvi að hugsa um hana. 19. Ég hef áhyggjur af þvi hvað henni gæti dottið i hug að gera. 20. Hún mundi ekki hika við að nota hótun um ofsa- fengna eða ábyrgðarlausa hegðun til þess að koma sinu fram. 21. Þegar ég bið hana að gera eitthvað, þá finnst mér að hún eigi að gera það. 22. Hún gerir það sem ég bið hana um. 23. Ég reyni að leika á hana þegar ég get. 24. Hún heldur að hún geti leikið á mig. 25. Ég geri allt sem ég get til að halda friði og ró. 26. Hún vill hafa frið og ró. 27. Hún hefur alltþað til að bera, sem ég tel að ein kona eigi að hafa. 28. Henni virðisfcfinnast að ég hafi allt það til að bera sem hún telur að einn karlmaður eigi að hafa. 29. Ég treysti ákvörðunum hennar i mikilvægum mál- efnum. 30. Hún vill bera ábyrgð þegar erfiðleikar steðja að. 31. Ég hef gaman að færa henni gjafir. 32. Hún verður barnslega glöð þegar ég færi henni gjafir. 33. Þegar hún er reið finnst mér bezt að taka öllu með þögn. 34. Stundum segir hún mér til syndanna. 35. Ég vil ekki að hún geri hlutina án mins samþykk- is. 36. Hún mundi ekki taka mikilvæga ákvörðun án þess að ráðfæra sig við mig fyrst. 37. Ég vil hafa yfirhöndina i sambandi við hana. 38. Hún streitist við að hafa yfirhöndina i sam- bandi sinu við mig. 39. Ég hef mikla óbeit á ill- deilum og þrasi. 40. Hún hefur mikla óbeit á illdeilum og þrasi. 41. Mér finnst ég geta tjáð henni ást mina hispurs- laust. 42. Hún tjáir mér ást sina hispurslaust. 43. Mér finnst að hún sé sterkari en ég. 44. Hún veit að hún er sterkari aðilinn i sam- bandi okkar. 45. Mér finnst hún oft vera eins og barn sem þarf leið- sögn fullorðins. 46. Hún leitar til min eftir föðurlegri leiðsögn. 47. Það er auðveldara að láta hana ráða, en að deila við hana. 48. Hún vill fá að ráða. 49. Ég vil að hún sé viðlát- in þegar ég þarfnast henn- ar. 50. Hún lætur mig vita að ég geti treyst á nálægð hennar. 51. Ég bendi henni iðulega á, i hverju hún hefur rangt fyrir sér. 52. Hún gengst upp i þvi að finna eitthvað rangt við það sem ég geri. 53. Ég vil að hún taki ákvarðanir. 54. Hún vill aö ég taki á kvarðanir. 55. Ég veit hvað henni lik ar og hvað ekki. 56. Hún veit hvað mér lik- ar og hvað ekki. 57. Ég mundi ekki vilja taka mikilvæga ákvörðun án hennar samþykkis. 58. Henni finnst hún hafa meiri þekkingu en ég. 59. Hún reynir að láta mér finnast að ég hafi kyn- ferðislega yfirburði. 60. Hún er svarandi gagn- vart kynferðiskröfum minum. 61. Ég geri allt sem ég get til að gera hana ánægða. 62. Hún virðist aldrei vera ánægð með það sem ég geri fyrir hana. 63. Ég ætlast til þess að hún sé tilbúin til kynferð- ismaka þegar ég vil. 64. Hún veit að hún á að vera tilbúin að fullnægja kynferðiskröfum minum. 65. Mér finnst að ég geti gert hlutina betur en hún. 66. Henni finnst að hún geti gert hlutina betur en ég. 67. Ég forðast málefni sem gætu valdið árekstrum. 68. Hún forðast málefni sem gætu valdið árekstr- um. 69. Ég hef ánægju af að hjálpa henni með verkefni hennar. 70. Hún hefur ánægju af að hjálpa mér með verkefni min. 71. Mér finnst ég vera undirokaður i návist henn- ar. 72. Hún er meira áberandi en ég. 73. Ég vil að hún hlýðnist fyrirskipunum minum. 74. Hún virðist vilja hlýðn- ast fyrirskipunum minum. 75. Ég tek oft á mig sökina til að forðast vandræði. 76. Hún er vön að kenna mér um hlutina. 77. Ég er lifsreyndari en hún. 78. Hún treystir á meiri lifsreynslu mina og dóm- greind. 79. Hún fær mig oft til að æsa mig upp. 80. Ég virðist eiga létt með að æsa hana til rifrildis. 81. Ég vil að hún ákveði hvað við eigum að gera. 82. Hún vill að ég ákveði hvað við gerum. 83. Ég virðist hafa sömu tilfinningar og hún. 84. Hún virðist hafa sömu tilfinningar og ég. 85. Ég ásaka hana ekki fyrir að treysta mér ekki i sumum efnum. 86. Hún treystir mér ekki til að sjá um mig sjálfan. 87. Mér finnst ég vera verndandi þegar ég er með henni. 88. Hún finnur til öryggis- kenndar þegar ég er ná- lægur. 89. Ég verð fyrir mikilli ániðslu af hennar hálfu. 90. Stundum held ég að hún hafi ánægju af að sjá mig kveljast. 91. Ég vil að hún sé þýlynd og hugsunarsöm um þarfir minar. 92. Hún gerir það sem ég segi henni án þess að kvarta. 93. Mér finnst að ég sé si- fellt i samkeppni við hana. 94. Henni finnst hún ailtaf vera i samkeppni við mig. 95. Mér er alveg sama þó að hún taki ráðin. 96. Hún ýtir undir mig með að taka ráðin. 97. Ég virðist vera fær um að framkvæma hluti sem gera hana hamingjusama. 98. Hún er mér sifelld upp- spretta ánægju. 99. Ég hef ekkert við það að athuga þó að hún reyni að hafa stjórn á flestum gerðum minum. 100; Hún er lagin að stjórna mér, þannig að ég geri það sem hún vill. 101. Mér þykir gaman að fara með henni út og láta taka eftir henni. 102. Hún hefur gaman að klæða sig uppá og fara á staði þar sem hún getur látið á sér bera. 103. Ég er oft i mikilli óvissu um hvað það er sem hún eiginlega ætlast til af mér. 104. Hún krefst þess að ég sé mannlegri við hana og auðmýkir mig siðan þegar ég reyni það. 105. Ég tek ákvarðanir fyrir okkur bæði. 106. Hún tekur aðeins þær ákvarðanir sem ég læt hana taka. 107. Ég neita að láta undan henni, þegar ég veit að hún hefur á röngu að standa. 108. Henni er bölvanlega við að viðurkenna að hún hafi rangt fyrir sér. 109. Ef um það væri að velja hvort okkar ætti að fá kynferðislega fullnæg- ingu, vildi ég heldur að hún fengi hana. 110. Hún virðist hafa meiri áhuga á að ég fái kyn- ferðislega fullnægju en hún sjálf. 111. Tilfinningar minar i hennar garð verða alltaf innilegri eftir þvi sem við erum lengur saman. 112. Ast hennar til min virðist aukast eftir þvi sem timinn liður. Einkunnir: j Teldu fyrstu réttu svörin aðeins í efstu línunni, og legðu síðanj saman einkunnina og settu undir Al. Gerðu það sama við næstui línu og reiknaðu síðan saman einkunnina og settu undir A2 og svo áfram. Og þá hefurðu fengið útkomuna fyrir A flokk. Gerðu eins við B, C, D, E, F og G. Flokkurinn með hæstu töluna á við þann flokk sem þú tilheyrir. T F T F T F T F SAMTALS í 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 □ 16 □ 17 □ 18 □ 19 □ 20 □ 21 □ 22 □ 23 □ 24 □ 25 □ 26 □ 27 □ 28 □ J 29 I ] 30 1 ] 31 I ] 32 I ] 33 I ] 34! ] 35 I ] 36 I ] 37 I ] 38 I ] 39 I ] 40 TD 571 58 I 59 60 I 61 I 62 I 63 64 65 66 67 68 n m 41 n 1 kq r 1 97 i 1 1 □ CM J 70 L_L J 98 LU 43 441 45! 46 I 47 ! 48 49 50 511 52 I 53l 54 I 55 I 56 □□ 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 A1 A2 B1 B2 C1 C2 D1 D2 E1 E2 F1 F2 G1 G2 A3 A4 B3 B4 C3 104 r~D C4 D3 85 l 86 1 87 1 88 I 89 [ 90 I 911 92l 93I 941 95 I 96 ! 99 I ÍOO I 1011 102I 1031 105 106 107 108 109 L 110 [ lllC 112 I D4 E3 E4 F3 F4 G3 G4 A1. A2 . A3 . A4. TOTALA. B1 . B2 . B3 . B4 . TOTAL B . C1. C2 . C3 . C4. TOTALC. Dl. D2. D3. D4. TOTAL D . E1 . E2 E3 E4 TOTAL E F1 F2 F3 . F4. TOTAL F G1 G2 G3 G4 TOTAL G Til þess að komast að því hvað sú einkunn merkir í orðum athugaðu skýringuna á þeim f lokki sem þú telst til og fylgir hér með. ■»»» 4 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.