Alþýðublaðið - 04.08.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.08.1972, Blaðsíða 1
LÖGREGLAN: VERZLUNARMANNAHELGARINNAR Gcysimikill viðbúnaöur verður af hálfu lögreglunnar út um allt land vegna Verzlunarinannahelg- innar og má nefna, að 70-80 lög- regluþjónar verða við löggæzlu- störf viðs vegar á landinu þessa mestu fcrðamannahelgi ársins. Til þess að ná endum saman hefur meira að segja reynzt nauð- synlegt að kveðja menn, sem eru i sumarfríuin til starfa einungis fyrir þessa helgi. Og það er kannski cngin furða, þvi reiknað er með að frá Rcykja- vik fari a.m.k. 20 þúsund bifreið- ar og helmingur borgarbúa fari úr bænum um helgina eða um 50 þúsund manns. Það verður þvi ekkert áhlaupa- verk fyrir lögrcgluna að stjórna umferðinni úr Reykjavik I kvöld og fyrramálið, cn þá er einmitt búizt við mestu álagi. Mcstur undirbúningur lýtur að umferðinni, þótt lögreglan þurfi einnig að sinna geysimiklu starfi á þcim stöðum, þar sem útimótin eru haldin. 1 þvi sambandi má nefna, að sýslumaðurinn i Borgarfjarðar- sýslu fær 20 manna liðsauka úr Reykjavik vcgna Húsafellshátið- arinnar. Óskar Ólason, yfirlögreglu- þjónn, sagði i viðtali við Alþýðu- blaðið i gær, að löggæzlan væri stóraukin út um allt land. Sex vegalögreglubilar verða i ferðinni um helgina, bifhjólalög- reglan, slysarannsóknadeildin, bifreiöaeftirlitsmenn verða einn- ig við störf. Framhald á bls. 4 LOKSINS KOMIN BETRI TÍÐ fyrir lægi spá fyrir morgun- daginn og samkvæmt henni er reiknað með óbreyttu veðri frá þvi sem þaö var i gær hér i Reykjavik. Þá eru einnig taldar mjög miklar líkur eöa svo að segja öruggt, aö þetta veðurfar haldist alla helgina. Þessi spá gildir reyndar ekki fyrir allt landið. A Vestfjörðum, Vesturlandi og stórum hluta Suðurlands má búast við heiðskirum himni og u.þ.b. 15 stiga hita. A norð-austur hluta landsins er hins vegar búizt við lökustu veðri. A útimótunum á Laugarvatni og i Húsafelli verður veðrið þvi, eins og bezt verður á kosið. HANDTAK- AN VAR LðGMÆT „Við teljum handtökuna að sjálfsögðu lögmæta”, sagöi As- geir Friðjónsson futltrúi lögreglu- stjóra i viðtali við Alþýöublaöið i gær, þegar borin var undir hann frétt blaösins i gær, þar scm fram kom, að hópur sex ungmenna hygðist kæra lögregluna fyrir ólöglega handtöku. Við skýrðum frá þvi, að sex manna hópurinn hefði fengiö til liðs við sig lögfræðing, scm á næstu dögum myndi fara fram á opinbera rannsókn málsins og á grundvelli hennar höfða skaöa- bótamál á hendur fjárntálaráð- herra fyrir hönd rikisins. „fcg veit um hvaða tilvik er að ræða", sagði Asgeir ,,en það eru Framhald á bls. 4 MEÐ BLÓM í HAGA Það má segja, að það hlaupi á snæri fyrir þær tugþúsundir Reykvikinga, sem ætla út úr bænum um helgina, þvi sam- kvæmt upplýsingum Veður- stofunnar verður veðrið um stóran hluta landsins hið ákjós- anlegasta ferðaveður. Knútur Knudsen, veður- fræðingur sagöi okkur i gær, að BRÁÐABIRGÐA- LÖG TIL HJÁLPAR ÞEIM ÖLDRUÐU Eins og Alþýðublaðið hefur skýrt frá urðu hin nýju skatta- lög rikisstjórnarinnar alvar- lcgt áfall fyrir meginþorra gjaldenda. Verst hafa þau þó leikið gamla fólkið, þvi þar er af minnstu að taka. Sumt aldrað fólk hcfur verið skatt- lagt svo gifurlega, að þvi er al- gcrlega ómögulegt að greiða þau gjöld, sem á það hafa verið lögð. Það er mjög al- gengt, að gjöldin hafi ekki tvö- faldast, heldur margfaldast á þessu gamla fólki mcð hinum nýju lögum. Þessi framkoma rikisstjórnarinnar er hneyksli. t grein um skattamálin á bls. 5 i Alþýðubl. i dag setur formaður Alþýðuflokksins, dr. Gylfi Þ. Gislason, fram tillögu um, að rikisstjórnin leiðrctti ranglætið gagnvart gamla fólkinu með útgáfu bráða- birgðalaga. Alþýðublaðið hcfur áður krafizt þess, að svo yrði gert, og m.a. bent á, að rikisstjórnin hafi gefiö út bráðabirgðalög af minna til- efni, — svo sem eins og nú siðast, er henni þótti nauðsyn- lcgt að koma i veg fyrir það með bráöabirgðalögum, að launþegar fengju verð- hækkanir bættar i kaupi. Nú itrckar formaöur Alþýðu- flokksins þessa kröfu Alþýðu- blaðsins um tafarlausa leiö- réttingu á skattamálum aldraða fólksins. BAKSIÐUSKAK AÐ VANDA albýðu ÞEIR BYRIA A FYRSTU BRIÍHHI STRAX f HAUST Alls verður lengd brúnna, sem fyrirhugað er að leggja yfir vötn- in miklu á Skeiöarársandi 1.720 metrar. Akveðið er að hefja framkvæmdir við brúarsmiði yfir Núpsvötn og Súlu strax i haust, en mannvirkiö verður 440 metrar að lengd. Næsti áfangi verður siðan brú á Gigjukvisl, sem verður :i!)6 metr- ar að lengd. Ekki hafa fengizt upplýsingar hjá Vegagerð rikisins, hvenær áætlaö er að hefja brúarfram- kvæmdir við Skeiðará, en sú brú verður hvorki meira né minna en 880 metrar eða hátt i kilómetra að lengd. Hins vegar cr stefnt að þvi, að brúarsmiðinni verði að fullu lokið vorið 1974 og verður þá kom- inn hinn langþráði hringvegur um landiö á 1100 ára afmæli tslánds byggðar. Snæbjörn Jónasson yfirverk- fræðingur hjá Vegagerð rikisins tjáöi blaðinu i gær að gerðar hafi verið nákvæmar mælingar og at- huganir á hegðan Skeiöarár við siðasta hlaup i henni, en enn liggja ekki fyrir neinar nýjar upplýsingar á grundvelli þessara athugana. Ráðgert er að Ijúka nýrri veg- arlagningu austur að Lómagnúp fyrir haustiö. Unnið hefur verið af kappi við vegargerðina i sumar og hcfur miðað vel áfram. Ekki er hægt að vinna að brúar- gerð við hin miklu vatnsföll á söndunum austan Lómagnúps nema að haust- og vetrarlagi, meðan minnst er i vötnunum. Aætlað er, að unnið verði stanz- laust að framkvæmdunum tvo næstu vetur á timabilinu frá september til desemberloka og frá janúarlokum og fram i april. FYRSTA VERK HJÁ ÞYRLUNNI Eitt af þvi, sem gert verður til þess að tryggja, að umfcrðin um verzlunarmannahelgina gangi snurðulaust fyrir sig er vegaeftir- iit úr lofti. Slysavarnafélagið og Land- helgisgæzlan munu i þessu skyni lána Sikorsky þyrlu sina og verð- ur þetta þvi hennar fyrsta stóra verkefni siðan hún kom til lands- ins. Eftirlitssvæði hennar bundið við Suðurland. verður 50 ÞÚSUND REYKVÍKING- AR Á BROTT ÚR BORGINNI MIKILL VIÐBÚNAÐUR HJÁ LÖGREGLU VEGNA JDIRIH UTGERDARMADUR - DOTTIRIN KANNSKII STÝRIMANNASKÚLA ► SIÁ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.