Alþýðublaðið - 04.08.1972, Síða 5

Alþýðublaðið - 04.08.1972, Síða 5
alþýðu 6 aðið Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Biaðaprent h.f. VANRÆKSLA GEIRS Um þessar mundir geisar hiirð valdabarátta innan Sjálfstæðisflokksins.- Þeir, sem fylgjast með stjórnmálum, verða áþreifanlega varir við þessi átök, sem háð eru i flestum flokksfélögum Sjálfstæðismanna. Þeir, sem um völdin berjast, eru Gunnar Thoroddsen og Geir Hallgrimsson og er að heyra á áköfum fylgismönnum þeirra, hvors um sig, að baráttan standi um formanns- sætið i Sjálfstæðisflokknum, þótt það skipi nú þriðji maðurinn, — Jóhann Hafstein. Átökin milli þeirra Gunnars og Geirs brutust fyrst út á siðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þá stóð slagurinn um varaformannssætið i flokknum, — sæti þess, sem koma skal. Öflugur stuðningur allra helztu framámanna Sjálfstæðis- flokksins tryggði Geir mjög nauman sigur og kom fylgi Gunnars ýmsum mjög á óvart. Það leyndi sér ekki i vetur, að þessi átök innan Sjálfstæðisflokksins höfðu borizt inn á Alþingi. Þar tókust keppinautarnir á um að hafa forystu fyrir Sjálfstæðisflokknum i einstökum málum og mikla þingreynslu Gunnars reyndi Geir að vinna upp með þvi að taka sér rnikinn tima til þess að undirbúa málflutning sinn á Alþingi. í sumar hef- ur þessi barátta haldið áfram af fullum krafti og eru keppinautarnir á sifelldum þeysingi um land- ið og falast eftir stuðningi. Hefur einkum Geir Hallgrimsson verið drjúgur við ferðalögin. Allt þetta brölt Geirs Hailgrimssonar hefur auðvitað komið niður á embættisverkum hans sem borgarstjóra i Reykjavik. Starf borgarstjóra er mikið ábyrgðarstarf og veitir sannarlega ekki af þvi, að þeir sem þvi gegna, geti gefið sig óskiptir að þvi. Það hefur Geir Hallgrimsson alls ekki getað gert um all-Ianga hrið þvi allar þær fristundir, sem hann hefur átt frá þingmanns- starfinu og starfi varaformanns Sjálfstæðis- flokksins hafa farið i að slást við Gunnar Thor- oddsen um völdin i flokknum. Þetta getur auðvitað ekki gengið svona til lengdar. Geir verður að velja á milli embættis sins sem borgarstjóri annars vegar og flokks- bröltsins hins vegar. Það gengur ekki til lengdar að hafa borgarstjóra, sem hefur engan tima til að sinna þvi starfi vegna slagsmála við einhverja ihaldsmenn um formannssætið i Sjálfstæðis- flokknum, sem meira að segja er skipað eins og stendur. Flokksstarfid AÐALFUNDUR Aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Reykja- vik verður haldinn þriðjudaginn 15. ágúst n.k. Venjuleg aðalfundastörf, kosning fulltrúa á 26. þing S.U.S. Nánar auglýst siðar. STARFSSTÚLKA ÓSKAST Starfsstúlku vantar að geðdeild Barnaspi- tala Hringsins, Dalbraut 12. Upplýsingar hjá yfirhjúkrunarkonunni simi 84611. Skrifstofa rikisspitalanna NÍDAST Á GÖMLU FÓLHI Fyrir skömmu kom til min tæp- lega áttræ&ur kunningi minn, sem ég hef þekkt lengi, glöggur maður og sómakær og á langan og far- sælan starfsdag að baki. Hann hefur, siðan hann lét af starfi sjötugur, ekki haft aðrar tekjur en lifeyri frá Reykjavikurborg, sem hann vann fyrir um langt skeið, og ellilaun. Hann sýndi mér skattseðlana sina i ár og i fyrra og spurði mig, hvort ég héldi það geta verið, að einhver villa væri i útreikningi skattanna i ár. Ég at- hugaði þetta og komst að raun um, að skattarnir væru rétt reiknaðir bæði árin. Gamli mað- urinn, sem hefur næma réttlætis- kennd, ætlaði varla að trúa þessu. Og það er ekki undarlegt, að hon- um skuli hafa fundizt þetta ótrú- legt. Málavextir eru þessir: Meira en fimmföldun. Tekjur þær, sem lagt var á hjá honum i fyrra, námu 148,884 kr., þ.e. 82.368 kr. i eftirlaun og 66.516 kr. i ellilaun. Af þessum tekjum greiddi hann þá 3.541 kr., þ.e. 1.308 kr. i tekjuskatt, 2.200 kr. i út- svar og 33 kr. i kirkjugarðsgjald. Á siðast liðnu ári hækkuðu tekjur hans vegna visitölubóta i 191.341 kr., þ.e. eftirlaunin i 106.280 kr. og ellilaunin i 85.061 kr. Nú er honum ætlað að greiða 19.238 kr. i skatta, þ.e. 11.690 kr. i tekjuskatt, 7.400 kr. i útsvar og 148 kr. i kirkju- garðsgjald. Skattgreiðsla hans meira en fimmfaldast. Af 42.500 kr. tekjuaukningu, sem eingöngu á rót sina að rekja til hækkaðs framfærslukostnaðar, greiðir þessi gamli maður 15.697 kr. i skatt eða 37% af tekjuaukanum, sem er þó aðeins á pappirnum, þar eð eingöngu er um visitölu- hækkun að ræða. Afkoma hans verður þvi i ár mun lakari en i fyrra. Gylfi Þ. Gíslason skrifar Öfugþróun. begar skattafrumvörpin voru til meðferðar á Alþingi i vetur, var af hálfu Alþýðuflokksins margbent á, að breytingar þær, sem gert var ráð fyrir i frum- vörpunum, myndu koma illa og ranglátlega niður á gömlu fólki, sem eingöngu hefði eftirlaun og elliiaun i tekjur. En ekki var á þetta hlustað. Af hálfu Alþýðu- flokksins voru fluttar tillögur til þess að fá ákvæðunum varðandi gamla fólkið breytt. En þær voru felldar. Ég hefi athugað, hvað þessi gamli maður hefði átt að greiða i skatta, ef nýju skattalögin hefðu ekki verið samþykkt. Þá hefðu skattar hans orðið 4.714 kr. Hann hefði engan tekjuskatt greitt, en 4.600 kr. i útsvar og 114 kr. i kirkjugarðsgjald. Skattar hans samkvæmt nýju lögunum eru það bil fjórfaldir á við það sem þeir hefðu orðið, ef fyrri lög hefðu ver- ið i gildi áfram. Sctjið bráðabirgðalög! Nú er komið i ljós, að gagnrýni okkar Alþýðuflokksmanna á skattafrumvorpin var á rökum reist. Að þvi er snertir skattlagn- ingu á lifeyris- og ellilaunaþega, er um að ræða svo alvarleg mis- tök, að kalla má það eitt mesta fé- lagslegt ranglæti, sem framið hefur verið i áratugi. Ég geri það hér með að tillögu minni, að rikisstjórnin gefi út bráðabirgðaiög til þess að leið- rétta það ranglæti, sem hér hefur átt sér stað. Bráðabirgðalög hafa verið gef- in út af minna tilefni. Þessi rikis- stjórn hefur sýnt það, að hún hik- ar ekki við útgáfu bráðabirgða- laga. Nú hefur hún sannarlega brýna ástæðu til slikrar ráðstöf- unnar. Undir þessa áskorun munu JoV. ------- VIUA AFTUR VÖLD DANSKIR HÆGRI MENN BJODA NÚ TIL SAMSTARFS Eins og kunnugt er hefur minnihlutastjórn jafnaðarmanna undir forystu Jens Otto Krag setið að völdum i Danmörku frá þvi stjórn þriggja borgaraflokka hrökklaðist frá völdum við litinn orðstir. Stjórn jafnaðarmanna byggir á stuðningi SF-fl. á þinginu. Ekki er um neitt form- legt stjórnarsamstarf að ræða, enda á SF-flokkurinn engan ráð- herra i stjórn Krags, en SF vill heldur undirgangast það, að styðja jafnaðarmannastjórnina án stjórnarsamvinnu við jafnað- armannaflokkinn og tryggja þar með sósialska stjórn i landinu, en að veita minnihlutastjórn jafnað- armanna engan stuðning og stuðla þannig að falli hennar og sennilega nýrri stjórnartilraun hægri aflanna i landinu. Enda þótt enginn vafi leiki á um, að stjórn borgaraflokkanna i Danmörku fékk slæman endi og verðskuldaði það, þá liður borg- araflokkunum samt ekki allt of vel i stjórnarandstöðu. Forystu- menn þeirra virðast þrá ráð- herrastólana aftur, — jafnvel undir handarjaðri jafnaðar- manna. Þannig hefur Hilmar Baunsgaard, sem lætur nú nefna sig „forsætisráðherra skugga- ráðuneytisins” likt og enn sé samvinna á milli borgaraflokk- anna þriggja, sem áður fóru með stjórn landsins, sett fram i danska blaðinu „Politiken” tilboð um að styðja stjórn Krags vilji hún i staðinn skera á öll tengsl við SF-flokkinn. Baunsgaard getur að visu aðeins talað fyrir sinn eig- in flokk, — radikali, en hann lætur i það skina, að sem „forsætisráð- herra i skuggaráðuneytinu” tali hann einnig i nafni hinna stjórn- arandstöðuflokkanna tveggja, er hann setur fram umrætt tilboð. Engar likur benda þó til þess, að þessu tilboði verði tekið. 1 for- ystugrein blaðsins „Aktuelt”, málgagns danskra jafnaðar- manna, er gert góðlátlegt grin að þvi og segir blaðið það vera „sumarpólitiska sápukúlu”, sem hvorki feli i sér neitt nýtt eða neitt markvert. Það eru möguleikar á samvinnu, segir blaðið, og slik samvinna er stunduð. En það er samstarf, sem Baunsgaard er að hugsa um. A þvi er ekki nokkur minnsti mögu- leiki. EFNAHAGSMALANEFNDIN OG KOMMAR UNDANBROGÐ ENN Sem kunnugt er skipaði ríkis- stjórnin nýlega nefnd til að kanna, hvers úrkosti hún á út úr þeim ógöngum i efnahags- málum, sem hún hefur leitt yfir þjóðina — öllum á óvart. Ncfnd- in er tviskipt: Annars vegar eru 4 ópólitiskir sérfræðingar um efnahagsmál, hins vegar eru 3 ósérfróðir pólitiskir fuiltrúar, einn fyrir hvern stjórnarflokk- anna. bað kemur óneitanlega spánskt fyrir sjónir, að stjórnin skuli skipa Jón Sigurðsson hag- rannsóknastjóra og dr. Jóhann- es Nordal Seðlabankastjóra i þessa nefnd. Starf þessara manna er að talsverðu leyti ein- mitt fólgið i þvi að vera stjórn- inni til ráöuneytis i efnahags- málum. Þaö þarf enga nefndar- skipun til að virkja starfskrafta þeirra, nema sérstök verkefni af öðru tagi þarfnist úrlausnar. — Öðru máli gegnir um prófess- orana Guölaug Þorvaldsson og Olaf Björnsson, rikisstjórnin á grciðan aögang aö áliti þeirra, ncma þeir sitji i nefnd. — En þetta cru sérfræöingarnir fjórir. Og þá er komiö aö pólitisku\ fulltrúunum. Skipun fulltrúa Framsóknarflokksins, Jo'- hannesar Eliassonar banka- stjóra, er að visu ekki ástæða til að gagnrýna, þó að hann sé ekki sérfróður um efnahagsmál. Það hefur hins vegar spurzt, að það liafi tekið Magnús Kjartansson hálfan mánuð að knýja forsætis- ráöherra til að skipa i nefndina Þröst ólafsson fulltrúa Alþýðu- bandalagsins. Hvers vegna? Ástæðan er augljós. Forsætis- ráðherra veit, að Þröstur Ólafs- son skilar gjarnan séráliti i nefndum. Ilann sér það fyrir, að Þröstur Ólafsson mun, ef að likum lætur, skila spaklegu sér- áliti um mótun nýrrar efna- hagsstefnu o.s.frv. Forsætisráð- herra sér það i hcndi sér, að Þjóöviljinn mun skýla sér bak við séráliti Þrastar og firra þannig ráðherra Alþýðubandalagsins ábyrgð á þeim óvinsælu neyðarráöstöf- unum, sem rikisstjórnin verður að gripa til, áður en árið er liðið. Af þessari deilu ráðherranna um aðild Þrastar ólafssonar að nefndinni verður þvi naumast dregin önnur ályktun cn sú, að Alþýðubandalagsráðherrarnir ætli eins og endranær að skjóta sér undan ábyrgð á þcim kjara- skerðingarráðstöfunum, sem eru yfirvofandi og þeir sjálfir hafa öðrum frcmur gert nauð- synlegar, þann lcik er Þresti Ölafssyni ætlað að auðvelda þeiin. En hér er ekki öll sagan sögð. Það hefur ekki tiðkazt á tslandi að skipa stórar nefndir til að fjalla um úrlausn hversdags- legra efnahagsvandamála. Slikar nefndir hafa aðeins verið skipaðar, þegar mikil umskipti i efnahagsmálum hafa staðið fyrir dyrum. Hér hefur ríkis- stjórnin þvi viðhaft óvcnjuleg vinnubrögð. Þess er að minnast, þegar fjármálaráðherra lýsti þvi yfir skömmu eftir stjórnar- myndunina 1971, að rikisstjórn- Framhald á bls. 4 Föstudagur 4. ágúst 1972 5

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.