Alþýðublaðið - 18.08.1972, Qupperneq 3
Alþýðublaðinu barst i gær yfir-
lýsing frá nýstofnuðum kommún-
istasamtökum, sem kenna sig við
Marx og Lenin.
Stofnþingið var haldið dagana
5.-7. ágúst og segir í yfirlýsing-
unni, að höfuðverkefni samtak-
anna sé byltingarsinnað náms-
starf.
Málgagn Marxistanna-
Leninistanna er Stéttabaráttan,
„beittasta vopn öreigastéttarinn-
ar i dag”, eins og það er orðað i
yfirlýsingunni.
UR OG SKARIGRlPIR
KCRNEUUS
JONSSON
SKÖLAVOROUSTIG 8
BANKASIRÆII6
10588-18600
EKTAKOMMAR STOFNA Nð
LOKSINS ALVORUFLOKK!
m IEE aai TjmLU
ÖLL VARÐSKIP
KÖLLUÐ ÚT TIL
GÆZLUSTARFA
Aukin gæzla eftir útfærslu
landhelginnar 1. september
næstkomandi hefur gert það að
verkum, að hætta hefur orðið
við landgrunnsrannsóknirnar,
sem fram hafa farið út af
Vesturlandi i sumar.
Þetta táknar að visu ekki
algjöra stöðvun, þvi áætlað er
að taka upp þráðinn strax næsta
sumar og þá jafnframt að ljúka
þessum rannsóknum, sem bein-
ast að öllu landgrunninu.
Astæðan fyrir þvi, að hugsan-
legt þorskastrið setur strik i
reikninginn er sú, að visinda-
mennirnir hafa haft varðskipið
Albert til afnota, en skipið verð-
ur að vera til reiðu um mánaða-
mótin þegar landhelgin verður
færð út!
Af þessum sökum var i sumar
rannsakað nokkru minna svæði
en áætlað hafði verið i upphafi.
Gerðar voru jarðfræðiiegar
og jarðeölisfræðilegar rann-
sóknir á landgrunninu f-rá
Reykjanesi og að Vestfjarðar-
kjálkanum.
Meginverkefnið var gerð ná-
kvæms dýptarkorts af svæðinu,
en auk þess voru gerðar sam-
felldar dýptarmælingar, segul-
mælingar og setþykktarmæl-
ingar með neistatækjum.
Þá voru einnig tekin botnsýni,
rannsökuð samskipti lofts og
sjávar með tilliti til veðurfars-
áhrifa og einnig gerðar varma-
straumsmælingar.
Til þess að sinna öllum þess-
um verkefnum þarf mikinn
búnað af mælitækjum og var
þeim holað niður svo að segja i
hvern auðan kima um borð i
Albert.
Leiðangursstjórinn, Róbert
Dan Jensson, sagði að staðsetn-
ing setþykktarmælisins, sem er
mjög dýrmætur, væri i rauninni
fyrir neðan öll skynsamleg tak-
mörk.
Hann og Vilhjálmur Lúðviks-
son, efnaverkfræðingur kynntu
rannsóknir fyrir blaðamönnum
i gær og kom þar meðal annars
fram, að ráðgert er að ljúka
þeim næsta sumar.
Til þess, að það verði kleift,
þurfa rannsóknarmenn á stærra
skipi að halda auk þess, sem
ekki hefur verið tekin ák-. örðun
um áframhaldandi fjá .ramlag
rikisins.
f sumar hafði leiðangurinn til
ráðstöfunar 12.6 milljónir króna
og fór helmingurinn af þvi i
rekstur skipsins.
f leiðangrinum tóku þátt 3-4
islenzkir visindamenn, 3 banda-
riskir og niu manna áhöfn Al-
berts.
Þyngdarmælingatækin lánaði
mælingadeild Bandarikjahers
og sáu Bandarikjamennirnir
um mælingar með þeim.
Skipstjóri framan af var
Sigurjón Hannesson, en siðar
leysti hann af hólmi Guðjón
Petersen.
GRJOTAGJA LOKAD VEGNA
SÚÐASKAPAR FERDAFÚLKS?
„Sóðaskapur sumra ferða- I
manna i Grjótá er svo yfirgengi-
legur, að til hreinna vandræða i
horfir.og hefur nú komið mjög til
greina að loka gjánni og lauginni I
næsta sumar og hafa hana ein- í
ungis opna á vetrum fyrir heima- i
fólk”, sagði Björn Friðfinnsson,
framkvæmdastjóri hjá Kisiliðj- 1
unni við Mývatn i simtali við
Alþýðublaðið I gær.
Flestir fslendingar kannast við
Grjótá. Hún er tviskipt hraun-
gjóta og um hana rennur um 40
gráðu heitt vatn og hefur hún um
langa tið verið vinsæll baðstaður
og ákaflega mikið notuð af ferða-
mönnum.
I Eins og fyrr segir rennur stöð-
! ugt vatn i gegnum laugina, sem
: er að öllu leyti gerð eins og hún
| kemur frá náttúrunnar hendi.
! Laugin hefur þannig hreinsað sig
i sjálf, þangað til nú, að sóðaskap-
ur ferðamanna keyrir um þver-
í bak.
1 Að sögn Björns Friðfinnssonar
ÞJOÐLAGAHATIÐ I ELLIÐAEY
Vestmannaeyingar eru ekki
nema rétt búnir að jafna sig eftir
þjóðhátiðina sina, þegar þeir fara
aftur af stað með útisamkomu.
Á morgun hefst þjóðlagahátif, i
Elliðaey, og þangað hefur verið
stefnt mörgum ágætum söngv-
urum, Vestmannaeyingum sem
fslendingum.
Meðal þeirra má nefna hinn
fræga söngvara Umba Roy, Rió
trió, Kristinu Lillendal, Jóhannes
Hilmar og Þorstein Inga, Einar
og Gvend Guðmunds. og Helgu og
Rósönnu.
A þessari samkomu er ætlazt til
þess að fólk komi saman til þess
að skemmta sér skemmtunar-
innar vegna, þ.e. algert vinbann
verður. Það er stúkan Sunna,
ásamt hjálparsveit skáta, sem
standa fyrir hátiðinni, og ganga
félagar beggja þessara samtaka
eflaust vasklega frami þvi að
hella öllu brennivini i sjóinn.
verði reynt að smygla þvi til
eyjarinnar.
Dagskráin hefst á morgun, og
annað kvöld verður kveiktur
varðeldur. Um nóttina sefur fólk i
sinum tjöldum, en einnig verður
þarna stórt tjald, sem hægt er að
flýja inn i með hljóðfærin, ef hann
skyldi rigna, og halda hátiðina
þar.
A sunnudaginn verður dag-
skránni haldið áfram, milli
klukkan 2 og 5.
hefur hvað eftir annað verið grip-
ið til þess ráðs i sumar að nota
slökkviliðsbil sveitarinnar til að
hreinsa Grjótagjá eftir ferða-
menn. Hefur jafnvel ekki verið
fritt við það, að þeir skildu þar
eftir stykki sin.
„Það er alls ekki hægt að þola
þetta framferði, hvort sem i hlut
eiga erlendir eða innlendir
ferðamenn” sagði Björn enn-
fremur.
Þá sagði Björn i samtalinu við
blaðið, að ferðamannastraum-
urinn væri nánast orðin plága á
fólki þar nyrðra, enda skorti þar
mjög á tjaldaðstöðu, snyrtiað-
stöðu, og aðra þjónustu, sem
þyrfti að vera fyrir hendi á jafn-
miklum ferðamannastað. —
i' jármálaráðhcrra hefur þ. 15.
ágúst s.l., skipað Hrcin Sveinsson
lögfræðing, Ilraunbæ 40, Reykja-
vik, skattstjóra i Vestfjarðaum-
dæmi frá I. janúar 1073 að tclja.
FLUGVELARÁNIN
HAFA ORSAKAÐ
BOAC flugfélagið tilkynnti i
gær, að taprekstur væri á fé-
laginu i fyrsta skipti i átta ár, og
ætti baráttan gegn flugvéla-
ránum sök á þvi.
BOAC hefur verið rekið með
gróða siðan árið 1964, og talið eitt
traustasta fyrirtæki i Bretlandi.
Félagið hefur á allra siðustu
árum eytt geysilegum fjár-
munum til varnar flugvélar-
anum.svo miklum fjármunum að
félagið er nú rekiö með tapi.
Tap félagsins á reiknisárinu
sem lauk 31. marz s.l. nam um 300
milljónum islenzkra króna.
Sambandsfryslihúsin ætla að
halda áfram vinnslu karfa, að
sögn Arna Bencdiktssonar fram-
kvxmdastjóra frystihúsanna.
Sagði Arni i stuttu samtali við
hlaðið i gær, að frystihúsin héldu
áfram vinnslu, þrátt fyrir að þau
leldu ráðstafanir rikisstjórnar-
innar ná of skammt.
Arni kvað rekstrargrundvöll
karfavinnslunnar hafa skánað
nokkuð upp á siðkastið, og væri
það cinkum að þakka batnandi
gæðum karfans.
BREZKU VERK-
FÖLLIN ENN
EKKILEYST
llafnarverkamenn i Liverpool,
næslstærslu hafnarborg Bret-
lands, ákváðu i gær að halda
áfrain verkfalli eftir að ineirihluli
verk'amannafélaganna liefur af-
lýst þvi.
1 Manchester var i gærkvöldi
ekki búið að boða til fundar um
málið, og likur voru á þvi, að
verkamenn i Hull taki þá ákvörð-
un i dag að halda verkfallinu
áfram.
Það hefur verið reiknað út, að i
verkfallinu hafi safnazt saman
vörur fyrir rúmlega 200 millj. isl.
króna i brezkum höfnum, og enn-
fremur hefur brezka stjórnin
greitt fjölskyldum verkfalls-
manna alls 85 millj. króna bætur i
verkfallinu.
PRESTSVIGSLA I ~
DÓMKIRKJUNNI
Prestsvigsla verður i Dóm-
kirkjunni sunnudaginn 20. ágúst
klukkan 11 fyrir hádegi. Biskup
vigircand. theol. Hauk Agústsson
til Holtsprestakalls i Múlapró-
fastsdaémi. Vigslubiskup séra
Sigurður Pálsson lýsir vigslu.
Vigsluvottar verða séra Jakob
Einarsson, séra Jón Guðjónsson,
séra Oddur Thorarensen og séra
Þórir Stephensen.
Föstudagur 18. ágúst 1972