Alþýðublaðið - 10.09.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.09.1972, Blaðsíða 5
— Messieru, faitex vos jeux! Miðaldra maðurinn með þykka sléttgreidda hárið leikur sér aðeins með spilapeninga sina, en á næsta augnabliki byrjar hann að dreifa þeim viðs- vegar á spilaborðið. Hend- ur hans eru styrkar og hann er rólegur þegar hann lætur spilapeningana frá sér, að þvi er virðist án nokkurrar fyrirfram ákveðinnar reglu. Pening- arnir falla bara hér og þar á borðið. 1 nálægð þessa manns eru þrir aðrir, óþekktir. Einn þeirra hefur þann starfa að passa, upp á aö hinn leyndardómsfulli spilamaður hafi ætiö fullt glas af uppáhaidsdrykk sinum við hendina. Annar fylgist meö þvi að logandi sigaretta sé ætið i ösku- bakkanum, og starf þess þriðja er að fylgjast með þvi að hinn stóru haugur af spilapeningum liggi óhreyfður á borðinu, að enginn óviðkomandi fari að gerast fingralangur. — Les jeux sont faites? Upphæöir þær sem þessi maður ieggur undir eru óvenjulega háar. Það eru aðeins reglur spilavitisins um hámarksboð, um 200 þús. islenzkar krónur, sem koma i veg fyrir að hann bæti nokkrum hundruðum þúsundum i viðbót á boðin sin. A öðrum borðum er spilamennskunni lokið, og fólk flykkist i kringum borðið, þar sem hinn ókunni maður er að spila. Hann virðist samt ekki vita af nálægð þess. Hópurinn sem þarna er gæti heitið, ,,Frá fimmtu- dagskveldi til mánudags- morguns.” Þessir fjórir dagar eru þeir mest spennandi i spilavitinu i Monte Carlo. Litla filabeinskúlan rúll- ar hring eftir hring, og hægir smám saman á ferðinni inni i hinu stóra og munstraða hjóli. Spila- mönnum ætti að vera kunnugt, aö hún hlýðir einu lögmáli, sinum eigin. — Rien ne va plus! Hinn lága og ópersónu- lega rödd spilastjórans stöðvar allt samtai við borðið, á likan hátt og þeg- ar blað fallaxarinnar rennur niður sleðan að hálsi fórnardýrsins og öll hróp og köll á aftökustaðn- um þagna. Eins og i dá- leiðslu horfa allir á hið af- drifarika númer sem hin dyntótta kúla hefur að þessu sinni valið sem hvilustað sinn i hinni ei lifa hringrás hjólsins. Á næsta andartaki birt- ist hin langa skafa, le rat- eau, spilastjórans og dreg- ur til sin alla spilapening- ana á borðinu. Hraðir fingur raða þeim niður i öskjur, sem likjast vindla- kössum. og að vörmu spori er borðið tómt, það er eins og þar hafi aldrei farið fram neitt spil. og að eng- inn hafi unnið, enginn tap- að. Enginn svipbrigði sjást á andliti ókunna mannsins. ekki ein einasta hreyfing gefur til kynna hvort hann hafi orðið fyrir vonbrigðum. — Messieurs, faites vos jeux! Hann er ríkasti maö- ur heims. Nafn hins ókunna og leyndardómsfulla manns er Khalil Bedas. Nefnið nafnið i Evrópu og sárafá- ir kannast við það. En nefnið það i Austurlöndum nær, og það verður hljótt i kringum þig, og einhver kæmi til þin og spyrði, — þekkið þér hann?— Hann er án efa einn rik- asti maður heims, talinn rikari en Ibn Saud af Ara- biu. Rotschild, Ford, Paul Getty og hvað þeir nú heita hinir þekktari auð- jöfrar. Hin geysilegu auð- æfi, sem honum hefur tek- izt að raka saman, frá hring af lúxushótelum sem hann á, þrem flugfélögum og nokkrum einkabönk- um, sem velta bróðurpart- inum af þvi fé, sem streymir um Mið-Austur- lönd, vegna hinnar gifur- legu oliu sem þar er að finna i jörðu. Einasti lösturinn sem hann hefur, er spilaástrið- an. Nokkrum sinnum á ári fer hann i helgarferðir, og notar þá einkaþotu sina til þess að heimsækja öll stærstu spilaviti Evrópu. Þegar hann kemur til Monte Carlo, þá kemur hann venjulega á fimmtu- dagskvöldi og yfirgefur staðinn á mánudags- morgni. í þvi tilfelli, sem hefur verið skyrt frá hér að framan, var hann óvenju- lega heppinn. Hann vann sem samsvarar rúmum 15 milljónum isl. króna. Frá Monte Carlo hélt hann til Baden-Baden i Þýzkalandi þar sem hann bætti 30 milljónum við áðurnefnda þénustu. Frá Baden-Baden hélt hann til Deauville i Frakk- landi og vann þar nokkur hundruö þúsund, sem hann skildi eftir á borðinu sem gjöf handa spilastjór- anum. I þau hundrað ár sem spiiaviti hefur verið rekið i Monte Carlo hefur mikill fjöldi af slikum og þvilik- um ævintýrum hent. I dag er spilavitið eitt að bezt reknu fyrirtækjum sem finnast en sú var tiðin að það lá við að það þyrfti að loka þvi vegna miður þokkalegra sögusagna. Gengu flestar sögurnar út á það, að á hverjum morgni væri svo og svo mörgum likum hent i sjó- inn, og áttu það að vera hinir ólánssömu sem höfðu tapað öllum sinum eigum við spilaborðin. Stofnandi spilavitisins, Francois Blanc, sem hefur verið kallaður einn mesti fjármálamaður sins tima, sá hættuna. Hann reyndi að fá blöðin i lið með sér, með þvi að gefa árlega stórar fjárfúlgur til likn- arstarfa. En það var sonur hans, Camillie, sem tókst að vinna þvi þá frægð sem það nú hefur. Það var hann sem fékk aðalinn og frægt fólk til þess að koma og spila, og það sem meira var, hann fékk marga þekkta og fræga menn til þess að setjast þar að. Einn af þeim fyrstu sem það gerði var útgefandi Parisarútgáfunnar af New York Herald Tribune, James Gordon Bennett. Camillie, sem var þá einkaeigandi spilavitisins og með bankabók með hundraða milljóna inni- stæðu, fékk Bennett til þess að skrifa um það i blað sitt, svo að segja dag- lega hvaða frægar persón- ur fóru i gegnum Monte Carlo. Þetta heppnaðist, og ekki leið á löngu þar til peningaaðallinn fór að venja komur sinar til Monte Carlo, einu sinni til tvisvar á ári, það var orðinn fastur liður i sam kvæmislifinu. Brátt voru þau þarna öll 'nöfnin sem Camillie þurfti á að halda, Morgan, Vand- erbilts, Drexels og Vana- makers og á eftir fylgdu konungar og keisarar. Eitt kvöld var haldið baccarat-spil i hinum fræga Schmidt-sal. Sá sem hélt bankann var kvik- myndajöfurinn Jack L. Warner. Þeir sem spiluðu gegn honum voru engir smákallar. Faruk, fyrr- verandi konungur Egypta- lands. tónskáldið Fredirck Loewe. sá er skóp My Fair Lady, kvikmyndafram- leiðandinn Daryl F. Zan- uck og Sam Spiegel i sama bransa, ásamt Persiukeis- ara. Á nokkrum klukku- timum vann Warner um 20 milljónir af þeim. Eftir lit- inn kvöldverð héldu þeir til Palm Beach spilavitis- ins i Cannes, og sprengdu bankann. Á heimleiðinni ienti Warner i bifreiðaslysi og varð að liggja i rúminu, að hálfu lamaður, i nokkra mánuði. Nákvæmlega ári seinna hélt hann upp á bata sinn, með að koma til baka og hrifsa 10 milljónir af Talat prins frá Saudi- Arabiu. Þungur og hreyfinga- laus situr Faruk konungur kvöld eftir kvöld við spila- borðin. Sem sonur Mu- hammed Ali þarf hann ekki einu sinni að standa upp þegar Aga Khan fellur á kné við hlið hans og kyssir hendur hans. At- hygli konungsins beinist eingöngu að spilinu. Vann 7 milljónir, dó úr hjartaslagi. Allt i einu varð Faruk þess var að maðurinn sem sat andspænis honum varð hreyfingalaus, eins og hann svæfi. Hann hafbi 4 einmitt unnið pott upp á 7 milljónir. Konungurinn hvislaði einhverju að ein- um lifverði sinum, sem gekk kringum borðið til þess að vekja manninn. Enginn vissi hver mað- urinn var, en hann hefur auðsjáanlega haft mikla þörf á vinningnum. Þegar spilastjórinn ýtti pottinum yfir til hans, varð það hon- um ofraun, og hann dó úr hjartaslagi á jafn rólegan hátt og þegar hann hafði sezt. Að fá spilastjóra i Monte Carlo til þess að leysa frá skjóðunni er erfitt verk. Spilastjórarnir eru bundn- ir þagnarheiti, og i þau störf eru valdir alveg sér- stakir hæfileikamenn. Laun þeirra eru svo mikil, að þeir hætta ekki starfinu fyrir lausmælgi. Þá er auðveldara að fá spila- mennina til þess að segja frá. Bandariski leikarinn Darry Cowl segir svo frá eigin reynslu: ,,Ég var gjörsamlega fallinn fyrir spilafikninni. 1 hverjum þeim samningi, sem ég undirritaði, voru ákvæði þess eðlis, að ég fengi fyr- irframgreiðslu og fritt liði til þess ab spila. Á s.l. 10 árum hef ég tapað i kring- um 150 milljónum við spilaborðin. Á morgnana var ég vanur að halda áfram spilunum með þvi að spila við þjóna og annað starfsfólk á þeim börum sem ég heimsótti. Ég var alveg á valdi spiladjöfuls- ins. Að lokum var aðeins ein leið eftir, ég fór til for- stjóra spilavitanna og bað um að vera úthyst. Þetta var stórt skref, þvi ég komst á svarta listann og af honum fer maður ekki alla ævi. Nokkrum sinnum var ég geðveiki nær, en svo einn morguninn vakn- aði ég, og spilaástriðan var horfin, Það var dásamleg tilfinning.” Að sjálfsögðu hafa átt sér stað sjálfsmorð i sam- bandi við spilavitið i Monte Carlo, en enginn talar um þau nú orðið. Starfsfólkið hafði fyrirskið anir þess eðlis að elta alla þá er yfirgáfu spilavitið, eftir að hafa tapað miklum fjármunum. Ef viðkom- andi hugðist svipta sig lifi, þá að reyna að koma i veg fyrir það, annars að setja stóran bunka af seðlum i vasa viðkomandi, ef sjálfsmorðið heppnaðist. Á seinni árum hefur Vista-Ero hótelið verið mjög vinsælt af þeim sem fremja sjálfsmorð. Hótelið liggur á fjallsbrún og þvi vel til þessara hluta fallið. Eftir siðustu máltiðina, hafa gestir viljaö fá kaffi og konijak út á svalirnar, en þaðan er auðvelt að klifra yfir varnargarðinn og láta sig falla út i óviss- una og inn i dauðann. Það er ekki fyrr en siöla kvölds sem stór-spilararn- ir koma til spilavitisins, þá eru flestir ferðamennirnir búnir að yfirgefa staðinn. Nálægð hins venjulega ferðamanns var orsök þess að upp úr sauð milli Rainer fursta og Onassis sem átti stóran hluta Mon- aco. Furstinn og furstafrú Grace vildu auka ferða- mannastrauminn til Mon- aco, en Onassis var þvi mótfallinn, taldi að hinn sérkennilegi smái heimur ætti að fá að njóta sin. Þvi fór sem fór. Á daginn er það eftir- launafólkið sem leggur undir sig spilavitið. Það situr við borðin og leggur peninga sina undir. Hjá sér hefur það með miða sem það svo skráir á þau númer sem upp koma. Þannig hyggst þetta fólk finna út leynivegu heppn- innar, og að sjálfsögðu passar það sig á þvi að aðrir sjái ekki miðann. Einn spilastjórinn hefur sagti — Það er ekki til neins fyrir þetta fólk að reyna að finna ,,reglu vinningsins”. f dag er það ómögulegt, en hér áður fyrr var það hægt, ef næg fjárráð voru fyrir hendi. Það að sprengja bankann var bara á færi hinna rikustu, sem gátu ávallt tvöfladað þangað til þeirra númer kom upp. Nú eftir að búið er að takmarka þá upphæð sem bjóöa má, við 200 þús. kr. er ekki möguieiki að sprengja bankann. Þegar sami spilastjóri var beðinn um að gefa ráð til þess að vinna. svaraði hann. „Verið við hliðina á manni sem ætið tapar og spilið alveg öfugt á við hann, en það ráö er þó ekki alveg óbrigðult.” Eitt sinn frétti Churchill að Leon Radziwill, tengdafaöir systur Jackie Kennedy-Onassis, hefði fundið góða reglu til að veðja eftir. Innti Churchill hann eftir þessu, og spurði hvort reglan væri góð. Þvi svaraði Radziwill á eftir- farandi hátt. ,,Ég tapa allavega hægar en áður”. Churcill tapar dóttur viö spilaboröið. Churchill kemur viða við i sögu spilavftisins. Að þvi er vitað verður, er hann sá einasti sem hefur tapab þar dóttur við spila- mennsku. Var hinn ungi tizkuljósmyndari Anthony Beauchamp, sem vann Söru af gamla manninum, og seinna giftist henni. En potturinn, þegar Sara var i honum, virkar ræfilslegur við hliðina á öðrum, i öðru spili. Þá var það keisaraveldi sem um var spilað. Það var Karl keisari af Austurriki, sem varð að margfalda litlar 5 miiljón- ir, sem hann hafði fengið gefins, svo hann gæti snúið aftur til Budapest og náð völdum af Horthy hers- höfðingja. Peningunum hafði verið safnað saman meðal hinna riku, sem létu nokkrar krónur af hendi rakna, þegar það vissi til hvers átti að nota þá. Var Karl keisari ákveðinn i að sprengja bankann, og með þvi taldi hann sig hafa nægt skotsilfur til þess að bola Horthy frá völdum. en þvi miður stóðst þessi áætiun Karls ekki og hann tapaði hverjum eyri við spilaborðið. Þessi atburð- ur átti sér stað i einum af hinum mörgu einkasölum sem þarna eru. 1 hundrað ár hafa spila- falsarar, þjófar og fjár- kúgarar reynt að svindla og starfa i spilavitinu. Einn af þeim beztu var búktalari, sem hélt sig fyrir aftan Agnelli, for- stjóra Fiatverksmiðjanna, við borðið þar sem crap er spilað. Crap er teninga spil, og er mestur mögu- leiki að geta svindlað i þvi. Hafði áðurnefnt crap borð verið sett upp vegna óska kvikmyndaleikarans Ed- ward G. Robinssons. Nú búktalarinn bauð alltaf i, og breytti um rödd i hvert sinn. Þegar hann tapaði gaf hann sig ekki fram, en aftur á móti þeg- ar hann vann var hann fljótur að hirða gróðann. En það fór fyrir honum sem og öllum öðrum sem reyna slikar hundakúnst- ir. Lögreglumenn spilavit- isins ná þeim ætið, en taka þá aldrei fyrr en þeir eru á leiðinhi út, svo það verði ekki uppistand. Hér áður fyrr var mögu- leiki að svindla i crap og öðrum teningaspilum, en nú er öldin önnur. öll borð fyrir teningaspil eru gerð i Reno i Bandarikjunum, og eru þau sérstaklega gerð, til að koma i veg fyrir t svindl. Eins er með rúlletturn- ar. Það gat hent að þær urðu skakkar án þess að nokkur tæki eftir þvi, og voru þvi sum númerin sem gáfu oftar vinning en önn- ur. Nú hefur verið bætt úr þvi. Á hverjum morgni áöur en spilavitið opnar, hittast fjórir menn á tröppum þess. Einn er leynilög- reglumaður, einn er verk- fræðingur, einn er við- gerðarmaður og einn er eftirlitsmaður. Þessir fjórir menn yfirfara allt spilavitið, ef svo mætti að orði komast. Þeir athuga kúlurnar, hvort þyngdin sé rétt, lita eftir þvi að rúll- etturnar starfi eðlilega, ganga úr skugga um að borðin séu ekki mishæðótt og sitthvað fleira. Jafnvel er athugað hvort spilapen- ingarnir séu af réttri stærð. Þegar fjórmenningarnir hafa gengið úr skugga um að allt sé i lagi er loks opn- að. En áður dyrnar opnast I hafa þeir sett silkiþráð inn i alla lása á öllum spila- borðunum og skal þráður- inn var þar. þegar spila- stjórinn opnar það. Þegar menn sækja um stöður við spilavitið er for- tið þeirra rannsökuð hátt og lágt. Ef ein misferla finnst fá þeir ekki vinnu. Oftast byrjar nýliðinn sem viðgerðar og þvottamað- ur. Ef hann stendur sig vel i stöðunni, kemst hann á skóla fyrir spilastjóra. Sá stendur i nokkra mánuði. Og ef maöurinn er virki- lega góður og heppinn get- ur hann komizt i stöðu ,,chef de partie”, það er að segja mannsins, sem situr og fylgist með störfum spilastjóranna, — að þar fari allt eftir settum regl- um. Leynilögreglumennirnir 50 sem blanda geði við gestina á kvöldin, þekkja engan starfsmann með nafni, og þeim er fyrir- munað að reyna að kynn- ast þeim — af öryggisá- stæðum. Og þeir þekkja heldur ekki hver annan. Þeir koma einn og einn i einu og blandanst hinni mislitu hjörö sem þarna kemur daglega. ‘ Mesti spiiamaður sem hefur sótt og spilað i Monte Carlo kemur ætið öðru hvoru. Það er griski viöskiptajöfurinn Nicholas Zogrophos. Þótt svo að hann hafi verið fyrirliði hóps atvinnuspilara, sem ferðaðist um heiminn og spilaði, þá er hann stál- heiðarlegur. Hann spilar ekki af ástriðu eöa ánægju og löngun i stóra vinning- inn. f hans augum er spil- ið. „námsgrein samfara viðskiptum og snilld.” Hann litur ekki einu sinni á baccarat sem neitt hasarspil. Sá á ávallt vinningsmöguleika, sem er nógu fljótur að áætla og reikna út hvernig liggur i spilabunkanum. Að dómi Zogrophos er það ekki nóg að vera vel gefinn til þess að verða góður spilamað- ur. Það þarf lika likamlegt atgerfi og sterka sjálfsaf- neitun. Að neita sér um alkohol og tóbaksreyking- ar. Sjálfur drekkur Zogrophos ekkert nema gosdrykki og það mikið. Telur hann að það stímu- leri magann og æsingur handa og tauga sést ekki ef maður lætur ekki siga- rettureykingar koma upp um það. Þegar Zogrophos hafði unnið nóg fé i Monte Carlo, það er talað um 150 til 200 milljónir, keypti hann sitt eigið spilaviti, Palm Beach i Cannes. Það spila- viti er einnig vel séö af hinu rika fólki, og er taliö næst i röðinni hvað virðu- leik snertir, á eftir Monte Carlo. Samt á „hin lifandi tölva” Zogrophos erfitt með að finna verðuga and- stæðinga á heimavigstöð- um. Það sem honum svið- ur mest, er að hann hefur aldrei fengið möguieika á aðhefna sina á Aga Khan, Citroén og knijaksfor- stjóranum James Henn- essey, þegar þeir unnu af honum á einni nóttu nærri 60 millj. Á meðal allra hinna vel- klæddu gesta, sem sækja spilavitið, er kona sem klæbist engu öðru en lörf- um. Er þar á ferð rikasta spákona heims. Hún fær að vera þarna gegn þvi að spá gestum aldrei i óhag. Stjórn spilavitisins hefur mikii áhrif á Monaco. Til að mynda eru aldrei sungnir sálmar með lægri tölu en 37, þegar messað er á sunnudögum. Annars gætu menn tekið það sem boö frá himnum, ef númerin væru milli 1 og 36. Fyrst blessað páfinn peningana. Til þess að vinna i spil- um, nota fjárhættuspiiar- arnir hin ýmsu ráð, og sýna oft mikla hugvits- semi við það. Sagt er að Fiat-konung- urinn Agnelli hafi hjarta úr leðurblöku i vasanum, og láti spilapeningana ætið koma við það. Aðrir fara með fulla vasa fjár, það sem þeir ætla að spila fyrir, i Vati- kanið og láta páfann blessa sig. Slikt þykir af- bragðsráð. En stjórn spilavitisins hlær að þessu. Slik hindur- vitni og lukkugripir auka aöeins umtal, og um leið veltuna. Og þarna er höndunum ekki slegið á móti einni einustu krónu. Jafnvel hinir fátæklegu aurar eftirlaunafólksins eru vel þegnir. Enda skipta þeir lika nokkrum milljónum á ári. Eftir neðanjarðargöng- um frá næsta hóteli, hótel de Paris, koma stórspilar arnir til spilavitisins, og allir með þann sama draum, aö sprengja bank- ann. En þvi miður er slikt orðið næsta ógjörlegt, og þvi stanzar aldrei hið ei- lifa tal spilastjórans,— — Messieurs, faites vos jeux! — Herrar minir, veljið ■ykkur númer! — Sunnudagur 10. september 1972 Sunnudagur 10. september 1972 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.