Alþýðublaðið - 04.10.1972, Blaðsíða 1
lalþýðu
i n niiTrii
ÚTGERÐIH ER
HÁNAST
ENGIN I DAG
Ekki tókst Verðlagsráði sjávar-
útvegsins að koma saman fisk-
verði i gær, þrátt fyrir langa
fundarsetu. Hefur nýr fundur
verið boðaður i ráðinu i dag.
Þá hefur engin hreyfing orðið á
tryggingamálum bátaflotans, og
halda langflestir útgerðarmenn
skipum sinum i höfn. ,,Við vitum
ekki með vissu hve mörg skip eru
gerð út þessa stundina, en ljóst er
að útgerð er m jög óveruleg i land-
inu”, sagði Kristján Ragnarsson
formaður Ltú i samtali við blaðiö
i gærkvöldi.
Blaðið innti Kristján eftir þvi
hvort sildveiðibátarnir i Norður-
sjónum yrðu kallaðir heim vegna
ástandsins i tryggingamálum
bátaflotans. Kristján kvað mjög
erfitt að kalla bátana heim svona
langa vegalengd.
Hann sagði að Ltú hefði varað
útgerðarmenn við þvi að gera út
undir núverandi kringumstæðum,
og skýrt fyrir þeim málið. Það
væri svo undir þeim sjálfum kom-
ið hvort þeir gerðu út eða ekki.
Þeirsem teldu sig hafa aðstöðu til
Framhald á 2. siðu.
BREZK NEFND HINGAÐ I.DAG
i dag kcmur til landsins brezk sendinefnd til viöræöna við lslendinga
um landhelgismáliö. Verða viðræöufundirnir á fimmtudag og föstudag.
Kormaður nefndarinnar er herra Keeble aöstoöarráöuneytisstjóri,
en í sendinefndinni verður einnig forinaðut brezkra togaraeigenda.
Pólverjar, Vestur-Þjóðverjar og Austur-Þjóöverjar hafa óskaö eftir
viðræðum um landhelgismálið, og Norðmenn hafa einnig sýnt áhuga.
Ekki er vitað hvenær viöræður hefjast viö þessar þjóöir.
OG SÖGULOKIN ERU A ... 3. SIÐl
t>Á FOR ÞETTA AÐ SKÁNA
SÍÐAN RAUK í SUMA ...
LOKS STÆKKAÐI BROSIO ..
VOÐA .. .
SÍS MEÐ
AUKA-
FUND UM
FRYSTI-
HÚSIN
Stjórn Sambandsfrystihúsanna
hefur boöaö fulltrúa allra frysti-
húsa sinna til aukafundar i
Reykjavik á föstudaginn.
„Þaö eru fyrst og fremst
rekstrarvandamálin, sem verða á
dagskrá á þessum fundi", sagði
Guöjón B. Olafsson, fram-
kvæmdastjóri hjá StS, i samtali
viö blaöið i gær.
Kundurinn hefst i Hamragörö-
um, fundahúsi Sambandsins viö
Hringbraut, á föstudaginn klukk-
an tvö. Er við þvl búist aö honum
ljúki siðdegis á föstudag.
Guðjón sagði, að framleiösla
Sambandsfrystihúsanna '.10 væri
ákaflega litil þessa stundina.
Bæði væri hráefni til vinnslunnar
litið, og auk þess væri erfitt aö fá
starfsfólk.
„Þetta er nú sá timi ársins, sem
er minnst spennandi, og þetta
hausl hefur verið óvenju dauft",
sagði Guðjón B. Ólafsson.
Austurriskur lagaprófessor
ættaður frá lsracl var i fyrradug
ásamt tveimur öðrum, áka>rður
fyrir að hafa svikið u.þ.b. 450
milljónir islen/.kra króna út úr
vestur-þýzka rikinu.
Heninganna fékk prófessorinn
sem skaðabætur fyrir listaverk
sem nazistar áttu að hafa lagt
hald á i Ungverjalandi á
striðsárunum.
Málverkin áttu svo að hafa
veriö flutt til Munchen, en nú
lialda vestur-þýzk yfirvöld þvi
fram, að hér hafi verið brögð i
tafli.
MÁTUÐU
BELGA
lslendingar unnu Belgiumenn á
Olympiuskákmótinu i gær meö 2
1/2 vinningi gegn 1 1/2. Eru ts-
lendingar efstir i B-riðli ásamt
Bretum eftir sex umerðir með 16
1/2 vinning.
Kanadamenn eru i þriðja sæti i
riðlinum með 16 vinninga, og
Norðmenn og lsraelsmenn eru i 4.
og 5. sæti með 15 vinninga.
AFSÖGDtl NYJA HÚS-
NÆDID HÁSKÚLANS
Fulltr. nemtenda og kennara i al-
mennum þjóðfélagsfræðum við
Háskóla Islands hafa skrifað
rektor skólans bréf, þar sem þvi
er lýst yfir, að kennsla á öðru og
þriðja ári geti ekki hafizt á tilsett-
um tima, þar sem kennsluhús-
næðið sé algjörlega óhæft til
kennslu i þvi ástandi, sem það er
nú.
Hús það, sem hér um ræðir, er
j gamla Loftskeytastöðin. Kennsla
j i húsinu átti að hefjast næstkom-
andi mánudag, en nemendur áttu
| að mæta til viðtals i dag.
Þeir sem tóku ákvörðun um að
kennsla gæti ekki hafizt að sinni,
I er ólafur Björnsson, prófessor,
| Þorbjörn Broddason, lektor,
| Ólafur Ragnar Grimsson, lektor
og Hallgrimur Guðmundsson full-
j trúi nemenda.
Litazt um i Loftskeytastööinni, sem bæöi kennarar og nemendur I þjóö-
félagsfræðum eru sammála um að sé óhæft kennsluhúsnæði f núver-
andi ásigkomulagi. — Þorbjörn Broddason, lektor er á miðri myndinni,
en til vinstri stendur Stefán Halldórsson, þjóðfélagsfræðinemi.
Þessir menn eiga sæti i Náms-
brautarstjórn og létu þeir frá sér
fara eftirfarandi tilkynningu i
gær:
„Námsbrautarstjórn hefur i
dag sent rektor háskólans ályktun
þess efnis, að ekki sé hægt að
hefja kennslu á 2. og 3. ári þar eð
kennsluhúsnæðið, Loftskeyta-
stööin, sé nú sem stendur algjör-
lega óhæft til kennslu. Náms-
brautarstjórn hefur ákveðið ,,að-
biða eftir formlegri tilkynningu
frá rektor um, aö það húsnæði,
sem henni var lofað, sé orðið
þannig úr garði gert, að hægt sé
Framhald á 2. siðu.