Alþýðublaðið - 17.10.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.10.1972, Blaðsíða 1
FENGU VATN Brezka eftirlitsskipiö Cirolina kom til Akureyrar um helgina meö tvo veika brezka sjómenn. Þeir eru skipverjar á brezkum togur- um, sem voru aö ólöglegum veiöum út af Langanesi. Eftirlits- skipiö fékk afgreitt vatn á Akureyri, en hélt siöan úr höfn. alþýðu ÞRIDJUDAGUR 17. OKT. 1972 — 53. ARG. — 232. TBL Týr í slaginn — fayssulaus Landhelgisgæzlan fékk langþráðan liðsauka um helg- ina. Hvalur 9. öðru nafni Týr, hélt úr höfn á laugardag i sina fyrstu ferð i þágu Landhelgis- gæzlunnar og á sunnudag kom varðskipið til landsins eftir ýmsar breytingar og bætur hafa verið gerðar á skipinu i Danmörku. Myndin var tekin við Reykjavikurhöfn. Týr er að leggja frá og á bryggjunni stóðu ættingjar skipverja og kvöddu þá. Til þess var sérstaklega tek- ið, að Týr var byssulaus og i viðtali við Alþýðublaðið i gær sagði Hafsteinn Hafsteinsson blaðafulltrúi Landhelgisgæzl- unnar, að ekki hefði verið tek- in ákvörðun enn um það hvort skipiö verður búið byssu á næstunni. Breytingar og bætur á Þór Framhald á 2. siðu. BYÐUR NOKKUR BETUR? Fjögur þúsund krónur á mánuöi er lágmarkið, og ef einhver býður betur fær hann herbergið með þvi að borga háift ár fram i timann, sagöi húsráöandinn, sem nýlega auglýsti herbergi til leigu i einu dagblaöanna. Herbergiö cr undir súö i gömlu húsi og ckki einu sinni aðgangur að baði, — og ljós og hiti á svo að bætast ofan á leiguna. Blaðinu er reyndar ekki kunnugt um, hvað herbergið var endanlega leigt á, þvi fjögur þúsund króna tiiboöið var aöeins viðræðugrundvöll- ur. Þetta er þvi miöur ekkert einsdæmi, þvi blaðinu er kunnugtum fieiri svipuð fyrir- bæri. Fyrir stuttu var t.d. ibúð boðin til leigu með tveggja ára fyrirframgreiðslu sem skil- yrði. Leigan var þó ekki óeðli- lega há i þvi tiiviki. Þannig virðist húsnæðis- ekklan hér i Reykjavík nú á- þrei-fanlega farin að ýta und- ir hverskonar okur og órétt- læti, cinkum nú með haustinu, þegar mikil eftirspurn er eftir einstakiingsherbergjum. Um hverja helgi eru greiddar 20—25 þúsund krónur af almanna- fé til þess að halda uppi Iögum og reglu við ákveðna skemmtistaði i Skipholtinu i Reykjavik. Er þetta gert vegna kvartana ibúa i nágrenni skemmtistað- anna, einkum þó Röðuls og Þórs- cafés. Hafa ibúarnir kvartað sár- an undan röskun á næturró, og var þess vegna ákveðið að koma upp gæzlu við staðina, i stað þess að afturkalla veitingaleyfi hús- anna. Eigendur skemmtistaðanna vilja ekki greiða kostnað af lög- gæzlunni, og er kostnaðurinn þvi greiddur af almannafé, og stöð- unum þannig gert kleyft að halda áfram rekstri, en ella hefðu þeir misst leyfin. Nú liggur fyrir umsókn frá eig- endum Þórscafés um að fá vin- veitingaleyfi á neðstu hæð húss- ins, og er beiðni þeirra nú til um- ræðu hjá borgarráði. Að ábendingu nokkurra aðila, kannaði Alþýðublaðið hvort eitt- hvað væri hæft i þvi að löggæzlan að veitingastaðina væri kostuð af almannafé en ekki eigendum staðanna. Asgeir Friðjónsson staðfesti þetta i samtali við blaðið i gær, en visaði að öðru leyti á Bjarka Eliasson yfirlögreglu- þjón. Bjarki sagði að á föstudags- og Framhald á 2. siðu. FEÐGININ KOM- IN í LEITIRHAR BARNIÐ VERÐUR HÉR Á LANDI FYRST UM SINN Maðurinn, sem undanfarna daga hefur farið huldu höfði til þess að leyna fimm ára dóttur sinni og komið þannig i veg fyrir, að barnið yrði afhent móður sinni, fyrrverandi eiginkonu mannsins\ gaf sig fram i gær. Eins og Alþýðublaðið hefur áð- ur.skýrt frávargerð viötæk leit áð manninum og barninu siðustu dagana, en hún bar ekki árang ur, fyrr en maðurinn gaf sig sjálf- viljugur fram i gær og afhenti barnið. Eftir yfirheyrslur hjá rann- sóknarlögreglunni var á skrif- stofu borgarfógetans i Reykjavik lagt lögbann við þvi, að móðirin fari úr landi með barnið fyrst um sinn. Er viö það miðað, að barnið verði hér á landi, unz hæstiréttur hefur fjallað um áfrýjun úrskurð- ar dómsmálaráöuneytisins um að móðurinni beri að hafa forræði yfir barninu. Þá hefur Alþýðublaðið af þvi spurnir, að i bigerð kunni að vera málsókn á hendur dómsmála- ráðuneytinu, þar sem þess verði krafizt, að ráðuneytið endurskoði úrskurð sinn um forræðið yfir barninu. Þess skal getið, að samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur fengið, er barnið mjög hænt að fööur sinum, og eftir dvölina hér á landi undanfarna mánuði, mun barnið eingöngu tala islenzku. Framhald á 2. siðu. SIINDLAUGASKEMMDARVARGURINN Rannsóknarlögreglan i Reykja- vik handtók i fyrradag 16 ára pilt, sem hefur nú játað á sig 15 inn- brot á skömmum tima, og þar á meðal að hafa unnið skemmdar- verkin i sundlaugunum i Laugar- dal og i Vesturbænum, og reyndar viðurkenndi hann að hafa einnig brotist inn i Sundhöllina. Tjónið við eitt innbrotið, i sund- laugarnar i Laugardal, er metið á hátt á annað hundrað þúsund krónur, svo liklegt má telja að samanlagt tjón við öll innbrotin, nemi hundruðum þúsunda, en rannsókn málsins stendur enn yf- ir. Ekki er fullljóst hversu miklum verðmætum pilturinn hefur stol- ið, en hann gat engu skilað þegar hann var tekinn. Yfirleitt mun hann hafa haft heldur litið upp úr krafsinu. Það var fyrir þrem dögum, að pilturinn sást við innbrotstilraun, og var hann handtekinn daginn eftir. Við yfirheyrslur fór hann svo smátt og smátt að játa á sig fleiri afbrot, þar til þau voru orðin 15 i gær, en þá hætti hann að bæta við listann. Rannsóknarlögreglan telur að afbrotaferill hans sé ekki meiri, og þvi var piltinum sleppt i gær. Innbrotin mun hann hafa EFTIR 15 INNBROT framið á innan við tveggja mán- aða timabili, en gat enga skýr- ingu gefið á æðinu, sem á hann rann, eftir að hann braust inn i Laugardalslaugina. Þess má að lokum geta, að pilt- ur þessi hefur aldrei komist i kast við lögregluna áður, og hefur ekki verið þekktur af neinu þessu liku. VÉLBÁTUR FANNST ALELDA í NJARÐVÍKURHÖFN Vélbáturinn Hólmsberg KE-10 stórskemmdist af eldi i Njarð- vikurhöfn i gærdag, en engan mann sakaði. Það var um klukk- an 12 á hádegi i gær, að menn fóru frá borði og var þá ekkert athuga- vert, en aðeins 15 minútum siðar sáu menn hvar afturhluti bátsins var orðinn alelda. Slökkviliðið i Keflavik kom brátt á staðinn og gekk slökkvi- starfið allvel. Hinsvegar urðu mjög miklar skemmdir á bátnum vegna þess hversu eldurinn breiddist skjótt út. Matsalur, eldhús, gangur og vistarverur skemmdust mikið og sömuleiðis brúin, en óverulegar skemmdir urðu i vélarrúmi nema af vatniog reyk. Samkvæmt upp- lýsingum rannsóknarlögreglunn- ar i Hafnarfirði, eru eldsupptök ó- kunn. Hómsberg er 100 lesta eikar- bátur i eigu útgerðarfélagsins Ct- vör. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.