Alþýðublaðið - 17.10.1972, Page 2

Alþýðublaðið - 17.10.1972, Page 2
1 INNŒNT LAN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS 1972.2.FL VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI 1 í maí s. I. var boðið út 300 milljón króna spari- skírteinalán ríkissjóðs. Af þessari útgáfu eru nú um 200 millj. kr seldar og hefur sala farið vaxandi á ný að undanförnu. Ekki verður gefið út meira af þessum flokki og verður afgangur bréfanna til sölu á næstunni hjá bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum um allt land, auk nokkurra verðbréfasala. Þessi flokkur spariskírteina er bundinn vísitölu byggingarkostnaðar frá 1. júlí þessa árs. 2 Spariskírteinin eru tvímælalaust ein bezta fjárfestingin, sem völ er á, þau eru fyrirhafnar- og áhyggjulaus, skatt- og framtalsfrjáls og eina verðtryggða sparnaðarformið, sem í boði er. 3 Sem dæmi um það hve spariskírteinin eru arðbær fjárfesting skal upplýst, að tíu þúsund króna skírteini áranna 1965, 1966 og 1967 eru nú innleyst á rúmlega 41 þúsund, 33 þúsund og 29 þúsund, hvert fyrir sig og hafa því gefið árlegan arð liðlega 22-24 af hundraði. Innlausnarverð spariskírteina hefur rúmlega fjórfaldazt frá 1965, en það mun vera talsvert meira en almenn verðhækkun íbúða í Reykjavík á sama tímabili. Skírteini: Gefa nú. Árlegur arður. Frá sept. 1965 kr. 10.000 kr. 41.586 22,6% Frá sept. 1966 kr. 10.000 — 33.032 22,1% Frá sept. 1967 kr. 10.000 — 29.428 24,1% Október 1972. SEÐLABANKI ISLANDS //, (O. r^ ./v. /á——-^/v Æx- s/v f / ts/ v n/ & V v£/ vz! Höfnm opnað i nýju húsnæði að Grensásvegi 5. Glæsilegt úrval viðarklæðninga. Harðviðarsalan sf. Simar 85005 og 85006. Götunar- stúlka Stúlka vön IBM-götun óskast til starfa sem fyrst. Umsóknir um starfið sendist starfsmannahaldi bankans, þar sem allar nánari upplýsingar eru veittar. SAMVINNUBANKINN Bankastræti 7 , simi 20700 t Útför mannsins mins, fööur, tengdaföður og afa, Sigurðar G.K. Jónssonar, rakarameistara, Fornhaga 13, fer fram frá Frikirkjunni, miövikudaginn 18. október kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Þóra llelgadóttir og börn. Frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur ÞÓll HALLDÓRSSON LÆKNIR hefur sagt upp störfum sem heimilislæknir frá 1. nóvember 1972 að telja. Samlagsmenn sem hafa hann sem heimilislækni vinsam- legast snúi sér til afgreiðslu samlagsins með samlagsskirteini sin og velji sér ann- an lækni. ‘ijúkrasamlag Reykjavikur. Þið borgið HJÁLP, NEFND, HJÁLP! Rikisstjórnin þykist ekkert geta gert fyrr en nefnd, sem i eiga m.a. sæti helztu sérfræðingar við- reisnarstjórnarinnar i efnahags- málum, skilar af sér störfum. Hún hafi engin úrræði fyrr en þeir visu menn hafi talað. Svo algert er gjaldþrotið orðið hjá rikisstjórn ölafs Jóhannes- sonar. Henni dettur ekki neitt i hug. Þó hafði hún á s.l. ári 421 nefnd með 2079 manns sér til ráðuneytis og borgaði öllum þess- um mannskap tæpar 46 m. kr. fyrir vikið. Skyldi þvi engan undra þótt i þvi frumvarpi til fjárlaga, sem hún lagði nú fram, þá skuli i öll- um tilvikum gert ráð fyrir mun meiri fjárhæðum til nefndastarfa en áður hefur þekkzt. ,,My king- dom for a horse”, sagði Rikharð- ur III. á Bosforðsvöllum. Feðginin 1 Eins og áður hefur komið fram, er móðirin ensk og á lögheimili i London. Þá hefur blaöið þaö eftir fólki, sem nákunnugt er föðurnum, að hann hafi gripið til þess ráðs að fara huldu höfðu og leyna dvalar- stað barnsins, vegna þess ótta sins, að málið félli úr islenzkri lögsögu, ef móðirin hyrfi af landi brott til Englands, áður en hæsti- réttur hefði kveðið upp úrskurð sinn um forræði fyrir barninu. — Ovissan 5 laugardagskvöldum væru ætið sex lögregluþjónar á aukavakt við umrædda skemmtistaði og hefðu þeir bifreið til afnota. Gizk- aði Bjarki á að kostnaður við þessa gæzlu næmi núna um 10 þúsund krónum á nóttu hverri. Starf lögreglumannanna er að halda uppi reglu við staðina, stjórna umferð og fjarlægja ó- látaseggi. Sagði Bjarki að svið lögreglu- mannanna næði einnig til Tóna- bæjar, Silfurtunglsins og Tóm- stundahallarinnar auk fyrr- nefndra staða, en það væri samt aðallega af þeirra völdum sem kvartanir hafa borist. Bjarki sagði að gæzla hefði ver- ið við staðina i einn og hálfan mánuð, og henni yrði haldið áfram enn um sinn. Sagði Bjarki að kvörtunum hefði fækkað stór- lega eftir að gæzlan var upp tekin, en samt væri alls ekki hægt að útiloka alveg röskun á næturró ibúanna i nágrenninu. „Jafnvel þótt við værum maður á mann, dygði það ekki”, sagði Bjarki. Týr 1 eru mjög viðtækar og er það helzt að nefna tvær nýjar vél- ar i skipinu. Þær eru 540 hestafla og af Mannheim gerð. Ný 200 hest- afla ljósavél var einnig sett i það. Stýrisbúnaður var yfirfar- inn, skipt um aðaldælu og ýmislegt annað endurnýjað. I vélarrúm var sett vatns- þétt skilrúm, þannig að nú skiptist það i tvo hluta, þá var einnig sett þar sérstakt slökkvikerfi. Frampartur skipsins var styrktur, nýr akkerisútbúnað- ur var settur á skipið, mastrið var styrkt. Þá var útbúið sér- stakt þyrluskýli á milli tveggja reykháfa skipsins, en áður var aðeins einn reykháf- ur á þvi. Við spurðum Hafstein blaðafulltrúa i gær hvað allt þetta hefði svo kostað, en hann hafði ekki handbærar tölur þar um. Askriftarsíminn er 86666 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.