Alþýðublaðið - 17.10.1972, Page 6

Alþýðublaðið - 17.10.1972, Page 6
Haustlækkun Nú er tækifæri til að skreppa til sólar- landa til að njóta sumarveðurs, sem margir söknuðu hér þetta árið sími 25100 beint samband við farskrár- deild LOFTLEIDIfí STEFNUSKRA - SEM ER ALMENNINGI TILHEILLA í litlu húsi við Hverfis- götu 21 B í Hafnarfirði hafa lengi búið hjónin Jón Helgason smiður og Halla Magnúsdóttir, mætir borgarar sins bæjarfélags, vinsæl og vel látin. Þau eru bæði prýðilega greind og vel hagmælt, margminnug og fróð í tali. I Jólablaði Alþýðublaðs Hafnarfjarðar hafa birzt efni frá þeirra hendi: Ljóð frá Jóni, þar á meðal gamansam legir kviðlingar, en frásagnir frá Höllu. Þessi hjón eiga gull- brúðk'aup i dag, og af því tilefni hefur Alþýðublaðið látið mann til þess að eiga við þau stutt spjall. Blaðamaðurinn ræddi við þau í stofu þeirra, lítilli, en hlýlegri, þar sem likan af Kálfastrandarkirk ju á Vatnsleysuströnd stendur á kommóðu ásamt fleiru, en á skáp er meðal annars líkan af Góðtemplara- húsinu í Hafnarfirði, gert af Magnúsi kennara, syni þeirra hjóna, og á svefn- bekk liggja margir gull- fallegir púðar, sem bera hagleik og vandvirkni hús- freyjunnar fagurt vitni. Hvar ert þú upp runninn, Jón? Ég er fæddur á Vatns- léysuströnd, i Litlabæ i Kálfa- tjarnarhverfi, 27. júni 1895. Þar bjuggu foreldrar minir, Helgi Sigvaldason og Ragnhildur Magnúsdóttir, i 37 ár, og þar átti ég heima til 26 ára aldurs, eða þar til ég fluttist með þeim til Hafnar- fjarðar haustið 1921. Ég er þvi búinn að vera hér i bænum i meira en hálfa öld. Það voru ekki stór húsakynnin i Litlabæ, þar sem ég fæddist, yngstur okkar fjögurra systkina. Ég man það, að hnjákollarnir gátu numið saman hjá þeim, sem sátu gegnt hver öðrum á rúmunum. En nú geta að minnsta kosti 10 eða 20 lærleggjalengdir verið milli sæta i húsunum. Var ætt þin af Ströndinni? Móðir min var fædd i Vest- mannaeyjum, en var ættuð úr Fljotshlið. Hún missti móður sina ung og ólst upp hjá vandalausu fólki i Hliðinni, i Hliðarendakoti. Þá var Þorsteinn Erlingsson að alast þar upp, þau voru á svipuð- um aldri. Hún var ein þeirra, sem þessi alþekkta hending hans tekurtil: „Krakkar léku saman”. En þú, llaila. hvar ert þú upp- runnin? Ég er miklu hafnfirzkari en Jón. Þó er ég fædd að Merkigerði á Akranesi 18. febrúar 1894. Áður höfðu foreldrar minir, Magnús Hallsson og Jónina Jónsdóttir, búið i Götu i Garðahverfi, og þar fæddist Sigurbjörg systir min. En þau höfðu kynnzt hér i Hafnar- firði. Foreldrar föður mins, Hallur og Þorbjörg, höfðu búið uppi i Mosfellssveit, og faðir minn fæddist á Æsustöðum i Mosfells- dal. en siðustu ár sin áttu þau heima i Hafnarfirði, i litlum bæ sunnarlega á Hamrinum, sem þá var kallaður Hallskot, en siðar Litlakot. En foreldrar móður minnar, Jón og Helga, bjuggu á Glammastöðum i Svinadal. Þau voru aðeins þrjú ár i hjónabandi, þvi aö þá drukknaði Jón afi minn. Skipið, sem hann var á, fórst i lendingu við Akranes með allri áhöfn. Þá var amma min vanfær, gekk með þriðja barnið og það var móðir min. Hún var skirð Jónina eftir föður sinum. Amma min var svo árum saman i vistum með móður mina með sér. Þær máttu margt reyna. Hvenær fluttistu svo til Ilafnar- fjarðar? Foreldrar minir fluttust fljótlega frá Akranesi i Garðahverfið og bjuggu þá i Köldukinn. Þar man ég fyrst eftir mér. Það var i jarð- skjálftunum miklu 1896, og þá hef ég ekki verið nema tveggja ára. Ég var hrædd i jarðskjálfta- kippunum, liklega mest af þvi að ég sá hræðsluna á fullorðna fólkinu. Einu sinni var það, þegar mestu jarðskjálftarnir voru, að kona af næsta bæ kom til okkar. Mamma baðhanaaðvera hjá mér, meðan hún skryppi að brunninum eftir vatni. Konan vildi vera mér ósköp góð, en ég hafði litið vanizt öðrum konum en móður minni og varð miklu hræddari við þessa konu en við jarðskjálftann. Foreldrar minir fluttust að Skerseyri og voru þar i fimm ár. Þá fluttust þau hingað til Hafnar- fjarðar og byggðu sér litinn bæ, sem talinn var Gunnarssund 9. Tók ekki Magnús Hallsson faðir þinn talsvcrðan þátt i félagsmál- um? Hann var einn af stofnendpm verkamannafélagsins Hlifar 1907 og starfaði i þeim félagsskap, meðan honum entist heilsa. En hann var ekki heilsuhraustur, og siðustu 14 árin, sem hann lifði, lá hann i rúminu. Þá var hann rit- stjóri að handskrifuðu blaði, sem Hlif gaf út og lesið var upp á fund- um. Hann skrifaði það i rúminu. Hann dó 1923, en móðir min 1942. Þau störfuðu lika bæði i Góð- templarareglunni, voru i Morgunstjörnunni. Ég hef heyrt, að faðir þinn hafi vcrið ágætur skrifari? Það var gott að lesa skriftina hans.(Og Halla sýnir mér hálfrar aldar gamalt skjal, brúðkaups- ljóð, sem Magnús hafði ort til þeirra Jóns og skrifað sjálfur skýrri og fagurri rithönd.) —Hann var kallaður fjölhæfur maður. Hann hafði lært söðla- smiði, en stundaði þá atvinnu litið eða ekkert. Og skriftina hafði hann mikið æft með þvi að skrifa i sand eða snjó. Svo fékkst hann lika við að leika. Hann lék Grasa- Guddu i Skuggasveini. Þaö var aldamótaveturinn , þá var mér lofað inn i Hafnarfjörð til þess að sjá leikinn i Góðtemplarahúsinu. Ég átti erfitt með að skilja, að þessi skrýtna kerling á sviðinu væri hann pabbi minn. En ferðin öll var stórkostlegt ævintýri i minum huga. Þá hcfur þú varla vitaö, Jón,aö Hafnarfjörður var til? Ég skal ekkert um það segja. En ég var orðinn eitthvað niu ára, þegar ég kom fyrst til Hafnar- fjarðar. Og mér er minnisstætt, hvað mér fannst mikið til um að sjá Fjörðinn af Hvaleyrarholtinu, þessi mörgu, fallegu hús með rauðmáluðum þökum. Áttir þú viö mikinn bókakost aö búa, Jón, þcgar þú varst aö alast upp? Það var nú ekki mikið framan af. En svo kom Lestrarfélagið, og þar fengum við bækur. Það var oft lesið upphátt á kvöldin. Guð- laugur heitinn bróður minn las oft, og svo tók ég við. Það voru mest skáldsögur, sem lesið var. Ég man, hvað mér þótti gaman að Brasiliuförunum. Og hvernig var þetta hjá þér, Halla? Bókakosturinn var nú frekar litill, en mér þótti snemma gaman að lesa, var alveg vitlaus i skáldsögur. Einu sinni var ég i glaða sólskini að lesa Kapitólu frá þvi að búið var að breiða fiskinn og þar til fariö var aö taka saman, og ég varð frá i augunum, svo að ég varð að fara til Bjarna læknis. Hann sagði mér að vera með sólgleraugu, en þau fengust ekki nær en i Reykjavik og þangað var löng leið fótgangandi. En þá lánaði Bjarni læknir mér sólgleraugun sin, þangað til hægt væri að ná i gleraugu að innan. Þú hefur senmma byrjaö aö vinna i fiski? Ég byrjaði 10 ára. Og ég var hreykin af kaupinu, hvað það var mikið, 10 aurar um timann, en þá fengu fullorðnu konurnar ekki nema 12 og hálfan eyri. Ég var svo i fiskvinnu alltaf öðru hvoru þangað til ég varð sextug. Þá hafði ég ekki heilsu til þess lengur. Ég var i fiskvinnu á Langeyrarmölum, þegar ég kynntist manninum minum. Við vorum gefin saman 14. október 1922. Það er einhver mesti hamingjudagurinn i minu lifi. Stundaðir þú ntikið sjó, Jón, á fyrri árum? Ég byrjaði á róðrargutli smá- strákur eins og allir á Ströndinni. Á vertið reri ég fyrst veturinn eftir að ég var fermdur, reri úr Bakkavör með Ingimundi Guömundssyni. Túnin liggja saman á Bakka og Litlibæ, þar sem ég átti heima, og Ingimundur er enn á lifi i Litlabæ, á tiræðisaldri. Svo fór ég á þýzkan togara á vertiðinni 1914. Hann lagði aflann upp i móðurskip, sem lá á Hafnarfirði. Svo kom striðið, og þýzku togararnir hurfu héðan sem skjótast, nema hvað einn varð hér innlyksa, og móður- skipið, stór barkur, lá hér eftir og rak seinast upp. Eg var alltaf sjó- veikur og hætti þvi við sjóinn og var ósköp sár út af þvi, vegna þess að mér féll sjómennskan vel að öðru leyti. Þó reri ég frá Hánefsstöðum i Seyðisfirði eystra i þrjú sumur (1914, 1915, og 1916). Vilhjálmur á Hánefsstöðum átti útgerðina, við vorum þrir Strandaringar saman á bátnum, Erlendur á Kálfatjörn formaður, og vorum ráðnir upp á hálft kaup hálfan hlut. Annars hef ég lengst ævinnar stundað fiskvinnu og smiðadútl, og fjögur sumur sam- tals vorum við Halla i kaupa- vinnu. Þiö hafiö tekiö þátt i verkalýös- hreyfingunni? Við gengum bæði i Hlif á sinum tima. Og þegar verkakvenna- félagið Framtiðin var stofnað, gekk Halla i það, tók þátt í störf- um þess og var um skeið i stjórn. Ég var aldrei verulega virkur félagi i Hlif. En okkur Höllu hefur ætið báðum verið það Ijóst, að samtök verkalýðsins eru honum lifsnauðsyn, en á hinn bóginn eru þau vald, sem beita verður af viti og forsjá. Þiö hafiö fylgt Alþýöuflokknum aö málum? Já, við höfum gert það alla tið. Okkur hefur fundizt, að stefnu- skrá hans og afstaða til mála væri almenningi i landinu til mestra heilla af þvi, sem um hefur verið að velja. Reyndar hefur mér stundum fundizt, sérstaklega þegar flokkurinn hefur verið i stjórnarandstöðu, að orð hans og tillögur væru ógætilegri en svo, að undir þeim yrði staðið, ef flokkurinn kæmist i stjórn. En þetta er sjálfsagt segin saga um flokka i stjórnarandstöðu. Þú segir, að foreldrar þinir hafi starfað i Keglunni, Halía. Varst þú þá i barnastúku? Nei, ég var það ekki, en Sigur- Framhald á bls. 4 VIÐTAL VIÐ GULLBRUÐHJONIN HOLLU MAGNUSDOTTUR OG JON HELGASON Pillan hefur áhrif á hörundið, hún hefur áhrif á fituefni í blóðinu og þyngdina. En margt bendir til þess að pillunni Það á sér stað endrum og eins að pillan valdi auk- inni þyngd, á stundum ein- ungis i bili vegna vökva- söfnunar, en sem einnig getur verið svo að um munar og til langframa. Það er ef til vill að kenna hormónaskortinum og er þá eF til vill hliðstætt þyngdaraukningunni um og eftir tiðahvörfin — á sama hátt og breytingin sem verður á fituefnunum i blóðinu minnir á sams - konar breytingu I sam- bandi við tiöahvörfin. Það kemur semsé ósjaldan fyrir að pillu- notkunin veldur aukinni þyngd. Þetta á sér oft stað i sambandi við notkun ann- arra lyfja, og á þá á stund- um rætur sinar að rekja til aukinnar matarlystar. En þetta getur verið ein- ungis timabundið ásig- komulag, og stafar stund- um af vökvasöfnun i likamanum. Þyngdartil- finningin i fótunum, sem notkun pillunnar getur haft i för með sér. getur til dæmis verið sprottin af vökvasöfnun og þá oftast nær i fótunum. Slikt lagast venjulega i notkunarhléinu. En það getur einnig átt sér stað að þy ngdaraukningin sé langvarandi og stafi þá af aukinni matarlyst. Þetta á sér oft stað þegar notuð eru lyf sem innihalda viss efni — og ber þá að skipta um lyf. En bæði þyngdaraukn- ing og aukin matarlyst reynist og samfara öðrum tegundum af pillunni. Og kannski á það sér auð- skiljanlegar orsakir. Einnig tiðahvarfasér- kcnni. Við könnumst einnig við þyngdaraukninguna sem tiðahvarfa-sérkenni. Samkvæmt niðurstöðum H. H. Lauritzen við há- skólann i Ulm bætir um það bil helmingur allra kvenna við sig þyngd um tiðahvörfin, og hvað fimmtu hverja konu snert- ir, þá er sú þyngdaraukn- ing allmikil. Liklegt er að það stafi af östrogenskortinum, þegar eggjakerfið hættir hormónaframleiðslu sinni. Það er að minnsta kosti staðreynd varðandi mik- inn hluta af þeim stúlkum, sem eggjastokkarnir eru fjarlægðir úr á meðan þær eru enn ungar, það á þó ekki við nema fjórðu hverja af þeim, að þyngd- in aukist að mun. Nema þá að þeim sé gefið östrogen... Enn er mér kunnugt um það að enn sé vitað með vissu hvort þyngd kvenna verður haldið innan eðli- legra takmarka með þvi að gefa þeim östrogen upp úr tiðahvörfunum. En það verður að teljast mjög sennilegt. Og það er lika mjög sennilegt að það sé öströgenskorturinn sem veldur óeðlilegri þyngdar- aukningu sumra kvenna. sem nota pilluna. Ýmist veldur filapensum cða eyðir þeim.. Pillan hefur lika áhrif á hörundið. Og enn kemur það á daginn á áhrifin eru hin ólikustu eftir konum. og þaö minnir okkur um leið á það hve litið við vitum i rauninni enn um þessa hluti. Það á sér stað að konur fá filapensa og fitumeng- aða húð þegar þær byrja að nota pilluna. En hið gagnstæða kemur lika fyrir. Og pillan hefur beinlinis verið notuð sem lyf við filapensum og fitumenguðu höruhdi. Með ágætum árangri. Fjórar stúlkur af fimm —- á aldrinum 15-20 ára - læknuðust gersamlega af nefndum kvillum fyrir notkun pillunnar — og þeirri fimmtu batnaði talsvert. Og af 30 konum á aldrinum 20-40, sem látnar voru nota pilluna i 10 mán- uði. sem lyf gegn fila- pensum, læknuðust 12 ger- samlega og 15 fengu auk þess nokkurn bata. fylgi | En mótsögnin — að konur skuli lika geta fengið filapensa og fitu- mengaða húð, þegar þær fara að nota pilluna, sann- ar okkur einungis hve ólik- ar afleiðingar það getur haft, þegar við förum að raska hormónajafnvæginu á svo hranalegan hátt. Fyrtni, taugauppnám «g þreyta. Það eru og aðrar auka- verkanir, sem pillunotk- unin virðist eiga sam- eiginlegar við tiðahvörfin. Til dæmis fyrtni, tauga- uppnám, þreytu og höfuð- verk. Allt eru þetta sérkenni, sem auðveldlega má kenna ýmsu öðru um, og þvi er það oft og tiðum að ekki er á þau minnst. Frá minu sjónarmiði eru þau þó ekki siður alvarleg en ýmsar aðrar aukaverk- anir, þar eð þau ráða svo miklu um hversdagslega liðan. Bæði geta þær konur sjálfar, sem nota pilluna, svo og þeirra nánustu og aðrir i kring um þær liðið alvarlega fyrir fyrtni þeirra og erfiða geðsmuni. Þó getur það bitnað hvað mest á öllum við- komandi þegar þunglyndi og dapurleiki er pillunotk- uninni samfara. Einkum ber þeim konum, sem áður hafa fengið þunglyndis- köst eða aðkenningu af þeim, að fara mjög gæti- lega, það er ekki óalgengt að þær fái alvarleg og langvarandi þunglyndis- köst eftir að hafa notað pilluna i að eins skamman tima. Gctur einnig hjálpað... Þarna erþó ekki átt við þunglyndi, sem ásótt getur konur undir tiðir. Að visu getur pillan átt nokkra sök á þeim, en hún getur einnig dregið til muna úr þeim. Það eru margar konur, sem átt hafa við þungbæra van- liðan að striða siðustu dagana fyrir tiðir, en sem eiga nú pillunni það að þakka að þær lita allt öðrum augum og bros- mildari á lifið einnig þá. Og það er einmitt þessi staðreynd, sem verður hvað þyngst á metunum þegar verja skal með- höndlun sem hefur i för með sér alvarlegan hor- móna skort, gagnvart þeim sem vilja vita allar aukaverkanir og áhættu, áður en þær taka sina ákvörðun. 1 þvi sambandi er það uppörvandi aö minnast á krabbameinshættuna. Maöur hefur frá upphafi varað mjög við henni — þar eð ekki var unnt að vita neitt um slikt fyrir fram. En það litur út fyrir að pillan dragi úr hættunni á legkrabbameini — hafi hún nokkur áhrif, hvað það snertir. Annað, ef um krabbamein i brjósti er að ræöa Hins vegar eru konur, sem ganga meö — eða hafa gengið með — krabbamein i brjósti var- aðar við að nota pilluna. Þær eiga ekki að nota hana. Ekkert bendir til að pillan geti valdið krabba- meini i brjósti. En það er ekki neinum vafa bundið að hún hefur mjög nei- kvæð áhrif á það. Það ber þvi að láta at- huga brjóstin gaumgæfi- lega áður en byrjað er að nota pilluna. En krabbameinshættan á ekki að hafa nein áhrif á konur i sambandi við notk- un pillunnar. öðru máli gegnir aftur á móti varðandi aukaverk- un eina, sem er ósýnileg en ef til vill varhugaverð- ust af þeim öllum. Venjulegar tegundir af pillunni auka magnið af triglyceriader i blóðinu i sambandi við fitumagn þess, og það eykur hætt- una á kölkun og kölkunar- sjúkdómum. Allir eru á éinu máli um að aukið fitumagn i blóð- inu sé hættulegra en nokk- uð annað þegar um er að ræða þá kölkunarsjúk- dóma, sem stöðugt verða alvarlegri ógnun og þegar drepa um helminginn af okkur.... Hærri en hjá karl- mönnum. Það er sizt að undra þótt þetta aukna fitumagn i blóðinu geri einnig vart við sig hjá konum undir og eftir tiðahvörfin. Að loknum tiðahvörfum verður lika talan mun hætti hjá konunum. Fyrir fimmtugsaldur látast miklum mun fleiri karlar en konur af blóð- tappa i hjarta, sem nú er orðin algengasta dánar- orsökin. En þetta gerbreytist kring um sjötugsaldurinn. En kölkunin er lika hæg- fara — hvað við kemur breytingum i æðaveggj- unum. Breytingarnar varðandi fitumagn blóðsins hefur áreiðanlega afdrifarik áhrif hvað bæði kynin snertir. t fyrsta lagi virðist blóðið strax fá aukna hneigð til aö mynda blóö- tappa. Það mega kallast skjót viðbrögð. 1 anna stað taka breyt- ingar i æðaveggjunum áreiðanlega lika að búa þar um sig. Hægfara breytingar. Að öllum likindum svo hægfara, að sú tima- sprengja er ekki enn sprungin. O Þriöjudagur. 17. október 1972 Þriöjudagur. 17. október 1972 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.