Alþýðublaðið - 31.12.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.12.1972, Blaðsíða 5
Gylfi Þ. Gíslason, formaður Alþýðuflokksins: Það eru því miAur ckki öll börn, seni gela notið jólanna heima — til dæmis ekki þau sem eru á sjúkrahúsum, og þá að sjálfsögðu ekki þá hcldur starfsfólk sjúkra- húsanna. Meðal þeirra sem cyddu jólun- um á Barnaspitala llringsins og munu dvelja þar um áramótin eru þeir fclagarnir Steingrímur og llúnar, sem eru á myndinni hcr að ofan, Sófus, sem situr I fangi móður sinnar, Guðrúnar Kjartansdóttur, á myndinni hér til hægri, og svo hún Sigriður litla Ósk, sem er á neðstu myndinni umkringd nokkrum stúlkum úr hjúkrunarliði spftalans, en þær eru, talið frá vinstri: Kristin, Val- gerður, Valdis, Björg og ilildur. I.jós my nda r inn okkar, Ed- ward, tók þessar myndir ein- hvcrn siðustu dagana fyrir jól. I>á var verið að leggja siðustu hönd á jólaundirbúninginn. Úti i heimi finnst mönnum það með ólikindum, að nyrzt i At- lantshafi skuli örfámenn þjóð byggja stórt eyland, eiga sér forna menningu, en búa jafn- framt i nútima þjóðfélagi og njóta einhverra beztu lifskjara, sem um getur. 1 sannleika sagt er þetta ótrúlegt. En það er satt. Sjálfir gerum við islendingar okkur ekki nógu ljóst, hvilikt ævintýri þetta er. Við þykjumst þekkja sögu okkar, teljum okk- ur vita upphaf hennar og örlög þjóðar okkar betur en almennt gerist. Við höfum haldið traust- ari tryggð við tungu okkar en aðrar þjóðir. Og enn nærist menning okkar af bókmennta- afrekum, sem forfeður okkar unnu fyrir sjö til átta hundrað árum. En hverju eigum við að þakka, að dvergþjóð norður við ishaf skuli vera i hópi þeirra, sem bezt eru bjargálna? Fyrir þúsund árum var tsland sjálfstætt riki, eins og það er i dag. Það var ekki kotriki. Og ts- lendingarnir voru engir fátækl- ingar. Landsmenn voru þá um það bil fjórðungur Norðmanna, þeirrar þjóðar, sem skyldust var og nánust samskipti voru við. Þetta svipar til þess, sem nú á sér stað um Bandaríkja- menn og Breta. Siðan komu langar og myrkar aldir örbirgð- ar og áþjánar. t árhundruð urðu það örlög tslendinga að þola fá- tækt og hörmungar. Ekkert spurðist út hingað af öllum þeim framförum, sem urðu i nálæg- um löndum. Um siðustu alda- mót stóð islenzk þjóð i sömu sporum og hún hafði staðið fyrir þúsund árum, ekki fjölmennari, ekki betur megandi. Réttur til landsgrunnsins En þá hófst ævintýrið. A þess- ari öld hafa tslendingar ekki að einshafiztúr basli til bjargálna, heldur beinlinis til velmegunar. Með hverjum hætti hefur þetta gerzt? Skýringarnar eru tvær. Ann- ars vegar hafði fátækt þjóðar- innar i aldir aldrei eytt menn- ingu hennar. Það voru mennt- aðir fátæklingar, sem hér bjuggu um sfðustu aldamót. Hins vegar lærðist Islendingum að hagnýta fiskimiðin umhverf- is landið með nýrri tækni, ein auðugustu fiskimið veraldar. Verkkunnátta þjóðarinnar og auðlegð hafsins reyndust undir- staða allra þeirra framfara, sem orðið hafa á þessari öld. Án þeirrar nýju tækniþekkingar, sem á sér stoð í gamalli bók- menningu, og þeirra auðlinda hafsins,sem eru gjöf náttúrunn- ar, hefði saga tslendinga ekki orðið sú, sem hún hefur orðið á þessari öld. En á næstu mannsöldrum hlýtur saga tslendinga að verðá önnur, ef annað hvort af þessu breytist. Það er undir okkur sjálfum komið, hvort við varð- veitum verkkunnáttu okkar og aukum hana eftir kröfum tim- anna. En það er ekki undir okk- ur einum komið, hvort auðlind hafsins fær að haldast óskert. Við höfum ekki hagnýtt fiski- miðin einir. Það hafa einnig aðrar þjóðir gert. Vfsindamenn hafa sýnt fram á, að ný tækni og aukin sókn á miðin stefnir fiski- stofnum þar i hættu. Ef þeir skertust eða eyddust, væri und- irstaða þess, sem verið hefur saga Islendinga i sjötiu ár, brostin. Timabili framfara væri þá lokið á Islandi. Það er staðreynd, sem enginn getur á móti mælt með rökum, að sókn á fiskimiðin við tsland verður að minnka. Þeir, sem smám samam verða að vikja af miðunum, eru þeir, sem sækja þangað frá fjarlægum löndum. Það hlýtur að teljast eðlilegast, að þeir hagnýti miðin, sem bezta hafa aðstöðu til þess. Með þvi móti fá þeir, sem fisksins þarfnast, bezta vöru og ódýr- asta. Hér eiga auðvitað að ráða lögmál alþjóðlegrar verkaskipt- ingar. Það eru engir einkahags- munir tslendinga, að fiskimið við tsland séu vernduð og að þeir hafi þar forgang umfram aðrar þjóðir. Það eru fyrst og fremst hagsmunir þeirra, sem fisksins neyta og eiga eðlilegan rétt á að fá hann sem beztan og ódýrastan. En tslendingar hafa bezta aðstöðu til þess allra þjóða að verða með hagkvæm- um hætti við óskum þeirra, sem njóta vilja og þurfa þeirra auð- linda, sem umhverfis landið eru. Nauðsyn nýrrar iðnþróunar En jafnvel þótt tslendingar fái þann rétt sinn viðurkenndan, að hagnýta þau verðmæti, sem eru i hafinu yfir landgrunninu um- hverfis tsland, eins og hin, sem eru i landgrunninu sjálfu, yrði það ekki næg trygging fyrir áframhaldi þeirra framfara, sem nauðsynlegar eru. Þjóðin þarf að beina verkkunnáttu sinni inn á nýjar brautir. Hag- nýting hafsins ein mun ekki duga. Og sem betur fer á þjóðin annan auð. Hann er fyrst og fremst fólginn i orku fallvatna og jarðhita. Á grundvelli þess afls, sem býr i fossum landsins og hverum, verður að byggja nýjar atvinnugreinar, iðnað, sem veiti ekki aðeins vaxandi fólksfjölda atvinnu, heldur verði undirstaða nýs útflutnings og gjaldeyrisöflunar. En þótt tslendingar ráði yfir góðu vinnuafli og hafi skilyrði til framleiðslu ódýrrar orku, hljóta þeir að eiga i samkeppni við aðra i útflutningi sinum. tslend- ingar geta framleitt betri fisk en margar aðrar þjóðir sökum ná- Jægðar við gjöful fiskimið. En þeir geta ekki búizt við þvi að framleiða ódýrari iðnaðarvöru en aðrar þjóðir. Þess vegna hlýtur islenzkum fyrirtækjum að vera lifsnauðsyn að njóta sömu samkeppnisaðstöðu á út- flútningsmörkuðum og fyrir- tækjum i öðrum löndum. Þetta eru grundvallarrök fyrir nauð- syn þess, að Islendingar tengist viðskiptasamtökum helztu við- skiptaþjóða sinna i Evrópu þess háttar böndum, er geri þeim kleift að vera samkeppnishæfir, án þess þó að stofna efnahags- sjálfstæði þjóðarinnar i hættu. Ekki af brauði einu saman Það, sem nú hefur verið sagt, lýtur að þvi, að eigi lifskjör ts- lendinga að geta haldið áfram að batna á næstu áratugum með likum hætti og þau hafa gert á liðnum árum, þá verður annars vegar að vernda fiskimiðin um- hverfis landið og tryggja að- stöðu tslendinga til hagnýtingar þeirra og hins vegar að koma á fótnýjum útflutningsiðnaði á ts- landi i tengslum við vaxandi orkuvinnslu og samfara auknu viðskiptasamstarfi við aðrar þjóðir. t þessu sambandi er þó rétt að minnast þess, að á siðari árum hefur þvi sjónarmiði auk- izt fylgi, að ekki megi leggja of einhliða áherzlu á auknar þjóð- artekjur og eflingu hagvaxtar. Önnur markmið séu einnig mik- ilvæg, svo sem verndun fagurs og heilnæms umhverfis, en ver- ið geti, að sókn að hvoru tveggja geti ekki farið saman, auknum tekjum og bættu umhverfi. Eng- inn skynsamur maður mun bera á móti þvi, að iðnvæðing nútim- ans, sem mannkyn á velmegun sina fyrst og fremst að þakka, hefur búið náttúru, fegurð henn- ar og heilnæmi, hættu. Hér er um vandamál að ræða, sem vissulega þarf að gefa meiri gaum en gert hefur verið. Samt kemst ég ekki hjá að segja, að við liggur, að hér sé orðið um tizkutal að ræða. Það er alda- gamall boðskapur og auðvitað sannur, að maðurinn lifir ekki af brauði einu saman. Náttúru- verndarstefna siðustu ára er i raun og veru ekki annað en angi þessa sannleika og verður auð- vitað ekki minna virði fyrir þá sök. En hún má ekki verða til þess, að menn fari að vanmeta gildi áframhaldandi framsókn- ar i efnahagsmálum, allra sizt, ef umhverfissjónarmiðin eru boðuð með vörunum einum, en athafnir helgaðar auknum kröf- um til lífsins, jafnvel þvi, sem nefnt hefur verið lifsþæginda- græðgi. Á þessu hefur hins veg- ar nokkuð borið, bæði hér á landi og annars staðar. Auðvit- að á heilbrigð framsókn á sviði framleiðslu og viðskipta að halda áfram, og auðvitað á hún ekki að vera eina markmið mannlegrar viðleitni. Andleg verðmæti verða að vera keppi- kefli, ekki siður en veraldleg. Meðal þeirra er fegurð náttúru, heilnæmt umhverfi og heilbrigt liferni yfir höfuð að tala. Það er hægt að keppa að öllu þessu samtimis. Það er unnt, ekki að- eins með skynsamlegu jafnvægi i athöfnum, heldur ekki siður i hugarfari. Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar Það hefur löngum verið aðal- einkenni á þróun efnahagsmála á tslandi, að sveiflur hafa verið miklar i þjóðarframleiðslu og þar með afkomu. öllum eru i fersku minni erfiðleikarnir miklu á árunum 1967 og 1968, þegar saman fór stórkostlegur aflabrestur og verðhrun á is- lenzkum útflutningsvörum. Erf- itt mun að finna dæmi i hagsögu nálægra þjóða á þessari öld, sem séu hliðstæð. Nú hefur reynsla sýnt, að við þessum erf- iðleikum var brugðizt á re'ttan hátt, þótt ráðstafanir þær, sem gripið var til, hafi verið um- mestu veltitimum, sem sögur fara af hér á landi. Á sú stað- reynd eflaust sinn þátt i þvi, að hún hefur ekki kunnað fótum sinum forráð. Hún virðist hafa haldið, að öll valdaár hennar yrðu eins og fyrsta misserið sem hún stjórnaði. Henni láðist að hafa i huga þann einfalda og raunar augljósa sannleika, að þjóðarframleiðsla og útflutn- ingsverðlag á tslandi sveiflast meira en gerist með öllum ná- lægum þjóðum. Þótt árið, sem nú er að liða, hafi reynzt mjög gott ár, ef miðað er við meðaltal undanfarinna áratuga, var það ekki eins hagstætt og metárið i hitteðfyrra. Og horfur eru á, að næsta ár verði afkoman nokkru lakari, þótt enn megi við þvi bú- ast, að hún verði góð, bæði 1 samanburði við fyrri ár og af- komu nágrannaþjóða. En rikis- stjórnina hefur þvi miður skort alla fyrirhyggju i athöfnum sin- um. Hún lofaði þvi við valda- töku sina, að rekstrargrundvöll- ur atvinnuveganna skyldi hald- ast traustur, að verðbólga skyldi ekki verða meiri hér en i nálægum löndum og að kaup- máttur launa skyldi aukast um 20% á tveim árum. Rikisstjórn- in hefur ekki getað staðið við neitt af þessum loforðum. Sjávarútvegurinn hefur verið rekinn með tapi á þessu ári, og hefur orðið að greiða honum styrki. Iðnaðurinn sá fram á tap á næsta ári. Verðbólga hefur verið meiri hér en i nálægum löndum. Og rikisstjórnin hefur tvivegis með lagasetningu kom- ið þvi til leiðar að launþegar hafa ekki fengið þær verðlags- bætur, sem þeir áttu rétt á sam- kvæmt samningum. Á siðustu vikum þessa árs hafa gerzt atburðir, sem eru einsdæmi i sögu islenzkra efna- hagsmála. Þrjú góðæri eru að baki. Samt var svo komið undir lok þessa árs, að algert öng- þveiti rikti i efnahagsmálum þjóðarinnar. öllum hlaut að vera ljóst, að hagstjórn hafði deildar á sinum tima, eins og raunar við er að búast, þegar vanda ber að höndum og taka þarf stórar ákvarðanir. Að fimm árum liðnum eru þessir erfiðleikar ekki aðeins löngu lið- in saga, heldur hafa undanfarin ár verið einhver mestu fram- faraár aldarinnar. Þjóðarfram- leiðsla jókst um 6% 1970, um hvorki meira né minna en 9,5% 1971 og um 5-6% 1972. Verðlags- þróun erlendis var einnig hag- stæð, þannig að þjóðin hafði úr enn meira að spila en eigin framleiðslu. Þessi jákvæða þróun var haf- in, áður en núverandi rikis- stjórn kom til valda sumarið 1971. Auðvitað hafa hagstæðar breytingar að þvi er varðar aflabrögð og verðlag erlendis átt verulegan þátt i velgengni undanfarandi ára, en án þess, að við erfiðleikum áranna 1967 og 1968 hefði verið brugðizt á réttan hátt og grundvöllur lagð- ur að heilbrigðu atvinnulifi með skynsamlegri hagstjórn hefðu framfarir undanfarinna ára ekki orðið og velmegun þjóðar- innar væri nú ekki sú, sem hún er. Núverandi rikisstjórn tók við völdum á miðju hagkvæmasta ári, sem þjóðin hefur lifað, á mistekizt. Gagngerar ráðstaf- anir til viðreisnar atvinnulifs og viðskipta voru nauðsynlegar. Astæðan var ekki sú, að afli hefði brugðizt eða útflutnings- verðlag lækkað. Verðmæti út- fluttra afurða mun i ár verða meira en i • fyrra. Samt varð að gripa til aðgerða til þess að bæta úr þvi sem úrskeiðis hafði farið. Hvað hafði brugðizt? Það var rikisstjórnin, sem ekki hafði reynzt vanda sinum vaxin, það var hún, sem brást. Nú var það nauðsynlegt, sem aldrei hafði áður átt sér stað, að gera varð kreppuráðstafanir i góðæri. Rikisstjórnin gerði vel i þvi að leita til hinna fróðustu manna um ráð varðandi það, hvernig við vandanum skyldi brugðizt. Þeir bentu á þrjár leiðir, út- flutningsbótakerfi, sem fjár yrði aflað til með hækkuðu vöruverði, niðurfærslu kaup- gjalds og verðlags og gengisfell- ingu. En hvaða leið sem farin yrði, töldu þeir nauðsynlegt að breyta gildandi visitölukerfi og bæta launþegum ekki nema að litlu leyti þá hækkun vöruverðs, sem aðgerðunum fylgdi. Þegar tillögur sérfræðing- anna urðu kunnar, biðu menn þess auðvitað með eftirvænt- ingu, hverja leiðina rikisstjórn- in veldi. En þá kom i ljós, að þessi ríkisstjórn er sjálfri sér sundurþykkari en nokkur önnur rikisstjórn, sem hér hefur setið að völdum. Sérhver stjórnar- flokkanna þriggja reyndist lita ólikum augum á vandann og lausn hans, og innan allra flokk- anna reyndist djúpstæður ágreiningur. Niðurstaðan varð sú, að öllum tillögum sérfræð- inganna var hafnað. Allir þrir stjórnarflokkanna lögðu fram tillögur i rikisstjórninni, og bar mikið á milli. Niðurstaðan varð sú, að tillögum flokks forsætis- ráðherra var hafnað. Tillögum þeirra ráðherra, sem fara með málefni sjávarútvegs og iðnað- ar, var hafnað. Tillögur minnsta stjðrnarflokksins urðu sigursæl- ar, þ.e. gengislækkun krónunn- ar um 10,7%, enda munu ráð- herrar hans hafa lýst þvi yfir, að yrði farið inn á braut útflutn- ingsbóta, sem fjár yrði aflað til með álögum á almenning, mundu þeir ekki vilja bera ábyrgð á þvi og fara úr rlkis- stjórninni. Ráðherrar Fram- sóknarflokks og Alþýðubanda- lags sáu auðvitað, að ef svo færi, mundi þessu stjórnarsamstarfi ljúka með meiri háðung en nokkru öðru stjórnarsamstarfi, siðan myndun samsteypustj. var tekin upp. Þess vegna kusu þeir heldur að láta að vilja minnsta stjórnarflokksins, enda enginn vafi á þvi, að forystu- menn hans gerðu það, sem þeir sjálfir töldu réttast, og hefðu haft kjark til þess að standa. eða falla með þeim málstað, sem þeir trúðu á. En þungt hlýtur forystumönnum Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags að hafa verið i skapi, er þeir létu að vilja Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, og vera enn. Samþykki þeirra við gengis- lækkun nú ómerkir auðvitað alla gagnrýni þeirra undanfar- inn áratug á þær gengisbreyt- ingar, sem þá voru gerðar. öll stóru orðin, sem þá voru sögð, voru auðvitað marklaust tal. Nú hafa þeir, sem þau mæltu, játaö með verkum sinum, að svo hafi verið. Hvað átti að gera? Auðvitað varð að gripa til einhverra ráðstafana, eins og málum var komið undir lok þessa árs. Aðalatriðið var aö hefta frekari vöxt verðbólgu og koma útflutningsatvinnuvegun- um aftur á réttan kjöl. Það er eflaust rétt hjá sérfræðingun- um, sem þeir leggja þunga áherzlu á i ýtarlegri og vandaðri álitsgerð sinni, að hvorugu markmiðinu verður náð, að al- gerlega óbreyttu þvi visitölu- kerfi, sem samtök launþega og atvinnurekenda hafa samið um. A þetta hefur sá, sem þessar lin- ur skrifar, oft bent iræðuogriti. En reynslan sýnir, að slikt verð- ur að gerast i samstarfi við launþegasamtökin. Það ætti að verða eitt aðalatriði i undirbún- ingi næstu heildarsamninga að athuga hleypidómalaust, með hvaða ráðum bezt verði tryggt, að launþegar fái ávallt þá hlut- deild I vaxandi þjóðartekjum, sem þeir eiga sjálfsagðan rétt á. Einmitt með hliðsjón af þessu hefði undir núverandi kringum stæðum verið hyggilegast að leysa efnahagsvandann til bráðabirgða með svipuðum ráð- stöfunum og minnihlutastjórn Alþýðuflokksins greip til sum- arið 1959. Það hefði dregið úr verðbólguvextinum og getað komið útflutningsatvinnuveg- unum á réttan kjöl. Siðan hefði Framhald á r\ næstu síðu V JÓL OG ÁRAMÓT Á SPÍTALA VIÐ ÁRAMÚT o Sunnudagur 31. desember 1972 Sunnudagur 31. desember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.