Alþýðublaðið - 31.12.1972, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 31.12.1972, Blaðsíða 6
Áramóta Óvaro Framhald r ur opnu Gylfa Þ. Gíslasonar allt vandamálið átt að takast upp i viðræðum milli launþega- samtaka, vinnuveitenda og rik- isvalds við undirbúning nýrra kjarasamninga, sem gera á næsta haust. Þá hefði veriö von um varanlegan árangur. Þeim ráðstöfunum, sem nú hefur ver- ið gripið til, er tjaldað til einnar nætur. Dómur þeirra sérfræð- inga, sem þingnefndir ræddu við i sambandi við gengisbreyting- una, var sá, að það væri algjör- lega undir þróun framleiðslu- kostnaðar á næsta ári komið, hvort þessar ráðstafanir nægðu til þess aö tryggja rekstrar- grundvöll atvinnuveganna. All- ar likur benda til þess, að kaup- gjald muni á næsta ári hækka um 12%, ef engar breytingar verða gerðar á gildandi kjara- samningum með lögum. Eng- inn, sem þekkir til rekstrar út- flutningsatvinnuveganna, mun láta sér detta i hug, að slik aukning rekstrarkostnaðar, sem sigla mun i kjölfar þessar- ar kauphækkunar, muni ekki kalla á nýjar ráðstafanir til þess að koma i veg fyrir stöðvun þessa atvinnurekstrar. Enginn Ivandi hefur þvi verið leystur nema til bráðabirgða. Rikis- stjórnin hefur ekki ráðið við þann vanda, sem hún skapaði með fyrirhyggjuleysi sinu. Varnarmálin Boðað hefur verið, að utanrik- isráðherra muni skömmu eftir áramót hefja viðræður við Bandarikjastjórn um endur- skoðun varnarsamningsins, sem gerður var 1951 með sam- þykki allra þingflokka nema Sósialistaflokksins. Enginn vafi er á þvi, að samningur þessi )! þarfnast endurskoðunar að ýmsu leyti, enda orðinn meira en tuttugu ára gamall. A þess- um áratugum hefur margt breytzt i heiminum, bæði á sviði hermála og stjórnmála. Nægir i þvi sambandi að benda á þá gagngeru breytingu, sem nú er nýorðin á sambúð þjóða i Vest- ur- og Austur-Evrópu og við- ræður milli stórvelda um af- a vopnun. Jafnaðamenn um allan heim hafa verið og eru friðarsinnar. Þeir hafa ávallt barizt fyrir og berjast fyrir afvopnun sem leið til að tryggja frið á jörð. Þeir vilja, að þjóðir leysi deilumál með samningum og haldi þá. Það er athyglisvert, að það hef- ur verið undir forystu þýzkra jafnaðarmanna, sem ný stefna hefur verið tekin upp i málefn- um Evrópu og sambúð þjóða bætt með samningum. Engu að siður hefur þróun mála orðið sú i Evrópu eftir sið- ari heimsstyrjöld, að frið og jafnvægi i álfunni hefur orðið að tryggja með varnarbandalög- um, Atlantshafsbandalaginu og Varsjárbandalaginu. Allir jafn- aðamannaflokkar i rikjum þeim, sem stofnuðu Atlants- hafsbandalagið, studdu stofnun þess. Engu að siður er það 0 grundvallarstefna þeirra, að æskilegra væri að tryggja frið með samningum og gagn- kvæmri afvopnun. Það er einnig grundvallarstefna Alþýðu- flokksins. En meðan ekki næst samkomulag um aðra leið til þess að tryggja frið og valda- jafnvægi i álfunni, telur Alþýðu- flokkurinn Islendinga eiga heima innan Atlantshafsbanda- lagsins, og hafa öll flokksþing Alþýðuflokksins, siðan Atlants- hafsbandalagið var stofnað, staðfest þá stefnu. Af vist Is- lands i Atlantshafsbandalaginu leiöir, að milli tslendinga og At- lantshafsbandalagsins eða ein- hvers rikis fyrir þess hönd þarf að vera samningur um þátttöku landsins i störfum bandalags- ins. Viðhorf i hermálum hafa breytzt svo mjög, siðan samn- ingurinn frá 1951 var gerður, að gildi hans er nú annað en þá var, enda hefur-- framkvæmd hans verið breytt i reynd, þótt ákvæð- um hans hafi ekki verið breytt. Einmitt af þessum sökum hefur Alþýðuflokkurinn flutt tillögu á Alþingi um að athugað verði, hvort lsland geti gegnt hlut- verki sinu innan Atlantshafs- bandalagsins eða annars örygg- iskerfis, sem kynni að koma i stað þess, sem óvopnuð eftirlits- stöð. Hugmyndin er ekki sú, að tslendingar skjóti sér undan nokkrum skyldum, sem það hef- ur tekizt á hendur og ber að standa við. En það er fyllstu at- hugunar vert, með hverjum hætti það getur gegnt skyldum sinum. Allir Islendingar eru um það sammála, að hér hefði aldrei átt að stofna islenzkan her og eigi ekki. Þeir hljóta lika að vera þeirrar skoðunar, að æskilegt sé, að hér sé ekki er- lendur her á friðartimum, ef unnt er að komast hjá þvi. Þess vegna hlýtur það að vera grund- vallarstefna Islendinga i utan- rikismálum, að stuðla að þvi, að þróun heimsmála verði með þeim hætti, að friður og valda- jafnvægi verði tryggt með samningum, en ekki varnar- bandalögum. Einhvers konar eftirlits- og öryggiskerfi verða þó eflaust nauðsynleg og er þá eðlilegt, að Islendingar hafi i þvi sambandi samstarf við þá aðila, sem hafa sömu hagsmuni af friðargæzlu á Atlantshafi og Is- lendingar sjálfir. Hér er um að ræða ólikt skyn- samlegri og ábyrgari utanrikis- stefnu en þá, sem felst i mál- efnasamningi rikisstjórnarinn- ar, en þar segir, að stefnt skuli að þvi, að varnarliðið hverfi á brott á kjörtimabilinu. Að visu er kunnara en frá þurfi að segja, að ágreiningur er innan rikis- stjórnarinnar um það, hvernig skilja beri þetta ákvæði. Von- andi verður sá skilningur ofan á, að eigi Islendingar völ á nýj- um samningi, sem fullnægi eðli- legum og skynsamlegum sjón- armiðum beggja aðila, verði slikur samningur gerður. Með- an málefni Evrópu og raunar varnarmál öll eru i deiglunni og von er til þess, að nýtt andrúms- loft skapist i heimsmálum og þar með nýskipan bæði stjórn- málatengsla og hermála, væri það ábyrgðarlaust glapræði af tslendingum að stiga spor, sem torveldað gætu samninga, rask- ( að valdajafnvægi og spillt frið- arhorfum i Evrópu. En slik yrði afleiðing þess, ef ákvæði stjórn- arsáttmálans yrðu framkvæmd á þann hátt, sem ráðherrar Al- þýðubandalagsins vilja. Sameining jafnaðarmanna Næsta ár getur borið margt i skauti sér á sviði islenzkra stjórnmála. Á siðustu flokks- þingum Alþýðuflokks og Sam- taka frjáislyndra og vinstri manna voru samþykktar álykt- anir um sameiningu lýðræðis- sinnaðra jafnaðarmanna i ein- um flokki og nefndir kosnar til þess að vinna að framgangi málsins. Að þessu máli verður unnið af fullum heilindum af hálfu Alþýðuflokksins. Það er skoðun hans, að til næstu kosn- inga eigi allir islenzkir jafnað- armenn að ganga undir einu merki og verða þannig voldugt afl i islenzkum stjórnmálum. Auðvitað er Alþýðuflokksmönn- um ljóst, að sameining flokka hlýtur að gerast með gát og að stiga þarf slik spor varlega, auk þess sem haga þarf skipulags- málum þannig, að sem flestir geti gerzt þar virkir þátttakend- ur. Þess vegna ályktaði flokks- ; þing Alþýðuflokksins, að nýr flokkur, sem stofnaður yrði skyldi skipulagður að fyrir- mynd brezka Verkamanna- flokksins, þannig að Alþýðu- flokkurinn yrði ekki lagður nið- ur, heldur yrði hluti af hinum nýja flokki, enda gætu með þessu móti fleiri aöilar gerzt þátttakendur i þeim nýju stjórn- málasamtökum, sem þörf er fyrir og vantað hefur. Að visu I hefur komið upp klofningur i röðum Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. En það mun engu breyta um þá ákvörðun Al- þýðuflokksins að kanna til þrautar og af fullri einlægni möguleika á að hrinda samein- ingarhugmyndinni i fram- kvæmd, islenzkum jafnaðar- mönnum og islenzkum launþeg- um til styrks og gagns. Árnað heilla Við þessi áramót sendir Al- þýðuflokkurinn öllum félögum sinum og stuðningsmönnum sinum kærar kveðjur og þakkir fyrir samstarf á árinu, sem er að liða. F’lokkurinn óskar þeim öllum farsæls nýárs. Islending- um öllum óskar Alþýðuflokkur- inn þess, að nýtt ár megi verða þeim gott ár i öllum skilningi, gjöfuit til lands og sjávar, ekki aðeins ár velferðar, heldur einnig ár menningar og ham- ingju. Óskum viðskiptavinum okkar um land allt 1 farsæls komandi árs og þökkum ánægjuleg samskipti á líöandi ári. SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS Flufffreyjur LOFTLEIÐIR H.F. ætla frá og meö maímánuði 1973 að ráða allmargar nýjar flugfreyjur og flug- þjóna til starfa. I sambandi við væntanlegar um- sóknir skal eftirfarandi tekið fram: 1. Umsækjendur séu — eða verði 20 ára fyrir 1. júlí 1973 og ekki eldri en 26 ára. Þeir hafi góða almenna menntun, gott vald á ensku og öðru tungumáli, helzt þýzku, frönsku eða Norður- landamáli. 2. Líkamsþyngd svari til hæðar. 3. Umsækjendur séu. reiðubúnir að sækja kvöldnámskeið i febrúar/marz n.k. (ca. 5 vikur) og ganga undir hæfnispróf að því loknu. 4. Á umsóknareyðublöðum sé þess greinilega getið, hvort viðkomandi sæki um starfið til lengri eða skemmri tima. 5. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. 6. Umsóknir um endurráðningu flugfreyja, sem áður hafa starfað hjá félaginu, skulu hafa bor- .izt starfsmannahaldi fyrir 7. janúar n.k. 7. Umsóknareyðublöð fást i skrifstofu félagsins, Vesturgötu 2 og Reykjavíkurflugvelli, svo og hjá umboðsmönnum úti um land, og skulu hafa boriztstarfsmannahaldi, Reykjavíkurflugvelli, fyrir 7. janúar n.k. Sunnudagur 31. desember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.