Alþýðublaðið - 12.01.1973, Blaðsíða 2
Hættu
a<5 reykja
strax í dag,
þú vaknar
hressari
í fyrramálið
ÚTBOÐ
Framkvœmdanefnd byggingaráœdunar
óskar eftir tilboðum i byggingu 314 ibúða i Breiðholtshverfi i Reykja-
vik. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu F.B., Lágmúla 9, Reykjavik
gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð laugardaginn 17.
febrúar 1973.
AUGLÝSID ( ALÞÝDUBLAOINU
Syngur
á fimm
tungum
„Minnstu ekki á Edmundo,
þann gamla skrögg”, sagði
kúbanska söngkonan Maria
Llerena, þegar blaðamaður Al-
þýðublaðsins ræddi við hana á
Hótel Loftleiðum fyrirskömmu.
<)g hún fórnaði höndum við til-
hugsunina um hinn fræga
hljóm listarmann Edmundo
Koss, sem hún söng með um
tima i fyrra i London á
skemmtistaðnum ,,Talk of the
Town”. ,,Hann veit ekki sjálf-
ur, að hann er búinn að vera, og
það var óþolandi, að hann vildi
alltaf sifellt láta mig syngja eld-
gömul lög, sem hann heldur að
allir vilji heyra ennþá”, sagöi
Maria.
Nú skemmtir hún gest-
um Vikingasalarins á
Hótel Loftleiðum.
Maria kom til landsins i sið-
ustu viku og verður hér til 5.
lebrúar. Hún er gift mannfræð-
ingi, sem er prófessor við há-
skólann i Lundi, en hann er kú-
hanskur eins og hún.
Söngskráin er nokkuð fjöl-
breytt, en Maria syngur á fimm
tungumálum, auk móðurmáls-
ins, og hún sagðist endilega ætla
að syngja eitt lag á islenzku.
MARIA LLERANA
FRÁ KIÍBU
Bitnar á sjúkum 1
Samkvæmt upplysingum
hæjarstjórans var reiknað með,
að 50 milljónir króna þyrfti til að
hægt yrði að ljúka fram-
kvæmdum við sjúkrahúsið,
þannig að unnt yrði að taka það i
notkun á árinu. Af þessri upphæð
var gert ráð fyrir, að 10 milljónir
yrðu lánsfé.
,,Nú er þvi miður útlit fyrir, að
skera verði þessar brýnu fram-
kvæmdir niður vegna ákvörðunar
rikisstjórnarinnar”, sagði
Magnús.
Fullbúið á nýja sjúkrahúsið i
Vestmannaeyjum að rýma 52
sjúklinga en i þvi hafa þegar tekið
til starfa heilsuverndarstöð,
rannsóknarstofa, læknamiöstöð
og röntgendeild, en fyrirhugað
var að ljúka á þessu ári við
sjúkradeildina og öðru þvi, sem
henni viðkemur.
1 lok samtalsins við blaðið sagði
Magnús H. Magnússon bæjar-
stjóri i Eyjum, að ótið hafi rikt að
undanförnu eins og oft áður á
þessum árstima, en þegar gæfi á
sjó, á annað borð fiskaðist vel, og
væri aflinn aðallega ufsi. —
Læknar geta 3
lega missa áhugann á upp-
lýsingum, en áhuginn vaknar
svo, þegar nýr landlæknir tekur
við embætti. En hann „neitar”,
eins og sá eldri.
Nú eru tveir heilir mánuðir
frá þvi sakadómsfulltrúanum
var „neitað” um upplýs-
ingarnar og ekkert bólar á
úrskurðinum, sem landlæknir
hefur tvivegis beðið um.
Annað hvort er sakadómur
sannfærður um, að úrskurð-
urinn muni hljóða á þá leið, að
landlækni sé ekki skylt að láta
af hendi gögnin eða þá að þeim
stendur nákvæmlega á sama.
Hvort tveggja er jafn alvar-
legt.
Áhugaleysi?
Áhugaleysiö er vitavert af
augljósum ástæðum og sú
hugsanlega niðurstaða saka-
dóms, að landlækni beri ekki
skylda til að skýra frá þvi, að
misferli kunni að eigasérstað er
lika jafnaugljós.
En eins og málin standa i dag
er þó alténd einn aðili, sem gæti
kippt þessu i liðinn og flýtt fyrir
þvi, að einhvern tima verði
komizt til botns i þessu máli.
bað eru læknasamtökin sjálf.
bau óskuðu eftir i upphafi, að
fram færi opinber rannsókn.
bar með hlýtur það að vera ein-
læg ósk þeirra, að henni verði
einhvern tima lokið. Og þeim er
i lófa lagið að óska eftir þvi, að
upplýsingar um tiltekinn þátt i
þeirra starfi verði gerðar opin--
berar.
Læknar geta
leyst hnútinn
bess vegna skora ég hér með
á Læknafélag Reykjavíkur og
Læknafélag Islands að óska
eftir þvi við stéttarbróður sinn,
landlækni, að hann láti saka-
dómi Reykjavíkur i té allar þær
upplýsingar, sem kynnu að
koma að gagni við rannsókn
„pillumálsins" svokallaða.
Annars getur maður ekki var-
izt þeirri hugsun, að þeim hafi
verið ljóst i upphafi, að málið
myndi stranda á þennan hátt.
Að hér hafi raunverulega verið
um að ræða „marklaust sjónar-
spil” eins og ég orðaði það i frétt
i Alþýðublaðinu siðast liðinn
miðvikudag.
Halldór Halldórsson.
HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS
Á mánudag verður dregið i 1. flokki.
2.700 vinningar að fjárhæð 19.640.000
krónur.
Á morgun eru seinustu forvöð að endurnýja.
Happdrætti Háskóla tslands
1. flokkur 4 á 1.00«.000 kr. 4.000.000 kr.
4 á 200.000 kr. 800.000 kr.
204 á 10.000 kr. 2.040.000 kr.
2.480 á 5.000 kr. 12.400.000 kr.
Aukavinningar: 8 á 50.000 kr. 400.000 kr.
2.700 19.040.000 kr.
0
Föstudagur 12. janúar 1973