Alþýðublaðið - 09.02.1973, Blaðsíða 11
í SKUGGA MARDARINS
Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt
dreifði huga okkar frá þeirri bitru
sorg, sem við höfðum nú bæði
fengið að reyna. A meðan ég var
að stæla við Stirling, hugsaði ég
ekki um Mörð þar sem hann lá á
berri jörðinni, um hvernig hann
hefði verið borinn heim á frum-
stæðum börum, og um það varð
ég að hætta að hugsa. Ég vissi að
Stirling var eins farið. Annað
vissum við einnig bæði. Við gát-
um enga huggun fundið nema
hvort hjá öðru.
Við hefðum átt að snúa okkur til
Adelaide. Heilbrigð skynsemi
hennar hefði komið okkur vel.
Hún sagðist ekki vilja fara að
heiman, hún ætlaði að vera kyrr
og halda öllu i horfinu þar til við
kæmum aftur.
Ég vildi vera um kyrrt og þó
vildi ég fara. Ég vildi fara burt
frá húsinu, sem ég kallaði Litlu
Whiteladies. Þar átti ég of marg-
ar minningar og þó hafði ég
furðulega og óhugnanlega ánægju
af að rifja upp hvert einasta sam-
tal mitt við Mörð, hverja skák
sem við tefldum. En ef til vill
hefur það ráðið úrslitum fyrir
mig, að Stirling ætlaði að fara,
þvi ég varð að vera hjá Stirling.
Samband mitt við Stirling var
nokkuð, sem ég skildi ekki til
fulls. Það var eins og ég sæi það
gegnum hrimað gler. Ég hafði
KRILIÐ
úLí/ShuS
KRRFT UR. r>/jz> * VH&F3 u 1 fíR
'0 r-r SKHG/ 5 U fí< U/
** V
HBUL'5 HlUTr 7
Höruv HlJTuIT) £rj* 'rtrr
FoR(j< GRRfr R? 5
S>/Ð/ KftRL KfiULK 7 SKÓ6/
b
t/dhR AvoTr
seVHL FORftR
V r/e/t/v, 5 /r>L RK) 'O
f I ÚTT.
V/FD/R_ 5Æ/? 3 i —
r 'n PL/K/V
/.yn/lORV - SkRI
svo oft undanfarið hugsað um að
giftast Stirling og þó hafði það
virzt óumflýjanlegt að ég giftist
Merði og Stirling hafði ekki borið
fram nein mótmæli. Ég taldi að
hann bæri sama hug til min og ég
til hans, hefðum við gifzt og orðið
hamingjusöm. Og nú varð ég að
vera hjá Stirling. Við gátum þvi
aðeins afborið hinar harm-
þrungnu vikur eftir lát Marðar,
að við vissum að harmur okkar
var sameiginlegur og að við átt-
um saman.
— Ég ætla til Englands, sagði
hann ákveðinn. — Hann hefði vilj-
að að ég færi.
Og ég vissi að ég yrði að fara
lika.
Jessica kom svifandi inn i her-
bergið til mfn siðla dags nokkurn,
þegar ég var önnum kafin við
undirbúninginn.
— Þú ætlar þá að fara, sagði
hún. — Ég vissi það. Þú sagðir
alltaf að þú myndir verða kyrr, en
ég vissi að þú myndir fara.
Ég svaraði engu og hún settist á
rúmið og horfði á mig.
— Hann dó þá, sagði hún. —
Hann dó, eins og hver önnur
dauðleg vera. Hver hefði trúað
þvi að slikt ætti fyrir honum að
liggja? En er hann farinn, Nora?
Hann gæti brotizt úr viðjum dauð-
ans, er það ekki, rétt eins og hann
brauzt undan áþjáninni? Hingað
kom hann á fangaskipi, eins og
hinir refsifangi. En á nokkrum
vikum sprengir hann af sér f jötr-
ana. Gæti hann sprengt fjötra
dauðans?
— Hvað áttu við, Jessica?
— Kemur hann aftur? Held-
urðu að hann komi aftur, Nora?
— Hann er dáinn, sagði ég.
— Þú varst heppin. Þú misstir
hann áður en þú kynntist honum.
— Ég þekkti hann vel, sagði ég
þurrlega. — Ég stóð honum nær
en nokkur annar.
Hún kipraði saman augun. —-
Þú kynntist ekki verri hliðinni á
honum. Hann var vondur maður,
Nora. Illmenni. Þú hefðir komizt
að þvi með timanum eins og aðr-
ir. 011 illmenni eru i eigin augum
meiri en annað fólk. Þau lita á
okkur hin sem peð, sem færa
megi til með eigin geðþótta. Þú
varst peð, Nora — fallegt peð,
eftirlætispeð . . . um stundarsak-
ir. Honum þótti vænt um þig, en
þú varst peð engu að siður.
Ég sagði: — Heyrðu Jessica, ég
hef mikið að gera. Þú skalt ekki
halda að þú getir breytt tilfinn-
ingum minum til hans. Ég þekkti
hann betur en þú hefðir nokkurn
tima getað þekkt hann.
— Ég skal láta þig i friði með
draumana þina. Nú getur vist
enginn lengur sannað markleysi
þeirra, eða hvað? En hann kemur
aftur. Honum tekst einhvern veg-
inn að snúa á dauðann eins og
hann sneri á alla aðra. Hann er
ekki farinn. Við getum skynjað
hann hér núna. Hann er aðhorfa á
okkur núna, Nora. Hann er að
hlæja að mér vegna þess að ég er
að reyna að leiða þér sannleikann
fyrir sjónir.
— Ég vildi að satt væri, sagði
ég ofsalega. — Ég vildi að hann
kæmi aftur.
— Segðu þetta ekki! hrópaði
hún óttaslegin og leit um öxl sér.
— Ef þú óskar þess of heitt, gæti
hann komið.
— Þá óska ég þess af öllu
hjarta.
— Hann myndi ekki koma aftur
eins og þú þekktir hann. Hann er
ekki lengur af holdi og blóði. En
hann kemur aftur . . . samt sem
áður.
Ég sneri mér frá henni og hún
hristi höfuðið dapurlega um leiö
og hún fór út. Ég gróf andlit mitt i
fötunum, sem ég hafði breitt á
rúmið og sá hann fyrir mér i ótal
myndum — Mörð, yfirvaldið, sem
hafði löein i hendi sér, mann sem
var öllum öðrum ólikur. Er ég
lyfti höföinu, sagði ég: — Mörður,
ertu þarna? Komdu aftur, ég þarf
að tala við þig. Mig langar til að
segja þér að mér er jafnilla við
hefndaráform þin nú og nokkru
sinni fyrr. Komdu aftur Mörður.
En ekkert merki sást — ekkert
heyrðist i þöglu herberginu.
Adelaide ók með okkur til Mel-
bourne og við dvöldum eina nótt i
gistihúsinu; daginn eftir kom hún
um borð i skipið til að kveðja okk-
ur. Eg er viss um að
Stirling var jafn þakk-
látur og ég fyrir nákvæmni
Adelaide.sem kyssti okkur ástúö-
lega og endurtók að hún myndi
halda öllu i horfinu unz við kæm-
um aftur. Hún var svo róleg, svo
hversdagsleg að ég fór að hugsa
um hvort hún liktist móður sinni,
þvi hún bar ekki minnsta svip af
Merði. Þegar skip okkar lagði
frá, stóð hún eftir á bryggjunni og
veifaði til okkar. Adelaide felldi
engin tár. Hún hefði eins getað
verið að fylgja okkur á leið i smá-
ferð til Sidney.
Ég mundi eftir sjóferðinni frá
Englandi á Carron Star. Hve ólik
ég var orðin þeirri stúlku sem ég
var þá. Siðan hafði ég kynnzt
Merði. Öreynda unga stúlkan var
orðin auðug ekkja — lifsreynd
heimskona hið ytra.
Stirling stóð við hlið mér eins og
hann hafði gert i hinni ferðinni —
og það veitti mér hugarró.
Ég sneri mér við og brosti til
hans og vissi að honum var eins
farið og mér.
Fyrst fórum við i Fálkakrána.
Það var undarlegt að sitja i mat-
stofunni þar sem ég hafði fyrst
séð Stirling, hella tei i bollana og
rétta honum bolludiskinn. Hann
varð þess einnig var. Ég sá þaö á
þvi hvernig hann brosti til min.
— Það virðist óralangt siðan,
sagði hann, og það var það
sannarlega. Það hafði svo margt
gerzt. Við höfðum sjálf breytzt.
Menningar- og fræðslusamband alþvðu
FRÆÐSLUHÓPAR
Fræðsluhópar MFA taka til starfa 20. febrúar n.k.
Hver hópur kemur saman einu sinni i viku — sex sinnum alls. Starfið fer fram i fræðslusal MFA,
Laugavegi 18, III. hæð — og hefst kl. 20.30hvertkvöld.
Hópur I. Fjármál og bókhald verkalýösfélaga.
Leiðbeinandi Þórir Danielsson, framkvæmdastjóri Verkamannasambands Islands. —
Hefst þriðjudaginn 20. febrúar.
Hópur II.
Bókmenntir siðustu ára.
Leiðbeinandi Heimir Pálsson, menntaskólakennari.
— Hefst miðvikudaginn 21. febrúar.
Hópur III. Ræðuflutningur og fundarstörf:
Leiðbeinandi Baldur Öskarsson, fræðslusjóri MFA. — Hefst fimmtudaginn 22. febrúar.
Hópur IV. Hlutverk og starf verkalýðshreyfingarinnar.
Eftirtaldir fyrirlesarar koma fram: Björn Jónsson, forseti ASÍ, Einar Olgeirsson,
fyrrv. alþm., Snorri Jónsson. varaforseti ASI, Ólafur Hannibalsson, skrifstofustjóri ASl
og Helgi Guðmundsson, trésmiður. — Hefst mánudaginn 26. febrúar.
Hópur \ . Lejðbeinandj Hjörleifur Sigurðsson, forstöðumaður Listasafns ASI. — Hefst fimmtu-
daginn 1. marz.
Tilkynnið þátttöku á skrifstofu MFA, Laugavegi 18, simi 26425, fyrir mánudagskvöld 19. febrúar. —
Þátttökugjald kr. 300.
Laus undan reykingar
venjum á
fimm
dögum
íslenzka bindindisfélag-
ið og Krabbameinsfélag
íslands bjóða öllu reyk-
ingafólki að taka þátt i
námskeiði undir hand-
leiðslu sérfróðra
manna:
Fimm kvöld við kvikmyndir, er-
indi og rökræður með Dr. J.D.
Henriksen frá London.
Fyrsta kvöldið verður sunnudag-
inn 11. febrúar kl. 20:30 i
Norræna húsinu. Þá verður hand-
bók námskeiðsins afhent — kost-
ar kr. 200. Annars allt að
kostnaðarlausu. Hringið i sima
13899 og 36655 til að tryggja að-
gang. Svarað verður i simana frá
kl. 9:00—22.00.
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —
Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i
allflestum litum. Skiptum á einum degi
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bilasprautun (iarðars Sigmundssonar
Skipholti 25. Simar 19099 og 20988.
Ingólfs-Café
Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9
llljómsveit Garðars Jóhannessonar
Söngvari Björn I>orgeirsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826.
SKEMMTANIR — SKEMMTANIR
HÓTEL LOFTLEIÐIR -
VÍKINGASALURINN
er opinn fimmtudaga, föstudaga,
laugardaga og sunnudaga.
HÓTEL LOFTLEIÐIR
Cafeteria, veitingasalur með sjálfsafgreiöslu, opin alla
daga.
HÓTEL LOFTLEIÐIR
Blómasalur, opinn alla daga vikunnar.
HÓTEL BORG
viö Austurvöll. Resturation, bar og dans I Gyllta saln-
um.
Sfmi 11440
HÓTEL SAGA
Grilliö opið alla daga. Mimisbar og Astrabar, opiö alla
daga nema miðvikudaga. Simi 2CX90.
INGÓLFS CAFÉ
viö Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826
IÞÓRSCAFÉ
Opið á hverju kvöldi. Sfmi 23333.
HÁBÆR
Kinversk resturation. Skólavöröustig 45. Leifsbar. Opiö
frá kl. 11. f .h. til kl. 2.30 og 6 e.h. Sfmi 21360.
Opiö alla daga.
SKEMMTANIR — SKEMMTANIR
Föstudagur 9. febrúar 1973
©