Alþýðublaðið - 09.02.1973, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.02.1973, Blaðsíða 4
Fcöiirvöruhækkun: VERÐÁ BYGGI HEFUR TVÖ- FALDAZT Töluverð hækkun hefur oröið á fóðurvörum að undanförnu. Stafar þessi hækkun af nokkrum samverkandi atburðum sem átt hafa sér stað úti i heimi. Hefur verð á sumum tegundum fóöur- vara hækkað um helming, svo sem byggi. Koma þessar upplýs- ingar fram i nýútkomnum Sam- bandstiðindum. Þar segir ennfremur, að upp- skerubrestur i Sovétrikjunum og aflabrestur i Perú hafi leitt til aukinnar eftirspurnar á fóöur- vörum, og samsvara þvi hækk- andi verði. Nú nýlega hafa svo oröið töluveröir þurrkar bæði i Afriku og Astraliu, og hefur það ekki hjálpað upp á sakirnar. Verðið hér innanlands hefur ekki hækkað mjög mikið ennþá, vegna mikilla fyrirframkaupa. En nú eru þær birgðir senn á þrotum, og má þvi búast við miklum hækkunum á næstunni. ilK a Leigði sér ýtu — tók mið ó hús- ið og... Það hefur fátt staðið í vegi fyrir þeim, sem að undanförnu hafa unnið björgunarstörf i Eyjum. Þó vikrinum rigni niður allt i kring, hefur björg- unarstarfið haldið áfram næsta sleitulaust. Einn Vest- mannaeyingur, sem átti ný- legt hús i nágrenni eldstööv- anna, varð fyrir þvi, að missa gjörsamlega sjónir af húsi sinu. Það fór á kaf i vikur. En þar sem ekki hafði tekizt aö bjarga öllu þvi sem verömætt gat talizt tók hann fyrir stuttu mið á húsið, leigði sér jaröýtu og lét ýta frá innganginum og mokaði siðan restinni sjálfur. Nú standa steinveggirnir berir eftir. E ldhúsinnrétting, skápar, allt sem hægt var aö losa er úr húsinu komið. "ítí ;ri> i ■<ÍI ■<1. Uppselt til tunglsins Barnaleikurinn Feröin til tunglsins, verður sýndur i 10. skipti n.k. sunnudag og eru nú aðeins liðnar tæpar þrjár vikur frá frumsýningu leiks- ins. Mjög mikil aösókn hefur verið að leiknum og uppselt á öllum sýningum. Um næstu helgi verða þrjár sýningar á leiknum, ein á laugardag og tvær á sunnudag kl. 14 og kl. 17. Myndin er af Þórhalli Sigurðssyni i hlutverki Aldinborans. Hi. Í?I ifÆ' yn Vtio M Óvissan um framvindu gossins i Vestmannaeyjum og hugsanlega ennþá meiri eyði- leggingu og eignatjón af völdum þess en þegar hefur orðið virtist setja mark sitt á þær spurningar, sem dundu á bæjar- stjórn Vestmannaeyja i sjón- varpinu i fyrrakvöld. I sumum spurninganna gætti harðrar gagnrýni á þá aðila, sem veita aðstoð til Vestmanna- eyinga móttöku, og var sumsstaðar látið að þvi liggja, að ekki hafi verið gerð grein fyrir þvi, hvernig þessi aðstoð yrði notuð, né heldur hve mikið fé hefði verið boðið fram af innlendum og erlendum aðilum. Að þvi Alþýðublaðið kemst næst hefur fjárhagsaðstoð beinzt til fjögurra aðila, þ.e. Rauða kross Islands, Hjálpar- stofnunar kirkjunar, bæjarsjóðs Vestmannaeyja og til rikis- stjórnarinnar. Eini aðilinn af þessum fjór- um, sem gerir reglulega grein fyrir þvi, hve miklu fé hann hafi veitt móttöku, er Rauði krossinn. Þó ber þess að geta, að i svari bæjarstjórans i Eyj- um i sjónvarpsþættinum i fyrra- kvöld kom fram, að bæjarsjóði hafi enn ekki borizt umtalsverð fjárhagsaðstoð, en það fé, sem til hans rynni yrði örugglega notað til uppbyggingar, þegar gosinu linnti. Alþýðublaðinu er hvorki kunnugt um það fé eða fram- boðna aðstoð, sem beint hefur verið til Hjálparstofnunar kirkjunnar eða til rikis- stjórnarinnar, og er kannski von að Vestmannaeyingar spyrji kirkju og riki. Að þvi bezt verður séð snúa erlendar rikisstjórnir, sem bjóðast til að aðstoða Islendinga vegna áfallanna, sem þeir hafa orðið fyrir af völdum eld- gossins, sér eðlilega til rikis- stjórnarinnar. Hún virðist hins vegar spör á upplýsingar um hin stórhöfðinglegu boð margra rikja. Hið eina sem fæst upp úr ráðherrum er þetta: „Við höf- um engum boðum neitað”. Hins vegar taka þeir ekki fram, hvað þeim hafi verið boðið né af hverjum. Alþýðublaðið sneri sér i gær- 22 AF 38 MILLJÓNUM SÖFNUN- ARINNAR HÖFÐU ÞEG- AR FARIÐ í STYRKI OG ÝMIS VERKEFNI kvöldi til Eggerts Asgeirssonar, framkvæmdastjóra Rauða kross Islands. Hann gaf blaðinu þær upplýsingar, að nú hefðu safnazt i „Vestmannaeyja- söfnuninni” samtals 38,674.000,00 krónur, en af þessari upphæð hafi þegar verið varið 21-22 milljónum króna i styrki til einstaklinga frá Vest- mannaeyjum og i ýmiss konar félagsleg verkefni þeirra vegna. A bæjarskrifstofunni i Vest- mannaeyjum fékk blaðið þær upplýsingar i gær, að bæjar- stjórninni þar hafi engin skýrsla borizt um þegar framkomna fjárhagslega aðstoð vegna náttúruhamfaranna. — 150 MILUON KRONA REIKNING- UR FYRIR RANGA VERKLfSINGO „Stefndi, Vita- og hafnarmála- stjóri, samgönguráðherra og fjármálaráöherra, fyrir hönd rikissjóðs, greiði stefnanda Hotchtief A.G. og Véltækni hf. kr. 149.455.000.00 með 7% ársvöxtum frá 8. júli 1971 til greiðsludags. Framannefnd fjárhæð á aö breytast i samræmi við þær breytingar, sem veröa kunna á gengi islenzkrar krónu gagnvart vestur-þýzku marki á timabilinu 8. júli 1971 til greiðsludags. Framangreinda fjárhæð ber að greiða innan 15 daga frá lög- birtingu þessa dóms að telja. Málskostnaður fellur niður.” Ofangreint er dómsorð i máli, sem höföað var fyrir Bæjarþingi Reykjavíkur i þvi skyni, að fá ÁRID SEM LEIÐ: GREIDSLUJfiFN- UÐURINN VAR HAGSTÆDUR EN VfiRU- SKIPTAJOFNUDURINN DHAGSTÆÐUR í heild var greiðslujöfnuðurinn við útlönd hagstæður um 1,110 milljónir króna fyrstu niu mánuði ársins 1972. Segir frá þessu i nýút- komnu yfirliti Seðlabankans. A sama timabili i fyrra var greiðslujöfnuöurinn hagstæður um 1,458 milljónir króna. 1 yfirlitinu segir að vöruskipta- jöfnuðurinn hafi verið óhag- stæður um 244 milljónir króna fyrstu niu mánuði ársins. Þjón- ustujöfnuður varð hagstæður á sama tima um 545 milljónir, en til hans teljast samgöngur, trygg- ingar, ferðalög, vaxtagreiðslur o.fl. Skuldbindingar i formi fastra erlendra lána jukust á timabilinu um 1 !009 milljónir. Þetta fjármagnsinnstreymi á öðru fremur þátt i hagstæðurn greiðslujöfnuði. Gjaldeyrisstaða bankanna batnaði um 1,205 milljónir á fyrstu niu mánuðum ársins, og verðmætaaukningin i útfluttum sjávarafurðum nam 476 mill- jónum. aðfararheimild hér á landi fyrir úrskurði, sem Gerðardómur alþjóða verzlunarráðsins i Paris kvað upp hinn 8. júli 1971. Ágreiningur málsaðilja reis út af framkvæmdum við höfnina i Straumsvik. Höfðu þeir samið um það fyrirfram, að skjóta ágrein- ingnum til nefnds gerðardóms, og hlita úrskurði hans. Enda þótt Vita- og hafnarmála- stjóri véfengdi gildi gerðardóms- ins hefur hann eins og fyrr segir verið staðfestur i héraöi og þar með aðfararhæfur hérlendis. Ekki liggur neitt fyrir um það, hvort málinu verður áfrýjaö til Hæstaréttar, en trúlega veröur það þó gert, enda snýst málið um einhverja hæstu f járupphæð, sem dæmd hefur verið fyrir is- lenzkum dómstólum. Stefndu i málinu véfengdu gildi gerðardómsirs, eins og fyrr segir, m.a. vjgna þess, að hann hafi ekki farrb rétt ab i meðferð málsins. Þessa véfengingar- ástæðu hefur héraðsdómur ekki fallizt á, enda er það islenzk dóm- venja að staðfesta gerðardóma, ef rétt er með mál farið réttar- farslega. Stefán Már Stefánsson, borgar- dómari, kvað upp dóminn, en meðdómendur voru dr. Gunnar Sigurðsson verkfræðingur, og dr Ragnar Ingimarsson. A sinum tima reis ágreiningur milli verksala, Vita- og hafnar- málastjóra, og verktaka, Hoch - tief A.G. og Véltækni hf. Töldu verktakar, að lýsing islenzkra aðilja á verkinu hafi verið röng og tilboð i verkið þvi verið miðað við útboöslýsingu, sem ekki var rétt og framkvæmdir kostnaðarsam- ari en ráð var fyrir gert. Sigurgeir Sigurjónsson hrl flutti málið fyrir Hochtief A.G. en Hjörtur Torfason hrl. fyrir Vita- og Hafnarmálastjóra. UR Uti SKAHIGRIPIR KCRNELÍUS JONSSON - SKÖLAVÖROUSTlG 8 BANKASTRÆT16 thS88-18600 Auglýsingasíminn okkar er 8-66-60 ir Föstudagur 9. febrúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.