Alþýðublaðið - 22.02.1973, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 22.02.1973, Blaðsíða 12
alþýðu m\m KOPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga tll kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 SENOiBILASTÖfHN Hf NÆSTA ÞING í SVÍÞJÓÐ 21. þingi Norðurlandaráös var slitið i Osló i gær. Mörg mál hlutu þar afgreiðslu, en stærst i sniðum voru mál sem snertu tslendinga náið, svo sem aðstoðin vegna Eyjagossins og landhelgismálið. Hafa málefni tslands ekki áður verið jafn mikið til umræðu á þingum Norðurlandaráðs. Næsta þing Norðurlandaráðs verður haldið i Sviþjóð. Forsætis- ráðlterra þakkaði persónu- lega Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra kvaddi sér hljóðs utan dagskrár i gær vegna frétta i Al- þýðublaðinu og Morgunblaðinu i gær um fjarveru hans frá fundi Norðurlandaráðs i fyrradag. Sagði forsætisráðherra að það hefði verið áætlað fyrir löngu sið- an að hann færi heimleiðis á há- degi á þriðjudaginn. Þá um morgunin hefði verið ljóst að til- laga um aðstoð yrði samþykkt, og hefði hann þá þakkað sendinefnd- um allra Norðurlandanna, og auk þess hefði hann þakkað öllum for- sætisráðherrunum persónulega. Hann hefði ekki séð ástæðu til að breyta áætlun sinni, og þvi fal- ið Jóni Skaftasyni að þakka að- stoðina fyrir tslands hönd á sjálf- um fundi Norðurlandaráðs. Indíánar og glæpa- menn í Þjóðleikhúsinu Þjóðleikhúsið frumsýnir um næstu mánaðamót Indiánana eftir ameriska höfundinn Arhur Kopit. Leikurinn var fyrst sýnd- ur á árinu 1968 Royal Shake- speare Company á Aldwych leikhúsinu i London. Vakti sú sýning slika eftirtekt, að leikhús vestanhafs og austan hafa siðan keppst viö að tryggja sér sýn- ingarréttinn. Leikurinn fjallar um Indiána i Ameriku og meðferð hvitu mannanna á þeim^ Margar frægar persónur koma við sögu i þessu leikriti og ber þar fyrst að nefna Buffalo Bill, en hann var þekktur fyrir Wild West Show sitt um allan heim á siðari hluta 19. aldar. Myndar sýning Buffalo Bill eins konar ramma utan um þetta leikrit, þar sem Buffalo Bill sjálfur er sögumað- ur. Gunnar Eyjólfsson leikur Buffalo Bill. Af fieiri þekktum persónum i verkinu má nefna Sitting Bull, sem leikinn er af Rúrik Haraldssyni og Vilta Bill Hickok, leikinn af Erlingi Gisla- syni. Auk þeirra koma fram fjöldinn allur af glæpamönnum, m.a. Jesse James, Billy the Kid og Doc Holliday. Indiánarnir er dulbúin árás á allar styrjaldir og þá fyrst og fremst þær, er miða að útrým- ingu heilla þjóðflokka og þjóða. Þýðandi er óskar Ingimars- son en Gisli Alfreðsson leik- stjóri. Leikmyndir gerir Sigur- jón Jóhannsson. Leikritið verður frumsýnt, eins og áður sagði, um næstu mánaðamót. ÝTA UPP VARNAR- GARÐI frá Eyjum, að þvi er Magnús sagði, en sökum veðurs gátu að- eins tvær flugvélar frá Fragtflugi lent þar, og tóku þær aðallega búslóðir. Að þvi er blaöiö fékk upplýst hjá Jóni Haukssyni, sem sér um spjaldskrána yfir alla þá, sem eru i Vestmannaeyjum, voru þar i gær um 500 manns. Sagði hann, að reynt verði að hafa ekki fleiri i Eyjum i einu en það, bæöi af ör- yggis- og heilbrigðisástæðum. Flestir þessara 500 vinna i skipu- lögðum hópum, en 50—80 eru á eigin vegum, ýmist Vestmanna- eyingar, sem eru að huga ab eigin eigum eða menn annarra erinda. „Þaö er unnið að þvi á þremur ýtum, eða öllum okkar ýtukosti, að byggja upp varnargarð milli nýja fjallsins og Helgafells, en suðurhlið fjallsins er veikust, og láti hún undan hrauninu er hætta á, að það renni yfir bæinn”, sagði Magnús Magnússon, bæjarstjóri i Eyjum, þegar Alþýðublaðið ræddi við hann siðdegis i gær. Magnús bætti þvi við, að verði gosið rólegt að þvi verki loknu, verði farið i þaö að veikja kantinn að suðaustanverðu þannig að hraunið fari i þá átt, ef gig- barmurinn brestur. Litið eekk i gær að flytja vörur PRÝÐISGÓÐ SÍLDVEIÐI Prýðisgóð sildveiði hefur að undanförnu verið á miðunum við Shetland og Skotland, eða sömu miðum og islenzku bátarnir veiddu i lok siðasta árs. Töluvert hefur verið flutt af sild til hafna i Danmörku, til dæmis komu nýlega 17 þúsund kassar af sild til Hirthals á einum degi. BAKKUS FARINN AÐ ADSTODA SUMA BJÖRGUNARMENN VIÐ AKSTURINN Þrátt fyrir annir björgunar- manna i Vestmannaeyjum, hafa nokkrir þeirra gefið sér tima til að fá sér aðeins i staupinu, og ekki látið það aftra sér frá þvi að aka bilum. Þannig hefur lögreglan i Vest- mannaeyjum tekið nokkra öku- menn úr umferð, fyrir meinta ölvun við akstur siðan gosið hófst. Guðmundur Guðmundsson yfir- lögregluþjónn sagði i viðtali við blaðið i gær, að einkum hafi borið á þessu fyrstu dagana eftir að gosið hófst. Hafi þá örþreyttir björgunar- Þar sem Viðlagasjóður hefur tekið að sér að flytja öll atvinnu- tæki frá Eyjum á sinn kostnað var að sjálfsögðu farið fram á trygg- mennirnir sumir fengið sér i staupinu til hressingar. Til þess að koma i veg fyrir slys, hefði lög- reglan þvi tekið nokkra ökumenn ingu fyrir þvi, að þau yrðu ekki seld, þegar hingað kæmi, og eins að þau yrðu flutt aftur til Eyja strax og það verður hægt. For- úr umferð, og hafi mál þeirra hlotið venjulega afgreiðslu þar sem umferðarlög væru að sjálf- sögðu I gildi i Vestmannaeyjum, svarsmenn fyrirtækjanna hafa þvi orðið að skrifa undir samning þess efnis, sem þeir hafa vafa- laust allir gert með glöðu geði. ATVINNUTÆKIN ERU í FORSJÁ VIÐLAGASJÓÐS 011 forysta almannavarna á Suðurnesjum lögð í hendur yfirmanna varnarliðsins? I björgunaráætlun, sem hefur verið gefin út i samvinnu Flug- málastjórnar, Almannavarna og Varnarliðsins á Keflavikur- flugvelli, varðandi hópslys á vellinum sjálfum, er forysta i öllum björgunaraðgerðum lögð i hendur yfirmanna og starfs- manna bandariska hersins en hvergi minnst á ýmsa islenzka aðila, sem vanalega taka þátt i slikum aðgerðum, að þvi er seg- ir I Suðurnesjatiðindum. En blaðið bendir einnig á, að sam- kvæmt þeim pésa, sem áætlunin er i, og er tekinn saman af Guð- jóni Petersen, að hvenær sem flugvél verði fyrir slysi, önnur en herflugvél, sé flakið, farþeg- ar og áhöfn innan islenzkrar lögsögu, þ.e. Flugmálastjórnar tslands eða fulltrúa hennar, og islenzku lögreglunnar. Ef hópslys verður á Kefla- vikurflugvelli, þarsem alltað 30 manns slasast, er það samt fyrst og fremst i verkahring æðsta yfirmanns bandariska hersins að veita björgunarað- gerðum forystu, samkvæmt þessari áætlun. Vakthafandi herlæknir á að sjá um aðhlynn- ingu slasaðra, en aðrir, sem tilkynna á um slys á þessu svæði, eru vakthafandi flutn- ingaumsjóarmaður hersins, is- lenzka lögreglan á Keflavikur- flugvelli, vakthafandi öryggis- eftirlitsmaður hersins, prestar á Keflavikurflugvelli og sóknar- presturinn i Keflavik, flug- vallarstjóri og fulltrúi Rauða krossins á Keflavikurflugvelli. Aftur á móti er hvergi minnst á aðstoð Hjálparsveitar skáta i Keflavik, björgunardeildir Slysavarnafélagsins þarna i grendinni, sjúkrahúsið I Kefla- vik, slökkviliðið i Keflavik né Landhelgisgæzluna. Einnig segir i áætluninni, að slasist fleiri en 30 skuli islenzkir aðilar einnig veita aðstoð. Hinsvegar er tekið fram, að verði slys i myrkri skuli hinir slösuðu fluttir i flugskýli á flugvellinum, jafn- vel þótt það verði fast við byggð i Keflavik. Þá er sagt i áætluninni, að hlutverk lögreglunnar i Kefla- vik sé að stjórna umferð við gatnamót flugvallarafleggjar- ins og Reykjanesbrautar og senda bil inn að toliskýlinu til að liðka fyrir bilum á leið til Reykjavikur með sjúklinga, en þarmeð sé hlutverki hennar lok- ið. I áætluninni segir, að hana megi jafnframt nota, ef annars- konar slys verða, svosem af völdum jarðskjálfta eða eld- goss. En þar er aðeins ein flutningaleið nefnd, Reykjanesbraut, en ekk- ert getið, hvað skuli til bragðs taka, ef hún eyöi- leggist. Suðurnesjatiðindi taka það fram i lokin, að bandariski her- inn sé ætið boðinn og búinn til aðstoðar, ef slys ber að höndum, en ekki sé þarmeð sagt, að is- lenzkir ráðamenn eigi að hlaup- ast undan merkjum og láta þau mál I hendur hersins. Og blaðið segir ennfremur, að vel mætti hugsa sér, að i framhaldi af þessu plaggi gætu menn vel farið að hugsa sér, aö hernum verði falið að stjórna Land- helgisgæzlunni og Slysavarna- vélaginu, ásamt að björgunar- sveitirnar verði deild undir stjórn hersins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.