Alþýðublaðið - 22.02.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.02.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Blaöaprent h.f. VINARGJÖF íslenzka þjóðin er djúpt snortin vegna hlý- hugsins, bróðurþelsins og hjálparviljans, sem lýsir sér i einróma samþykkt Norðurlandaráðs um stórhöfðinglega aðstoð við ísland sakir náttúruhamfaranna i Vestmannaeyjum. Sam- kenndin, sem lýsir sér i þessum sem öðrum at- höfnum Norðurlandaþjóðanna gagnvart íslandi og íslendingum á erfiðum timum, staðfestir hversu náin tengsl eru á milli frændþjóða norðursins. Við íslendingar erum stoltir af að eiga þessar þjóðir að vinum, frændum og nánustu samstarfsmönnum. Það getur verið erfitt fyrir þjóð jafnt og ein- staklinga, sem eiga sér stolta lund, að taka við gjöfum frá öðrum. Það er ekki erfitt fyrir eina Norðurlandaþjóðina að taka við hjálp frá öðrum Norðurlandaþjóðum þvi sú hjálp er boðin af hreinum hug, heilu hjarta,fölskvalausri vináttu og með fullri virðingu. Hin stórhöfðinglega gjöf frændþjóðanna er þvi allra sómi, jafnt þess, sem þiggur, og hins, sem gefur. Norrænir menn eru á margan hátt öðru visi skapi farnir en aðrir. Þeir eiga sér sinar sér- stöku siðvenjur og sin sérkennandi lifsviðhorf. Þessu hefur vel verið lýst i fornum sögum og ýmislegt, sem þar er sagt um skapferli og sið- venjur löngu látinna manna, á ennþá við um hinn norræna kynstofn. í þessum fornu sögum er m.a. oft frá þvi sagt, er vinur bauð vini stórhöfðinglega gjöf. Mesta sæmdin var þá ekki fólgin i þvi að gjöfin yrði ærnu gjaldi goldin i móti. Þá varð sæmd beggja mest þegar gjöfin var þegin vegna þess, að það lýsti svo gagnkvæmri virðingu og svo einlægu vinfengi beggja, að jafnvel orðskviðurinn gamli: æ sér gjöf til gjalda; átti ekki við um þá. Með þessu hugarfari bjóða Norðurlönd íslandi hjálp sina. Með þessu hugarfari þiggur ísland það boð, þá gjöf. Af þvi verki vaxa Norðurlönd i augum umheimsins að virðingu og sæmd. HINN RÉTTI ÓVINUR Miklar umræður urðu á Alþingi i fyrradag um kjaradeilu togarasjómanna. Við lok umræðnanna dró Benedikt Gröndal saman i þrjú meginatriði þær niðurstöður, sem fengust af miklum og löngum orðræðum Lúðviks Jóseplssonar sjávarútvegsráðherra um málið. í fyrsta lagi kom fram hjá ráðherranum, að togarasjómenn ættu heimtingu á að fá kjara- bætur til jafns við aðrar stéttir. í öðru lagi kom fram hjá ráðherranum, að rikisstjórnin myndi gripa inn i málið og veita togaraflotanum úrlausn — styrk — , sem þá a.m.k. samsvaraði þeim kauphækkunum, er sjómenn eiga heimtingu á að fá. í þriðja lagi kom það svo glöggt fram hjá ráð- herranum, að togaradeilan hefur fyrst og l'remst verið deila milli rikisstjórnarinnar og út- gerðarmanna. En það er fyrir þessa deilu, sem togarasjómennirnir hafa orðið að gjalda i mán- aðarlöngu verkfalli. Þeir hafa þvi i raun og veru allan timann verið að berjast við rikisstjórnina og sjávarútvegsráðherra hennar, sem loks nú gefur ádrátt um að hann sé að láta unda. SAMA SEM ATKVÆÐI 1 tilefni af grein um atkvæða- greiðslur og fjarveru Islands i fyrstu nefnd Allsherjarþings S.Þ., sem birtist i blaðinu 2. þ.m. og forystugreinar frá 14. þ.m. hefur Haraldur Kröyer sendiherra sent blaðinu eftirfarandi athugasemd: „Aðalumræðum um dagskrár- lið 36 i fyrstu nefnd lauk 6.12. og atkvæðagreiðsla fór fram um allar aðaltillögur i málinu og tók island þátt i öllum þeim atkvæða- greiðslum. Aðeins tillaga Perú var eftir óafgreidd. Ilún var sett á dagskra seinni hluta eftirmiðdags 11.12., en var óvænt tekin fyrir I fundarbyrjun. Hannes Pálsson kom á fundinn þegar atkvæða greiðsla var byrjuð og lét sam- stundis skrá sig á mælendaskrá. Grcinargerð hans jafngildir greiddu atkvæði. Þess má geta að af Norðurlöndum var Sviþjóð cinnig fjarverandi þessa at- kvæðagreiðslu. Aö sjálfsögðu var island viðstatt endanlega af- greiðslu um allar tillögur I málinu sjálfu á Allsherjarþinginu. Af blaðagreininni virðist mega ráða að þessi Perú-tillaga hafi verið eitthvert höfuðatriði i téðu dag- skrármáli. Þetta verður að álita annaðhvort byggt á vanþekkingu og misskilningi greinarhöfundar eða visvitandi ætlað til að blekkja lesendur. Aðdróttanir greinar- höfundar að sendinefnd tslands liafi litiö sinnt þessu dagskrár- máli eru ekki svaraverðar. Sendi- nefndin tók einmitt virkan þátt i mótun endanlegs texta megintil- lögunnar i málinu sein höfuðmáli skiptir fyrir undirbúning haf- réttarráðstefnunnar. Siðdegis 11.12. voru fundir i Allsherjarþinginu og fyrstu, ann- arri, fjórðu, fimmtu og sjöttu nefnd og maður á hverjum stað. Gunnar G. Schram var á fundi i Allsherjarþinginu og gerði grein fyrir atkvæði með ræðu. Siðast skiptust tveir menn á um að vcra við atkvæðagreiðslur þar. Har- aldur Kröycr átti þennan dag við- töl við einstakar sendinefndir, sem þcgar voru fastmælum bund- in, m.a. um ályktunartillögu ts- lands". BÍLAR Nú gefum við út nýtt litprentað bilablað með myndum af öllum helztu bilategundum af árgerðinni 1973, sem fáanlegareru hérá landi. Þeir sem vilja fá yfirsýn yfir islenzka bilamarkaðinn fá hér allar nauðsynlegar upplýsingar á einum stað. EINA ISLENZKA HEIMILISBLAÐIÐ FLOKKSSTARFiÐ ELDGOS - EFNAHAGUR - PÓLITIK Gylfi Þ. Gislason talar á félagsfundi — hádegisverðarfundi — i lðnó n.k. laugardag kl. 12 á liádcgi. Gengið inn unt norðurdyr. Á dagskrá fundarins er einnig kosning kjörnefndar vegna væntanlegs stjórnarkjörs i Alþýðuflokksfélagi Reykjavikur. Alþýðuflokksmenn eru hvattir til þess að fjölmenna á félagsfundinn og mæta stundvislcga. Alþýðuflokksfélag Reykja vikur. ALÞYÐUFLOKKSFELAG REYKJAVIKUR AUGLYSIR VIÐTALSTÍMAR ÞINGMANNA OG BORGARFULLTRÚA ALÞÝDUFLOKKSINS Stjórn Alþýðuflokksfélags Rcykjavíkur liefur ákveðið að gangast fyrir þvi, að Reykvikingum gefist tækifæri á að hitta að máli þingmenn Alþýðuflokksins og borgarfulltrúa i Reykjavik. t þeim tilgangi mun stjórnin auglýsa viðtalstima reglulega hvern fimmtudag á tímabilinu frá kl. 17—19, þar sem þessir trúnaðar- menn skiptast á um að vera til viðtals. Viðtölin fara fram á skrif- stofum Alþýðuflokksins að Hverfisgötu 8—10. t DAG, fimmtudaginn 23. febrúar, er það varaformaður Al- þýðuflokksins, Benedikt Gröndal alþm., sem verður til viðtals á flokksskrifstofunum frá kl. 5 til 7 s.d. Þeir, sem ekki geta komið til viðtalsins, geta hringt i sima 1-50-20, en það er síminn i við- talsherberginu. Reykvikingar og aðrir! Notið þetta tækifæri til viðræðna við einn af forystumönnum Alþýöuflokksins. Alþýðuflokksfélag Heykjavíkur. Benedikt Gröndal, alþm. Fimmtudaqur 22. febr. 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.