Alþýðublaðið - 13.03.1973, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 13.03.1973, Qupperneq 6
ABEINS MEÐ HLIDSJON AF GRUNDVALLARATRHHIM JAFNAÐARSTEFNUNNAR ER NÚ HÆGT AD LEYSA HIN MANNLEGU VANDAMAL NÚTÍMA SAMFÉLAGS Að loknum fundi, sem Olof Palme átti með íslenzk- um blaðamönnum s.l. laugardag, veitti hann stjóm- málaritstjóra Alþýðublaðsinsstutt einkaviðtal í húsa- kynnum forsætisráðuneytisins. Þar svaraði Palme spurningum um norræna samvinnu, áhuga sænsks al- mennings á alþjóðamálum, framtíð lýðræðisjafn- aðarstefnunnar og afrek sænskra jafnaðarmanna í uppbyggingu fyrirmyndarþjóðfélags í Svíþjóð. Fer viðtalið hér á eftir. — A fundi Noröurlandaráfts hér f Reykjavfk áriö 1970 var gerö alvarleg tilraun til þess aö koma á fót markaös- og efna- hagssamstarfi á milli Noröur- landa meö stofnun NORDEK. Sú tilraun fér út um þúfur, eins og viö vitum Telur þú þaö rétt vera nú, þrem árum siöar, þegar litiö er til baka til þessa atburöar, aö þarna hafi fariö út um þúfur siöasta alvariega til- raunin til þess aö knýta Noröur- lönd saman i efnahagsmálum áöur en EBE gæti haft þau sundrandi áhrif á norrænt sam- starf og samstööu á þessum sviðum, sem oröin eru? — Ég held það ekki. Það voru að visu mikil vonbrigði fyrir mig og aðra, að NORDEK-áætl- unin skyldi fara út um þúfur. Hún var t.d. aðalviðfangsefni mitt á fyrsta misseri minu sem forsætisráðherra, og mér þótti það mjög miður, að NORDEK skyldi ekki ná fram að ganga. En maður þarf ávallt að byrja upp á nýtt. Nú er það mjög þýð- ingarmikið, að við náum allir góðum samningum við Efna- hagsbandalag Evrópu og fáum þannig aðgang að stóru mark- aðssvæði. Það er einnig mjög mikilvægt, að við nýtum öll tækifæri til þess að efla sam- vinnu okkar, þ.e.a.s. Norður- landrhjóðanna, I efnahags- og markaðsmálum. Ég tel, að samþykktir þær, sem gerðar voru á nýafstöðnu þingi Norður- landaráðs i Osló, feli i sér góð fyrirheit og þá einnig á sviði efnahags-og félagsmála og at- vinnumála og við verðum sífellt að halda áfram aö treysta og efla samvinnu okkar á þessum sviðum — byggja ofan á þær undirstööur, sem þegar hafa verið reistar. Við skulum einnig minnast þess, aö á ýmsum sviðum hafa Norðurlandaþjóðirnar nú þegar náð til muna lengra I samvinnu sin á milli en hefur orðið innan EBE. — En ef NORDEK-áætlunin heföi náö fram aö ganga heldur þú þá, aö þaö heföi getaö gerzt, aö eitt Noröurlanda heföi gengiö inn I hiö viötæka og bindandi samstarf innan EBE á sama tima og hin Noröurlöndin fjögur heföu valiö aö vera fyrir utan? Meö öörum oröum ef NORDEK heföi veriö til núna heföu Norö- lönd þá ekki oröiö aö fyigja öil sömu stefnu I málefnum EBE? — Þessar kringumstæður urðu ekki. Það er þvi mjög erfitt að segja til um, hvað hefði gerzt — hvort eitt landanna hefði talið sér hagstætt að ganga langra i samskiptum sinum við EBE en ain og hvort sú hefði orðin raun- in. Hugsanlegt er að einhvers konar samningar hefðu verið gerðir á milli Nordek og EBE, en það er mjög erfitt aö segja nokkuð um þetta þvl þannig urðu kringumstæðurnar ekki. — Nú er það vel kunnugt, aö Sviar hafa látiö sig miklu varöa aöbúö og kjör fólks I fjarlægum löndum. Mikiö er rætt. og rit- aö um slik mál I Sviþjóö og á- hugi Svia á málum t.d. Ibúa Indó-Kina og S.-Ameriku er al- kunnur. Hver er ástæöan fyrir þessu? Sumir segja aö skýringin liggi mikils til I þvi, aö sænskir stjórnmálamenn, og þá e.t.v ekki hvaö sizt sænskir jafnaðar- menn reki mikinn áróöur fyrir slikum hugsunar- hætti einfaidlega til þess aö fá fóik til aö gleyma vandamálun- um heima fyrir. Aörir segja, aö skýringarinnar sé aö leita I þvi, aö Sviþjóö, hiö gamla stórveldi i Noröurálfu, sé I raun og veru „Mestan sigur okkar tel ég vera að við höfum ávallt getað endurnýjað okkur - við höfum gert okkur það Ijóst, að ekki er hægt að lifa á gömlum sigrum heldur verður ávallt að leita lausnar á vandamálum dagsins í dag - Þetta krefst stöðugrar endurnýjunar, og að það skuli hafa tekizt tel ég mesta sigur jafnaðarmanna í Svi'þjóð'’ ;kki búiö aösætta sigviöaö vera ekki lengur i tölu stórvelda I heiminum og noti þvi aöferöir eins og hér um ræöir til þess aö halda fram sinum hlut, — veröa i augum umheimsins ,,stór- veldi” á Ideólógisku sviöi fyrst annars sé ekki kostur. M.ö.o. aö samstaöa Svíþjóöar meö undir- okuöum þjóöum og þjóöabrot- um gegn kúgun og valdbeitingu stórveida sé I rauninni ekki til marks um samhygð Svia meö hinum smáu heldur miklu frek- ar þörf fyrir aö setja sig upp á móti stórveldum meö höröum orðum áróðri og aögeröum til þess aö veröa meö þvi móti stór- veldi sjálfur. Nú, nú... þriöju hópurinn segir skýringuna á á- huga Svia fyrir málefnum fjar- iægra þjóöa einfaldlega vera ó- venjulega sterka mannúöar og samúöarkennd meöal almenn- ings I Sviþjóö. Hefur þú nokkra slíka einfaldaða, klæöskera- saumaöa skýringu á þess- um alkunna áhuga Svia á mál- efnum annarra og þá ekki hvaö sizt þeirra, sem byggja fjarlæg- ar slóöir? — Ég held að merkja megi si- aukna samhygð, sanna sam- hygð, meðal sænsks almennings og þá sérstaklega ungu kynslóð- arinnar I garð framandi þjóða og þjóðarbrota. Hún brauzt fyrst fram með áberandi hætti um og eftir 1950, en þá létu Svi- ar og sænskir einstaklingar mjög til sin taka um alþjóðamál — Hammarskjöld var fram- kvæmdastjóri S.Þ. o.s.frv. Þá byrjuðum við að fá áhuga á að styðja þróunarlönd og ibúa þeirra, og i beinu framhaldi af þvi þótti okkur næsta eðlilegt að taka afstöðu til alþjóðlegra deilumála á stjórnmálasviðinu. Ég hef t.d. sjálfur persónulega hugleitt og fjallað um Vietnam- málið allar götur frá árinu 1952. En þetta er ekki eina skýring- in. önnur skýring er einnig til. Ég skal vera hreinskilinn og segja, að við að nokkru leyti sé- um að berjast fyrir eiginhags- munamálum okkar. 1 heiminum i dag eru stórveldin óheyrilega valdamikil og fá sífellt meiri völd, efnahagsleg, hernaðarleg o.s.frv. Þau eiga sér ótrúlega, já óskiljanlega mikil itök, auð og völd. Það er jákvætt ef hægt er að minnka spennuna á milli stór- veldanna. Það afstýrir hættunni á heimsstyrjöld. En jafnframt, þá liggja þarna hættur fyrir smáþjóðir, og Sviar eru smá- þjóð og stórveldi höfum við ekki verið I 300 ár — Island er einnig litið land á sama hátt og við. Það er þýöingarmikið fyrir smáþjóðirnar aö geta haldið fram sínum rétti til þess að vera til og lifa sinu eigin lifi I þessum heimi stórveldanna. Þegar við tökum afstöðu með smáþjóð, sem á i vök að verjast — og venjulega eru stórveldin þar skammt undan, blönduð 1 átökin a6 meira eða minna leyti — þá erum við þvi ekki aðeins að styðja þessa einu þjóð út af fyrir sig, að láta I ljós okkar skoðun i þessu eina, afmarkaða máli, heldur erum við að fylgja fram „Hvaða sigurspá getur verið sterkari fyrir lýðræðis- jafnaferstefnuna en sú, að jafnvel andstöðuflokkarnir bera slíka virðingu fyrir henni, að þeir telja sér ógerning að berjast án þess að fá einhver atriði hennar til láns” þeirri heildarstefnu, þvi grund- vallarbaráttumáli, að smáþjóð- ir eigi tilverurétt óháðan hags- munum stórveldis og þar með erum við að berjast fyrir okkar eigin hag um leið, þvi Svíþjóð er eitt af þessum smáu ríkjum, sem hafa átt og eiga I vök að verjast. Að þessu leytinu til er barátta okkar og framlag til alþjóða- mála eiginhagsmunabarátta. Um leið og við heimtum rétt handa t.d. Víetnömum að fá að lifa I friði I sinu eigin llfi þá er- um við að heimta samskonar rétt fyrir okkur sjálf. — Þú sagöir i ræöu þinni á árshátlö Alþýöuflokksfélags Reykjavlkur, aö þaö væri ekki rétt, sem margir fullyrtu, aö sósialisminn I heiminum væri nú aö hopa á hæli — og nefndir sem dæmi kosningasigra jafn- aöarmanna og sóslalista I Frakklandi, Beiglu, Nýja-Sjá- landi, Astraliu og vlöar. Nú ert þú þekktur sem mjög vel iesinn I sósiölskum fræöum, sem rnjög hugsjónarikur jafnaöarmaöur. Þú hefur áreiðanlega oröiö var viö þaö engu siöur en aörir, aö meö aukinni efnalegri velferö 1 rikjum Vesturlanda — fleiri og fleiri eiga nú meira og meira — þá er ihaldssamra sjónarmiöa fariö aö gæta víöa þar sem þau voru lltiö eða ekki þekkt áöur — jafnvel meðal verkalýösstétt- anna. Margir segja, aö til þess aö haida fylgi slnu hafi jafn- aðarmannaflokkar þurft aö koma til móts viö þessi sjónar- miö meö þvf að slaka á sinum sósialisma. Ef þetta er rétt, þá þarf sigur sósialsks flokks ekki endilega að vera sigur fyrir sósialismann og er þaö ekki framgangur hins slöarnefnda, sem mestu málinu skiptir? — Þetta er rétt athugað. Þó er málið ekki alveg svona ein- falt. Ég hef sjálfur verið með i leiknum á 6. og 7. áratugnum og hef átt þess kost aö fylgjast vel með atburðum þessara tíma- skeiða. A þessum árum tel ég, að pólitlkin hafi þróazt til auk- innar róttækni og þá ekki hvað sizt undir það síðasta — á ég þá ”Það er þýðingar mikið fyrir smáþjóð irnar að geta haldið fram sínum rétti til þess að vera til og lifa sínu eigin lífi í þessum heimi stórveldanna” að sjálfsögðu fyrst og fremst viö Sviþjóð, en einnig við önnur lönd með svipaðar kringumstæður. Þar með er ekki endilega vist, að flokkarnir hafi orðið róttæk- ari en áður var, heldur sjálf hin stjórnmálalegu viðhorf. Þetta hefur fyrst og fremst orðið i tengslum við lausn vissra raunhæfra vandamála I hinu nútimalega iðnaðarsamfélagi. Þessa hefur gætt varðandi stöðu mannsins I atvinnulifinu og á vinnumarkaðinum, varðandi umhverfismál og vistfræðilega aðbúð, — verkafólkið hefur orð- ið að sæta sifellt auknu álagi á vinnustaðnum, hætta hefur ver- ið á breikkandi bili milli hópa og einstaklinga I samfélaginu. Allt þetta hefur orðið til þess, að kröfur um lausnir, sem mótaðar séu i anda kenninga lýðræðis- jafnaðarstefnunnar um sam- hygð, mannúð, jafnrétti og sam- stöðu, hafa i sirikara mæli kom- ið fram frá almenningi, þvi öll- um hefur orðiö það ljósara og ljósara, að óhaminn markaðs- búskapur getur ekki leyst þessi vandamál. A 6. áratugnum sá ég þessa hættu á auknum konservatlvisma, sem þú minn- ist á. Hann sé ég ekki lengur. Þvert á móti virðist mér sem grundvallaratriði jafnaöar- stefnunnar eigi nú ótrúlega góða möguleika til framgangs vegna þess, að sífellt fleirum er ljóst, að aðeins með hliðsjón af þeim er nú hægt að leysa hin mann- legu vandamál nútíma samfé- lags. Það er þetta, sem ég á við þegar ég segi, að sigurvonir sósialismans séu miklar. Þar fyrir þarf þaö ekki endilega að merkja, að sósíalskir flokkar geti ekki orðið fyrir áfalli. Hin stjórnmálalega þróun I heild sinni er i átt til lýðræðis- sósialisma að mestu án tillits til flokkaltaka og flokkafylgis. Hvar er t.d. konservativismi 4. eða5.,áratugarins núna? Hverjir eru þeir flokkar, sem nú telja sig vera málsvara hans? Hvaða sigurspá getur verið sterkari fyrir lýðræöisjafnaðarstefnuna en sú, sem sjá má i þvi, að jafn- vel andstöðuflokkarnir bera siika virðingu fyrir henni, að þeir telja sér ógerning að berj- ast án þess að fá einhver atriði hennar til láns? — Aö lokum, Olof Palme. Jafnaöarmenn á Noröurlöndum og þá ekki hvaö slzt þeir af yngri kynslóðinni, llta til sænskra jafnaöarmanna sem fyrirmynd- ar um margt. Hvaö telur þú aí Framhald á bls. 3 EINKAVIÐTAL ALÞÝÐUBLAÐSINS VIÐ OLOF PALME ER HANN HEIMSOTTI ISLAND Álaugardaginn hélt Olof Palmefund með fréttamönnum.Þarbarmargtá góma og sagði forsætisráðherra Svía þám.a. þetta: — Aö einu leyti er heimsókn mln hingaö pólitisk þar eö vinur minn Gylfi Þ. Glslason hefur um margra ára skeiö gert mér boö um aö koma til árshátlöar Alþýöuflokksmanna I Reykjavlk. t ár gat ég þegið boöiö. Þaö er aöalástæöan fyrir heimsókn minni. Þar aö auki var þetta kær- komiö tækifæri fyrir mig til þess aö fræöast um náttúruhamfarirnar I Vestmannaeyjum, sem veriö hafa mjög til umræöu I Svlþjóö, þar sem fólk er fullt samúöar. — ( u.m heimsóknina til Islands og ástæður hennar). — Viö höfum ávallt átt samskipti viö Islenzka Alþýöuflokkinn og haft nána samvinnu viö hann um ýmis mál sem bróöurflokk. Þaö er ekki mitt mál aö gefa yfirlýsingar um Islenzkar aöstæöur. En þaö er Ijóst, aö þaö var klofningur hér á islandi sem ekki varö hjá okkur, og þaö er eölilegt aö vonast til þess, aö þeim klofningi geti lokiö. En þaö er ekki mitt mál um aö fjalla. — (Svar við spurningu um, hvort Verkamanna- flokkurinn i Sviþjóð gæti litið á Alþýðuflokkinn sem bróðurflokk). — Þvl miður gat konan mln ekki komiö þvf viö aö heimsækja leik- velli, barnaheimili o.þ.h., sem hún hefur yfirleitt gert þá sjaldan hún hefur fylgt mér til útlanda. Til þess höfðum viö ekki tlma.... En viö sáum leikvöll barnanna I Vestmannaeyjum. Og viö vonum, aö börnin geti snúiö aftur þangaö sem fyrst. — (Um fyrstu komu frú Palme til íslands). — Þaöer gömui og góö regla hjá okkur Svlum, aö gefa ekki yfirlýsing- ar um stefnu hinna norrænu grannþjóöa okkar I öryggismálum. ....Vií höfum óllkar skoöanir á öryggismálum á Noröurlöndum. Þrjár þjóöir eru I NATO, viö erum hlutlausir og einnig Finnar...Jafn hliöa stuðla Noröurlönd sem heild aö tryggingu friöar I Evrópu, þau hafa verið friö samlegasti hluti Evrópu á eftirstrlösárunum...Fyrir okkur Svla hefur þaö ávallt veriö höfuöatriði aö standa vörö um stööugleikann f öryggis málum noröursins og það gerum viö bezt meö þvl aö leyfa grönnum okkar að velja sér þá öryggispólitik, sem þeir sjálfir vilja. — Þaö er vel hægt aö segja, aö borgaraflokkarnir I stjórnarandstöö- unni hafi lengi haft forystuna ef dæma má eftir skoðanakönnunum, sem auövitaö er alltaf torvelt aö treysta á, — en þær gefa þessa mynd. Nú er þaö einnig ljóst, aö viö erum aö sækja okkur, aö þvl er kannanir herma. Stjórnarandstaöan hefur þvl aö þvl er viröist ennþá forskot, en viö nálgumst. Þetta veröa mjög spennandi kosningar, sem á engan hátt hafa enn veriö ráönar til lykta. — (Um sænsku kosningarnar, sem I hönd fara). 0 Þriðjudagur 13. marz 1973 Þriðjudagur 13. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.