Alþýðublaðið - 13.03.1973, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 13.03.1973, Blaðsíða 9
HAMINGJUDiSIRNAR ERU SEZTAR AO I HERBUÐUM ARSENALMANNA! Alan Ball hefur átt mikinn þátt f velgengni Arsenal aö undanförnu. Hann hefur mikið skoraö, nú siöast i leiknum gegn Ipswich. Þá sendi hann knöttinn i netiö úr vitaspyrnu, af sama örygginu og hefur einkennt hann I vetur. Þetta er lfklega bezti vetur Ball hjá Arsenal siöan hann kom til félagsins frá Everton fyrir tveimur árum siöan. Arsenai er I uppgangi, en Everton má muna sinn fifill fegri. Ekki skýrðist staöan mjög á toppi og botni 1. deildarinnar ensku um helg- ina. Liverpool, Arsenal og Leeds unnu öll sina leiki, en Ipswich er nú iiklega úr leik I baráttunni um titilinn. A botninum töpuöu Manchester United, Stoke og Norwich sinuin leikjum, West Brom og Crystal Palace geröu jafntefii, en Birmingham sigraöi. Staöan er þvl jafn opin og áöur I báöum endum deildarinnar. 1 2. deild tapaöi Burnley óvænt heima, en QPR vann sinn leik, og komst þar meö á topp deildarinnar I fyrsta sinn I vetur. I leik Ipswich og Arsenal átti heimaliöiö mun meira I leiknum, en rétt einu sinni var heppnin fylgifiskur Arsenal. Eftir aö Trevor Whymark haföi gefiö Ipswich forystuna á 43. minútu, leið aðeins mfnúta þar til John Radford haföi jafnaö leikinn fyrir Arsenal. Ipswich hélt áfram aö sækja i slöari hálfleik en I þriöju sóknarlotu Arsenal I hálfleiknum varö miöveröinum Hunter á aö hand- leika knöttinn innan vftateigs, og úr vltaspyrnunni skoraöi Alan Ball sigur- mark Arsenal. Þrátt fyrir aö Ipswich sækti allt hvaö af tók, vildi knötturinn ekki I netið. Þaö næsta sem hann kom aö markinu, var I marksúlurnar. Það leit um tima út fyrir aö Liverpool ætlaði að sjá af efsta sætinu til Arsenal, þvi þegar aðeins voru þrjár mínútur til leiksloka í leik Liverpool og South- amton, var staðan 2:2. En þá greip dýrlingurinn Kevin Keegan til sinna ráða, og gerði út um leikinn með fallegu skalla- marki. Larry Lloyd hafði gefiö Liverpool forystuna á 36. minútu, og Keegan hafði aukið hana i 2:0 tveimur minútum siðar. Liverpool átti alveg fyrri hálfleikinn og það var aðeins snilldarmarkvarzla Eric Martin hjá Southamton sem hélt skorun- inni niðri. Clemence i marki Liverpool hafði ekkert að gera, eða allt þar til hann varð að hirða knöttinn úr eigin neti á 44. minútu, er Mike Channon stakk vörn Liverpool af og skoraði. Fljótlega i seinni hálfleik jafnaði Gilchrist 2:2, en Keegan átti sem fyrr segir siöasta orðið, og við mark hans brutust út fagnaðarlæti sem heyrðust i milufjarlægð. Með þessum sigri er Liverpool enn I efsta sæti með 46 stig, jafnmörg og Arsenal, en betra markahlutfall og einum leik færra. Leeds kemur i þriðja sæti meö 42 stig, tveimur leikjum færra en Liver- pool og þremur færra en Arsenal. Leeds átti ekki i vandræðum með ört hnignandi lið Everton á laugardaginn, þó svo munurinn yrði ekki meiri en 2 : 1. Erfiður leikur i Evrópukeppninni i miðri viku setti sitt mark á leikmenn Leeds. Alan Clarke skoraði með skalla strax á 6. minútu, en Layons jafnaði fyrir hlé. A 50. minútu kom markið, sem gerði út um leikinn, þrumuskot frá Peter Lorimer eins og þau gerast bezt, en það þýðir ein- faldlega að knötturinn hefur þotið með 100 kílómetra hraða i netið. Eitthvað meira en litið er að hjá Everton, þessu liði, sem i byrjun mótsins var í efsta sæti. Flestir aðrir leikir i 1. deild voru eitthvað i sambandi við fallbaráttuna. Botnliðið West Brom fékk Chelsea i heim- sókn, og tókst að ná stigi i jafntelfisleik, 1:1. Mark WBA gerði Tony Brown eftir aö hafa fengið sendingu frá Cantello, en þaö lenti I hlut Bill Garner að jafna metin. Næst neðsta liðið Norwich sat áfram á sinum stað eftir slæmt tap gegn Toten- ham, 3:0, sannkölluð endurtekning á ósigrinum á Wembley i fyrri viku. Jimmy Pearce skoraöi strax á 2. minútu, og Martin Chivers skoraöi tvö seinni mörkin, það fyrra úr vítaspyrnu á 76. min._*u og þaðsiðara með skalla á 86. mlnútu. Þetta þótti lélegur leikur, og yfirburðir Totten- ham ekki eins miklir og markatalan gæti bent til. Birmingham fetaði sig fjær botninum meö 3:1 sigri yfir Manchester United, og skildi United eftir I slæmri klipu.Bob Lac- ford skoraði fyrsta mark leiksins á 30. minútu og Bob Hatton bætti öðru við á 66. minútu. Lou Macari skoraði fyrir United á 83. minútu, en það dugði litið, þvi Campbell skoraði úr vitaspyrnu stuttu siðar og sigur Birmingham var i höfn. Það sama má segja um Crystal Palace og Birmingham, þar var stigið eitt skref frá botninum með jafntelfi gegn Úlfunum 1:1. Don Rogers skoraði á 39. minútu, en Frank Munro miðvörður Wolves jafnaði metin á 55. minútu. Leicester og Derby gerðu jafntefli 0:0 og sama markatala var uppi á teningnum i leik Sheffield United og West Ham. Þar munaði þó litlu að Sheffield færi með sigur af hólmi, en Fergson I markinu hjá West Ham gerði sér litið fyrir og varði tvisvar viti frá Alan Woodward, fyrst laust skot, en siðan fast skot, eftir að dómari hafði látið endurtaka vitið. Stoke tapaði fyrir Newcastle á útivelli 0:1 og er enn I fallhættu. Sigurmark Newcastle gerði hinn markheppni Malcholm McDonald. Joe Mercer var mjög fagnað af áhangendum Manchester City, er hann kom meö sitt nýja lið Coventry á gamlar slóðir, Maine Road. Mercer var sannar- lega kátur er lið hans tók óvænt bæði sitgin af mörkum Carr og Stein gegn aðeins einu marki Manchester City sem Booth skoraöi. Þetta hefur veriö áfall fyrir orðhákinn Malcholm Allison fram- kvæmdastjóra City, en hans vegna var Joe Mercer látinn fara frá félaginu. -SS. FRAMARAR STODUGT Á UPPLEID Um næstu helgi fæst úr þvi skoriö hvort Framarar muni I al- vöru blanda sér I baráttuna um sigur I 1. deild. Liö Fram er greinilega á uppleiö þessa dag- ana, en lítið var þó hægt aö dæma um það á leik liðsins gegn Víkingi, þvi mótstaöa Víkings var alveg hlægilega lítil. Ahugaieysi Vlkings smitaöi út frá sér, og varö þess valdandi aö leikur liö- anna var ein versta leikieysan af mörgum iþessu hálfmishcppnaöa tslandsmóti I handknattleik. Kæruleysi sat I fyrirrúmi hjá Vikingunum, enda voru þeir þarna að leika sinn siðasta leik, og möguleikar á titlinum voru löngu i greipum, og auk þess enginn hætta á falli. Sú litla viðleitni Vikinga að standa sig sem örlaði á i byrjun, var ekki lengi að hverfa þegar Þorsteinn Björnsson tók að hirða frá þeim hvert skotið af öðru. Steini var þarna i sinu gamla góða formi, sannarlega maður þessa lélega leiks. Varnarleikur beggja liða var frekar slakur, enda var staðan eftir fimm minútna leik orðin 4:4 og hafði Einar Magnússon skorað öll mörk Vlkings. Einar myndir: Friöþjófur. Siguröur Einarsson kom á óvart i leik Fram og Vikings. Hér hefur hann komist I gegnum galopna Víkingsvörnina, og skorar eitt af sinum fimm mörkum. AB- kom ekki mikið við sögu i þessum | leik, þó svo hann skoraði alls 10 mörk. Hann var áberandi ragur við að skjóta, og þegar hann skaut var það oft á röngum augna- blikum. I liði Fram var þessu öðru visi farið, allavega voru þar | menn óragir við að skjóta, enda uppskáru þeir árangur eftir þvi. Ingólfur og Axel voru þar drýgstir, og þeir höfðu náð forystu I hálfleik 13:8. Sömu yfirburðir héldust i hendur i byrjun siðari hálfleiks, og þá gerðist það helzt markvert, að Ingólfi brást bogalistin i vita- kasti i fyrsta sinn i mótinu. Skot hans fór i stöng og útaf. Þetta var i fyrsta sinn i 35 vítaköstum sem Ingólfur bregzt. Frábær árangur. Um tima i seinni hálfleik hafði Vikingur náð að minnka muninn i 19:16, en upp frá þvi breyttist leikurinn i hreina vitleysu, nánast farsa, og Fram vann örugglega 27:20. Mörk Fram: Ingólfur 8 (4 v.), Axel 6, Sig. E. 5, Björgvin 4, Sigurbergur 2, Andrés og Pétur eitt mark. Mörk Vikings: Einar 10 (7 v), Guðjón 5, Jón Sig. 3, Páll 2 mörk. Sem fyrr segir er ekki gott aö dæma lið Fram eftir þessum leik, en greinilegt er þó að það verður skeinuhætt, FH og Val, allavega ef Þorsteinn verður i viðlika stuöi i markinu. Auk hans voru þeir Ingólfur, Axel, Björgvin og Sigurður Einarss. góðir. Vikingsliðið var kærulaust, og enginn i liðinu á hrós skilið. Einar og Guðjón voru skástir. -SS Þriðjudagur 13. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.