Alþýðublaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 1
wm&A
.
'
AÐ SLETTA KRISTINDOMI OG UM-
FERÐARMENNT EINS OG SKYRI
Á umferðarmálaráðstefnu,
sem haldin var fyrir skemmstu
kom sú hugmynd fram, að færa
beri umferðar- og aksturs-
kennslu inn i gagnfræðaskölana.
Ekki er mér kunnugt um hve
algengt þetta er i öðrum löndum
eða hvort slik umferðarkennsla
fyrirfinnst yfirhöfuð i skyldu-
námsskólum i nágrannalöndun-
um, og i rauninni varðar það
okkur sáralitlu hvort svo er.
N Þessi hugmynd virðist þess
fyllilega virði, að henni sé
gaumur gefinn og undirbúning-
ur þegar hafinn að þvi að hún
geti hafizt i öllum unglinga- og
gagnfræðaskólum landsins þeg-
ar á næsta námsári.
Það leikur ekki nokkur vafi á
þvi að allur hinn stóraukni áróð-
ur fyrir bættri umferðarmenn-
ingu, sem hófst vorið 1968 hefur
gætt meginþorra ökumanna
skarpari umferðarvitund, þótt
svo við búum enn við ýmsa van-
kanta, sem verið hafa á fræðslu-
aðferðum.
Gallinn er sá, að erindið hefur
ekki náð til allra, — og þeir, sem
vilja nýta sér alla hugsanlega
fræðslu, vilja taka þátt i endur-
mótun umferðarmenningar,
kunna ýmsir hverjir ekki að
nýta sér hana. Og enn einn van-
kanturinn er sá, að þær aðferð-
ir, sem beitt hefur verið, höfða
ekki til allra. Og þá ef til vill sizt
til þess hóps, sem hvað mest
þarfnast slikrar leiðsagnar,
yngstu ökumannanna.
Auðvitað er þetta atriði, sem
lagast með timanum, en þó
seint ef forráðamenn umferðar-
fræðslu fá ekki nægilegan að-
gang að þeim fjölmiðlum, sem
mest áróðursgildi hafa, — eða
sem verra er, fá aðganginn, en
misnota hann af vangá eða mis-
skilningi á hugsunarhætti þeirr-
ar kynslóðar, sem mest er þörf-
in á að ræktuð sé með vitund um
umferðarmenningu.
Við erum komin á það stig, að
umferðin kosti okkur i bein tjón
vegna slysa og óhappa 700
milljónir króna á ári — OG
TUGI MANNSLIFA. Að ekki sé
minnst á þá, sem halda lifi, en
búa við ævilanga örorku.
Þegar það svo kemur berlega
i Ijós, að helztu orsakir þessa
eru ölvun við akstur, skeyt-
ingarleysi um umferðarreglur,
tillitsleysi og frekja, þá er ekki
óvarlegt að áætla, að fyrrgreind
atriöi eigi sökina á minnsta
kosti þrem fjórðu óhappa og
slysa.
Og það er of dýr ölvun. Of dýrt
kæruleysi. Of dýrir skapgerðar-
brestir.
Við megum ganga út frá þvi
sem visu, að aldrei muni takast
að útiloka slys og óhöpp i um-
ferðinni. En við eigum mikla og
góða möguleika. Við eigum
góða möguleika á þvi að draga
úr aukningu slysa, siðan að
fækka slysum — og þannig
beina þróuninni á gagnstæða
braut.
En þá þýðir ekki að reyna að
sletta umferðarvitund inn i fólk-
ið eins og venjan er að sletta
kristindómi. Ég hef lúmskan
grun um að viðast meðtaki
landinn kristindóminn i tvennu
lagi. Fyrst sem fallegri barna-
sögu þegar verið er að svæfa
viðkomandi. Siðan á örfáum
eftirmiðdagssamkomum dag-
ana fyrir fermingu, og þá rétt
eins og hraðnámskeiði i
esperantó.
Þvi miður virðist ákaflega
svipað farið með umferðar-
fræðsluna. Eftir að hafa i
barnaskólum fengið örlitla til-
sögn i þvi aö ganga rétt og
snyrtilega yfir götur fæst harla
litil leiðsögn unz tæplega 17 ára
unglingar skella sér i 17 tima
rúnt um borgina i viðurvist lög-
gilts aksturskennara og reyna
að læra eins og páfagaukar eitt-
hundrað blaðsiðna bækling — og
búa sig undir að geta svarað
jafn gáfulegri spurningu eins og
þessari: Hvaða merki er A 4?
Það er bezt að kirkjan sjái um
að bæta i það gat sem þarna er á
kristnidómum, — en við, sem
erum i umferðinni alla daga og
eigum á hættu að verða meðal
þeirra 30manna, sem láta lifið á
ári hverju i umferðarslysum, og
tökum þátt i þvi aö greiða tvær
milljónir króna á dag i tjóna-
kostnað, — við ættum að ýta á
eftir þvi að leiðsögn og undir-
búningur að akstri i umferðinni
og endurhæfing allra ökumanna
verði það mikil, að okkur takist
að snúa þróuninni við — til hins
betra.
Sunnudagur 15. apríl 1973.89. tbl. 54. árg.