Alþýðublaðið - 19.04.1973, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 19.04.1973, Qupperneq 10
TIGBIS straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. *í Samband ísl. samvinnufélaga 1 N N FLUTN1N GSDEILD Sonur leysir 21 árs gamalt morðmál fyrir föður sinn FANGELSISYFIRVÖLD VEITTU MORÐINGJANUM FJARVISTARSÚNNUN, SEM DUGÐI í TVO ARATUGI Rannsóknarlögreglumaður- inn Peter Gilles i Vestur-Þýzka- landi hafði hlotið einkennilegan arf frá föður sinum — 21 árs gamalt, óleyst morðmál. Upptök málsins urðu i ágúst- mánuði árið 1951, þegar lik ungrar stúlku, Rosemarie Haake, 24ra ára, fannst á veg- kanti hraðbrautar nálægt Her- ford i Vestur-Þýzkalandi. Stúlk- unni hafði verið misþyrmt kyn- ferðislega og hún kyrkt. Glæpamaður Rannsóknarlögreglumaður- inn Franz Gilles, sem stjórnaði rannsókninni, komst fljótlega á þá skoðun, að morðinginn hlyti að hafa verið heimamaður á þessum slóðum, sem hefði kyn- ferðislegar öfughneigðir. Sérhver hugsanlegur afbrota- maður, sem grunur gat leikið á um, að hiutdeild ætti i morðinu, var yfirheyrður. En allir höfðu þeir fjarvistarsönnun. Franz hafði á tilfinningunni, að morðinginn væri Heinz Siebrasse, þá 24ra ára gamall. möppuna með málsskjölunum „óleyst”. Þegar Franz lézt — árið 1965' — var Peter sonur hans einnig kominn i rannsóknarlögregluna i borginni. Sannfærður 1 venjulegum yfirheyrslum i sambandi við málið — en þær voru af og til endurvaktar i von um, að eitthvað nýtt kynni að skjóta upp kollinum — rakti Peter garnirnar úr Heinz Sie- brasse, sem þá vann sem hand- langari við múrverk. Peter, sem orðinn var 34ra ára, kynnti sér i kjölfar þess gögn lögreglunnar um Sie- brasse, og rakst þar á ritaðar umsagnir og hugleiðingar föður sins um morðið á Rosemarie Haake. Peter sannfærðist um, að Sie- brasse væri sökudólgurinn. Fór hann að athuga málið nánar. Yfirvöld Hereford-fangelsis- ins staðfestu, að Siebrasse hefði verið að afplána dóm, þegar Rosemarie Haake var myrt. sér frá um skamma hrið — eins og tvær klukkustundir, eða svo. Hins vegar skaut hann upp kollinum rétt eftir að uppgötvasl hafði, að hann hefði horfið. Þess vegna var aldrei send skýrsla um atvikið til lögreglunnar. Peter komst fljótt að raun um, að Siebrasse gæti hafa framið morðið á meðan hann var fjar- verandi frá vinnuflokknum. Hann fór með Siebrasse á morðstaðinn og sagði: ,,Ég býst við, að þú munir eftir þessum stað. Hefur hann breytzt mikið á 20 árum?” Siebrasse svaraði: ,,Það hef- ur þá komizt upp um mig. Já, ég myrti stúlkuna.” ,,Ég laumaðist i burtu frá vinnuflokknum, kom að henni og reyndi að leggjast með henni, en hún veitti mótspyrnu' Siebrasse var umsvifalaust ákærður fyrir morðið á Rose- mary Haake. En Peter sagði: ,,Ég er viss um, að pabbi væri ánægður ef hann vissi, að mér hafi loks tek- izt að leysa málið eftir öll þessi ár. Hins vegar yrði hann sjálf- sagt dálitið stúrinn þegar hann sæi, að á sinum tima hefði hann ekki athugað að sannreyna fjar- vistarsönnun fangelsisyfirvald- anna.” En Siebrasse hafði að þvi er En spjall, sem Peter átti af virtist óhrekjandi fjarvistar- tilviljun við einn varðanna, sönnun. Morðnóttina var hann leiddi i ljós, að einmitt þennan nefnilega i fangelsi i Hereford. sama dag hefði Siebrasse verið i Sér þvert um geð varð Franz þvi vinnuflokki fanga nærri hrað- á endanum að skrifa utan á brautinni og að hann hefði vikið Sumarkveðja Samvinnufélögin árna öllum landsmönnum heilla með nýju sumri og alveg sérstaklega því ágæta fólki, sem nýlega hefur sætt þungum búsifjum. Síðast- liðinn vetur gerðust þau stór- tíðindi, að blómlegt byggðarlag, þar sem vaxtarmagn þjóð- félagsins var hvað sterkast, lagðist i auðn, a. m. k. um stundarsakir. Af þeim atburðum leggur skugga fram i tímann. Nú reynir á þolrif þess vel- ferðarþjóðfélags, sem vér búum í, á félagshyggju, bróðurlund og samtakavilja landsmanna. . Með hliðsjón af þeirri miklu hlutdeild, sem samvinnu- félögin hafa átt í uppbyggingu nútíma þjóðfélags á íslandi, þá gera samvinnumenn sér Ijósa ábyrgð sina á hverjum tíma. Samvinnuhreyfingin er almanna- hreyfing með almenningsheill aö leiðarljósi, og samvinnu- menn vita, að á örum breytinga- tímum eins og nú, skapast stöðugt ný viðhorf og ný við- fangsefni á sviði framleiðslu, verslunar og þjónustu, þó að ekki komi náttúruhamfarir til. Mikil og flókin verkefni bíða einmitt nú, sem aldrei verða leyst í litlu þjóðfélagi, nema með almennri samstöðu. i trausti þess almenna félags- lega skilnings, sem gerir sam- vinnuhreyfinguna skapandi afl í þjóðfélaginu og birtist í si- vaxandi þátttöku ungs fólks, þá leyfa samvinnumenn sér að líta með bjartsýni fram i tímann. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA GLEÐILEGT SUMAR Fimmtudagur 19. apríl 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.