Alþýðublaðið - 29.04.1973, Side 1

Alþýðublaðið - 29.04.1973, Side 1
 HVERNIG VÆRIAÐ BREYTA PASKUM OG HVÍTASUNNU í VOR - OG SUMARHÁTÍÐIR? Skyldi yfirmönnum þjóðkirj- unnar aldrei hafa dottið i hug að endurskoða afstöðu kirkjunnar til þeirra fridaga, sem eiga sér trúarlegar og kirkjulegar for- BJARNI SIGTRYGGSSON sendur, svo sem páska og hvita- sunnu? 1 viðræðum manna i milli eru menn yfirleitt sammála um að þessir fridagar nýtist illa sem slikir, og það er löngu liðin tið, hafi hún verið, að menn séu eitt- hvað guðræknislega upptendr- aðir þessa daga. bvert á móti hefur hin langa páskahelgi, sem hjá flestum þjóðfélagsþegnum er fimm daga löng, þróazt i að verða eins kyns vorhátið — og hvitasunnu- helgin að sama skapi hátið þar sem við fögnum sumarkom- unni. Enda ekki illa til fundið að þjóð, sem býr við langt vetrar- myrkur fagni vori og sumri á viðeigandi hátt, með nokkurra daga frii og léttri lund. Ég held að það ætti alls ekki aö skaða kirkjuna sem slika né að teljast guðlast á nokkurn hátt þótt við breytum fyrirkomulagi þessara fridaga i átt að stað- háttum — enda er hvort eð er talið að jól og páskar séu að uppruna til fridagar úr heiðni, jafnvel tengdir vorkomu og uppskeruhátiðum. Um þetta eru greinilega flest- ir sammála, og ég hygg að kirkjan myndi ekki setja sig upp á móti þvi þótt rýmt yrði til með leyfi til aukinnar þjónustustarf- semi og skemmtanahalds þessa hátiðisdaga — ef tekið yrði tillit til helgi þessara hátiða á smekklegan og viðeigandi hátt. Spurningin er auðvitað um það hvað eigi að aðhafast. Það þjónar varla málstað guðs og kirkju að loka fyrir benzinsölu þær fyrstu helgar ársins, sem fólk getur reynt að lyfta sér upp með þvi að aka út fyrir bæjarmörkin eða fara á skiði, — varla heldur að banna dans á þeim öldurhúsum, sem opin eru annaðhvert kvöld þess- ara hátiðisdaga. Þar er hins vegar selt vin — en sjáist par á gólfinu verur hijómsveitin að tilkynna fólki að það eigi að halda sig á barnum. Dans er bannaður. Og ekki er það i þágu þjóðar- heildarinnar að banna flestar samkomur fjóra þessara fri- daga, en leyfa siðan dans og drykkju fram á nótt daginn áður en allir eiga að mæta til vinnu. betta eru nokkur atriði, sem þar/ að lagfæra. Um það eru flestir á einu máli. En hver á að hengja bjöllurnar? Stundum hefur maður það á tilfinningunni að embættis- mannakerfið sé orðið þaö þungt i vöfum og silalegt, að vinstri hönd þess hafi enga hugmynd um hvað sú hægri aðhefst, og aðhafist sú yfirhöfuð eitthvað, þá sé það að öllum likindum i bága við það sem hin er að gera. Hagsmunahópar þjóðfélags- ins sjá fyrir þvi hver á sinu sviði að umbótum viðkomandi hags- munahóps sé hunrdið af stað, — en þegar heildin á i hlut eins og þarna er um að ræða — þá ligg- ur rikisbáknið með allt sitt emb- ættismannakerfi eins og þungt og runnið hræ yfir öllu, og allir eru sammála um að þaö eigi að aðhafast eitthvað, en enginn verður fyrstur til. Menn horfa bara á hræið, hjartanlega sam- mála. Sunnudagur 29. apríl 1973. 97. tbl. 54. árq

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.