Alþýðublaðið - 29.04.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.04.1973, Blaðsíða 3
ISRAELSMANNA inn, sem er meö þeim hæstu i heimi, myndi snar- ’lækka. 1 dag er unnið að nýju kverfi sem miðar að þvi að lituö börn skulu fá fleiri kennslustundir. Afbrotin Stefna ísrael, sem miðar aö þvi að ísrael haldi velli, ýtir undir ibúana meö barneignir. En um 90% af þeim fjölskyldum sem eiga fjögur börn eða fleiri eru litaðar. Og það eru þær sem lifa i lélegustu húsa- kynnunum. En sifelldur fjáraustur i striðsrekstur- inn og háir skattar, þeir hæstu i heimi, og síhækk- andi vöruverð, eykur á hið félagslega vandamál. Nið- urstaðan verður auknir glæpir og afbrot. Dæmi: 1 Tel Aviv hefur þjófnaður aukizt um 125% á siðustu árum. Morð fjárfaldast og vændi blómstrar. Og rikis- stjórnin viðurkennir vand- ræöin. Hún hefur aukið að- stoö til félagsmála um 37% og gert nýjar bygginga- áætlanir sem miða að þvi að þúsundir fjölskyldna fái nýtt húsnæði. En þetta er bara ekki nógu gott. Æskan er óþolin- móð og þvi brýzt það út i mótmælum og átökum, og það er það sem sizt má ske. Drengurinn frá Mustrara t Israel fékk ungmennið Saadya Marciano köllun. Þessi slðhærði magri piltur var fæddur i Marseille, en ólst upp i aðal- fátækra- hverfi Jerúsalem Musrara. Hann gekk i her- inn 18 ára gamall, en eyddi næstum öllum tima sinum þar i fangelsum. Og að lok- um var hann rekinn með skömm. Þvi gekk honum l’ierfiðlega að verða sér út ' um vinnu vegna slæms „meðmælabréfs” úr hern- um. Saadya eyddi tima sinum i það að slæpast með ung- lingum sem eins var ástatt um. En kvöld eitt ákváðu þessir rótlausu unglingar að stofna félagsskap. Saadya stakk upp á þvi að þeir kölluöu sig „Svarta hlébarða”. Eitt af þvi fyrsta sem hlébarðarnir gerðu var að biðja lögregl- una um leyfi til þess að fara i mótmælagöngu vegna hinna lélegu húsakynna i borginni. En lögreglan sagði þvert nei, og setti Saadya og félaga i fangelsi, þegar þeir kváðust myndu mótmæla eftir sem áður. Seinna fóru þeir svo I mótmælagönguna, og urðu ibúar Jerúsalem skelfingu lostnir er þeir sáu þessa baráttuglööu unglinga. Sið- an hafa æ fleiri bætzt i hóp hlébarðanna og þeir eru orðnir að miklu félagslegu vandamáli. Hlébarðarnir hafa borið eld að þeirri miklu púður- tunnu sem félagsleg vandamál Iseaels er. Hillel lögreglustjóri hefur gefið i skyn að hinar raunveru- legu vigstöðvar Israela séu þrjár. Gegn Aröbum, gegn fjárhagshliðinni og á fé- lagslega sviðinu. Golda hittir hlébarðana Margt bendir til þess að stjórnvöld hafi misst tökin á vandamálunum. Þvi fannst Goldu Meir þaö nauðsynlegt að mæta á fund meö hlébörðunum. Hún fékk strax ýmigust á þeim. Eftirá sagði hún: — Máske hafa þetta einhvern timann veriö góðir strákar, en það eru þeir svo sannar- lega ekki nú. — Stjórnin álitur þaö undir- rót vandmálanna á félags- lega sviöinu, að lituðu gyð- ingarnir eyði peningum sinum i sjónvörp, á börum og hóruhúsum ásamt öör- um „lúxus” i stað þess að nota þá til heimilis og fjöl- skylduþarfa. En fátæktin og hin tiöu og auknu afbrot hafa neytt stjórnvöld til þess aö lita málin raunhæfum augum. Sú staöreynd, að ekki hefur veriö lögð nægileg áherzla á framtiðar framkvæmdir, gerir það að verkum að bil- ið milli hinna riku og hinna snauðu eykst jafnt og þéít. Háskólaprófessor hefur bent á það, að nú fyrst fari að kveða að hléböröunum svo um muni, og aö stjórnin verði að undirbúa sig undir það að fyrsta skotinu i þessu nýja strlöi Israel verði skotiö. Ein stór f jölskylda Ungur Marokk-fæddur lögfræöingur, Shlomo Segev, hefur sagt eftirfar- andi um hlébaröana: — Þeir eiga ekkert sameigin- legtmeð hinum bandarisku hlébörðum nema nafnið. Okkar hlébarðar þvæla ekki um það að svart sé fallegt, eða að gera upp- reisn gegn þjóðfélaginu. Þeir hafa litið álit á eigin menningu. Þvert á móti vilja þeir tileinka sér vest- ræna menningu. En það er erfitt og þvi verða afleið- ingarnar upplausn. — Marga gyðinga dreymir um eigið samfélag, sem hvorki væri vestrænt né austrænt. David Ben- Gurion „faöir Israels” áleit að þessi draumur gæti ein- hvern tima orðið að veru- leika, en það bæri hin fjar- læga framtið i skauti sér. Nútima þjóðfélag er keypt sinu verði, og hjá gyðingum er spurningin sú, hvort of seint hafi fengizt viðurkenning á vandamál- unum. Máske eru svörtu hlébarðarnir ekki nein stór hætta fyrir riki ísrael, en það er ekki hægt að vikja þeim til hliðar með orðum Goldu Meir: — Þeir voru einu sinni góðir drengir — og viö skulum vona aö þeir veröi það aftur. — Þvi I dag eru þeir allt annað en „góöir drengir”. Sól og vor suður í /onaum Vorið er að koma suður í álíu og Loftleiðir bregða ekki vana sínum, en bjóða nú: frá 1. apríl til 15. maí lœkkuð vorfargjöld til fjölmargra staða í Evrópu .... og það er margt fleira í pokahominu. Ferðaskriístofurnar og umboðsmenn Loftleiða um allt land veita upplýsingar, taka á móti farpöntunum og selja farmiða. LOFTLEIDIR Sunnudagur 29. apríl 1973. ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.