Alþýðublaðið - 29.04.1973, Side 4

Alþýðublaðið - 29.04.1973, Side 4
A öllum timum hefur mannfólkið verið mjög svo hugvitsamt, þegar urh kynlif hefur verið að ræða. Segja má að hópkynlif só mjög gamalt i reynd, en ekki þótt nauðsynlegt að hafa það i hámælum. Þegar hópkynlif komsl ofarlega á „vinsældarlist- ann” hvað skemmtana- formi viðvék, upp úr 1964, má rekja orsökina að pi11- unni. En hvers vegna leið- ast æ fleiri af okkur út i þessa skemmtan? Eftir miklar og ýtarleg- ar rannsóknir gaf prófess- or Gilbert D. Bartell ut bók er nefnist Hópkynlif. t bókinni reynir hann að svara þvi, hverskonar fólk stundi hópkynllf og hvi það geri það. Allflestir byrja vegna leiðinda og svo til þess að bjarga hjónabandinu. Oft- ast er það eiginmaðurinn sem á frumkvæðið. Eigin- konan fylgir honum nauð- ug og oft grátandi, alandi með sér þá von, að þá séu minni likur til þess, að hún missi hann. En eftir þvi sem þau sækja oftar þessa sérstæðu samkvæmissiði hafa flestar konurnar við- urkennt, að þær njóta þeirra. Furðulegt nok, standa 92% kvennanna sig að þvi að taka þátt i leblskum leikjum með öðru kvenfólki. En enginn af karlmönnunum gerir sig sekan um slikt. Eða svo segir bandariski pró- fessorinn Gilbert D. Bartell. — Mennirnir njóta þess að sjá eiginkonur sinar i samförum með öðrum karlmönnum, á meðan þeir sýna öðrum mann- dóm sinn. Þess finnast varla dæmi, að hópkynlif hafi eyðilegt nokkurt hjónaband, heldur þvert á móti, þvi margir haida þvi fram áð það hafi ein- mitt bjargað hjónabönd- um. Þá vaknar sú spurn- ing hvort hjónabandið hafi verið þess virði að þvi yrði bjargað? Bók prófessors Bartells ,,Hópkynlif' er fyrsta vis- indaskýrsla sem um slikt mál hefur fjallað. Hann hafði nægt úrvinnsluefni, þvi talið er að allt að 8 miiljónum Bandarikja- manna stundi hópkynlíf i dag. En er hópkynlif nútima uppfinning? Vinir, það er ekkert nýtt undir kjólnum. Og hér tök- um við orð annars ,.ástar- sérftæðings” okkur i munn, rithöfundarins Nils Johan Itud. — Nútima- maðurinn virðist eiga erf- itt með að finna lifsform sem er nógu nútimalegt. Helzt eru það gömul leið- indi og gleðskapur sem erf itt er að færa i nútimabún- ing á þessari öld plastsins og pillunnar. Jafnvel vél- heilarnir eiga engin ráð til, þegar um hugarvil eða kynlif er að ræða. En tim- inn hefur einnig sannað það, að það er ekki auðvelt að vera manneskja. Alla- vega ekki á ástarsviðinu, en það á að haldast mest allt lifið. Hvað okkur við- vikur er hópkynlif nýjasta tizka. Sumir kalla það hóphjónaband. En eins nýr og af er látið er þessi samkvæmisleikur samt varla, en það að byrja á honum er erfiðleikunum háð, svona i fyrstu. En einhvern veginn hefur fólk komizt að þvi, að i mörg- um tilfeilum er það skemmtilegra ef fleiri en tveir leika leikinn. Og þetta er allt annað en það sem kallast framhjáhald. Staðreyndin er sú, að hið ljúfa iif ..syndin” verður sáttmáli milli tveggja manna og guðs við gift- ingu, en eykst að verðleik- um ef fleiri taka þátt i þvi. Og slikt hefur efalaust átt sér stað á árdögum mann- kynsins. Það er furðulegt hve mikið við óskum okk- ur til baka til náttúrunnar eftir þvi sem menningin eykst, þvi má reikna með, að aukin þátttaka verði i hópkynlifi, eftir þvi sem reglunni vex fiskur um hrygg. Þannig má einnig áætla að hjónabandið verði farsælla eftir þvi sem hjónin sýna hvort öðru meira frelsi og þolin- mæði, og ekki hvað sizt að hafa sameiginlegan áhuga á framhjáhlaupi hvors fyrir sig, i þvi að fullnægja yndislegustu kröfum lifs- ins. — Rithöfundurinn virðist hafa skiliðþessi mál nokk- uð vel og þvi snúum við okkur aftur að hópkynlifs- prófessornum. Club 101 Stórar bifreiðir stanza við innkeyrsluna að Club 101 i Los Angeles. Það er venjulegur laugardagur og byrjað að húma að kveldi. Dyravörðurinn gengur að opinni bilrúð- unni og lýtur inn. Bifreiða- stjórinn gefur upp nafn sitt og farþegans. — Bob og Kathleen. Það er merkt við þau á listanum. — Allt i lagi, þið megið fara inn. — Næsta bifreið kemur. — Frank og Carla. — Andrúmsloftið inn i klúbbnum er eilitið þving- að, en eftir nokkra drykki fara gestirnir að ná sam- an. Þeir heilsa hver öðrum og brosa, en litið er talað. Enda eru þeir ekki komnir i þetta samkvæmi til þess að sitja og blaðra. Heldur eru þau mætt þarna til þess að nota hvort annað kynferðislega. Hljómsveitin spilar, og fólkið dansar litilsháttar, en fljótlega fer hitinn að segja til sin. Það er góð af- sökun til þess að fækka klæðum. t stað þess að spyrja dansfélaga sinn um nafn og simanúmer, stinga herrarnir upp á þvi, að gengið sé inn i eitt af hliðarherbergjunum og farið i smá-bólleikfimi. Og einnig væri ágætt að taka eiginkonuna og dansfélaga hennar með. Fólk er jú svo misjafnt, — sumum finnst bezt að leikfélagarnir séu aðeins tveir einir á meðan aðrir vilja hafa allskonar til- brigði. öll hliðarherbergin eru með stór rúm, mjúkum gólfteppum og speglum á veggjum og i lofti ásamt dempuðum ljósum. Her- bergin breytast brátt i stórkostleg ástarhreiður þar sem félagaskipti eru óendanleg. Og þannig gengur það i nokkra klukkutima, eða þar til allir hafa fengið nóg. Þá fer hver til sins heima eins og þegar komið var. Broddborgararnir hvilast svo i villum sinum, reynsl- unni rikari af kynlifi og hvilubrögðum. Hópkynlif — Stórviöskipti Er Club 101 máske ein- hver sérstakur staður? Nei, langt i frá. Hann hefði eins getað heitið ,,The Swap Clup” „The Swing Club” eða hvað sem helzt og hefði getað verið stað- settur hvar sem er i Bandarikjunum. Klúbbar eins og hann hafa skotið upp kollinum um gjörvöll Bandarikin, og meðlima- fjöldinn eykst von úr viti. Það er orðið að „Stórvið- skiptum” að reka slikan klúbb. Talið er að tala á fólki þvi er veitir sér þessa skemmtan nálgist nú 8 milljónir, en flestir þjóni lundinni i þrengri hópum en klúbbarnir bjóða upp á. A siðari árum hefur hafizt útgáfa á svokölluðum „Swing-blöðum” og i þeim er siða eftir siðu með svo- hljóðandi auglýsingum-. — Ung hjón á aldrinum 31 og 23 ára, annað dökkhært, en hitt ljóshært i meðallagi há með mikla ævintýra- þrá, óska eftir kynnum við hjón á sama aldri, sem eru frjálsleg i umgengni við aðra. Myndir þurfa að fylgja bréfunum annars verður þeim ekki svarað”. Þessi Swining-blöð hafa mikla útbreiðslu og hafa sum náð yfir 100 þús. ein- takafjölda. Og dýr þætti Hafliði allur, þvi sum þeirra, svo sem „Select” kosta 3500 kr. Þó renna þau út sem heitar lumm- ur, þvi tilgangurinn er „góður”, og helgar meðal- ið. Það er i gegnum þessi blöð, sem fólk það er legg- ur stund á hópkynlif nær sambandi hvort við annað. Flestir vilja ekki skemmta sér nema svo sem tvisvar sinnum með sama hópn- um, svo tilfinningalifið fari nú ekki að hlaupa með það i gönur. Þvi hafa þessi blöð náð þeirri útbreiðslu sem raun ber vitni, þar eð fólk er ávallt að skipta um félaga. En hvers vegna? Hverj- ir stunda hópkynlif? Hvernig fara „hátiðar- höldin” fram? Hljótast ekki vandræði af? Þar til nú hafa litil svör fengizt við þessum spurn- ingum og þau sem fengizt hafa megum við þakka prófessor Gilbert. Bartell og samstarfsmönnum hans. Eftir að hafa verið við athuganir i rúm 3 ár (ánægjulegt starf gætum við imyndað okkur), hafa þau gefið út skýrslu sina Hópkynlif. Þau hafa tekið þátt i slikum samkvæmum og átt viðtöl við þúsundir af fólki. Lausnin mikla? Er hópkynlif hin mikla lausn á svo og svo mörg- um vandamálum? Al- gengt svar við þeirri spurningu var: — Hópkyn- lif bjargaði hjónabandi minu. Þarna var fundið umræðu- og skemmtana- form sem við höfðum bæði ánægju og áhuga á. — En það skapast lika viss vandamál við það að stunda hópkynlif. Flestir hætta eftir eitt til tvö ár vegna þessara \’anda- mála. Prófessor Bartell segir: — Þarna er mikil hræðsla á þvi að börn og nágrannar komist að þvi hvað um er að vera, og einnig er hræðsla við kyn- Prófessor lætur í Ijós ólit si o Sunnudagur 29. apríl 1973.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.