Alþýðublaðið - 29.04.1973, Qupperneq 7
BILAR OG UMFERÐ
Er fréttamaður blaðsins leit inn í sýningarskála Bílasýningarinnar í fyrrakvöld,
voru að vísu ekki allir sýningarbílarnir komnir, en þrátt fyrir það, mátti sjá mörg
ný andlit, sem eiga sjálfsagt
eftir að prýða göturnar á næstunni.
ER EKKI
GLEYMT
HEPPINN GESTUR A
BiUSfNINGUNNI FER
CORTlHU RiKARI HEIM
Þessi nýi Citroién flokkast eiginlega ekki undir
neina þekkta biltegund. Hann er ekki jeppi, ekki
fólksbill, ekki vörubill, ekki rútubill; hann er
bara furðulegur litill bill úr plasti, sem einna
helzt mætti likja við Beach Buggy. —
Það var mikið um að vera inn
við Kleppsveg i húsakynnum
Heildar h/f i fyrrakvöld, er tug-
ir manna unnu af kappi við að
ieggja seinustu höndina á undir-
búning bilasýningarinnar, sem
opnuð var i gærkvöld . Menn
kepptust við að böna og þrifa
sýningarbilana, skapa umhverfi
fyrir þá og hengja upp auglýs-
ingaspjöld.
Það eru ekki bara þeir full-
orðnu sem geta unnið bil í happ-
drættinu á Bilasýningunni, þvi
aðgöngumiði barna gildir einnig
sem happdrættismiði, og alla
sýningardagana verður einn bill
dreginn út á barnamiða á dag.
Það eru reyndar fótstignir bil-
ar, og heidur fyrirferðarlitlir,
en það kemur ekki að sök þar
sem vinnendurnir veröa vænt-
anlega af styttri gerðinni, og þvi
við hæfi hílanna. —
Nýr og sportlegur bill frá Renault, sem kostar
rösklega 600 þúsund krónur. Erlend bilablöð spá
bíl þessum miklum vinsældum á Evrópumark-
aðinum.
Þetta er Rússneski Fíatinn, sem reyndar er
nefndur Lada. Hann er reyndar mjög likur
frændum sinum frá ítaliu og Póllandi i útlitinu,
en vélin er rússnesk.
Flestir sáu fram á að þurfa að
vinna alla nóttina, enda var
mikið ógert i sumum deildun-
um.
Sýningin mun standa til 12.
mai, og verður hún opin frá 17 til
22 daglega nema um helgar, þá
er opnað kl. 13.30.
Þetta er langviðamesta bila-
sýning, sem haldin hefur verið
til þessa hérlendis, og verða á
annað hundrað bilar sýndir, frá
öllum bilaumboðunum hér. Til
samanburðar má geta þess, að
á bilasýningunni, sem haldin
var i Skautahöllinni fyrir nokkr-
um árum, voru aðeins 50 til 60
bilar til sýnis
Hér er svo nýi Benzinn, sem margir hafa beð-
ið spenntir eftir að sjá. Reyndar eru ekki nema
tveir bílar komnir til landsins, sem er reyndar
ekki að furða með hliðsjón af verðinu, sem er
um 1,8 milljónir króna. —
Peguot 104 er nýr bill frá Peguot, og á greini-
lega að höfða til þess markaðar sem Renault-4
hefur verið umsvifamikill á hingað til. Hann
hefur þó eitt framyfir aðra bila i þeim verð-
flokki, hann er fallegri en hinir —
Gólfflötur sýningarsalanna er
um 4200 fermetrar auk þess sem
stærri bilar og fylgihlutir, svo
sem húsvagnar, verðasýndir
utandyra.
Aðgangseyrir er 100 krónur
fyrir fullorðna, og 50 krónur
fyrir börn. Miðarnir gilda sem
happdrættismiðar, og er ný
Cortina i vinning, sem dregin
verður út að sýningunni lokinni.
OG ÞEIM
STUTTU
Þetta er nýr fimm manna Fiat, allstór og með
kraftmikilli vél. Umboðsmenn Fíat binda
miklar vonir við þennan bil i sumarsölunni, þvi
hann kostar aðeins 540 þúsund kominn á götuna.
Litill Datsun með nýrri sportlegri hliðarlinu,
sem einna helzt minnir á Lotus Europa;þessi bill
á sjálfsagt eftir að verða vinsæll konubill, enda i
alla staði meðfærilegur auk fallegs útlits.
Sunnudagur 29. apríl 1973.
Umsjón: Gissur Siprðsson
o