Alþýðublaðið - 17.05.1973, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.05.1973, Blaðsíða 4
Frá mönnum og málefnum Raf- magnaðir portkettir Þá hafa heildarsamtök is- lenzkrar æsku gefið tóninn. „Stjórn Æskulýðssambands Is- lands skorar þvi á islenzka æsku að sýna samhug með þjóðum 3ja heimsins, meö kröftugum mótmælum, þegar þessir herra- menn koma.” Þannig hljóðar boðskapurinn, og til skýringar skal þess getið, að herramenn- irnir erp forsetar Frakklands og Bandarikjanna. Stjórn ÆSl hefur sem sagt bent islenzkri æsku á einstakt tækifæri til að verða sér til skammar. Jafnframt munu fæstir skilja hverskonar stjórn þaö er, sem fer nú með forráð isienzkrar æsku. En allt kemur þetta á daginn, þegar forsetarn- ir eru komnir, og þetta ringlaða fólk hefur sinn 3ja heims dans á Klambratúni, þvi væntanlega gengur stjórn ÆSt fremst i flokki, og lætur sér ekki lynda herhvötina eina. Það er með ýmsu móti hægt að styðja að auknu réttlæti i heiminum. Voldugri aðilar en stjórn ÆSI hafa eytt ævinni i slikt starf og orðið vel ágengt. Það er jafnvel ekki laust við að báðir forsetarnir, sem hingað koma, hafi lagt meira af mörk- um til hjálpar þriðja heiminum en stjórn ÆSl, og muni þar skilja eftir markverðari fram- faraspor. Sé þetta fyrirhugaða brambolt haft i frammi til þess eins að vekja athygli á þvi, aö hér sé til einhver titlingaskitur, sem hafi áhyggjur af þriðja heiminum, þá er með hægu móti hægt aö afhenda forsetunum báðum, eða fulltrúum þeirra, bréf upp á það, að stjórn ÆSI sé full af áhuga og i fúleggjaskapi. Og hvers vegna varð svo 3. heimurinn fyrir valinu sem efni til „kröftugra mótmæla,” en ekki eitthvað annað? Hvað um friðinn, mannréttindin i hinum heimunum, þeim fyrsta og öðr- um. Hvað um mengun i lofti, á láði og i legi. Hvað um öll önnur vandkvæði, sem herja á þær þjóðir, sem hinir tveir gestir eru forsetar fyrir. Er 3. heimurinn bara tugga sem hugmynda- snauð stjórn og óstarfhæf grip- ur til I mótmælanauð sinni? All- ar þessar spurningar eru þýð- ingarmiklar i annars ómerki- legu máli. Yfirleitt hefur ekkert heyrztfrá þriðja heiminum þess efnis, að hann æski þess að is- lenzk æska hendi skit i forseta tveggja stórra og virtra þjóða i sinu nafni. Enda má búast við þvi að 3. heimurinn hafi öðrum AUGLYSING Oskum að ráða ritara sem fyrst. Þarf að hafa mikla leikni i vélritun og vera vel að sér i islenzkri og enskri stafsetningu. Laun samkvæmt 15. launaflokki rikis- starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist blaðafulltrúa rikis- stjórnarinnar, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. F orsætisráðuney tið SKÁ LATÚNSHEIMILIÐ í MOSFELLSSVEIT óskar að taka á leigu SUMARBÚSTAÐ i sumar, einhvers staðar á suð-vestur- landi. Upplýsingar gefur forstöðukonan, i sima 66249. Raftœknar — Rafvirkjar Rafrriagnsveita Reykjavikur óskar eftir að ráða rafvirkja með próf frá raftækni- deild Tækniskóla íslands eða rafmagns- deild Vélskóla íslands eða með hliðstæða menntun til eftirlitsstarfa. Einnig er ósk- að eftir að ráða rafvirkja til starfa við mælasetningu. Uin framtiðarstörf getur veriö að ræöa. Umsóknareyöublöð og nánari uppl. á skrifstofu Rafmagnsveitunnar, Hafnar- húsinu, 4. hæð. Umsóknarfrestur er til 25. maí ’73. •MRAFMAGNS ÍMVEITA REYKJAVÍKUR hnöppum að hneppa, eins og t.d. þeim að komast til ráðs við vandamál sin. Það er ábyrgðarhluti að hvetja islenzka æsku til mót- mælaaðgerða, eins og stjórn ÆSI hefur gert. Það er enginn vafi á þvi, að stjórn samtakanna ris ekki undir þeirri ábyrgð. Henni ber aö segja af sér nú þegar, eftir samþykkt eins og þá, sem birt er hér i upphafi greinar. Þaö er bæði hraklegt og smánarlegt, að slik samþykkt skuli gerð i nafni islenzkrar æsku. Tilefnið er svo almennt, að það hefur enga merkingu. Mótmælin eru byggð á tilli- ástæðu einni. Þegar það er haft i huga skýrist enn betur en áður hvers konar fólk það er, sem fer með stjórnina i samtökum is- lenzks æskulýðs. Hin sjúklegu viðbrögð ýmissa áróðurshópa við heimsókn forsetanna sýna okkur betur en margt annað, að hér hafa þeir seilzt til áhrifa, sem bregðast við hverjum óvæntum atburði eins og raf- magnaðir portkettir. Nú hafa þeir náð þeim árangri, að pro- vinsufólk hefur af heimsku og aulahætti kallað islenzka æsku til óhæfuverka. Forseta hinna tveggja þjóöa munar sjálfsagt ekkert um nokkur mótmæli i viöbót. En þeir völdu Island sem fundarstaö til að hafa frið til að ræða áriöandi mál er varða framtið tveggja heimsálfa, ekki til að hlusta á öskrin i stjórn ÆSl. Islenzk æska er ekki hund- ar, sem óvandaðir strákar geta sigað á gesti. VITUS SKIPAUTGCRÐ RIKISINS Ms. Hekla fer frá Reykjavik þriðjudaginn 22. þ.m. austur um land i hringferð. Vörumót- taka fimmtudag og föstu- dag til Austfjarða- hafna, Þórshafnar, Raufarhafnar, Húsa- vikur, Akureyrar, Ólafsfjarðar og Siglu- fjarðar. i" OKKUR VANTAR BLAÐBURÐAR- FÓLK í EFTIR- TALIN HVERFI Laugarteigur Laugarnesvegur Rauðilækur Sundin Vogar Hvassaleiti Háaleitisbraut Sogavegur Langagerði Laugaráshverfi Garðsendi Réttarholtsvegur Gnoðavogur Álfheimar HAFID SAM- BAND VID AF GREIDSLUNA Framkvæmdastjóri - Þörungavinnsla Ungur maður með góða tæknilega eða við- skiptalega menntun og nokkra starfs- reynslu óskast i stöðu framkvæmdar- stjóra hjá fyrirhugaðri þröungavinnslu- stöð á Reykhólum við Breiðafjörð. Fyrsta árið er gert ráð fyrir búsetu i Reykjavik. Umsóknir meö upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 10. júni n.k. til: Undirbúningsfélag Þörungavinnslu hf. c/o Iðnaðarráðuneytið Arnarhvoli Reykjavik Tilboð óskast í tvær birgðaskemmur á Keflavíkurflugvelli. — Upp- lýsingar i skrifstofu vorri kl. 10—12 árdegis. — Til- boðin verða opnuð mánudaginn 21. maí kl. 11 árdegis SALA VARNARLIÐEIGNA. f------------------------ ' Vöruhúsavinna Okkur vantar nokkra pilta til starfa á lager og við akstur. StarfsmannahakJ ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Orðsending til fasteigna eigenda frá Gjaldheimtunni í Reykjavík Siðari gjalddagi fasteignagjalda 1972 var 15 mai s.l. Eru nú öll fasteignagjöld ein- döguð og er skorað á gjaldendur að gera fullnaðarskil nú þegar svo ekki þurfi að koma til sérstakra innheimtuaðgerða. Reykjavik 16. mai 1973. Gjaldheimtustjórinn. Laust embætti, er forseti íslands veitir Prófessorsembætti i byggingarverkfræði i verkfræði- og raunvisindadeild Háskóla tslands, er laust til umsóknar. Kennslugreinar jarðtækni og grundun ásamt vega- og flugbrautargerð. Umsóknarfrestur til 15. júní 1973. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Gert er ráð fyrir, aö tilhögun embættis þessa geti orðiö í samræmi við lög nr. 67/1972, um breyting á lögum nr. 84/1970, um Háskóla íslands, er lýtur að samvinnu við opinberar stofnanir utan háskólans um starfsaðstöðu há- skólakennara. Umsækjendur um prófessorsembætti þetta sku.u láta fylgja umsókn sinni ýtarlega skýrslu um visindastörí þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og náms- feril sinn og störf. Menntamálaráðuneytið, 14. inai 1973. o Fimmtudagur 17. maí 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.