Alþýðublaðið - 17.08.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 17.08.1973, Blaðsíða 11
íþróttir örn Óskarsson tBV sækir aö Magnúsi markveröi KR I leiknum í fyrrakvöid. Mynd Smarsi. FRAM VANN -OG KEMS VIKINt 3:0 ÞVÍÁFRAM A-vi&S \r<- >u "Afc, •*>T'< m m n *.<&* Wá rt.-'J /•íj* ^ $*** \\*£ ?.^;í y.'.'.'w-’ m & tp' &rb<- ■rmk IÍ3& I WÍA,\ táíft CMií M m Ví'-'fí ■4* Framarar tryggðu sér sæti i 4-liða úrsiitum bikarkeppninnar með 3:0 sigri yfir Vikingi á Mela- vellinum i gærkvöld. Staðan eftir venjulegan leiktima var 0:0, og komu þvi öll mörk Fram í framlengingu. Keflavik og Vestmannaeyjar hafa ásamt Fram tryggt sér sæti i undanúrslitunum, en Akurnesingar og Akureyringar bitast um fjórða og siðasta sætið upp á Skaga í kvöld. Leikur Fram og Vikings i gær- kvöld var heldur slakur. Framarar sóttu undan sterkum vindi i fyrri hálfleik, og sóttu öllu meira, án þess þó að skapa sér veruleg tækifæri. Atti Vikingur jafnvel enn hættulegri tækifæri á fyrstu minútunum. 1 siðari hálf- leik var það Vikinganna að sækja undan vindinum. Þeir gátu heldur ekki nýtt sér hann sem skyldi, og þegar leið á leikinn fóru Framararnir að sækja i sig veðrið, enda virtust Vikingarnir áhugalausir. Það sem að marki kom afgreiddi Þorbergur mark- vörður Fram með stakri rósemi. f fyrri hluta framlengingar voru Vikingar undan vindi, en það var þó Framarar sem skoruðu, á móti vindinum. Elmar Geirsson fékk knöttinn frá Guðgeiri Leifs- syni hægra megin og sneiddi hann i netið með höfðinu en Diðrik Vikingsmarkvörður var of seinn niður. A 25. minútu fram- lengingarinnar bætti Jón Pétursson við marki með sann- kölluðu þrumuskoti af löngu færi, og Elmar innsiglaði svo sigurinn á 30. og siðustu minútunni með ódýru marki, enda Vikingarnir þá IA OG IBA I KVÖLD Mótanefnd KSI ákvað á fundi i gær að setja bikarleik ÍA og IBA á i kvöld. Hefst hann á Akranes- vellinum klukkan 19. Vegna þessa leiks verður að gera breytingar á' leikjum 1. deildar. Leikur Fram og KR á mánudagskvöld færist fram á laugardag klukkan 14, leikur Breiðabliks og IA veröur á sunnudag klukkan 14 og leikir Vals og IBA færist af laugardegi yfir á sunnudag klukkan 17. „Þetta var óumflýjanlegt”. sagði Jens Sumarliðason for- maður mótanefndar i gær. „Landsliðið fer út eftir helgi, og 1A i keppnisferð. Þvi kom ekki annað til greina en setja leikinn á búnir að gefa leikinn endanlega upp á bátinn. Sigur Fram var verðskuldaður. Vörnin var betri hluti liðsins, en einnig var Guðgeir Leifsson mjög góður. Diðrik var góður i marki Vikings, en annars kom Magnús Bárðarson einnig vel út úr leikn- um. — SS. i kvöld eða fresta öllu mótinu. Fyrri kosturinn var valinn, og það verður að hafa það þó þröngt séum leiki hjá nokkrum liðum.” ERLENDUR KASTAÐI 62,08 M! Erlendur Valdimarsson ÍR setti nýtt tslandsmet i kringlukasti á Melaveliinum i gærkvöldi, kastaði kringlunni 62,08 metra. Fyrra metiö var 61,50 og átti Erlendur þaö sjálfur. Metið i gærkvöld setti hann á svo- nefndu Fimmtudagsmóti. Þess má geta að mikiö rok var, en það er hentugast fyrir kringlukastara. Með þessu afreki hefur Erlendur skipað sér i hóp með 20 beztu kringlu- kösturum heimsins. — SS. 11 „EKKI í DOMARASÆTI „Ég verð bara að svara fyrir mig á hverjum degi varðandi lýsingu mina á leik Fram og Breiðabliks”, sagöi Ómar Ragnarsson, er hann hafði samband við iþróttasíðuna i gær. „Ég vil að það komi skýrt fram, að ég setti mig ekki i neitt dómara- sæti hvað rangstöðu snertir i síðasta markinu. Þetta var bein lýsing, og um leið og Eggert fékk boltann sagði ég ósjálfrátt og með áherzlu, „maðurinn er rangstæður”. Eftirá tók ég skýrt fram að ég gæti ekkert um þetta dæmt, því myndin sýndi ekki allan völlinn. Ég vona svo bara að ég þurfi ekki að hætta að lýsa beint”, sagði Ómar að lok- um og hló við. > .Tf'l*. m m m m $ m r'jr, ■ tM m 'sm m m m m P m riý?í v >> M r .HC x ‘.vi Barnavinatélagið Sumargjöf vantar forstöðukonu að nýju dagheimili i Árbæjarhverfi og nýjum leikskóla við Yrsufell. Umsóknir sendist skrifstofu Sumargjafar Fornhaga 8 fyrir 30. þ.m. Stjórn Sumargjafar. r......, " —. Framtíðarstarf Nokkur störf eru laus hjá okkur sem myndu henta ungum mönnum með Sam- vinnuskóla eða verzlunarskólapróf. Vinsamlegast hafið samband við starfs- mannastjóra. $ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Reykjavíkurhöfn óskar að ráða skrifstofustúlku og skrifstofumann. — Laun samkvæmt launakjörum opinbera starfsmanna Reykjavikurborgar. Umsóknir sendist Hafnarskrifstofunni fyrir föstudaginn 24. ágúst. Upplýsingar um störfin hjá skrifstofu- stjóranum. Hafnarstjórinn i Reykjavik. Hótel* og veitingaskóli íslands Innritun fyrir kennslutimabilin septem- ber-desember 1973 og janúar-april 1974, verður dagana 20. til 23. ágúst kl. 17-19 i skrifstofu skólans i Hótel Esju. A sama tima verður innritað á kvöldnám- skeið fyrir matsveina á fiski- og flutninga- skipum. Umsækjendur um 1. bekk hafi með sér prófskirteini frá gagnfræðaskóla og nafn- skirteini. Skólastjóri Laus staða aðstoðarlæknis Laus er staða aðstoðarlæknis eða sérfræð- ings i lyflæknisfræði við Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Starfið er heilsdagsstarf. Laun samkvæmt samningi milli Læknafé- lags Reykjavikur og stjórnarnefndar rikisspitalanna og Reykjavikurborgar um laun lausráðinna lækna. Umsóknir sendist skrifstofu Hjartaverndar, Austurstræti 17, fyrir 15. september 1973. HJARTAVERND. Föstudagur 17. ágúst 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.