Alþýðublaðið - 13.09.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.09.1973, Blaðsíða 1
KOPAVOGSMALIÐ: MÁLIN AÐ SNÚAST ÚÐRU VÍSI EN BÆJARSTJÚRNIN ÆTLAÐI I ÞORIR EB HINIR ÞEGJfl | 205. tbl. .= Fimmtudagur 13. sept. 1973 54 arg alþýdu „Það er rétt i frétt blaðsins i gær, að fyrir- tækið Húsfell h/f hefur ekki réttindi til að selja ibúðir eða löðir i miðbæ Kópavogs fremur en t.d. Loftleiðir, svo eitt- hvað sé nefnt. Þaö virö- ist einnig ljóst, að málin eru að snúast eitthvað öðru visi en við höfðum hugsað okkur. Annars skýrast þessi mál væntanlega á föstudag- in á bæjarstjórnarfundi, þarsem þau veröa tekin fyrir, enda liggur þegar fyrir fyrirspurn frá ein- um bæjarfulltrúanna um túlkun bæjarstjórn- ar annars vegar og verktaka hins vegar, á samningunum ”, — sagði Björgvin Sæ- mundsson bæjarstjóri I Kópavogi i viðtali við blaðið i gær. Vegna fréttar blaös- ins i gær þess efnis að fyrirtæki að nafni Hús- fell h/f væri farið að selja ibúðir i miðbæ i teikningar hafa verið samþykktar og án þess aö fyrirtækinu hafi ver- ið úthlutað einu eða neinu i miöbænum, vill Hákon Kristjánsson byggingameistari, einn þeirra þriggja aðila, sem fengið hafa úthlut- aö þar, koma á fram- færi skýringu til að firra fyrirtæki sitt orðrómi um misferli. Sagði hann að fyrir- tækið Húsfell væri Tré- smiðju Hákons og Kristjáns algerlega óviökomandi. Teldu þeir fyrir sig algerlega ótimabært að setja sin- ar ibúöir á markað á meðan þær væru ekki fullsamþykktar, og einnig væru bilastæða- og bilageymsluvanda- mál óleyst. Þá sagöi Arni Jó- hannsson hjá Bæ h/f, sem einnig hefur rétt- indi til að byggja á mið- bæjarsvæðinu, að Hús- fell væri sér óviðkom- andi, og hann hygðist ekki setja sinar ibúðir á markað fyrr en teikn- ingar hefðu verið sam- : þykktar og samningar viö bæinn væru á hreinu. Er þá aðeins eftir fyrirtækiö Miö- bæjarframkvæmdir s/f, sem ekki hefur skýrt mál sitt fyrir blaðinu. En viö nánari könnun kemur i ljós, að fyrir- tækið Húsfell virðist vera að selja ibúöir þess fyrirtækis, þótt bæjar- yfirvöldum sé ekki kunnugt um að Mið- : bæjarframkvæmdir hafi framselt Húsfelli nein réttindi, enda ekki leyfilegt nema meö : samþykki bæjarstjórn- Séð vestur Austurstræti GRUNDVALLAR- STEFNUSKRÁ JAFNAÐARMANNA- FLOKKS ÍSLANDS » OPNU Seðlabankinn fái lóð Sænska frystihússins „Ég hef boriö upp þá tillögu til bókunar á aukafundi borgar- ráðs, að borgin gefi Seðlabankanum kost á að reisa hús sitt þar sem Sænska frysti- húsið stendur nú. Ég tel/ að á þennan hátt verði þetta mál best leyst"/ sagði Björg- vin Guðmundsson/ borgarfulltrúi Alþýðuflokksins i viðtali við Alþ.bl. í gær. „Þarna er um nýja lausn að ræða", sagði Björgvin • // Því borgin hafði ekki eignast Sænska, þegar Seðlabank- anum var úthlutað lóðinni við Sölvhóls- götu í stað lóðarinnar við Frí- kirkjuveg, sem styrr varð um á sinum tíma. Það hefur komið fram, að Seðla- bankinn leggur áherslu á að byggja i miðborginni og vill ekki hverfa þaðan. Þá er svæðið, sem Sænska frystihúsið nú stendur á, eina lóðin, sem til greina kemur, fyrir utan þá, sem Seðlabank- inn er byrjaður að byggja á." ALBERT GUÐMUNDSSON, BORGARRAÐSMAÐUR: Vill rannsaka Sigöldusamningana Albert Guðmundsson, borgarráösmaður, hefur óskað eftir að fá i hendur öll gögn, sem varða tilboð i vélar og rafbúnað i Sig- ölduvirkjun. Hyggst hann rannsaka þau sjálfstætt, þar sem honum þykir ekki nægilegu ljósi varpaö á þau vinnubrögð, sem viöhöfð voru, er stjórn Landsvirkjunar ákvað að taka upp viðræður viö þýsk- sovéska tilboösaðilann Brown — Boveri & Cie i Vestur-Þýskalandi og Energomachexport i Sovétrik junum. Eins og kunnugt er, varö ágreiningur I stjórn Landsvirkjunar, og skiluöu þrir fulltrúar i stjórninni séráliti, þeir Geir Hallgrimsson al.m., Birgir Isleifur Gunnars- son, borgarstjóri, og Arrni Grétar Finnsson, hrl. Töldu þeir ekki rétt að taka þvi tilboði, sem meirihluti Lands- virkjunarstjórnar, að ráði svissneskra og is- lenskra ráðgjafa, ákváðu aö eiga viðræður um. Albert Guðmundsson sagði i viðtali viö Alþýðu- blaöið, að hinum þýsk- sovéska tilboðsaöila hefði verið gefinn kostur á að breyta tilboði sinu efitir að tilboðsfrestur var út- runninn. Þarna hefði veriö um almennt sam- keppnisútboð aö ræða, og væru það þvi óeölileg vinnubrögð að láta ekki alla tilboösaðila sitja við sama borö. Þetta heföi komið fram i sérálitinu, en að sinum dómi hefðu engan 'veginn fullnægj- andi skýringar verið ge.fnar á þeirri tilhögun, sem var við höfð. 1 gagn- rýni á þessi vinnubrögð, hefði m.a. vaknað sú spurning, hvort einhver annarleg og ókunn sjónarmið heföu ráðið ferðinni. Kvað hann fulla ástæðu til að kanna þetta mál til fulls, og reyndar væri það skylda, og þess vegna hefði hann ákveðið að rannsaka málið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.