Alþýðublaðið - 13.09.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaösútgáfan hf. Stjórnmálarit-
M||%«VA|||stjóri Sighvatur Björgvinsson.
**1l,*v*il Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn
J Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis-
'götu 8—10. Simi 86666. Blaðaprent hf.
Sundrung í stað samstöðu
Það var merkur viðburður i islenskri stjórn-
málasögu, þegar allir 60 alþingismenn þjóðar-
innar samþykktu einum rómi ályktun um út-
færslu islensku landhelginnar i 50 milur. Fram-
vinda málsins átti siðan auðvitað að vera sú, að
rikisstjórnin hefði ákveðna og ábyrga forystu i
málinu, i nánu samstarfi við stjórnarandstöð-
una, þannig að samstaða allra flokka þjóðarinn-
ar yrði tryggð um sérhvert spor, sem stigið yrði.
Undanfarna daga hafa hins vegar verið að
gerast atburðir, sem sýna, að rikisstjórnin er
þess ekki megnug að hafa farsæla forystu i
þessu aðalmáli íslendinga i dag. Mánuðum
saman hefur hún horft ráðvillt á njósnaflug
breskra flugvéla um islenzk varðskip. Sjálfur
forsætisráðherrann hefur heimskað sig á þvi að
krefjast þess að Atlantshafsbandalagið stöðvi
þetta flug, þótt hann ætti auðvitað að vita, að
það er að engu leyti á þess vegum. Það er fyrst i
gær, sem rikisstjórninni dettur i hug, að hún
sjálf geti eitthvað i málinu gert með þvi að
höggva á samband islensku flugþjónustunnar og
njósnaf lugvélanna.
Ennþá alvarlegra er þó hitt, að ásiglingar
bresku herskipanna á islensk varðskip virðast
gersamlega hafa ruglað ráðherrana i riminu og
valdið þvi, að þeir lýsa opinberlega skoðunum á
þvi, hvernig við skuli bregðast, sem eru gerólik-
ar i grundvallaratriðum. Einn ráðherrann
krefst þess, að stjórnmálasambandi við Breta
sé slitið þegar i stað og farið úr NATO. Þótt ut-
anrikisráðherrann sé erlendis, lýsir forsætis-
ráðherrann þvi yfir að ef ásiglingar haldi
áfram, eigi að slita stjórnmálasambandi við
Breta og endurskoða afstöðuna til Atlantshafs-
bandalagsins. Ennfremur eigi ekki að veita
neinum breskum sjómönnum læknishjálp, nema
togarinn komi sjálfur með þá i höfn. Enn aðrir
ráðherrar lýsa þvi yfir, að þeir séu þessari skoð-
un algerlega ósammála, það eigi að aðstoða
sjúka menn án nokkurra skilyrða, auk þess sem
allar yfirlýsingar um stjórnmálaslit án undan-
genginnar athugunar séu ótimabærar. Málgagn
þess eina þingmanns, sem er utanflokka, en
styður þó rikisstjórnina, hefur mjög gagnrýnt
ráðherrana, sérstaklega sjávarútvegsráðherra,
fyrir að reka privatpólitik i landhelgismálinu.
Slikt kann auðvitað ekki góðri lukku að stýra.
Á það benti formaður Alþýðuflokksins, Gylfi Þ.
Gislason, i viðtali við Alþýðublaðið i gær. En
jafnframt tók hann fram, að þótt ráðherrarnir
væru sjálfum sér sundurþykkir og forysta rikis-
stjórnarinnar væri hvorki föst né farsæl, mundi
Alþýðuflokkurinn halda fast við þá stefnu sina
að stuðla að ábyrgri samstöðu allra flokka
gagnvart Bretum til þess að stöðva óþolandi of-
beldi herskipa þeirra á islensku miðunum.
Kópavogsbær
óskar að ráða starfsmann i sorphreinsun.
— Bónuskerfi. Upplýsingar hjá verk-
stjóra, simi 41570 kl. 11-12 f.h. Kvöldsimi
40584.
Kaldhæðnislegt
sjónarspil
ó Grikklandi
Fólk komst varla hjá að vikna
af hrifningu, þegár það sá — á
sjónvarpsskyggninu, auðvitað
— hvar griski lifstiðarfanginn,
sem böðlar stjórnarinnar höfðu
misþyrmt hvað mest, Alexand-
er Panagoulis, yfirgaf fangelsið
sem frjáls maður. En hann var
einna fyrstur þeirra 200 fanga,
sem veitt hefur verið frelsi að
undanförnu.
Og það var einmitt þetta, sem
George Papadopoulos vildi fá
fram — að almenningur viknaði
af hrifningu. Það mun álit
flestra, að hinn hugrakki Pana-
goulis hafi lög að mæla, þegar
hann segir að einungis sé um aö
ræða brellu i þeim tilgangi, að
rikisstjórninni verði þaö auð-
veldara að halda áfram harð-
stjórn sinni. Reykhjúpur, segir
Kanellopoulis, forsætisráðherr-
ann fyrrverandi.
Þrátt fyrir loforð um borg-
araleg réttindi taki aftur gildi,
og að auki verði stjórnmálalegt
frelsi, þá gefur auga leið að
Papadopoulos og klika hans ætl-
ar sér ekki að fara frá völdum.
Þeir aðilar sjá sig einungis
nauðbeygða til að endurskipu-
leggja það kerfi, sem á að
tryggja þeim völdin.
Hið nakta einræði á nú að
hlyja sig borgaralegum klæð-
um. Rikisstjórnin að skipa
borgaralega ráðherra sér til að-
stoðar. Eftir hálft annað ár á
nýtt þing að hafa á sér yfirskin
einskonar frelsis. Verði kosið til
þess, þegar allt kemur til alls,
verður þvi stjórnað af ,,bylt-
ingarflokki’’ herforingjanna.
Hver er þá tilgangurinn með
þessum harmræna skripaleik?
Það er ekki útilokaö að þrýst-
ingur utan frá hafi haft sin
áhrif. Það mun þó ráða mestu
um, að mikill meirihluti þjóðar-
innar er á móti stjórninni. Sið-
ustu undanfarnar vikur eru
stöðugt að koma fram nýjar
upplýsingar, sem eindregið
benda til, að yfirvöldin hafi fals-
að úrslit kosninganna. Margt
bendir til að meirihlutinn hafi
verið á móti Papadopoulos,
jafnvel þótt þaö hafi ekki verið
eins mikill meirihluti og and-
stæöingar hans gerðu sér vonir
um.
Einræðisherrann i Aþenu
kemst ekki hjá að búa sviðið
kring um stjórn sina nýjum
tjöldum, en það gerir hann þó
ekki umfram það sem hans eig-
in þjóð og aðrar þjóðir þvinga
hann til.
Glata 50.000 Danir
heyrn sinni á næstunni
vegna hávaðamenaunar?
1 tilefni af þvi að um
þessar mundir er háð al-
þjóðleg ráðstefna i
Kaupmannahöfn um
hávaðamengun, er
margt ritað i dönsk blöð
um það vandamál þessa
dagana. Ráðstefnu
þessa sækja yfir 700 sér-
fræðingar frá 30 þjóð-
löndum.
t einu blaðinu er tekið dæmi af
verkamanni i Hilleröd, Bent Ras-
mussen, 29 ára að aldri, sem
vinnur við það fimm stundir á dag
að brjóta upp götu þar i borginni
með svokölluðum loftþrýsti-
meitli. Engar mælingar liggja
fyrir um þá hávaðamengun, sem
loftþrýstimeitillinn veldur, en
hinsvegar er vitað að sú mengun
er langt yfir hættumark. Og
greinarhöfundur bætir þvi við, að
Rassmussen sé einn af 50.000
verkamönnum i Danmörku, sem
eigi við þá hávaðamengun að búa
á vinnustað, sem tekur langt yfir
þetta mark.
Og Harald W. Ewertsen, yfir-
læknir við heyrnarstofnun rikis-
ins i Bispebjerg-sjúkrahúsinu,
staðfestir þetta i viðtali við
danskt blað, þégar hann ræðir um
heyrnarmengunar-vandamálið i
Danmörku:
— Það munu vera um 6.000
starfsfyrirtæki með um yfir 50.000
verkamönnum, þar sem hávaða-
mengunin fer langt yfir hættu-
mark. Er sú tala samkvæmt
skýrslu gerðri af starfseftirlitinu.
Alit ég að draga megi úr hávað-
anum niður fyrir hættuhiark i um
60% tilvikum með ráðstöfunum,
sem ekki mundu kosta of fjár.
— Nú er svo komið að við skrá-
setjum árlega um 1.400 tilvik
heyrnarskerðingar, sem verður
af völdum hávaðamengunar á
vinnustað, og eru 40% sjúkling-
anna yngri en 65 ára. Það er ekki
nema eðlilegt að heyrnarskvnj-
unin dofni meðaldrinum, en mikil
hávaðamengun leikur þá skynjun
svo grátt, að hún eldist, ef svo má
að orði komast, tiu eða jafnvel
tuttugu árum fyrir aldur fram.
Verkamenn þeir, sem þannig
missa heyrn smám saman, hafa
oftastnær enga hugmynd um það
sjálfir, að minnsta kosti ekki fyrst
i stað. segir yfirlæknirinn. Heyr'n
þeirra virðist i stakasta lagi á
fertugsaldri og fimmtugsaldri, en
þegar þeir eru komnir yfir
fimmtugt, finna þeir að heyrn
þeirra er ekki likt þvi eins næm og
hún var. Það torveldar og allt
eftirlit, að enginn getur vitað það
fyrirfram hver hefur viönáms-
veik eyru, og hver hefur eyru.
sem þolað geta mikla hávaða-
mengun og um alllangt skeið. án
þess að heyrnin skerðist. Það er
þvi eina færa leiðin að koma á
reglubundnum heyrnarmæling-
um, jafnframt þvi sem leitast er
viö að finna ráð til að draga úr
hávaðamenguninni i sambandi
við dagleg störf, segir Harald W.
Ewertsen yfirlæknir, og sérfræð-
ingur varðandi áhrif hávaða-
mengunarinnar á heyrn manna.
KJÖRDÆMAFUNDIR
ALÞÝÐUFLOKKSINS
A VESTURLANDI
Sunnudaginn 16. sept. n.k. kl. 14,00
Stjórn Kjördæmisráðs Alþýðuflokksins i
Vesturlandskjördæmi boðar kjördæmis-
ráðið til fundar að Hótel Borgarnesi
sunnudaginn 16. september n.k. kl. 14.00.
GYLFI Þ. GÍSLASON, formaður
Alþýðuflokksins, og BENEDIKT
GRÖNDAL, varaformaður Alþýðuflokks-
ins, munu mæta á fundinn og ræða stjórn-
málaviðhorfið. Stjórnin
Fimmtudagur 13. september 1973
o