Alþýðublaðið - 13.09.1973, Page 10
EVRÓPUKEPPNIN í
HANDKNATTLEIK
Valur-Gummersbach
FORSALA
AÐGÖNGUMIÐA HEFST í TJALDI
VIÐ FERÐASKR. ÚTSÝN
í AUSTURSTRÆTI
ídag kl. 12,30
ATH. FJÖLDI SELDRA MIÐA
ER INNAN VIÐ
3000
TRYGGIÐ YKKUR ÞVÍ MIÐA
STRAX í DAG
Mælingarmaður
Bæjarsjóður Keflavikur óskar eftir að
ráða nú þegar mælingarmann á tækni-
deild bæjarins.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
undirritaður eða bæjartæknifræðingur.
Umsóknum sé skilað til undirritaðs, sið-
asta lagi mánudaginn 24. þ.m.
Bæjarstjórinn i Keflavik.
Stúlkur
Getum bætt við nokkrum duglegum og
reglusömum stúlkum.
Kexverksmiðjan FRÚN h.f.
Skúlagötu 28.
Verksmiðiuvinna
Stúlkur og karlmenn óskast til starfa i
verksmiðju okkar.
Pappirsver hf.
Simi 36945.
Blaðburður
Blaðburðarfólk vantar nú þegar
i eftirtalin hverfi:
Grettisgata — Njálsgata
Laugarnes
Laugarás
Brúnir
Heimar
Skipasund
Voga
alþýðu
Þeir þýsku
koma brátt
Nú fer aö líöa aö þvl aö Hansi
Schmidt (mynd) og félagar
hans f Gummersbach komi
hingaö til keppni viö tslands-
meistara Vals i handknattleik.
Leikur liöanna er sem kunnugt-
er liöur i Evrópukeppninni, en
þar eru Valsmenn nú meö i
fyrsta sinn.
Leikurinn veröur f Laugar-
dalshöllinni á þriöjudaginn
kemur, 18. september, og hefst
kl. 20,30. Valsmenn hafa fengiö
þær upplýsfngar, aö allir bestu
menn Gummersbach komi
hingaö.
Best er kominn heim!
Vandræðagemsinn
George Best er kominn að
nýju til Manchester Unit-
ed/ og byrjaðurað æfa af
fullum krafti. Þrátt fyrir
fyrri syndir var honum
tekið með breiðu brosi af
forráðamönnum félags-
ins. Að sögn Bests sjálfs,
var það Sir Matt Busby
sem fékk hann til að snúa
aftur. Busby heimsótti
Best þar sem hann lá á
spítala, og sagði við hann:
Hvenær kemur þú aftur?
Sællifi baöstranda Spánar
hefur sett mark sitt á Best, og
hann þarf aö æfa stift ef hann á
aö ná þvi formi aftur sem hann
var i. Best segir aö þaö veröi
engin vandræöi, en sérfræöing-
ar eru á öðru máli. Meiningin er
að Best leiki sinn fyrsta leik
meö Manchester United 10.
október, i deildarbúkarnum
gegn MiddlesbroughJ>egar hann
kom til Old Trafford á fimmtu-
dag i fyrri viku, var hann sæl-
legur og brosandi, tók i hendina
á öllum, kyssti kvenkyns starfs-
menn og sagði: Ég mun ekki
framar fara frá félaginu.
M M
Best ásamt Tommy Docherty
framkvæmdastjóra Manchester
United, daginn sem Best sneri
aftur. Ekki er annaö aö sjá, en
vel fari meö þeim.
En margir eru vantrúaðir á
þetta, og benda á atburðarrás
undanfarinna mánaða, sem er
þessi:
Janúar 1971: Kom ekki til æf-
inga né leikja, dvaldi þess I staö
i ibúð frægrar leikkonu. Settur i
tveggja vikna bann.
Janúar 1972:Stingur af i annað
sinn, hvarf i heila viku, og var
þá i fylgd ungfrú England,
Carolyn Moore.
Mai 1972: Mætir ekki til lands-
leiks með Norður-lrlandi, stakk
af til Spánar.
21. mai 1972: Segist vera hættur
knattspyrnu, i frægu viðtali við
Sunday Mirror.
Júni 1972: Snýr aftur til
Man. Utd, eftir aö vera hættur i
17 daga. ,,Ég mun leika að
nýju”.
Júli 1972: Man.Utd. setur Best i
tveggja vikna bann.
September 1972: Gerir nýjan
sex ára samning við Man.Utd.
Nóvember 1972: Siðasti deildar-
leikurinn. Settur á sölulista.
Desember 1972: Best segist
hættur fyrir fullt og allt,
Man.Utd. segir að Best leiki
aldrei framar fyrir félagið.
Janúar 1973: Best fer til Banda-
rikjanna og segist aldrei snúa
aftur.
Júni 1973: Best byrjar að æfa
með Man.Utd. á ný, einn, en
hættir eftir stuttan tima vegna
meiðsla, og snýr aftur til Spán-
ar.
Þetta er ekki traustvekjandi
saga, en hver veit nema Best
standi sig nú? Það kemur I ljós.
—SS.
STEWART ORÐINN
HEIMSMEISTARI
Skotinn Jackie Stewart tryggöi
sér heimsmeistaratitilinn i Grand
Prix formúlu 1 kappakstri, þegar
hann varö fjóröi I Italian Grand
Prix I Monza á sunnudaginn.
Hann hefur þegar náö i svo mörg
stig, aö enginn getur hugsanlega
fengið fleiri. Stewart, sem er 34
ára, hefur þrisvar oröiö heims-
meistari, og íhugar nú aö draga
sig I hlé.
Sviinn Peterson, á John Player
Special Lotus, tók forystuna i
byrjun og hélt henni til loka. Fé-
lagi hans á samskonar bil, Emer-
son Fittipaldi fyrrum heims-
meistari, fylgdi fast á eftir.
Bandarikjamaðurinn Peter Eev-
son varð þriðji og Stewart fjórði.
En á fimmta hring sprakk hjá
Stewart, og hann færðist aftar-
lega i röð þeirra 24 bila sem tóku
þátt i keppninni. Nú voru góð ráð
dýr, ef Stewart ætlaði sér að ná
heimsmeistaratigninni i þessari
keppni.
Hann gaf ekkert eftir þegar
komið var út á brautina á nýjan
leik, fór fram úr hverri bifreiðinni
af annarri og krækti sér i fjórða
sætið á siðasta hring. „Mér hefur
aldrei tekist betur upp”, sagöi
Stewart að keppni lokinni, og sér-
fræðingar voru á sama máli. Á-
horfendur hvöttu hann óspart til
dáða, og mikil öskur kváðu við i
hvert sinn sem honum tókst að
fara fram úr bil Stemningin var
geysileg, meðal hinna 200.000 á-
horfenda (fjöldinn sýnir vel vin-
sældir kappakstursins).
Lokaröðin varð þessi: 1. Peter-
son, 2. Fittipaldi, 3. Revson, 4.
Stewart, 5. Cevert.
Stigin i heimsmeistarakeppn-
inni eru nú þannig:
1. Stewart 69 stig, Fittipaldi 48
stig, 3. Cevert 47 stig, 4. Peterson
43 stig og Revson 27 stig. Eftir eru
tvö Grand Prix mót i sumar.
—SS
0
Fimmtudagur 13. september 1973