Alþýðublaðið - 06.11.1973, Side 7

Alþýðublaðið - 06.11.1973, Side 7
ekki jatnmikiö um 'l'eresu Camarao og ég. Ég heföi meira að segja átt að sjá samhengið strax og viö fundum myndirnar í skrif- borðsskúffunni hans. — Hann var sem sagt að reyna einhverja sálfræði- lega aðferð? — Já, öðruvfsi get ég ekki skiíið það. Hann ætlaði að gera tilraunir með konu sem í þessu tilliti átti nokkuö sameiginlegt með Teresu, og fylgjast með viðbrögðum hennar. Þaö er aö vissu leyti rökrétt, einkum þegar maöur hefur stúlku eins og Asu Torell viö hendina. Nei, skýringin sem slik er hnökralaus. Og þá erekki annaðeftir en.. — Hvað þá? — Eg var að þvi kominn að segja að nú væri ekki annað eftir en aö ná i miðil, en það hefur þegar verið gert — það stendur hérna i skjölunum. — En þetta gefur enga skýringu á þvi hvað hann var að gera i strætisvagn- inum þetta kvöld. — Nei. Ekki þá minnstu. — Jæja, ég ætla nú að athuga sumt dálitið nánar, sagöi Kollberg. — Já, gerðu það, sagði Martin Beck. Kollberg var ekki lengi að hafa uppi á Hendrik Caam, sem áður hét Henrique Camarao holdugum miðaldra manni, sem andvarpaði þungan og skotraði stöðugt augunum til ljóshærðrar eiginkonu sinnar og þrettán ára gamals sonar með flos- kraga og bitlahár. — Verður aldrei hægt að fá frið fyrir þessu? sagði hann. Siðast i sumar kom ungur lögreglumaður hingað og... Kollberg athugaði fjar- verusönnun Caams fyrir kvöldið 13. nóvember. Hún var góð og gild. Hann hafði einnig uppi á manninum, sem tekið hafði myndirnar af Teresu átján árum áður — en það var drykkjusjúkur og tannlaus gamall þjófur i fangelsis- klefa á Lángholmen. öldungurinn setti á sig stút og sagði: — Teresa, já hver man ekki eftir henni? Hún var með geirvörtur sem voru eins og korktappar. Það var annars önnur lögga að spyrja um hana fyrir mánuði.. Kollberg las skýrsluna vandlega yfir, orð fyrir orð. Það tók nákvæmlega viku. Að kvöldi þriðjudagsins 18. desember 1967 lauk hann viö siðustu siöuna. Að svo búnu leit hann á Gun, sem þegar haföi sofið margar klukkustundir með úfið höfuðið grafið niður i koddann. Hún lá á maganum með hægra hné kreppt upp undir sig. Sængin hafði runnið af henni niður að mitti. Hann heyrði braka i legu- bekknum i stofunni þegar Ása Torell stóð á fætur. Hún ætlaði út i eldhúsið til að fá sér vatn að drekka. Hún átti enn bágt með svefn. Hér er enga eyðu að finna og enga lausa enda i allri flækjunni, hugsaði Koll- berg. En hvað sem þvi liður ætla ég á morgun að búa til lista yfir alla þá, sem voru yfirheyrðir eða sannanlega höfðu átt saman við Teresu Camarao að sælda og svo sjáum við til hverjir eru eftir og hvað þeir eru aö gera núna. Mánuður var liðinn siðan skotunum sextiu og sjö var hleypl af i strætisvagninum á Norra Stationsgatan. Og f jöld am orði ng in n lék ennþá lausum hala. Lögregiuforustan, blöðin' og hin siskrifandi almenn- ingur voru ekki ein um að sýna á sér óþolinmæði. Þaö varenneinn hópurmanna, sem var mjög i mun aö lög- reglunni tækist að hafa hendur i hári sökudólgsins sem fyrst- en það var hinn svokallaði undirheima- lýður Stokkhólmsborgar. Þeir sem að öðru jöfnu fengust við einhverskonar glæpsamlega slarfsemi höfðu nú i mánuð orðið að halda sér i skefjum. Það var betra að hafa hægt um sig á meðan lögreglan var i ham. Það var ekki til sá þjófur, ræningi, eiturlyfja- neytandi, hylmari eða hór- karl i öllum Stokkhólmi, sem ekki vonaði og þráöi að fjöldamorðinginn yrði gripinn, svo lögreglan gæti farið að snúa sér að mót- mælagöngum og stöðu- mælasektum og þeir sjálfir tekið upp fyrri starfsemi. Nú gengu þessar ijósfælnu mannverur i lið með lög- reglunni. Flestar þeirra voru meira en fúsar til aðstoða við að koma morð- ingjanum undir manna- hendur. Þessi greiðasemi kom einkum Rönn til góða við leit hans að stykkjum i þá myndagátu, sem hét Nils Erik Göransson. Rönn fór ekki i grafgötur um hverjar væru hinar eiginlegu ástæður fyrir hjálpseminni, en hann var ekki siður feginn henni fyrir þvi. 1 nokkrar nætur i röð hafði hann nú gert ennþá ýtarlegri tilraunir til að ná sambandi við fólk, sem þekkt hefði Göransson og hafði hann hafði fundið það á ruslahaugum, i veitinga- stofum, bjórkrám, i knatt- borðstofum og á pipar- sveinahótelum. Ekki var öllum jafn liðugt um mál- beinið, en margir höfðu eitthvað að segja. Um kvöldið þann 13. desember hitti hann um borð f vitaskipi viö Söder Malarstrand stúlku, sem lofaði að koma honum i samband við Sune Björk. Það var maðurinn, sem Göransson hafði búið hjá nokkrar vikur. Næsti dagur var fimmtu- dagur og Rönn, sem aðeins hafði fengið að sofa fáeinar klukkustundir siðustu sólarhringa, svaf lengi frameftir. Hann fór ekki á fætur fyrr en klukkan eitt, til að hjálpa konu sinni að láta niður i ferðatöskuna. Hann hafði talið hana á að fara heim til foreldra sinna i Arjeplog um jólin, þvi sjálfur gerði hann ekki ráð fyrir að geta haldið þau hátiðleg á sómasamlegan hátt. Er hann hafði ekiö konu sinni á brautarstöðina og veifað henni i kveðjuskyni, hélt hann rakleitt heim til sin og settist viö eldhús- borðið með pappir og kúlu- penna. Hann lagði skýrslu Nordins og minnisbók sina á borðið fyrir framan sig, setti á sig gleraugun og byrjaöi að skrifa. Nils Erik Göransson. Fæddur i finnska söfnuð- inum i Stokkhólmi 4/10 1929. Foreldrar: Algot Erik Göransson, rafvirki og Benita Rantanen. h’oreldrarnir skiidu 1935. Móðirin flutti til Helsing- fors. Fööurnum falinn um- ráðaréttur yfir barninu. G. bjó hjáfööur sinum i Sundbyberg til ársins 1945. Skólaganga i 7 ár. Siðan tveggja ára iðnnám. Flutti árið 1947 til Göteborg. Vann sem málaranemi. Kvæntist i Göteborg 1/12 1948 Gudrun Maria Svensson. Þau skildu að lögum 13/5 1949. Var á sjónum frá þvi i júni 1949 þar til i mars 1950. Háseti á skipum Svea- bolaget i Eystrasalts- ferðum. Flutti til Stokk- hólms sumarið 1950. Starfsmaður hjá málara- fyrirtækinu Amandus Gustafsson þar til i nóvem- ber 1950 er hann var rekinn vegna óreglu. Eftir það virðist hafa hallað ört undan fæti fyrir honum. Vann aðeins timabundið sem næturvörður, sendill, i vörugeymslum og þess- háttar, en hefur senniiega drýgt sér i búi með smá- þjófnuðum. Hann hefur aldrei verið handtekinn grunaður um afbrot en verið tekinn nokkrum sinnum fyrir ölvun. Stundum notaði hann móðurnafn sitt, Rantanen, sem ættarnafn. Faðir hans dó árið 1958 og frá þvi fram til ársins 1964 bjó hann i ibúð föður sins i Sundbyberg. Arið 1964 var hann borinn út vegna þess að hann skuldaði þriggja mánaða húsaleigu. Hann hefur sennilega farið að nota eiturlyf ein- hverntima á árinu 1964. Frá og með þvi ári og fram að dauða sinum átti hann engan lastan samastað. 1 janúar 1965 flutti hann til Gurli Löfgren, Skeppar Karls-gránd 3, en þar bjó hann til vors 1966. Þau> höfðu hvorugt fasta at- vinnu þennan tima. G.L. er á skrá hjá siðferðislögregl- unni en aldur hennar og útlit útiloka verulegan hagnað af vændi. G.L. gerði sig einnig seka um misnotkun eiturlyfja. Gurli Löfgren lést úr krabbameini á jóladag 1966, 47 ára að aldri. 1 byrjun mars 1967 kynntist hann Magd- alenu Rosén (Ljósu- Malfn) og bjó I ibúð hennar (Arbetargatan 3) til 29/8 1967. Frá byrjun september fram i miðjan október dvaldist hann sem gestur hjá Sune Björk. Fékk meðhöndlun við kynsjúkdómi (lekanda) tvívegis á St. Görans- sjúkrahúsinu á timabilinu október-nóvember. Móðirin giftist aftur. Hún hefur búið i Helsingfors frá árinu 1947 og var bréflega tilkynnt um andlát sonar sins. Magdalena Rosén heldur þvi fram, að Göransson hafi alltaf haft nóga peninga, en veit ekki hvaðan þeir peningar komu. Hún veit ekki til þess að hann hafi selt eiturlyf eða fengist við neitt annaö. Rönn las yfir það sem hann hafði skrifað. Skrift hans var svo örsmá, að þetta komst allt fyrir á einni örk. Hann lét blaðið i skjalatösku sina, stakk minnisbókinni á sig og hélt á fund Sune Björk. Stúlkan úr vitaskipinu beið hans við blaðsöluturn- inn á Mariatorgi svo sem ákveðið hafði verið. — Ég kem ekki með, sagði hún, — en ég talaði við Sune og hann veit að þú kemur. Bara að ég hafi nú ekki gert einhverja vit- leysu. Hún fékk honum heimilisfang i Tavastgatan og hraðaði sér burt. Sune Björk var allmiklu yngri en Rönn hafði átt von á, varla meira en tuttugu og fimm ára. Hann var með ljóst skegg og heldur geðþekkur i útliti. Það var ekkert við hann að sjá eða finna sem gat bent til þess að hann væri eiturlyfja- neytandi og Rönn velti þvi fyrir sér hvað hann hefði séð viö hinn subbulega Göransson, sem var miklu eldri. tbúöin var eitt herbergi og eldhús og var fremur fátæklega búin hús- gögnum. Gluggarnir vissu út að ömurlegum húsa- garði sem var fullur af skrani. Rönn fékk sér sæti i eina stólnum í herberginu. Björk fór og settist á rúmið. — Ég frétti að þér vilduð fá upplýsingar um Nisse, sagði hann. Ja, ég veit svo sem ekki mikið, en mér datt i hug að þér gætuð að minnsta kosti tekið dórið hans. Hann beygði sig niður tók upp pappirspoka, sem stóð við fótagaflinn á rúminu og gekk með hann til Rönns. — Hann skildi þetta eftir þegar hann fór héðan. Eitthvað tók hann með sér. Þetta eru msetmegnis föt — óhrein föt. □ □ ERU SKRIMSL- IN SEX? Hitastig vatnsins f Loch Nesi var með allra lægsta móti, þeg ar þessir japönsku könnuðii reyndu að leita uppi hið heims fræga skrimsli Skota, sem þar : að leynast. Annars halda Japan irnir ekki, aö einungis eitt sæ skrímsli dyljist í Loch Ness - þau hljóta að vera sex, segjs þeir. Það hefur kostað 250 þúsunt ensk pund að útbúa leiðangui þennan. Hinir 10 kafarar vort valdir úr hópi 2.600 umsækj enda. Tilgangur þeirra er ekk sá aö veiða skrimsliö, en þeii vilja gjarna taka mikið af kvik myndum þarna niðri i djúpun um. Lasergeislinn getur það Reiknað er með þvi, að í Finn- landi séu 10.000 til 15.000 ein- staklingar, sem ekki geta notað gleraugu vegna sjóndepru. Auk þess er talið, að 5.000 af 54.000 sykursjúkum i landinu sé ógnaö af retinopati, sem er skæður augnsjúkdómur, sagði Henrik Forsius, prófessor, þegar hann setti framhaldsnámskeið fyrir finnska augnlækna, sem haldiö var i Hclsinki i sumar. Umræöuefnið fyrsta dag námskeiðsins var umhiröa augna, eða augnhjúkrun, og auk þess var rætt um hjálpartæki fyrir fólk, sem þjáist af sjón- depru. Sameiginlegt fyrir báða þessa sjúkdómaflokka er, að báöum ógnar blindan. 1 erindi sinu benti Forsius prófessor á, aö sterkt ljós geti skaðað mjög sjónhæfileikann. en það hafa menn lengi talið sig vita. Rinnig vita menn með vissu, að ýmsir viðkvæmustu lilutar nethimnunnar veröa fyr- ir skemmdum, ef horft er beint I sólarátt — og þaö þótt ekki sé horft i sólina lengi. Afleiðingin er svo sú, að sjónin daprast. Þetta gerist einnig, þótt sólin sé myrkvuð að hluta til. Þvi má aldrei horfa á sólmyrkva með óvörðum augum. Sú hugmvnd, aö nota sólar- ljósið til þess að gera augu heil- brigð, er hins vegar aðeins nokkra ára gömul. Brautryöj- andi á þessu sviði er þýski próf- essorinn Meyer-Schwickerath. Fyrst var ákaflega flókið og erf- itt að nota sjálft sólarljlósið viö þessar lækningar eöa umhirðu og þvi notuöu læknar heldur sterkt Ijós, svo sem eins og kol- bogaijós. En athuganir á þessu 5 sviði hafa haldiö áfram, og nú S eru menn farnir að nota sólar- S ijósið sjáift. Þegar lasergeislinn var upp- ■ götvaöur sáu menn fijótt, hve ■ mikla þýöingu hann myndi geta ■ haft i sambandi við iæknun ■ augnskaöa og augnsjúkdóma. ■ Það hefur tekið nokkurn tima að ■ finna upp þá tækni, sem þarf, 5 svo hægt sé að nýta laser geisl- i ann við slik verk, en nú hefur S slik tæknileg iausn loks fundist. 5 Miklu fé hefur veriö varið I ! fullkomnun þessarar tækni. i Bæði læknar og sjúklingar geta j glatt sig viö þaö, að viö þær j rannsóknir og athuganir gerðu ■ menn ýmsar nýjar uppfinn- JJ ingar, sem geta mjög auðveldað ■ lækningu sjúkdóma i augum og ■ annars staðar, sem áður var JJ mjög erfitt að ráða við. i7«, fgj ipi ;t;ri 1 m i'Tj UU trf, 4‘U FRYSTING MATVÆLA I HEIMAHUSUM 1 " M ;i:-a Úr nýútkomnum bæklingi Kvenfélagasam- bands tslands um frystingu matvæla, sem ift Sigríður Kristjánsdóttir hefur tekið saman. ájt Bi I íHl Ætið er hætta á þvi, að mat- væli skemmist af völdum myglu, gerjunar eða rotnunar. Smáverugróður, svo sem myglusveppir, gersveppir og gerlar, valda skemmdunum. ... Reynt er að koma i veg fyrir ft-J skemmdirnar meö þvi að fara fií' eins hreinlega með matvælin og mögulegt er. Þvi færri gerlar og j gró, sem berast i þau, þeim mun ijrj lengur haldast þau óskemmd. ijj: Kæling tefur eyðileggingu mat- l~í vælanna, og hægt er að geyma ‘Lt mat óskemmdan um stundar- sakir, þar sem hitinn er rétt , ^ fyrir ofan 0 stig C. En það er iö; fyrst þegar hitinn er kominn ■Jú niður fyrir + 10 stig C, að við- !ri: gangur þessa smáverugróðurs m w stöðvast, og vissara er að hitinn fari niður fyrir +15 stig C, ef maturinn á að haldast ó- skemmdur i lengri tima. (Við- gangur myglu- og gersveppa stöðvast ekki fyrr en við +15 stig C). í frystihólfum i kæli- skápum er venjulega aðeins 6—12 stiga frost, og eru þau ein- ungis ætluð til að geyma I mat- væli, sem áður hafa verið fryst, og aðeins í stuttan tima eða fáar vikur. Frostið verður að vera a.m.k. 18—20 stig i heimilisfrysti, svo að matvörurnar geymist vel. Séu þær meðhöndlaðar á réttan hátt, getur litur, bragð og nær- ingargildi fæðutegundanna varðveizt vel. Loft og ljós hefur óheppileg áhrif á matvælin og þvi þarf að verja þau fyrir lofti og ljósi, svo sem hægt er. Góðar og þéttar umbúðir eru nauðsyn- legar til aö verja fyrir lofti og hindra þornun matvælanna. Margar fæöutegundir versna mjög ef þær þorna, t.d. kjöt, fiskur o.fl. I öllum ferskum matvælum eru efni, sem kallast gerhvatar (enzymar), er örva eða orsaka mikilvægar efnabreytingar, eins og t.d. þroskun berja og grænmetis. Verkanir gerhvat- anna dvina, þegar hitinn lækkar en þær eyðileggjast við hitun, og ennfremur dregur sykur og súr úr starfsemi þeirra. Af þeim ástæðum er grænmeti hitað, áð- ur en það er fryst og ber sykruð. Frysting matvæla verður æ algengari. Hún er að visu nokk- uð dýr geymsluaðferð, en oftast sú sem best hentar mörgum matvælategundum. Ennfremur er hagnaður i þvi að geta keypt ýmsar vörur, þegar verð þeirra er lágt, en nota siðan allt árið um kring. Sé um takmarkað frystirými að ræða, er sjálfsagt að meta og velja hvað helst skuli frysta. Ávextir og ber geymast að jafnaði eins vel soð- in (eða niðursoöin). Rætur geymast i þurrum og köldum kjöllurum, en grænmeti geym- ist best fryst, og ennfremur all- ar kjötvörur og fiskur. Frá heilsufarslegu sjónarmiöi er mikilvægt að borða grænmeti daglega. Væri þvi æskilegt aö eiga dálitið af grænmetisforða i frystinum til að gripa til, þegar litið fæst af nýju grænmeti i verslunum. Frá fjárhagslegu sjónarmiði er heppilegt að frysta kjöt og fisk, þegar þessar vörur fást með góðum kjörum. Söltun, súrsun og suðu (á berj- um og ávöxtum i sultu og saft) má aö sjálfsögðu einnig nota að einhverju leyti, þegar mikið magn berst af þeim matvælum, sem hentugt er að geyma þann- ig- Eigum við að kaupa okkur heimilis- frysti eða leigja hólf í frystihúsi? Fjárhagsleg geta heimilisins og aðstæöur allar munu mestu ráöa um þaö, hvor þessi leiö er valin. Eru möguleikar á þvi að fá leigt frystihólf og hve stórt? Hvað kostar leigan fyrir hvert hólf eða þarf heimilið á fleiri en einu hólfi að halda? Hvernig eru aðstæður? Er langt i frystihúsa- iö, er auðvelt að komast þangað, eru þægilegar ferðir? Hvað kosta ferðirnar eða flutningar á matvælum? Hvað kostar frystiskápur eða kista af þeirri stærð, sem heim- ilinu hentar best? Hver verða árleg útgjöld? (Afskrift á 15 ár- um, vextir, rafmagn, viðhald, sem áætla má 1% af innkaups- verði). t sambandi við þessar hug- leiðingar má minnast þess, að hægt er að spara ýmislegt, þeg- ar frystir er á heimilinu. Matar- leifar má á ýmsan hátt nýta bet- ur en ella. Búa má til ýmsa mat- arrétti i stærri skömmtum og frysta og spara þannig vinnu og rafmagn. Þá má kaupa ýmis matvæli i slórum stfl, þegar þau fást á lægstu verði. A sveita- heimilum, þarsem búið gefur af sér margs konar matvæli, er hægt að nýta miklu betur allar vörur. Þannig verður hver og einn að meta hvort þægindin við þetta svari ekki þeim kostnaði sem frystirinn hefur i för með sér. ITlí 1 i-t 'itú | ->r% u liL HEIMILISFRYSTIR t!f{ ffl ,*Vi Í'£ Nú eru framleiddir frysti- Jrj! skápar og frystikistur í ýmsum 5jj' stæröum frá 45—600 litra að inn- t!ií anmáli. Það verður æ algengara Izl að frystikistur eöa skápar séu á ftí heimilum til að létta heimilis- t\\ haldið. |jí Hve stór á heimilis- ' frystirinn að vera? Þetta fer að sjálfsögöu eftir stærð fjölskyldunnar og ýmsum staðháttum. Heimili þar sem framleidd eru matvæli þurfa á stærri frysti að halda en önnur, og einnig þau sem afskekkt eru ;ÍU eða eiga langt að sækja verslan- jn) ‘r- fjfl Frystihólf i i almenn- ijii ingsfrystihúsum eru aðallega í:í; notuð undir matvæli, sem ekki eru fáanleg allan árs- ins hring, eða matvæli, sem heimilin framleiða sjálf eða eru keypt i stórum skömmtum. Heimilisfrysti er auk þess hægt að nota undir tilbúna rétti eða hálftilbúna og undir bakstur. iíjí Reynslan hefur sýnt, að heimil- in læra smám saman að nýta fs-j; frystinn betur, svo að ekki kemur að sök, þótt hann virðist fremur stór i upphafi. Fjögurra manna heimili, sem aðallega ætlar að kaupa frosnar jjS vörur (verksmiðjufrystar) og [ír} geyma heima til notkunar, ætti að kaupa a.m.k. 50—100 1 frysti. Fjögurra manna heimili, sem I auk þess ætlar að frysta talsvert af vörum heima, ætti aö kaupa 150—200 1 frysti. Litið sveitaheimili, sem fram- leiðir sjálft allmikið af matvör- um, ætti að kaupa a.m.k. 300 1 frysti, stórt sveitaheimili þarf stærri frysti, ef geyma á mat- væli til ársins heima fyrir. Hvar á frystirinn að vera? Þægilegast er aö frystirinn sé þar sem húsmóðirin á auðveld- ast með að ganga um hann. Aö vissu leyti mun þvi eldhúsið eða nærliggjandi herbergi vera heppilegur staöur, þótt alls ekki sé það eini staöur, sem til greina kemur. Best er að hafa frystinn I köldu og þurru geymsluher- bergi, og góð loftræsting er nauðsynleg. Lítils háttar hiti stafar frá frystinum, 300 I fryst- ir gefur frá sér álika mikinn hita og 70—100 W pera. Frystirinn á ekki að vera nálægt hitagjafa eða þar sem sólarljós nær til. A að velja frystiskáp eða kistu? Talið er að matvælin geymist álika vel hvort sem um er að ræða frystiskáp eða frystikistu, ef þau á annað borð halda til- skildu frosti. Þó hafa báðar gerðír nokkuö sérstakt til sins ágætis. Aðalkostur frystiskápsins er Í2ÍJ Fjögurra manna heimili, sem Aðalkostur frystiskápsins er sá, að hann tekur minna gólf- pláss en kista, og það getur komið sér vel, ef ætlunin er að koma honum fyrir i eldhúsi eða þar sem rúm er af skornum skammti. Einnig er að vissu leyti þægilegra að ganga um skápinn, þótt jafna megi það að nokkru með þvi að nota virkörf- ur i kisturnar, svo að þægilegra sé að flokka matvælin i þeim og ná i þau. Annars er erfiðara að nota plássið alveg til fulls i skápum en kistum, nema að notaðar séu lika körfur eöa skúffur i skápnum. Þegar lok á frystikistu er opn- að, verður litið varmatap vegna loftskipta, þar eð kalda loftið i kistunni er þyngra en heita loft- ið fyrir utan og situr þvi kyrrt. Þess vegna er hægt að hafa frystikistur i sjálfsafgreiðslu- búðum opnar allan daginn. öðru máli gegnir um skáp, þar sem tapast mikið vegna loftskipta, kalt loft streymir út að neðan, en heitt loft inn að ofan, þegar hann er opnaður. Hrimmyndun verður þvi meiri i skápnum, svo aö ástæða er til að affrysta þá og hreinsa um helmingi oftar en kistur, og varast ber að opna hurðir oftar en nauðsyn krefur. Yfirleitt er jafnari lofthiti i kistu ep skáp. Það eru svo til engar hitabreytingar milli hinna ýmsu staða i kistu. En i skáp veröur að gera ráð fyrir stig nálægt hurðinni og sérstak- lega i geymsluplássinu i henni. Þar á þvi einungis að geyma þær vörur sem fljótlega veröa notaðar, eða þá þær vörur, sem ekki eru viðkvæmar, eins og t.d. brauð. En i sumum tilfellum getur verið auðveldara að koma fyrir kistu einhvers staðar i ibúðinni. Athugið að bera saman ytri málin á frystikistu eða skáp og dyrabreidd i ibúðinni. Frystikisturnar eru talsvert ódýrari i kaupum en skáparnir, og ennfremur er talið að þær nýti rafmagnið betur, miðað viö sama rúmmál af frystirými. Það er að sjálfsögöu mikil- vægt, að frystirinn sé úr góðu efni, og þannig frágengið, að raki komist ekki að einangrun- inniutan frá. Ennfremur að efni allt sé ryðvarið. Þá er þægilegra að kuldastillirinn sé staösettur þannig, a.ð auðvelt sé að komast að honum. Þægilegra er einnig að frystirinn sé á hjólum, svo að auðveldara sé aö flytja hann til, þegar þess þarf. Mikil þægindi eru að þvi, að ljós sé i skáp eða kistu, og kviknar þá á þvi, þegar frystir- inn er opnaður. Ennfremur er það kostur, að aðvörunarljós gefi til kynna, ef frostiö minnk- ar i kistunni eða skápnum. Þá þarf að fylgjast með þvi af og til, og æskilegt er, að hafa hita- i v. r.-í; Ht: ínl Yr. < iu\ I v-v- Hi! aj! ITV.' ' -V ■ h.y rllí m Irt: irt 1 J-l* m iul ííH m u*1 Vl: :£x i ÍSt I 1 $ $ É i M GeriÖ Frigor frystikistu aö forða- búri fjölskyldunnar. Hagstæð verð! Staðgreiðslu-afsláttur! Góðir greiðsluskilmálar! RAFTÆKJADEILD SuSurlandsbraut 32 — Sími 86500 Þriðjudagur 6. nóvember 1973 Þriðjudagur 6. nóvember 1973

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.