Alþýðublaðið - 11.12.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.12.1973, Blaðsíða 3
Að hlaupa rétt á skeiðvellinum Stjórn Prestafélags tslands sendir eftirfarandi bréf: ,,t Alþýðublaðinu, miðviku- inn 5. desember s.l. birtist greinarkorn a forsiðu i rauðri umgjörö með þessari yfirskrift: Prestar deila um Mammon. Hefst greinin á þessari yfirlýs- ingu séra Sigurðar Hauks Guð- jónssonar, sóknarprests i Lang- holtsprestakalli i Reykjavik: ,,Það er engin launung, að starfsbræður minir i prestastétt hafa margir legiö mér á hálsi fyrir að taka ekki greiðslur fyrir aukaprestsverk, svo sem skirn- ir og fleira, og þaö er ömurleg staðreynd, aö peningaástæður skuli rýra samstarf presta á Reykjavikursvæðinu og skaða það.” 1 blaðinu segir, að tilefni þessa viðtals við séra Sigurð hafi verið það, að lesendur blaðsins hafi að undanförnu bent á, að prestar taki misjafn- lega mikið fyrir aukaverk sin og hafi séra Sigurður verið nefndur „sem dæmi um mann, sem ekki tæki fyrir” (sic). Margur hefur hnotiö um minna en þetta. Séra Sigurður Haukur tekur ekki fyrir auka- verk, en aðrir prestar gera það. En blaðið er þó ekki með þessari fullyrðingu aö ljóstra upp um neitt misferli hjá prestum al- mennt, enda það ekki tilgangur séra Sigurðar eða blaöamanns- ins. Þeir vita báðir, að með lög- um er sóknarprestum heimilt aö taka sérstaka þóknun fyrir aukaverk, og meira en heimil- að, þvi að sóknarprestum er skipað tveim launaflokkum neð- ar i launastiga en þeim ber að vera samkvæmt starfsmati, vegna tekna af aukaverkum. Þessar tekjur eru þvi óum- deilanlegur hluti launa þeirra, — aldagömul hefö þar að auki. Séra Sigurður Haukur hefur um 10 ára skeið þjónað Lang- holtsprestakalli ásamt öðrum presti, séra Areliusi Nielssyni, sem hefur þar þjónað i 21 ár. Séra Sigurður hefur einnig unnið trúnaðarstörf fyrir stétt sina, verið i stjórn Prestafélags tslands og fulltrúi i B.S. R.B á sinum tima. Er honum þvi vel kunnugt um hagsmuna- og launamál stéttar sinnar, og hvaö prestum hefur áunnist i launakjörum og hverjir hags- munir hafa af þeim gengið á undanförnum árum. Hinsvegar verður það að segj- ast, aö séra Sigurður Haukur hefur ekki, aö okkur reki minni til, haft sig neitt i frammi um það, að prestar hafni hluta launa sinna, aukatekjum, enda þótt hægust heföu verið fyrir hann heimatökin, þegar hann átti sæti i st jórn Prestafélags ts- lands, og fjallaöi um kjara- og hagsmunamál prestastéttarinn- ar. Um „launamisrétti”, sem prestar verða fyrir, sjáum viö ekki ástæðu til að fjalla aö sinni, enda máliö viðfeðmt og á þvi margar hliöar og ekki á valdi presta einna að fá á þvi leiðrétt- ingu.ef um óréttlæti er að ræða. Það er misskilningur hjá séra Sigurði eða blaðamanninum, þegar séra Gunnar Arnason, fyrrverandi prestur i Kópavogi, er tilnefndur „sem dyggur stuðningsmaður þeirrar stefnu", að prestar hefðu jafnar tekjur og tækju ekki fyrir auka- verk. Það var alls ekki þetta, sem vakti fyrir séra Gunnari og fleiri góðum mönnum, heldur það að koma innheimtu fyrir aukaverk presta i annaö form en er og verið hefur. A kirkju- þingi árið 1968 var kjöpin þriggja manna nefnd til þess að undirbúa þetta mál, og var niðurstöðum nefndarinnar siðar vísað til kirkjuráðs árið 1970, cn málið hefur enn ekki verið af- greitt þaðan. Stjórn Prestafélags íslands veröur þvi miður aö upplýsa þaö, að séra Siguröur Haukur hefur ekki, að þvi er við best vit- um og sannast, gert neitt til þess eða unniö að þvi, að prestar fórnuðu aukatekjum sinum, og hefði hann þó hæglega getað þaö, ef áhugi heföi verið fyrir hendi, annaðhvort á meðan hann var i kallfæri við stéttar- bræður sina, eða siöar. Af einhverjum ókunnum á- stæöum hefur hann hvorki séð sér fært að sækja aöalfundi Prestafélags Islands á undan- förnum árum né mánaðarlega fundi meöstarfsbræörum slnum á Reykjavikursvæöinu, en það heföu verið tilvalin tækifæri fyr- ir hann til að koma á framfæri viö þá skoðunum sinum og á- hugamálum. Aö séra Sigurði hafi verið leg- iðá hálsi af stéttarbræðrum sin- um fyrir það að taka ekki greiðslur fyrir aukaverk, könn- umst við ekki við, enda má full- yrða, aö prestum hafi verið ó- kunnugt um það, að svo hafi veriö, eða að svo sé. Um áhuga séra Sigurðar Hauks á samstarfi við starfs- bræður sina, -,,um kapphlaup um vinsældir með viöeigandi leiðinda áróöri, ef nokkrir prestar reyndu að vinna sér inn sem mest með aukaverkum”, vill stjórn Prestafélagsins segja þetta: Æskilegt væri og heilladrýgst, bæöi prestum og söfnuðum, að sóknarprestar eða prestar viö- komandi prestakalls ynnu ein- huga saman aö þjónustu við söfnuð sinn, en litu ekki á Stór-Reykjavikursvæðið sem akur sinn. Reykjavikurprestar hafa látið það afskipta- laust, illu heilli vafalaust, að utanbæjarprestar hafi unnið aukaverk þeirra, — „vinsælir” prestar, góðir menn, sem þvi miður hafa ekki gert sér fulla grein fyrir þvi, að með þvi gætu þeir sljóvgað safnaðarvitund sóknarbarna annarra sóknarpresta. Um kapphlaup presta, — hver mest hefur hlaupið og lengst seilst i þessari þjónustu viö al- menning, verður hver einstakur prestur að gera upp viö sjálfan sig. Það getur hver gert með þvi að athuga kirkjubækurnar, sem hann skráir i þau prestsverk, er hann vinnur. Og að lokum vildum við mega vekja athygli félaga Prestafé- lags Islands, þjónandi presta, á þessum orðum Páls postula: „Vitið þérekki, að þeir sem á skeiðvellinum hlaupa, hlaupa aö sönnu allir, en einn fær sigur- launin? Hlaupið þannig, að þér getið hlotiö þau.” Það stendur sem sé ekki á sama, hvernig hlaupið er eða hvert. Stjórn Prestafélags Is- lands telur, að prestum beri aö gæta þess, að þeim fatist ekki á skeiövellinum, að þeim veröi það ekki á að hlaupa of mikinn með lítilli skynsemi og fyrir- hyggju. Islenskir prestar hafa ekki legiö séra Sigurði Hauki Guð- jónssyni á hálsi fyrir neitt, — þeir bera hvorki til hans kala né öfundarhug svo kunnugt sé. En eitt má þó fullvist telja, að allir vilji þeir, að þegar á skeiðvöll- inn kemur, séu menn undir sjálfsaga, er þeir ganga til leiks, svni þar fagran og hreinan stil i iprótt sinni, enda vitum vér all- ir, að það er skilyrði dómnefnd- ar fyrir veitingu siguriaunanna. „Codex eticus” presta er góð- ur leiðarvisir um leikreglur.” PRJÓNASTOFA KRISTÍNAR JONSDOTTUR, NÝLENDUGÖTU 10 ALLAR FRAMLEH9SLUVÖRUR OKKAR ÁVALLT SELDAR Á VERKSMIDJUVERDI. PRJÓHAFATHADUR Á ALLA FJQLSKYLDUHA. - OPH) Á VENJULEGUM VERZLURARTÍMA. Þriöjudagur 11. desember 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.