Alþýðublaðið - 11.12.1973, Blaðsíða 11
Iþróttir
Þjálfaramálin
Víkingur og
ÍA ráða enska
Fulltrúar Víkings og Akra-
ness eru komnir frá London,
og var í ferðinni gengið frá
ráðningum enskra þjálfara
fyrir b®öi þessi lið. Þannig
hafa öll lið i 1. deild nema
Akureyri ráöiö sér þjálfara,
og ljóst er að a.m.k. sex er-
lendir þjálfarar verða hér við
þjálfun á næsta ári.
Akurnesingar hafa þegar
ritaö undir samning við mann
að nafniGeorgeKirby. Hann er
nokkuö þekktur I Englandi,
var m.a. framkvæmdastjóri
Watford i fyrra, en var rekin
þaðan vegna þess hve illa liö-
inu gekk, en það féll úr 2. deild
niður I 3. deild. Er Kirby reynd
ar enn á launum hjá félaginu.
Kirby hafði góð meðmæli.
Víkingar eru meö tvo menn I
takinu, Antony Sanders og
David Pleat. Báðir hafa þeir
náð góðum árangri, einkum þó
Sanders, sem leitt hefur á-
hugamannaliðið Skelmersdale
til margra sigra. Hafði hann
t.d. Steve Highway og Brian
Hall (báðir nú I Liverpool) eitt
sinn i sinni þjónustu.
Þjálfararnir hefja störf
fljótlega eftir áramót.
Staðan
Staðan i 1. deild tslandsmóts-
ins i handknattleik er nú
þessi:
FH 5 5 0 0 116-83 10
Valur 5 4 0 1 100-88 8
Haukar 6 2 2 2 117- 123 6
Fram 5 1 3 1 93-92 5
Vik. 5 2 0 3 103-105 4
Arm. 5 1 1 0 72-76 3
Þór 5 1 1 3 85-102 3
tR 6 114 112-129 3
Þessir eru markhæstir:
Hörður Sigmarss., Haukum,38
Gunnar Einarsson, FH, 34
ÁgústSvavarsson, IR, 32
Viðar Simonarson FH, 32
Gisli Blöndal, Val, 31
Axel Axelsson, Fram, 30
EinarMagnússon, Vik., 30
Vilhj. Sigurgeirsson, IR, 29
Sigtryggur Guðlaugs., Þór, 28
Ólafur Olafsson, Haukum, 24
Hörður Kristinsson, Arm., 22
Stefán Jónsson, Haukum, 22
Þorbjörn Jensson, Þór, 20
Gunnar Einarsson var besti maöur FH i leiknum. Hér sést hann skora eitt marka sinna. Myndina tók
Jón E. Guöjónsson fyrir Alþ.bl. en aörar myndir á siðunum tóku Friðþjófur og Smarsi.
Þórsarar áttu ekki svar og...
FH ER ENN OSIGRAD
Annar heimaleikur Þórsara fór fram s.l.
föstudagskvöld. Að þessu sinni voru andstæð-
ingarnir F.H. Leikurinn var bráðskemmtilegur,
einkum fyrri hálfleikurinn, sem var Ijómandi
vel leikinn af báðum liðum.
Leikurinn var ekki gamall
þegar fyrsta markið var stað-
reynd. Gunnar Einarsson skor-
aði úr viti fyrir F.H. Þessi stór-
góði leikmaður átti eftir að
koma meira við sögu, hann átti
hreint stórkostlegan leik. Hrað-
inn var mjög mikill i byrjun og
bæöi liðin höfðu ágæt tök á
leiknum. Til marks um hraðann
er, að staðan eftir 11 min. var
6—5 Þór i vil, og það án þess að
slakri markvörslu væri um að
kenna.heldur stórgóðum leik að
þakka.Hraðannlægöi heldur um
miðbik hálfleiksins, en fjörgað-
ist siðan á ný undir lokin. Sið-
ustu tiu min. hálfleiksins tóku
F.H.-ingar fjörkipp, og voru
fjórum mörkum yfir i hálfleik
13—9. Einkum reyndist Ólafur
Einarsson Þórsurum erfiöur
undir lokin. Ahorfendur, sem
nær allir voru á bandi Þórs,
lifðu þó enn i þeirri von að þeim
tækist að rétta hlut sinn, en sú
von brást, F.H. hélt áfram að
auka forskot sitt, og leiknum
lauk með sigri þeirra 24—16.
Eins og fyrr getur, var leikur.
þessi lengi framan af prýðilega
leikinn, algjör andstaða leiks
Þórs og Ármanns sem leikinn
var á dögunum. Eins og áður
hefir fram komið er lið F.H. af-
ar sterkt, mun sterkara heldur
en menn þorðu að vona i upphafi
mótsins. Kraftur og dugnaður
eru einkennandi fyrir leik þess,
svo og þroskuð samvinna. Þó er
það svo, að tveir leikmenn eru
mjög afgerandi, þeir Gunnar
Einarsson og Viðar Simonar-
son. Kraftur þeirra og útsjónar-
semi er einstök.
Þaö sem helst háir liði Þórs
er, hversu breiddin er litil. Af-
Árni norður
Leikur hann með
ÍBA næsta sumar?
Arni Stefánsson, hinn kunni
markvörður Akureyringa I
knattspyrnu, mun vera hættur
námi við Háskólann, a.m.k. i
bili, og er kominn til Akureyr-
ar að nýju.
Hann mun vinna þar i vetur,
og jafnframt leika með meist-
araflokki KA I handknattleik.
Lék hann reyndar báða leiki
KA um helgina. óvist er enn
hvort hann leikur með Akur-
eyringum I knattspyrnunni
næsta sumar, en þó eru taldar
á þvi töluverðar likur.
leiöing þess kom glöggt fram i
þessum leik, þar sem sömu
mennirnir léku nær allan leik-
inn. I hægari leik en þessum, er
mögulegt að halda sama liði
inni á heilan leik. Eftir hinn gif-
urlega hraða sem var i byrjun,
slökuðu Þórsarar nokkuð á,
enda ekki eðlilegt að sömu leik-
menn haldi slikum hraða
hvildarlaust. Sigtryggur og
Þorbjörn eru þeir leikmenn sem
F.H. hafði sérst. gætur á, en viö
þaö losnaöi um aöra. Þeir tveir
voru ágætir svo og Benedikt og
Arni Gunnarsson, þó svo hinn
siöarnefndi geri sig oft á tiðum
sekan um óþarfa skyssur.
Mörkin: F.H. Gunnar 7 (3v),
Þórarinn 4, Viðar 3, Auðunn 3,
Arni, Birgir, Gils og Jón Gestur
eitt hver. Birgir Finnbogason
værði mark F.H. allan timann
all vel. (Hjalti lék ekki með).
Þór, Sigtryggur 4 (2v), Benedikt
4, Aðalsteinn 3, Arni 2, Jón, Þor-
björn og ólafur eitt hver.
Tryggvi varði mark Þórs allan
leikinn og gerði marga fallega
hluti.
Þaö var sama upp á teningn-
um I þessum leik sem i fyrri
leikjum mótsins, dómgæsla var
afar fálmkennd, án þess þó að
annaö liðið hagnaðist umfram
hitt. Dómarar voru Haukur
Hallsson og örn Pétursson.
Sigb.
Klikkun gaf 55þús.!!
Keflvikingur einn datt heldur betur i lukkupottinn um helgina.
Hann reyndist nefnilega eiga tvo af þremur seölum meö 12 réttum
leikjum i getraununum. „Við erum helst á þeirri skoðun aö það
hafi orðib klikkun I kerfinu hjá honum, og þannig hafi hann óvart
verið meö tvær raðir alveg eins”, sagöi staríÉmaöur hjá Getraun-
um í gærkvöld.
Og þetta var sannarlega
„klikkun” i lagi, þvi i stað þess
að fá 195 þúsund i sinn hlut, fær
maðurinn 250 þúsund. Þriðji
aðilinn, sem er Akureyringur,
fær i sinn hlut 129,500 krónur.
15 raöir fundust með 11 rétta
leiki, og hefur hver 11,100 krón-
ur í sinn hlut. Seldar raðir voru
44,500 og potturinn 556 þúsund
krónur, og er þaö lækkun frá
fyrri viku.
Úrslit leikjanna urðu annars
þessi. Leeds og Liverpool unnu
sannfærandi sigra, og er Leeds
stöðugt aö treysta stöðu sina,
þrátt fyrir mikil meiðsli -leik-
manna.
1 Birmingham-Newcastle 1-0
1 Chelsea-Leicester 3-2
1 Coventry-Wolves 1-0
x Derby-Arsenal 1-1
2 Everton-Liverpool 0-1
2 Ipswich-Leeds 0-3
x Manch. Utd.-Southampton 0-0
x QPR-Sheff.Utd. 0-0
1 Tottenham-Stoke 2:1
1 West Ham-ManCity 2:1
1 Sunderland-Aston Villa 2:0
MÁLFÖT
Aldrei fallegri
efni en nú
Urvals
klaeðskerar
Einnig
LAGERFÖT
lUtinta
KJÖRGARÐI
Þriöjudagur n. desember 1973.
o