Alþýðublaðið - 13.12.1973, Side 1

Alþýðublaðið - 13.12.1973, Side 1
□ Frétta- stjóri eða ekki Blaðíð seni þorir JOLABOKALISTINN NU hefur jólabókasalan breyst þannig siðan Al- þýðublaðið birti fyrsta listann yfir vinsælustu bækurnar, fyrir viku, að mun fleiri titlar seljast en áöur, og erfiðara er að raða þeim niður i sæti eft- ir sölunni. Þó er ljóst, að nú er það Mannleg nátt- úra undir Jökli þeirra Þórðar á Dagverðará og Lofts Guðmundssonar, sem selst best, en bók Guðrúnar A. Simonar og Gunnars M. Magnúss., „Eins og ég er klædd”, er nú uppseld og fellur þvi út úr listanum. En það stendur þó eftir sem áður, að sú bók er lang mest selda bókin i ár. Þannig litur listinn yfir mest seldu bækurnar þessa vikuna. Tölurnar innan sviga merkja sætin, sem bækurnar skipuðu i siðustu viku. MANNLEG NATTURA 1. Mannleg náttúra undir Jökli (Þóröur á Dagverðará/Loftur Guðmundsson)> (9) 2. Eldgos I Eyjum (Arni Gunnarsson) (5) 3. Landamæri Lifs og dauöa (Alistair McLean) 4. -5. Vestmannaeyjar, byggð og saga (Guðjón Armann Eyjólfsson) (0) og Frá Washington til Moskva (Emil Jónsson) (3-4) 0. Stungið niður stilvopni (Gunnar Benediktsson) (7-8) 7. Ragnheiður Brynjólfsdóttir (Guðrún Sigurðardóttir) (2) 8. Hættulegur arfur (Teresa Charles) (10) 9. -10. Leiðin til lifs án ótta (Norman Vincent Peale) (0) og Huldufólk (Arni óla) (0) Listinn er þannig unninn, eins og áöur, að hringt var i 10 bókaverslanir i Reykjavik, Kópavogi, Hafnarfiröi og á Akureyri. □ Kaupmannahöfn likist draugaborg „Kaupmannahöfn er eins og draugaborg um helgar”, sagði maður, sem nýkominn er þaðan úr stuttu ferðalagi. Sú var tiðin, að Kaup- mannahöfn var nefnd Paris Norður-Evrópu. Nú er svo komið vegna oliu- skömmtunar. að allar liinar venjulegu ljósa- skreytingar, auglýsingar sem annað, eru nú að mestu bannaðar, en strætisvagnar og leigubil- ar fara þó ferða sinna að mestu eins og áður. Þessar neyðarráðstaf- anir sctja nú svo mjög svip sinn á þessa gleði- borg norðursins, að hún er ekki svipur hjá sjón, og þrátt fyrir það, að veit- ingahús eru rekin einsog ekkert hafi i skorist, er Reykjavik með sinu þjónaverkfalli, samt sem áður, bjartari og líflegri en Kaupmannahöfn til að sjá. HÉR UM HELMING Kóstureyðingum hefur fjölgað um helming siðari hluta þessa árs, miðað við sama tima i fyrra, og ef fram vindur sem horfir, verða þær á þriðja hundr- að i ár, en voru 150 allt árið i fyrra. Ólafur ólafsson land- læknir, sagði i viðtali við blaðið, að þetta virtist standa i grcinilegu sam- bandi við frumvarp til laga um frjálsari fóstur- cyðingar, en hingað til hafa tiðkast. Tekið skal frain. að i ofangreinduni tölum eru ekki taldar með þær mæður, sem feiígið íiafa rauðu hunda á með- göngulimanum, og þess- vegna fengið fóstureyð- ingu. Guðmundur Jóhannes- son. yfirlæknir, tók i sama streng og landlæknir, og sagöi, að frá janúar til júli, hafi ekki verið að merkja ncina fjölgun frá i fyrra.en upp úr þvi hafi stökkiö hinsvegar komið. llafi 02 fóstureyðingar verið framkvæmdar á þeim tima. en 02 framkvæmdar næstu þrjá mánuðina á f æ ð i n g a r d e i 1 d i n n i i Iteykjavik, 20 i októher og 23 i nóveinber, svo ekkert lát virðist á þessari þróun. Þess má geta, að fóslur- eyðingum liefur fjölgað gifurlega i Sviþjóð, eftir að fóstureyðingarlöggjöfin var rýmkuð þar fyrir nokkriim árum, og sagði Guömuiidur i þvi sam- handi, að sú þróun virtist einnig ælla að verða hér. jafnvcl á ineðan frum- varpið væri á umræðu- stigi, en sem kunnugt er. er það ekki afgrcitt sem liig frá Alþingi. Að lokum gat hann þess, að það væri álit ýmsra sænskra lækna og þjóð- félagsfræðinga, að rýmk- un á fóstureyðingarlög- gjöfinni hefði i fiir með sér niinna aðhald i getnaðar- vörnum. og þvi fleiri ó- tiinahærar þunganir. Væri þvi jafnvel verið að skapa enn ineiri vanda, en verið væri að leysa, þar sem fóslureyðing gæti haft al- varlcgar afleiðingar i för með sér. Sambandsleysi rikir á milli ritstjórnar Timans og framkvæmdastjórans, sem þó vill sfst af öllu, að það gerist. Þessi ályktun er dregin af þvi, að hann neitar eindregið að Helgi Jónsson (sonur Jóns Helgasonar, ritstjóra), sem verið hefur blaða- maður við Timann siðan i sumar, hafi verið gerður að fréttastjóra við blaðið. Sú fullyrðing hans stang- ast þvi nokkuð á við þá staðreynd, að blaðamenn Timans voru að þvi spurð- ir ekki alls fyrir löngu, hvort þeir gætu sætt sig við^að Helgi yrði gerður að fréttastjóra. Fáir munu hafa svarað nokkru til og Helgi þvi settur i embætt- ið. Um leið var Oddur Ólafsson, einn reyndasti blaðamaður Timans, gerður að „vinstri hönd” Jóns ritstjóra, en Helgi að „þeirri hægri”. | | Nýtt 1900 manna hverti á Akureyri Fyrir áramót á að ljúka skipulagningu nýs 1900 manna hverfis á Akureyri. Þetta nýja hverfi er i svo- nefndu Glerárhverfi, norðan núverandi byggðar og vestan Hörgárbrautar. t hinu nýja skipulagi er gert ráð fyrir lóðum fyrir 100 einbýlishús, 260 ibúðir i fjölbýlishúsum og 180 Ibúðir i raðhúsum. Sam- tals yrðu þetta 540 ibúðir á 20 hekturum. Alvarlegasta árás á verkalýöshreyfinguna til þessa — segja flugfreyjur SKRIFSTOFUFOLK í FLUGVÉLARNAR Loftleiðir hafa hafið þjálfun starfsfólks af skrifstofum sinum og fleirum til öryggisgæslu i flugvélum, eða til að gegna hlutverki flug- freyja, sem boðað hafa til vinnustöðvunar á mið- nætti. Þetta staðfesti Kristján Guðlaugsson, stjórnarfor- maður Loftleiða, i viðtali við forystumenn ASI i gær. Samningafundur hófst með flugfreyjum i gær- kvöldi, en fyrir fundinn voru samningsaðilar von- litlir um samkomulag, og bjuggust við verkfalli. Magnús L. Sveinsson skrifstofustjóri Verslunar- mannafélags Reykjavik- ur, sem hefur verið flug- freyjum til aðstoðar i samningunum, sagðist einnig hafa heyrt, að Flug- félag lslands hafi leitað liðsinnis nema við Háskól- ann, og boðiö þeim vinnu i jólafriinu. Ættu þeir að fá eins dags þjálfun þ.e. i dag. Sagði hann, að ef úr þessu yrði, væri þetta ein- hver alvarlegasta árás á verkalýðs.félögin frá stofn- un, og væri ekki mál flug- freyjanna einna, heldur allrar verkalýðshrey f- ingarinnar. Erla Hatlemark, for- maður Félags flugfreyja, sagði i gærkvöldi, rétt áð- ur en sáttafundur hófst að nýju, að hún teldi alls ekki, að flugfélögunum tækist að koma þessum áformum i framkvæmd. —• l banda- riskum loftferðareglum, sem a.m.k. Loftleiðir verða að fylgja, sagði Erla, — er skýrt tekið l'ram, að 5- 6 flugfreyjur verði að vera i þeim vél- um, sem gerðar eru fyrir 250 farþega. Þá segir og i kjarasamningum okkar, aö okkar störf megi aðeins vinna félagar i flugfreyju- félaginu. Hótar ASI flugfélögunum stöðvun eldsneytisafgreiðslu ? Alþýðublaðið hefur það eftir áreiðanlegum heim- ildum, að forseti Alþýðu- sambandsins hafi varað forstjóra Loftleiða mjög alvarlega við afleiðingum þess, ef félagið gripi til þeirra ráða, að manna vélar sinar með eigin starfsliði, öðru en flug- freyjum, ef til verkfalls kæmi. Er talið, að viðbrögð Al- þýðusambandsins verði þau, ef til kemur, að stöðva þegar i stað elds- neytisafgreiðslu til flug- véla Loftleiða i Keflavik, og leita jafnframt sam- stöðu verkalýðsfélaga i Luxemburg og Bandarikj- unum um samræmdar að- gerðir að þessu leyti. □ ÆGIR ENDURBÆTTUR FYRIR HIN MIKLU ÁTÖK Á MIÐUNUM Sérfræðingar frá MAN verk- smiðjunni i Þýskalandi hafa unniðað þvi um borð i varöskip- inu Ægi allt frá siðustu mánaða- mótum að gera endurbætur á vélum skipsins, og um leiö gera við ýmsar bilanir. Endurbætur þessar eru i þvi fólgnar.að götin fyrir bölta.þá, sem halda saman „haus” og „svuntu” stimplanna eru boruð út i þvi skyni, aö boltarnir hafi meiri þenslumöguleika, þegar þeir hitna. Er þessum endurbót- um ætlað að auka endingu vél- anna og þola betur hin gifurlegu átök, sem þeim eru boðin, þegar skipið er við skyldustörf sin. Stimplarnir voru einnig myndaðir með röntgentækjum til að ganga úr skugga um, að þcir væru i lagi, en borið hefur á þvi i nokkrum skipum með sömu gerð stimpla, að sprungur hafa komið fram i þeim.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.