Alþýðublaðið - 13.12.1973, Side 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála-
ritstjóri Sighvatur Björgvinsson.
r i Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
aiþýOII Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs-
son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður
S H STilTfil FreVsteinn Jóhannsson. Aðsetur rit-
lllnllllll stiernar' Skípholti 19. Sími 86666. Af-
** * greiðsla: Hverfisgötu 8-10. Sími 14900.
Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími
86660. Blaðaprent hf.
Úsæmileg fjárlagaafgreiðsla
í gær kom fjárlagafrumvarp rikisstjórnar-
innar til 2. umræðu. Þá var kominn 12. desem-
ber og ekki tiu starfsdagar eftir á Alþingi.
Fjárlagafrumvarpið var næstum þrisvar sinn-
um hærra en fjárlög voru, áður en stjórn Ólafs
Jóhannessonar tók við völdum. Við meðferð
fiárveitineanefndar milli 1. oe 2. umræðu urðu
þau enn hækka um 650 millj. kr. Fulltrúi Al-
þýðuflokksins i fjárveitinganefnd Jón Ármann
Héðinsson, lýsti þvi á Alþingi i gær, að þessi
fjárlög væru mestu verðbólgufjárlög, sem um
getur. Allar tölur þenjast út vegna verðbólg-
unnar. En athyglisverðast er þó hitt, að tiu
dögum áður en þingmenn fara i jólafri, hefur
rikisstjórnin engar tillögur fram að færa um,
hvernig tekjur rikisins eigi að vera til þess að
mæta mestu útgjöldum, sem um getur. Rikis-
stjórnin er ekki enn búin að sýna tillögur sinar
um tekjuhlið fjárlaganna.
Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram,
gerði stjórnin ráð fyrir að mæta auknum út-
gjöldum með hækkun söluskatts um tvö stig.
Hafði rikisstjórnin eflaust hugsað sér, að sú
söluskattshækkun næði fram að ganga án þess
að til hennar yrði tekið tillit i kaupgjaldsvisi-
tölu. Hún ætlaði sér m.ö.o. að hafa tvö visitölu-
stig af launþegum. Ráðherrarnir hafa nú lik-
lega látið af þessari fyrirætlun vegna eindreg-
innar andstöðu verkalýðshreyfingarinnar.
Hins vegar var fjárlagafrumvarpið við það
miðað, að tekjuskatturinn yrði óbreyttur og
skattpining almennings héldi áfram. Nú munu
kröfur verkalýðshreyfingarinnar hafa hrakið
rikisstjórnina af þeirri óheillabraut og hún
vera að reyna að koma saman einhverjum til-
lögum um lækkun tekjuskatts. En ráðherrarnir
og stuðningsflokkar rikisstjórnarinnar virðast
ekki geta komið sér saman um neitt i þessum
efnum. Þess vegna er fjárlagafrumvarpið ekki
nema hálfgert, þegar það kemur til 2. umræðu.
Gjöldin eru ákveðin. En enginn veit, hverjar
tekjurnar eiga endanlega að verða. Þetta eru
hneykslanleg vinnubrögð.
i fyrradag lagði rikisstjórnin fram einfalt
frumvarp um framlengingu lagaákvæða um
launaskatt. Það þarf að samþykkja það fyrir
jól. Formaður Alþýðuflokksins Gylfi Þ. Gisla-
son benti á, að furðulegt væri, að slikt frum-
varp skyldi ekki vera lagt fram fyrr en á sið-
ustu starfsdögum þingsins á árinu. Enginn
vandi hefði átt að vera að leggja það fram i
þingbyrjun. Daginn áður hefði verið lagt fram
frumvarp um tollskrá, sem væri á þriðja
hundrað siður, og ættu nýju tollarnir að taka
gildi 1. janúar næstkomandi, þótt þingið gæti
augljóslega ekki lokið afgreiðslu málsins fyrir
áramót. Taldi Gylfi, að hvort tveggja sýndi, að
rikisstjórnin hefði engin tök á stjórn mála.
JOLAFUNDUR
Kvenfélag Alþýöuf lokksins i Reykjavik
heldur JÓLAFUND i kvöld kl.
20,30 i Félagsheimili prentara að Hverfisgötu
21.
Félagskonur sjá um vandaöa jóladagskrá að
venju.
Mætiö vel og stundvíslega.
Stjórnin
Helgi Sæmundsson skrifar um bækur
Útilegubörn í
mannabyggð
Stefán Júliusson: Haust-
ferming. Skáldsaga. Set-
berg. Reykjavík 1973.
Stefán Júliusson gerir ekki
endasleppt við vandræðabörnin
svokölluðu. llaustferming telst
á ytra borði athyglisverð hlið-
stæða Sólarhrings / endaþótt
vandræðabarnið þar væri piltur
en sé hér telpa. llaustferming
gerist og i reykvisku þéttbýli á
Íiðandi stund alveg eins og
Sólarhringur. Að öðru leyti eiga
sögurnar fátt sameiginlegt, þó
þær reynist hvor á sinn hátt
óræk sönnun þess , hversu
Stefáni lætur að túlka mannræn
samfélagsmál i þjóðlifi nútim-
ans. Sólarhringur var kannski
nýstárlegri á sinum tima, en
Haustferming er sennilega list-
rænni að byggingarlagi og öllu
hraðskreiðari. Eg ætla,að báðar
þessar skáldsögur myndu
prýðilega til þess fallnar, að
þeim væri breytt i kvikmyndir.
Atburðarásin og boðskapurinn
er einmitt af þvi Jæi.
Ilaustferminggreinir frá sér-
vitrum en merkum og einstak-
lega samviskusömum barna-
kennara,Asgrimi að nafni. Hann
ræðst af góðsemi i þann vanda
ab ætla að kenna ungri en þrosk-
aðri telpu undir fermingu,af þvi
að hún neitar að ganga til
prestsins. Sólveig heitir hún og
er vandræðabarn,en eigi að sið-
ur mannsefni. Ásgrimur er ekki
öfundsverður af þvi að eiga aö
leiðbeina henni. Sólveig hleypur
iðulega útundan sér á nám-
skeiðinu og er orðin barnshaf-
andi eftir pilt ofan úr Borgar-
nesijþegar hún krýpur loks við
altarið til að staðfesta skirnar-
heit sitt. En samt rætist úr
þessu öllu saman. Asgrimi tekst
þetta ætlunarverk og sögunni
lýkur á þvi^að hann er i þann
veginn að taka saman við
Sigrúnu móðurSólveigaren hún
er ekkja og myndarmanneskja
og ólikt stilltari en dóttirin. As-
grimi kennara er einmitt þörf á
slikri samhjálp,sem af henni má
vænta.
Stefán Júliusson segir mæta-
vel þessa sögu. Haustferminger
næsta skemmtileg aflestrar, at-
burðarásin hröð en þó sennileg
og persónulýsingarnar skýrar
og sérstæðar,en samfélagsmál-
unum, sem um ræðir, eru
gerð nauðsynleg skil án nokkurs
þess áróðurs er lýtir helst til oft
pólitiskar sögur. Meginviðs-
fangsefnið sýnist i fljótu bragði
að rekja og skilgreina samskipti
Sólveigar og Asgrims til að lýsa
telpunni á glapstigunum, en
einhvernveginn ræður úrslitum
að lesandann grunar allt i einu
óvæntan en timabæran sam-
drátt Sigrúnar og Ásgrims.
Stefán leysir þann vanda svo af
hendifað fátitt mun i samtiðar-
bókmenntunum. Sá hluti sög-
unnar einkennist af hófsemi og
nærfærni höfundar,sem gerir til
sin strangar kröfur og kann
verk sitt ágætlega.
Mér dettur ekki i hug að meta
Ilauslfermingu mikils vegna
þess eins að hún hverfist um
brýnt samfélagsmál, sem vel-
ferðarþjóðfélagið gefur of lit-
inn gaum. Þar er aðeins um að
ræða tilefni sögunnar. Gildi
hennar felst sýnu fremur i þvi
að hún er snoturt og vandgert
listaverk. Ritleikni Stefáns hef-
ur sjaldan verið augljósari, en
hún er hér einganveginn þvilikt
aðalatriði og i frásögnum hans
af átthögunum og bernskudög-
unum i hrauninu við Hafnar-
fjörð eða þáttunum i Mörg cr
mannsævin. Vist ber einkum að
lita á Ilaustferm ingu sem
skáldskap eins og SólarhringjOg
seinni sagan virðist taka hinni
fyrri fram frá iistrænu sjónar-
miði|ef ástæða þykir að gera þar
upp á milli. Þær og snjöllustu
smásögur Stefáns Júliussonar
um táninga skera úr um, að
hann er i hópi frumlegustu og
vandvirkustu samtiðarhöfunda.
Mig grunar hinsvegar, að sá
árangur sé m jög sprottinn af þvi
að i Sólarhring og llaustfcrm-
ingu og hliðstæðum smásögum
fjallar hann um örlög, sem er
honum áleitnara umhugsunar-
efni en öðrum vegna þess að úti-
legubörnin i mannabyggðinni
gætu allt eins verið nemendur
hans frá liðnum árum og Ás-
grims kennara i llaustferm-
ingu.En við hin vitum naumast
af þeim fyrr en forlögin gera
vanda Sigrúnar að persónulegu
hlutskipti okkar og þá er farið
dult með slikt ólán.
ll.S.
Nýja konan hefur gert mig óöruggan 7
ÉG ER DEKRAÐUR.
— Ég er eftirlætisbarnið i
hjónabandi minu — og mér
leiðist það. Ég kynntist konunni
minni i háskólanum, en eftir að
við ákváðum að gifta okkur, fór
hún i kennaraskólann og gerðist
kennari. Hún varð að vinna
fyrir peningum, til þess að ég
gæti skrifað. Hún fórnaði sér
fyrir mig.
ÉG TRÚÐI Á
HJÓNABANDIÐ.
— Ég held, að sektarmeð-
vitundin sé orsök þess, hve
skilnuðum hefur fjölgað hjá
minni kynslóð. Konan varð fyrr
eða siðar að fá að vinna að eigin
áhugamálum.
— Ég hef i fleiri ár trúað á
hjónabandið, en nú er ég farinn
að efast, þvi að ég hef séð
ávextina af þvi.
Ég trúi á það, að fólk sé opin-
skárra hvort við annað og að
það geri tilraunir með lifsvenjur
sinar. Hvað eyða menn ekki
miklu fyrir „öryggið” og hvaöa
öryggi fá þeir? Er maður ekki
sjálfur hræddur og fjarri raun-
veruleikanum?
KONURNAR
HAFA GERT MIG
ÓÖRUGGAN.
Harðstjórn mannsins verður
að linna, segir Klaus Rifbjerg,
sem hefur gert málstað Rauð-
sokkanna að sinum málstað:
— Ég er sannfærður um það,
að frelsi það, sem er konunni
nauðsynlegt verður einnig frelsi
mannsins að lokum. Kven-
réttindahreyfingin nýja gefur
tilefni til ásteytingarefna. Hún
hefur gert mig óöruggan i minni
sök og þvi lit ég á málstað henn-
ar sem hlut, sem er þess virði að
berjast fyrir honum.
SKRIFSTOFUSTULKA
Alþýöuflokkurinn óskar aö ráöa skrifstofu-
stúlku. Góð vélritunarkunnátta er áskilin, en
auk þess þurfa umsækjendur aö geta unnið
sjálfstætt aö talsverðu leyti Launakjör sam-
kvæmt samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir Sighvatur Björg-
vinsson í síma 1-50-20 fyrir hádegi næstu daga.
Alþýöuf lokkurinn
FLOKKSSTARFIÐ
VIÐTALSTIMAR f RVÍK
Alþýöuflokksfélag Reykjavikur minnir á við-
tölin viö framámenn Alþýðuflokksins á hverj-
um laugardegi frá kl. 11—12 f.h.
Næsta laugardag veröur til viötals INGVAR
ASMUNDSSON, varaborgarfulltrúi i Reykja-
vik.
Viötölin eru á skrifstofu Alþýðuflokksins,
Hverfisgötu 8—10, simi 1-50-20.
Fimmtudagur 13. desember 1973
o