Alþýðublaðið - 13.12.1973, Side 7
FRÁ HOFI
Hjá okkur fáið þið feikna úrval af garni
fyrir handprjón, vélprjón og hekl.
Alla hugsanlega liti,
bæði fyrir vél- og handþvott. .
Handavinna fyrir veturinn:
veggteppi, púbar og klukkustrengir
meö gobelin- og demantsspori,
tvistsaumi og krosssaumi.
Svo eru Rýja- og Smyrnateppi,
bæöi ámáluö og úttalin, frá mörgum löndum.
Handavinnupakkningar til jólagjafa.
SENDUM t PÓSTKRÖFU.
Sfmar:
1-67-64 (garndeild).
1-91-33 (handavinnudeild).
HOF, Þingholtsstræti 1.
Kaffiumsjónarkona
Lögreglustjóraembættið óskar að ráða
kaffiumsjónarkonu frá 1. janúar n.k.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri
störf, sendist fyrir 20. þ.m.
Lögreglustjórinn i Reykjavik,
11. desember 1973.
„Eigi má sköpum renna”
eftir Harvey Fergusson, er nýkomin á
bókamarkaðinn. Hún var valin til birting-
ar af THE LITERARY GUILD, bók-
menntafélagi i New York, er hún fyrst
kom út, og telst það mikil viðurkenning.
Höf. er borinn og barnfæddur á þeim slóð-
um, er sagan gerist i suðvesturhluta
Bandarikjanna.
Lýsingar Harvey Fergusson á fólkinu,
sem sagan f jallar um, munu verða lesend-
unum ævinlega minnisstæðar.
Skotið á heiðinni og aðrar sögur dulræns
efnis kom út i sumar, telst III. bindi Sögu-
safns Rökkurs, en gefin út sem sjálfstæð
bók sem fyrri bindin.
Bækurnar fást hjá bóksölum.
Bókaútgáfan Rökkur, Flókagötu 15.
(Afgreiðslutimi eftir kl. 4 virka daga til
jóla)
Rafvirkjar
Oskum eftir að ráða mann i starf flokks-
stjóra II. Þarf að hafa sveinspróf i raf-
virkjun.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar um
starfið fást hjá rafveitustjóra. Umsóknar-
frestur er til 21. desember n.k.
Rafveita Hafnarf jarðar.
mm i
MIG OORUGGAN
Ég er minnst 26 manneskjur - ég hef
lifað 37 lífum og reikna með að lifa
a.m.k. 140 í viðbót... Þetta segir rithöf
undurinn KLAUS RIFBJERG, sem er
einhver mest lesni rithöfundur á Norður
löndum. Hann hyllir sífelldan kynþroska
aldur og stöðugar breytingar og segir:
„Tækifærissinni,
stórkaupmaður rit-
listarinnar” fussa fölu
ritskussarnir, sem lita
á mikinn lesendahóp og
flýti, sem vafasama
eiginleika hjá alvarleg-
um rithöfundi. Þessir
gáfuðu hreinlifismenn
eiga erfitt með að
fyrirgefa honum öll
verðlaunin og lesenda-
hópinn.
Klaus Rifbjerg, 43
ára, gulldrengur
danskra bókmennta,
hefur skrifað jafn-
margar bækur og árin
sem hann héfur lifað.
Nú eru voldugar prentvélar
Gyldendals að prenta skáld-
sögu, ljóðabók og smásagnarit
eftir hann. Kvikmyndahandrit,
sjónvarpsleikrit og umræðu-
greinum hrækir hann út úr sér,
meðan hann hugsar um næstu
bók slna, bernskuminningar úr
heimstyrjöldinni siðari.
ÉG ER EKKERT
KRAFTAVERK.
— Ég veit, að mörgum finnst
þetta skrýtið. Getur hann ekki
hætt? hugsa þeir. Og svo and-
varpa þeir eilitið vonsviknir: að
hugsa sér, það gekk vel einu
sinni enn! — Það er ekkert
kraftaverk! Ekkert undarlegra
en að verkamaður afkasti ein-
hverju daglega. Kannski er ég
hömlulausari en aðrir. Auk þess
er ég jú blaðamaður — og vanur
að þurfa að vinna hratt. Ég
skammast min fyrir að skrifa
ekki meira — hugsið ykkur,
hvað Mozart afrekaði fyrir
dauða sinn, 33 ára gamall!
HANN SKRIFAR SVO
MARGAR BÆKUR.
Hann skrifar svo margar
bækur, að nafnið eitt bók virkar
eins og sprengjuhleðsla.
Þegar hann var fimmtán ára
skrifaði hann opinskátt um kyn-
ferðismál — það var áður en
klámaldan hófst og þá þurfti
ekki mikið til. Það hneyksluðust
allir á honum.
Kvikmyndin Helgin var talin
hneykslanleg og ekki var álit
manna á honum skárra, þegar
hann hæddist að dönskum
stjórnmálamönnum og lét sjálfa
drottninguna lenda i ástarævin-
týri með forsætisráðherra Svi-
þjóðar (i skáldsögunni Marz
1970;.
Rifbjerg hefur verið kallaður
„mytogen”, en með þvi er átt
við mann, sem skapar um sig
þjóðsögur og mynd af honum
sem gáfuðum ,,play-boy” og
manni, sem vill frjálsræði i kyn-
ferðismálum skapar vegg milli
hans og lesendanna. Bækur
hans ná ekki alltaf réttum les-
endahóp. Sumir þykjast vita,
hvað halda skal um leið og þeir
sjá bókartitilinn.
og það líkar
mér vel
ÉG VIL KOMASTj í
SNERTINGU
VIÐ FÓLK.
Hann tekur þetta mjög sárt,
þvi að rithöfundurinn Rifbjerg
finnst i bókunum og hann vill
snertingu við aðrar manneskjur
eins og allir aðrir.
— Ég er félagslyndur, ég vil
komast i snertingu við fólk og
finna,aðeinhverjum þykir vænt
um mig. Einhverjum, sem mér
getur þótt vænt um — eða ég get
reiðst við. Það gildir það sama
um skriftir minar — það er
tjáningarform og ósk eftir and-
svari. Sumir verða annaö hvort
öskureiðir eða segja: þetta er
spennandi, þetta snertir mig.
Ég lit á það sem kraftaverk, ef
ég kem fólki til að hlægja.
— Ég held, segir hann, að all-
ar bækur minar séu um fólk,
sem býr yfir ómótuðum
draumi; sem aldrei hættir að
vona, að eitthvað leynist bak
við næsta horn.
—Það er sér oft ómeðvitað
um þennan draum, sem svo
gerist eitthvað óvænt, sem
breytir tilverunni: fólkið fær
sjónina og breytist úr saklausu
fólki i fullorðið.
S í F E L L T Á
KYNÞROSKAALDRI.
Fyrsta bók Klaus Rifbergs hét
„Sifellt á kynþroskaaldri* og
þetta nafn er eins og rauður 1
þráður i öllum bókum hans. 1
dag segir hann, að það að vera
sifellt á kynþroskaaldri sé að
„þroskast þægilega”. Bylting-
unni er ekki lokið, þótt sigur sé
unninn og enginn maður full-
þroska, fyrr en hann deyr.
— Fólk verður að vera
sveigjanlegt, en ekki staðan i
lifinu. Það verður sifellt að
gagnrýna sig sjálft eða eins og
Ibsen orðar það: „halda dóms-
dag yfir sjálfu sér.”
UM SPÁN
Skáldsaga hans i haust „Við-
vaningarnir” er um norræna
sakleysingja, sem komast i
kynni við raunveruleikann i ein-
ræðisriki Francos.
Rithöfundurinn veit um, hvað
hann er að tala, þvi að hann hef-
ur búið i hálft ár á Spáni, landi,
sem hann hefur laðast að allt frá
þvi, að hann var drengur. Hann
er hrifinn af tilfinningaseminni
og grimmdinni, skilum birtu og
myrkurs.
Hann hefur oft orðið að
verjast þeim, sem halda þvi
fram að menntaður sósialisti
geti ekki búið á Spáni.-Það
mikilvægasta er að svindla
ekki, segir hann. Það er ekki
það sama og að segja, ég vil
ekki vera með, ég vil ekki fara
þangað. Það finnst mér
heimskuiegt. Listamaður á ekki
að vera framandi i ókunnu um-
hverfi; hann verður að nálgast
sannleikann án þess að koma
með pólitiskar staðhæfingar.
Þvi að taki maður — eins og
vera ber — stjórnmál alvarlega
eins og menn eiga að taka
listina og lifið alvarlega — án
allrahátlðlegheita — þá hefur
maðurinn staðfest afstöðu sina
og berst gegn þvi, sem honum er
andsnúið. En þar með má
enginn gelda tilfinningarnar.
Það er púritanismi.
VANDAMÁL
HÚSMÓÐURINNAR.
Fyrir nokkrum árum siðan
kom út bók eftir Klaus Rifbjerg,
sem hét: „Lena Jörgensen,
Klintevej 4, 2650 Hvidovre” og
hún er um vandamál miðaldra
húsmóður. Það, sem gjörbreytir
lifi hennar er samband hennar
og þekkts rithöfundar, sem hún
skrifast á við.
I bókarlok er lif hennar breytt
vegna þess að hún hefur náð
tengslum við aðra menneskju.
Hún tekur upp baráttuna og fær
sér vinnu.
— Uppreisn hennar er ekki
furðuleg, það er engin uppreisn
eða bylting eins og Lenin vildi
hafa hana. En það er hreyfing i
rétta átt fyrir manneskju, sem
vill ekki lifa lifinu eins og það er
og reynir að breyta þvi.
— Þvibetur, sem maður skil-
ur lifið, þvi meira græöir maður
á þvi, segir Rifbjerg. — Það er
ábyrgð, að vera manneskja!
HANN VILL FÁ SVÖR
Sagan um Lenu Jörgensen
eins og skáldsagan, sem Rif-
bjerg skrifaði um dönsku
þjóðina um árið sýnir, hvað
hann telur samband rithöfundar
og lesanda mikils virði. Hann
vill fá hrein svör og hann fær oft
svar við kröfum sinum.
— Það eru helst konur, sem
skrifa, ef til vill vegna þess, að
ég hef skrifað mikið um konur.
En ég held lika, að það sé vegna
þess, að þær eru yfirleitt kúgað-
ar og ekki vanar að tjá sig, svo
þær gripa gæsina, þegar hún
gefst. Konan fær ekki útrás
fyrir mikla tilfinningalega þörf
sina i hjónabandinu, þvi að
maðurinn ýtir henni frá sér og
leitar útrásar i utanaðkomandi
hlutum. Henni finnst hún út-
skúfuö.
K O N A N E R
ÓHAMINGJUSÖM.
Klaus Rifbjerg segir, að hann
hafi nýlega lesið niðurstöður
rannsóknar sem sýni það, að
flestar konur séu óhamingju-
samar i hjónabandinu. Hann
heldur, að það sé vegna hlut-
verkaskiptingarinnar:
— Fólk heldur dauðahaldi i
gömlu hlutverkaskiptinguna.
Karlmenn eru óstjórnlega
dekraðir og samtimis óöruggir
um sjálfa sig kynferðislega.
Karlmanni finnst i sifellu, að
hann verði að gera eitthvað
markvert og hann bætir sér
getuleysið upp með þvi að koma
stærilætislega fram.
Framhald á 5. siðu.
BRENNANDI ÁSTARÞRÁ er eftir BODIL
FORSBERG höfund bókanna Ég elska að-
eins þig, Vald óstarinnar, Hróp hjartans,
Ást og ótti. Hrífandi og spennandi bók
um óstir og örlagabaróttu.
Francis Clifford
Ædisgenginn
flotti
Eftlr höfund
metsölubókarinnar
NJÓSNARl ÁYZTU NÖF
ÆÐISGENGINN FLÓTTI er enn ein snilld-
arbókin eftir FRANCIS CLIFFORD, höf-
und metsölubókanna Njósnari ó yztu
nöf, Njósnari í neyð, í eldlínunni. Franc-
is Clifford hlaut 1. verðlaun Crime Writ-
ers’ Association 1969.
HÖRPUÚTGÁFAN
Q
Fimmtudagur 13. desember 1973
Fimmtudagur 13. desember 1973