Alþýðublaðið - 15.12.1973, Qupperneq 2
BÆKUR TIL
BLAÐSINS
Barnabókabúdin Laugavegi 18
Við höfum stækkað Barnabókabúðina um helming,
þannig að nú er hægt að velja úr yfir 1000
titlum barnabóka í 100 fermetra sérverslun.
En við höfum ekki aðeins ótrúlegt úrval barnabóka
(líka á dönsku og ensku) heldur einnig mikið úrval þroskandi leik-
fanga fyrir lítil og stór börn, svo sem alls konar
raðkubba. (Legokubbar og Bilofix.)
Litabækur og litir. Dúkkulísur, Lúdó, Bingó, Matador og
púsluspil í miklu úrvali o. fl. o. fl.
m Bækur eru barna yndi.
JmL Barnabókabúóin
Laugavegi 18 — Sími 24240
SMYGLARI GUÐS
eftir bróður Andrew
í þýðingu Siguriaugar Árnadóttur
Þetta er sérstæd og' spcnnandi saga af ævintýramannin-
um Andrew, sem unnið' liefur að útbreiðslu orða Guðs í
öllum kominúnistaríkjunum. Hanu kemur biblíunni yfir
vígfgirt landamæri framhjá vopnuðum vörðum og prcdikar
í „neðanjarðar“-söfnuðum. Saga Andrews er saga af stöð-
ugum hættum er urðu á vegi liess manns, sem Icita'ði
þeirra í þágu Krists. Ilún hefur oiöið alþjóöleg metsölubók.
GLEÐILEG JÓL MEÐ GÓÐUM BÓKUM
ÖRN & ÖRLYGUR
Vesturgötu 42 — Sími 25722
SÝÐUR Á KEIPUM
Guðjón Vigfússon, skipstjóri á Akraborginni,
segir frá siglingum sínum og veraldarvolki og
misjöfnu mannlífi heima og erlendis.
Guðjón Vigfússon er mörgum kunnur. Fáir íslenzkir skip-
stjórar hafa skilað fleiri farþegum á fljótandi fjöl. Guðjón
ólst upp á blárri fátækt og gerðist farmaður, sem sigldi
í áratugi um heimsins höf. Af því er litrik saga og marg-
slungin, scm Gu'ðjón segir tæpitungulaust. Það sýður á
keipum og engin hætta að lesandanum leiðist lesturinn.
GLEÐILEG JÓL MEÐ GÓÐUM BÓKUM
ÖRN & ÖRLYGUR
Vesturgötu 42 — Sími 25722
Skáldsaga Matthildings
Djöflarnir er stutt skáldsaga
eftir Hrafn Gunnlaugsson, sem
er ný komin út hjá Almenna
bókafélaginu. Sagan fjallar um
ungan visindamann frá Reykja-
vik. sem fer upp i sveit að vinna
að rannsóknum. Þar hittir hann
unga stúlku, sem er ráðskona
hjá föðurbróður sinum og
,,gamlingja sem er blind-
ur".
Hrafn Gunnlaugsson er fædd-
ur 1948 og varð stúdent úr mála-
deild MR 1969. Siðan stundaði
hann nám i leikhúsfræðum við
háskólann i Stokkhólmi til
ársins 1973 og lauk þaðan fil.
kand. profi, en siðan stundaöi
hann nám við Dramatiska
Institutet i Stokkhólmi.
Hrafn Gunnlaugsson hefur
um sex ára skeið stjórnað út-
varpsþáttum, ýmist einn eða
með öðrum, og er þeirra
frægastur liklega ,,Beint útvarp
úr Matthildi". Leikrit Hrafns
hafa verið leikin i útvarp og
sjónvarp, nú siðast „Klámsaga
af sjónum,” sem hlaut viður-
kenningu i leikritasamkeppni
Leikfélags Reykjavikur i tilefni
af 75 ára afmæli þess. Hrafn
hefur auk þess ritað fjölda
greina i blöð og timarit og á sin-
um tima var hann einn ai
ritstjórum Nýkynslóðar. Ljóð
Harfns hafa birst biða, t.d. i
ljóðasöfnum eins og Nýjum
Gretti og Trúarlegum ljóðum
ungra skálda.
Dugar það til verðlauna?
Leikritið ,,Dominó” eftir
Jökul Jakobsson er nú komið út
hjá Almenna Bókafélaginu.
Jökull er löngu þjóðkunnur rit-
höfundur, ekki hvað sist sem
leikritaskáld. Sömuleiðis er
,,Dominó" vel þekkt frá þvi er
Leikfélag Reykjavikur flutti
það i fyrra, en það var frumsýnt
i Iðnó I júnimánuöi undir leik-
stjórn Helga Skúlasonar.
Þetta verk Jökuls er annað
tveggja islenskra skáldverka,
sem kemur til álita við úthlutun
rithöfundaverðlauna Norður
landaráðs að þessu sinni.
Hið nakta, grófa lif
,,Það sefur i djúpinu” eftir
Guðberg Bergsson er skáld
saga, sem út er komin hjá
Helgafelli.
Saga Guðbergs kann að vekja
ýmsum skelfingu vegna hins
nakta, grófa lifs, sem hún lýsir,
og er raunar óhugsandi, að
nokkur vilji taka það sér til
fyrirmyndar.
Hitt er liklegra, að lesendur
þessarar skáldsögu skilji betur
eðli betra lifs, ef þeir þora að
horfa með höfundinum á það lif,
sem hann lýsir.
Hraðkaup
Fatnaöur i fjölbreyttu úrvali
á alla fjölskylduna á lægsta
fáanlegu veröi.
Opiö: þriðjud., fimmtud. og
föstud. til kl. 10, mánud.,
miðvikud. og laugardaga til
kl. 6
Hraðkaup
Silfurtúni. Garöahreppi
v/Hafnarfjarðarveg.
Laugardagur 15. desember 1973