Alþýðublaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 5
Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit- stjórnar, Skipholti 19. Sími 86666. Af- greiðsla: Hverfisgötu8-10. Sími 14900. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími 86660. Blaðaprent hf. alþýðu Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála- ritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs- son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður VERÐBÓLGURÍKISSTJÓRN VIÐ VÖLD Þá hefur fjárlagafrumvarpiö verið tekið til annarrar umræðu á alþingi. Við þær umræður komu fram tillögur frá fjárveit- ingarnefnd, sem flestar eru beint eða óbeint skapaöar af rikisstjórninni, um Utgjalda- aukningu samtals að fjárhæð 650 m.kr. Eru þá útgjöld rikis- sjóðs komin upp i 28 þúsund milljónir króna, en það er 20% hækkun frá gildandi fjárlögum. Enn er þó eftir að slá botninn i frumvarpið og eru all-verulegir Utgjaldaliðir enn ókomnir. Er ekki fjarri lagi að áæætla, að endanleg niðurstöðutala verði eitthvað nálægt 20 milljörðum króna og lætur þá nærri, að fjár- lög hafi hækkað um 50% á milli ára. Það dylst þvi vist engum, að þau fjárlög, sem alþingi er nU aö burðast við að afgreiða, eru verðbólgufjárlög, — enda situr verðbólgurikisstjórn að völdum. SU rlkisstjórn hefur með öllu misst stjórn á þróun efnahags- mála þjóðarinnar, enda hefur islandi aldrei verið meiri en nU, ef striðsárin ein eru undanskil- in. Þrátt fyrir svo góðar ytri að- stæður, aö islendingar gætu vart óskað sér þær betri — griö- arlegar verðhækkanir á svo til öllum Utflutningsafurðum okkar — er á tslandi ástand eins og á styrjaldartimum. Svo ákaflega illa hefur rikisstjórnin notað þau mörgu og góðu tækifæri, sem stjórnendum landsins hafa boðist til þess að láta gott af sér leiða i efnahagsmálum þjóðar- bUsins. Það er heldur ekkert undar- legt þótt svona hafi farið. Kikis- stjórnin hefur ekkert reynt til þess að sporna við þeirri verð- bólguþróun. sem étið hefur jafn- harðan allt það, sem áunnist hefur sakir hagkvæmra ytri að- stæöna — hUn hefur meira að segja frekar hvatað snUningi verðbólguhjólsins en hitt. Eitt dæmi um þetta andvara- leysi er t.d. sagan um það, hvernig rikisstjórnin notaði — eða öllu heldur notaði ekki — þá sparnaðarheimild, sem alþingi veitti henni i fyrra. Við af- greiðslu fjárlaga þá var rikis- stjórninni gefin heimild til þess að draga Ur samþykktum Ut- gjöldum ýmissa rikisstofnana sem næmi 15%. En svo gerist það, að sakir mikilla verðhækkana á afurðum laudsmanna erlendis og ann- arra hagfelldra ytri aðstæðna reynast tekjur rikissjóðs mun meiri, en þær upphaflega voru áætlaðar. Og þá eru öll sparnað- aráform lögð á hilluna. 15% sparnaöarheimildin var ekki notuð. Hikisstjórnin taldi sig ekki þurfa að spara. Henni á- skotnuðust óvæntir aurar og að sjálfsögðu vildi hUn endilega eyða þeim. Góður heimilisfaðir heföi sjálfsagt geymt einhvern hluta þessa óvænta gróða til siðari tima — lagt liann á sjóð til mögru áranna. En rikisstjórn- inni datt það ekki i lifandi hug, enda er hUn ekki góður heimilis- faðir. Og nU, þegar alvarlegar blik- ur eru á lofti, sér hUn engin Ur- ræði önnur en þau, að auka skattheimtuna til þess að standa undir aukinni eyðslu. Eina ann- að ráðið, sem orðað hefur verið, er hugmynd MagnUsar Kjart- anssonar um að taka siðasta varasjóðinn, sem rikisstjórnin hefur umsjón með — Verðjöfn- unarsjóð sjávarUtvegsins — og nota hann til þess að greiða styrki til annarra atvinnu- greina, sem standa höllum fæti. Sjóð þennan, sem er eign Ut- vegsmanna og sjómanna, á sem sé að gera upptækan og nota hann sem flotholt á stjórnleysi rikisstjórnarinnar á efnahags- málunum. Það er mikil ógæfa fyrir ls- lendinga að þurfa að una stjórn slikra manna. Það voru mistök að fela þeim nokkru sinni forsjá lands og þjóðar — en af mistök- unum læra meiin oft mest. SPARNAÐARATAK ER NAUDSYNLEGT EN ENGIN SAMSTAÐA FÆST UM ÞAÐ Á ALÞINGI Við aðra umræðu fjár- laganna, sem fram fór nú i vikunni, lagði Jón Armann Héðinsson, Fulltrúi Alþýðuflokksins i fjárveitinganefnd, fram sérálit, þar sem lýst er afstöðu Alþýðu- flokksins til fjárlagaafgreiðsl- unnar að þessu sinni. 1 áliti þessu segir svo: ,,A Þingskjali nr. 204 ber fjár- veitinganefnd sameiginlega fram tillögur til hækkunar um 650 mill- jónir frá frumvarpi til fjárlaga, eins og það liggur nú fyrir. Þrátt fyrir þessa hækkun af hálfu nefndarinnar eru óvenjumörg er- indi enn óafgreidd, sem undirrit- aður telur, að sterk rök mæli með að fái jákvæða afgreiðslu. Auk þessa má svo gera ráð fyrir, að tillögur til hækkunar útgjalda komi fram frá einstökum þing- mönnum samkvæmt venju. Með samþykkt á þessum tillögum, er fjárveitinganefnd leggur fram, verður útgjaldahlið fjárlaga rúm- Iega 28 milljarðar nú, en var á fjárlögum yfirstandandi árs 21,4 milljaröar. Fyrirsjáanleg hækk- un er þvi um 31% frá fjárlögum fyrir árið 1973. Þessi hækkun i krónutölu mun þó ekki gera meir en svo að halda i við verðbólgu- vöxtinn, svo gifurleg óðaverð- bólga rikir nú hér á landi. Fram- kvæmdagetan verður þvi hvergi nærri eins mikil og talnahækkun fjárlaga milli áranna bendir til. Mánudaginn 18. október 1971 flutti forsætisráðherra hæstv. rikisstjórnar fyrstu stefnuræðu rikisstjórnar sinnar hér á Alþingi og boðaði gerbreytta stefnu i þjóð félags- og efnahagsmálum. Nú átti að taka á vandanum með festu og nýjum úrræðum, og ekki skyldi beitt gamalkunnum ráðum frá viðreisnartimabilinu. Ollum er nú mætavel ljóst, hvernig til NEFNDARÁLIT JÓNS ÁRMANNS UM FJÁRLÖGIN hefur tekist i þessum efnum. Al- menningur er samdóma um það, að frá striðsárum hefur önnur eins óðaverðbólga ekki rikt hér á landi, og það sem verra er, að ekki eru þess nein merki, að lát sé á henni á næstunni. Augljóst er, að innan sjálfrar rikisstjórnar- innar er ekki samstaða um átak til þess að draga af krafti úr verð- þenslunni. Undanfarna mánuði hefur þess gætt i sivaxandi mæli, að almenningur telur sér best borgið með eins mikilli eyðslu og kostur er að koma i lóg. Allir keppast við að fjárfesta, og rikir nú meiri spenna á vinnumark- aðnum en verið hefur um fjölda ára. Þessi spenna, sem forsætis- ráðherra hefur þó oft varað við, kyndir rösklega undir verðbólgu- bálinu, og efnahagsvandinn er sem eins konar vitahringur. En rikisstjórnin ræður ekki við að stjórna. Þvi var heitið i málefna- samningi rikisstjórnarinnar, að hún skyldi leitast við að tryggja, að hækkun verðlags hér verði ekki meiri en i helstu nágranna- og viðskiptalöndum okkar. Þetta fyrirheit hefur gersamlega mis- tekist að standa við. Til þess að reyna að leysa úr efnahagsvanda, sem atvinnulifið var komið i undir áramótin sl. felldi rikisstjórnin gengi íslensku krónunnar um 10,7% hinn 17. des. 1972. Þessi gengisfelling var hin mestu mistök, og áhrif frá henni ýttu undir enn meiri spákaup- mennsku vegna mikils óróleika á erlendum gengismarkaði og vegna þess, hversu staða dollar- ans var lengi fram eftir árinu ó- trygg. Til þess að vega á móti óhag- stæðum áhrifum frá gengisfell- ingunni hækkaði svo rikisstjórnin gengið á islensku krónunni gagn- vart dollar i vor. Sú ráðstöfun kom afar illa við marga og eink- um þó mjög misjafnt niöur á ein- staka framleiðendur, svo að nam jafnvel mörgum milljónum, eftir þvi, hvernig stóð á skilum fyrir seldar afurðir. Nú á siðustu vikum hefur staða dollarans farið batnandi gagn- vart Evrópugjaldeyri, og hefur Islenska krónan fylgt honum. Þessi hreyfing hefur sem betur fer dregið mikið úr erlendum verðhækkunum hér innanlands. A hinn bóginn kemur þetta sér illa fyrir iðnaðinn, þar sem sú at- vinnugrein hafði gert sölusamn- inga til langs tima, og þá var gengí krónunnar gagnvart dollar 96 krónur i dollar. Þessi gengis- hreyfingar hafa þvi bitnað illa á iðnaðinum, og eru sumar greinar hans i verulegum þrengingum um þesSar mundir, einkum þær, er flytja út. Staða sjávarútvegsins er hins vegar miklum mun betri en verið hefur undanfarin ár. Verðlag hef- ur reynst 10-15% hærra en reikn- að var með að yrði á árinu. Af- koma þessa árs er þvi hagstæð. Innstæða I verðjöfnunarsjóði hjá sjávarútveginum mun nú nema nálægt 2 milljörðum. Sú furðu- lega hugmynd hefur skotið upp kollinum innan rfkisstjórnarinn- ar, að nú væri unnt að ,,hirða” verðjöfnunarsjóðinn og afhenda hann til annarra greina atvinnu- lifsins, sem væru i vanda staddar. Þetta má aldrei verða. Sjóðurinn er eingöngu myndaður af fjár- magni, sem atvinnugreinar sjávarútvegsins hafa lagt til hlið- ar til þess að mæta verðbreyting- um á afurðum sinum, og er hrein eign þeirra, er við framleiðslu sjávarafurða starfa. öðrum greinum atvinnulifsins er auðvit- að innan handar að leggja nokkra kvöð á sjálfar sig til þess að mæta verðsveiflum innan sinna vé- banda og draga þannig úr óhag- stæðum áhrifum verðbreyting- anna á reksturinn. Þótt afkoma sjávarútvegsins hafi verið óvenjugóð á þessu ári, eru miklar blikur nú framundan vegna geysilegra hækkana á oli- um og veiðarfærum. Þessar hækkanir hafa verið metnar allt að 2000 millj. á ársgrundvelli. Sum veiðarfæri hafa hækkað frá þvi i vor sl. um 60-70%, og auk þess er kominn til mjög alvarleg- ur skortur á öllum veiðarfærum úr næloni, eða netum og nótum. Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar á árinu 1975, en þá mun fyrst alvarlega koma i ljós skortur á þessum veiðarfærum. 1 dag hafa nokkur lönd sem næst lokað fyrir útflutning til Islands á netum og nótarefni úr nælon- þræöi. Einstaka aðilar geta enn fengið pantanir afgreiddar, en þá aðeins með þvi að staðgreiða þær og á mjög hækkuðu verði. Al- kunnur rekstrarfjárskortur hér á landi hjá útveginum kemur i veg fyrir, að menn geti hagnýtt sér þessa fáu möguleika til veiðar- færakaupa. Það hefur komið fram i umræð- um á Alþingi, að afkoma togara- flotans mun vera erfið og bein út- gjöld umfram tekjur á ársgrund- velli eru um 3-6 milljónir á skip. Talið er, að aflaverðmæti hinna minni skuttogara sé frá 50—65 milljónir. Þegar núverandi rikis- stjórn tók við völdum, rikti það kerfi við verðlagningu, að' fisk- kaupandi varð að greiða auka- lega til útgerðarinnar 11%, en þetta var fljótt afnumið, og nú lit- ur út fyrir, að miklir rekstar- örðugleikar séu að þrengja strax að hinum nýju skuttogurum. Úr þessu verður að bæta sem allra fyrst. Ekki kemur til greina, að þessi skip verði bundiri glæný við bryggju vegna þess, að enginn möguleiki sé að standa i skilum með gjöld þeirra. Eins og áður er sagt, er verðlag afurða óvenju- hátt og þvi ekki að vænta þess, að það geti hækkað, svo að það lagi vandann. Hann er heimatilbúinn og verður að leysast á innlendum vettvangi. Frá hendi launþegahópa liggja nú fyrir kröfur um mikla hækkun launa. Ekki er tekið tillit til þeirra 1 gerð fjárlagafrumvarpsins. Eins og útlit er nú, má þvi vænta þess, að fjárlagafrum varpið verði afgreitt, án þess að nokkuð sé vitað, hvað hækkun launa veg- ur á útgjaldahlið fjárlaga. Það er Ijóst, að mikil hækkun hefur átt sér stað á öllum þáttum yfir- standandi fjárlaga. Alls mun vera talið, að tekjur rikissjóðs á þessu ári verði fast að 2000 milljónum hærri en fjárlög gera ráð fyrir. Einnig munu útgjöld hækka veru- lega. Þrátt fyrir það er augljóst, að afkoma rikissjóðs á yfirstand- andi ári verður óvenjugóð. Aukn- ing á útflutningi er talin nema um 50%. Aukning á innflutningi er talin nema um 50-55%. Grund- völlur tollstofns var metinn við fjárlagagerðina með 27% aukn- ingu, en verður, að þvi er best verður séð i dag, allt að 37% hærri. Þetta gefur rikissjóöi hinar auknu tekjur. Þegar svona árar og eins þegar geysileg spenna rikir á öllum sviðum, væri full á- stæöa og þörf fyrir að leggja myndarlega til hliðar hjá rikis- sjóði til hinna mögru ár. En þvi miður fer ekki mikið fyrir þvi. Það er gleðilegt að sjá miklar framkvæmdir um allt land. En það flokkast undir stjórnleysi að ráða ekki við framkvæmdahrað- ann og stuðla að of mikilli spennu, er kyndir látlaust undir rikjandi óðaverðbólgu. Hvar er nú hinn gildi þáttur Framkvæmdastofn- unar rikisins i skipulögðum vinnubrögðum? Þegar frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1974-var samið, var miðað við kaupgjald eins og það var i september sl. Nú mun vera i undirbúningi að endurmeta þenn- an grundvöll og miða þá við kaup- gjald eins og það er nú i desem- ber. Til samræmingar verður einnig að meta tekjuhlið frum- varpsins. Þar er gert ráð fyrir, að 2 stig i söluskatti verði innheimt i viðbót eða hann hækkaður úr 11% i 13%. 1 athugasemdum við frv., á bls.146, segir svo, að endurskoðun á lögum um tekjuöflun rikisins sé nú það vel á veg komin, að gert sé ráð fyrir, að ný lög verði sett á þessu þingi. Nú hefur það hins vegar skeð, að rikisstjórnin hefur missteinn stuðningsmann sinn og hefur ekki lengur meirihluta i neðri deild. Hún getur þvi ekki komiðfram breytingum, sem hún metur nauðsynlegar til tekjuöfl- unar. Þessi staðreynd eykur enn á óvissuna i efnahagsmálunum. Báðir stjórnarnandstöðuflokk- arnir hafa lagt fram tillögur um úrbætur i skattamálum. Þær eru þó verulega misjafnar. Við i Al- þýðuflokknum leggjum til, að hlutfall beinna skatta verði mjög minnkað i tekjuöflun rikissjóðs og hver einstaklingur verði sjálf- stæður skattþegn. En til þess að mæta augljósu tekjutapi fyrir rikissjóð með slikri breytingu er lagt til, að söluskattur verði hækkaður og sérstakur sjóður myndaður til aðstoðar láglauna- fólki. Sjálfstæðismenn leggja til mikla minnkun á beinum skött- um, og reikna má með, að tekju- tap rikissjóðs nemi um eða yfir 4 milljörðum króna við það. Hins vegar eru ekki settar fram neinar tillögur um niðurskurð er óraun- hæft, ef ekki fylgja tillögur til lækkunar útgjalda samtimis eða þá visbending um tekjuöflun á móti skattbreytingunni. Enginn vafi er á þvi, að allur al- menningur er nú svo mikið skatt- lagður, að ekki verður lengra gengið i þeim efnum. Þess vegna verður að fara með meiri gát i innheimtu skatta á komandi ár- um en verið hefur. Með breytingu yfir i hærra hlutfall i óbeinum sköttum er það i frjálsu vali, hvað hver vill eyða umfram venjulegar nauðsynjar. Verðbólgan hefur pint menn út I mikla fjárfestingu undanfarin þrjú ár. Byggingar- vistalan var 1. mars 1970 439 stig, en 1. þ.m. var hún 913 stig. A þessum þremur árum og átta mánuðum hefur byggingarvisi- talan þvi hækkað um 474 stig eða um 108%, þar af um 272 stig siðan i árslok 1971 eða um 50%. Þessi þróun er svo geigvænleg, að til róttækra aðgerða verður að gripa til þess að hamla hér vel á móti. Við afgreiðslu fjárlaga nú sem i fyrra munum við fulltrúar Al- þýðuflokksins ekki koma með til- lögur til hækkunar fjárlaga. Verðþenslan er slik, að miklu fremur er nauðsyn að gera átak til niðurskurðar. En um það er ekki samstaða á Alþingi. Alþingi, 11. des. 1973 Jón Arm. Héðinsson”. 9 Laugardagur 15. desember 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.