Alþýðublaðið - 15.12.1973, Side 10
Sjálfs
er
þann sem sér vonir sínar brotna
Það eru margir kallaðir, en fáir útvaldir i iþróttunum. Allir iþrótamenn |
í ala með sér þá von i brjósti, að þeir nái á tindinn, en aðeins fáir ná þvi |
imarki. Menn bregðast misjafnlega við þvi, þegar draumarnir rætast ekki, i
| flestir taka þvi með jafnaðargeði, á aðra fær það meira, En fátitt er að lif |
imanna gjörbreytist gersamlega, eins og reyndin varð með danska kringlun
(kastarans Kaj Andersen. Fyrir hann urðu Ólympiuleikarnir í Munchen 1972 S
íslik vonbrigði, hann missti alla lifslöngun, sneri sér að eiturlyfjum og sá S
(loks ekki aðra undankomuleið en stytta sér aldur. Hér fer á eftir harmsaga J
ÍKaj Andersen, stutt en átakanleg.
begar komiö var aö honum,
var hann d engan hátt frábrugö-
inn öðrum þeim, er fremja
sjálfsmorð. tlann vó 113 kg og
var 179 sm hár. llann hafði
likamsvöxt iþróttamanns,
bústnar kinnar og dökkt hár.
Þetta var eiginlega ailt og suml,
sem róttarlæknarnir vissu um
þennan mann, sem hafði stokkið
niður úr 27 metra háum turní
dómkirkjunnar i Viborg i Dan-
mörku.
Hannsóknarlögreglan fann
Ijósan ullarjakka ókunna
mannsins á neðstu hæð turnsins,
og skilriki hans voru i jakka-
vasanum. Hann var þekktur um
gervalla Danmörku. Detta var
Kaj Andersen, 29 ára gamall.
Hann hafði ellefu sinnum oröið
Danmerkurmeistari i krínglu-
kasti. Hann haföi keppt á
Ólympiuleikunum i Munehen.
tlann hafði þótt fyrirmynd allra
ungra manna.
Hetta gerðist 14. september
kl. 14.30. Brátt varð Ijóst, hvc
gifurleg vonbrigði það urðu hin-
um metnaðargjarna iþrótta-
manni að komast ekki lengra
en i undanúrsiitakcppni
Ólympiuleikanna.
,,Hann var engum sórstökum
hæfileikum búinn,” segir
Gunnar Justensen, þjálfari Kaj
Andersens. ,,En hann var iðinn
og sjúklega metnaðargjarn."
Andersen var þegar orðinn
fullur metnaðar, er hann gekk i
Iþróttafélag Viborgar ellefu ára
gamall. Þessi granni drengur
lagði mesta rækt við stangar-
stökk, kúluvarp og kringlukast.
Árið 1958 keppti hann i fyrsta
• sinn á iþróttamóti við heldur lit-
inn orðstir. Hann tók þátt i
keppninni um Jótlands-
meistaratitilinn i kringlukasti
og varð 24. af 25 keppendum
Þessi ósigur vakti metnað
hans. Kaldur og bitur fór hann
að æfa þrisvar til fjórum sinn-
um i viku, og siðar jafnvel oft á
dag.
Samt komst hann aldrei i
Ólympiuliðið. ,,Hann vantaði
alltaf nokkra sentimctra til að
ná lágmarl^sárangri,” sagði
Gunnar Justensem i samtali við
fróltamann. ,,En hann lót ekki
bugast. Hann forðaðisl sam-
neyti við stúlkur. Ilann fór
aldrei á dansleiki. Kaj átti sór
aðeins eitt takmark: Hann
ætlaði sór að vinna til verðlauna
á ólympiuleikunum fyrir Dan-
mörku."
()g unga manninum, sem hóf
nám i læknisfræði við Arósahá-
skóla árið 19(>(>, virtist raunar
ætla að takast það. Hinn 26.
ágúst 1972 gekk hann i hópi
landa sinna inn á ÓL-leikvang-
inn i Múnchen. Hann var stoltur
og hamin'gjusamur. ósk hans
hafði ræst.
En aðeins fáeinum dögum eft-
ir þessa glæstu byrjun rann hinn
bitri sannleikur upp fyrir Kaj.
Honum tókst aðeins að kasta
53.72 m.
Kaj Andersen hafði mistekist.
Honum var það Ijóst. Hann
dreymdi um heiður, viður-
kenningu — en nafnið hans
birtist ekki á úrslitatöflunni.
Þjálfari hans, Gunnar Justen-
sen, sem hafði verið góður vinur
hans árum saman, reyndi að
stappa i hann stálinu. Hann
ræddi við fréttamenn.
Sigurvilji hans, metnaður og
ástundun við æfingar báru
ávöxt þegar á næsta ári. Arið
1959 varð hann i fyrsta sinn
danskur meistari i kringlukasti.
Þessi árangur gaf honum byr
undir báða bængi.
Hann varö unglingameistari á
hverju ári á árunum 1960—1964.
Arin 1961—1971 varð hann
Danmerkurmeistari á hverju
ári, alls ellefu sinnum, Þrettán
sinnum bætti hann Danmerkur-
metið i kringlukasti — úr
50.54 árið 1964 i 59.63 m árið
1971.
„Kaj var óheppinn. Undan-
keppnin byrjaði kl. 9.30. Kaj var
illa undir það búinn að keppa
svo snemma, þvi að hann hafði
vanist þvi að taka næturvaktir á
sjúkrahúsunum i Árósum. Hann
svaf oftast fram eftir degi.”
En þessar skýringar komu
Kaj ekki að liði. Upp lrá þessum
degi var Kaj Andersen — upp-
áhaldsiþróttamaður dönsku
þjóðarinnar — sem annar
maður. Áður hafði hann verið
glaðvær maður, en nú var hann
orðinn bitur og óánægður.
llann tók aftur til við námið,
vonsvikinn og óöruggur. Nokkr-
um dögum eítir ólympiuleikana
tilkynnti hann vinum sinum og
þjálfara: ,,Eg hef enga ánægju
lengur af læknanáminu. Ég er
orðinn af gamail til að taka
lokapróf. Ég er að hugsa um að
verða kennari!”
Þessi hugmynd var aðeins
sjálfsblekking. Kaj hafði misst
áhugann á öllu námi. Hann var
gerbreyttur maður. Hann fór að
stunda skemmtistaöi. Hann
kom æ sjaldnar heim til sin.
llann hætti algerlega að hafa af-
skipti af iþróttum.
(irlög hans voru ráðin nótt
eina, er hann var að skemmta
sór með ókunnu fólki. Einhver
gaf honum LSD. Kaj var þá þeg-
ar oröinn reikull og festulaus, og
hann fann huggun i eitrinu.
Brátt var hann farinn að neyta
þess daglega. Og afleiðingarnar
lótu ekki á sér standa. Hann
hvarl' frá námi i kennaraskólan-
um, hætti að æfa og þaö hvarfl-
aði ekki að honum að taka sjálf-
an sig ærlegu taki.
,,Mór fannst hræðilegt,
hvernig var komið fyrir syni
minum," segir hin sjötuga móð-
ir hans. „Enginn gat talað um
l'yrir honum. Enginn gat talið
hann á að fara að vinna.”
Dag nokkurn hvarf Kaj
Andersen frá Árósum. Hann fór
frá Danmörku á iaun og hélt til
Parisar. Hann hugsaði ekki um
framtiðina, skrifaði engum
heim og neytti LSD að staðaldri.
Meðan hann dvaldist i Paris,
ritaði hann grein i Extrablaöið
um Ivfjaneyslu iþróttamanna.
„Orvandi lyf hjálpa iþrótta-
manninum ekki til að ná bestá
árangri."
Venjulegir danskir lesendur
litu aðeins á þessa grein, sem
rótta og slótta álitsgerð iþrótta-
hetjunnar, en Gunnari Justen-
sen virtist þetta fyrsta lifs-
markiö. sem hann hafði fundið
með Kaj i langan tima.
Justensen fékk heimilisfang
Kajs i Paris hjá ritstjórn blaðs-
ins. Hann hringdi þangaö og
frétti að Kaj hafði komist undir
manna hendur vegna ávisana-
falsana. Hann hafði verið settur
á hæli vegna eiturlyf jahneigðar.
Með aðstoð danska sendiráös-
ins tókst Justensen aö að lokum
að fá Andersen fluttan til Árósa,
þar sem honum var aftur komið
fyrir á hæli. Og þjálfarinn beitti
sór einnig fyrir þvi, aö Kaj
fékkst til að koma aftur til Vi-
borgar, þar sem hann hafði haf-
ið iþróttaferil sinn.
Justensen segir: ,,Ég hélt, að
móðir hans og bróðir myndu
veröa honum að liði. Kaj hafði
hugsað sér að verða þjálfari
kringlukastara.”
Kaj virtist á batavegi. Hann
fór aö tala af viti, en vikum
saman hafði hann talað sam-
hengislaust, meðan hann var á
hælinu. Vinir hans glöddust yfir
framförunum.
Eftir skemma stund fékk
hann að fara heim til móður
sinnar af lokuðu deildinni, en
þangað var aðeins tveggja min-
útna gangur frá sjúkrahúsinu.
Gamla konan gladdist mjög, er
hún sá son sinn aftur i fyrsta
sinn i langan tima. Hún mundi
svo alit of vel, hvað hann hafði
skrifað i eina bréfinu, sem hann
sendi henni, meðan á Parisar-
dvölinni stóð: „Örvæntingin er
að gera út af við mig. Ég veit
ekki lengur, hvað ég á að gera.
Og enginn vill hjálpa mér.”
Nú voru allir farnir að vona,
að danski methafinn væri að ná
sér aftur. Margir aðrir danskir
iþróttamenn höfðu orðið fyrir
miklum vonbrigöum i Munchen,
en þeir komust yfir þau að
nokkrum tima liðnum. Mátti
ekki ætla, að Kaj Andersen tæk-
ist það einnig?
En Gunnar Justensen vissi
ekki, hve illa vonbrigðin i
Munchen höfðu leikið skjólstæð-
ing hans. Kaj virtist aftur hafa
tekið fyrri gleði sina. Hann var
vingjarnlegur, rabbaði við
læknana á sjúkrahúsinu og
gladdist yfir komu gesta. En um
þetta leyti ákvað hann að binda
endi á lif sitt.
Brátt fékk hann aftur út-
gönguleyfi, og hann heimsótti
móður sina. Það var mikill
gleðidagur i lifi sjötugrar kon-
unnar. Um hádegið kvöddust
þau. Kaj sagði: „Ég verð að
fara aftur á spitalann.” Annað
sagði hann ekki.
Kaj Andersen fór ekki til
sjúkrahússins. Hann fór til
dómkirkjunnar, gekk upp 108
þrep, þar til hann kom að neðstu
hæð turnsins, lagði jakkann sinn
frá sér i eitt hornið og stökk út,
Höfuðkúpa hans mölbrotnaði, er
hann skall á steinlögninni.
„Ég hefði kannski átt aö segja
Kaj. aö hann gæti aldrei orðið
afreksmaður á heimsmæli-
kvarða," segir Justensen i dag.
„Hann var allt of léttur og hand-
leggir hans allt of stuttir...”
Myndin til hliðar erein af þeim siðustu. sem tekin var af
Kaj Andersen sem keppnismanni, þegar hann var að æfa
sig fyrir ólympiuleikana. Þar fyrir neöan er dómkirkjan i
Viborg. en Kaj kastaöi sér úr turni hennar. Litla myndin
aðofan var tekin. þegar allt lék i lyndi. Kaj virðir fyrir sér
nvtt danskt met.
■■■■■■■■■■■■■
..............................................::::::......::::...................::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::
........■■■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■
*■■■■■■■■■■■■■■■■■■!
O
Laugardagur 15. desember 1973