Alþýðublaðið - 30.12.1973, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 30.12.1973, Qupperneq 2
Hljómplötur: „ALLT í GAMNI" RÍÓ l’arlophonr MOAK :I2 liP — sterro Kálkinn h/f Liklega er ekki nema mjög takmarkað samband á milli þeirra tveggja staðreynda, að þessi plata seldist upp á met- tima og að hér er um langbestu plötu Rió að ræða. ftg lýsi hana hiklaust „Plötu ársins I!l7;r' — en það er ekki um mjög auðugan garð að gresja. Konsertal- búmið, sem væntanlegt er með vorinu, má svo sannariega vera gott, ef það á ekki að spilía fyrir minningunni um góða „grúbbu”. Við að hlusta á þessa plötu hef ég einhvernveginn fengið á til- finninguna, að hún sé i beinu framhaldi af „Við, Gunni&Jónas”, plötunni, sem kom út fyrir tveimur árum. Það var góð plata — besta þar til þessi kom — en samt sem áður eru á milli þeirrar plötu og þessarar tvær plötur: „Eitt og annað smávegis” og „Bomm- fadderi”. Þær plötur voru ágæt- ar, svo langt sem þær náðu, og rokseldust, en „Við, Gunni & Jónas” seldist iitið miðað við það, sem plötur Rió hafa yfir- leitt gert. A „Við, Gunni&Jónas” var gerð mjög heiðarleg og góð tilraun til að vera með orginal og vandað efni, sem stóð „skriðdreka- músikinni” eitthvað framar. Þegar salan reyndist dræm þótti þeim piltum einsýnt, að ekki dugði þessi skratti i Is- lendinga og þvi var aftur farið yfir i það, sem þykir feykilega gott á árshátiðum og öðrum drykkjusamkomum. En svo gerðist nokkuð. Ameríka! Þeir óku rútunni Lúllu, skrautlega málaðri, um Bandarikin þver og Sumar. Þetta er fjörlegt lag og mun auðlærðara en flest önnur lög Gunnars. Eitt lag er stolið — eða ófeðrað, skulum við segja. Það er Flaskan min frið, sem þeirsegja þjóðlag (trad.) en er i rauninni eftir Tom Paxton og heitir á frummálinu Bottle of Wine.Liklega er þetta þó óvilj- andi. Heldur litið ber á Gunnari Þórðarsyni á þessari plötu en þó eru áhrif hans greinilega undir öllu saman. Hann á örugglega stóran þátt i öllum útsetningum og pródúsjóninni sömuleiðis, Þótt Jón Þór Hannesson sé skrifaður fyrir henni. Jón Þór kemur annars mjög vel frá þessari plötu. Hljóðfæraleikur er til fyrir- myndar. Þeir Ágúst og Ölafur spila á sina ágætu Martin- gitara, Gunnar sömuleiðis, en hann spilar og á rafm.gitar. Um það er óþarfi að fjölyrða. Þá er rétt að geta þeirra Karls Sig- hvatssonar, sem lék á pianó, rafmagnspianó, orgel og synt- hesiser af stakri prýði, og Pálma Gunnarssonar, sem er góður bassaleikari og syngur með i nokkrum lögum. Söngur- inn, aðalsmerki Rió allt frá upp- hafi, er betri en nokkru sinni fyrr og sérstaklega er það Ágúst, sem kemur vel út úr þvi. Með þessari plötu sannar hann einnig rétt einu sinni ótviræða hæfileika sina sem gaman- leikari. Þessi plata er til mikils sóma. Eini gallinn, sem mér finnst umtalsverður, er dauðyflislegur söngur Ölafs Þórðarsonar i upp- hafi Sumars. „Allt i gamni” er verðugur minnisvarði Rió og á þessa feikn góðu sölu fyllilega skilið. Umslag Baldvins Björns- sonar er verulega smekklegt. ó.vald. Plata ársins 1973! En þótt Amerika skini út úr öllu á þessari plötu. eru ekki nema eins og þrjú af ellefu lög- um plötunnar, sem má rekja til þessarar ferðar um USA:- Jú, annars, fjórða lagið á tvi- málalaust heima i þessum hópi: í;g fæ kast Ólafs Þórðarsonar. Það er stórskemmtilegt stuðlag og örugglega besta framlag á allt annan og skemmtilegri hátt. ó Gunnaog Maja Majaeru snilldarvel útsett. Veitt skjól ininni vinu ágætlega. Gunnar Þórðarson á eitt lag á plötunni: endilöng „með söng og glens og grin”, eins og segir i „ferða- sögunni”: Colorado Helga PéturSsonar. Hver sá, sem til Ameriku — „þessa allt of stóra lands” — kemur, og verður ekki fyrir einhverjum áhrifum þar, hann á ekki skilið að sleppa þaðan aftur. Þeir Ágúst, Gunn- ar, Helgi og ólafur komu aftur og áttu það skilið. 1 Ameriku, innanum stúdenta, minnihluta- hópa og radikala, drukku þeir i sig ýmis áhrif, aöallega þó músikölsk, og þannig varð hluti þessarar plötu til — og hérumbil allt sánd hennar. Eitthvað undarlegt, Colorado og Lúlla. Það fyrst- nefnda er mjög ameriskt og geysilega gott lag. Eitthvert besta islenska popplagið i mörg ár, samið af þeim öllum. Þeir hafa áður samið sameiginlega með góðum árangri, en þetta tekur öllu öðru fram. Útsetning lagsins er frábær og flutningur allur. Colorado er sosum ekki merkilegt lag, eins og hundrað önnur, en það á fullan rétt á sér sem ferðasaga. Lúlla er ástar- og tryggðaróður til rútunnar, laglegt lag i stil við hugsunina, sem fvlgir. Olals siöan hann samdi Legg i lófa fyrir mörgum árum. Kannski hefur Óli orðið fyrir hvað mestum áhrifum af Amerikuferðinni, hann er mjög pródúktivur allar götur siðan og alveg búinn að fá nóg af skrið- drekamúsikinni. Ég fæ kast er vel útfært, notaður i þvi svnthesiser, sungið af krafti: húrra. Þó svo að flest hinna laganna séu lög af þvi tagi, sem Rió hef- ur verið að fást við á undanförn- um árum, þá eru þau framreidd Rokkhorniö Ómar Valdimarsson-. Listinn yfir sölu- hæstu piöturnar... Vegna rúmleysis féll niður niðurlag útskýringa á öflun og úrvinnslu listans yfir söluhæstu plöturnar fyrir jólin, sem birtist í blaðinu sl. laugardag. Listinn var unninn á eftirfarandi hátt: Haft var samband við 8 stærstu plötuverslanirnar i Reykjavík og fenginn hjá þeim listinn yfir 10 söluhæstu plöturnar á hverjum stað. Fékk siðan platan í efsta sæti 10 stig, i næsta 9 og svo fram- vegis. Siðan voru stigin lögð saman (alls komust um 30 plötur á blað) og niðurstaðan varð sú, sem áður segir. Listinn er náttúrlega ekki óbrigðull, eins og sannast á þvi, að á tímabilinu frá því könnunin var gerð og þar til síðustu lesendur Al- þýðublaðsins voru að fá það í hendur á laugardag- inn, sólarhring síðar, seldust 2800 eintök af ,,Allt i gamni", nýjustu plötu Rió, einsog sagt var frá á forsiðu Alþýðu- blaðsins í gær, föstudag. FRETTIIIM SINA EIGIN • • PLOTU I UTVARPINU! — Ég er mjög óhress með þessa plötu og hefði aldrei samþykkt hana sjálf, sagði Þuríður Sigurðar- dóttir, söngkona, um nýja plötu með „úrvali" af hljóð rituðum lögum hennar, sem S.G.-hljómplötur hafa ný- verið gefið út. — Það var ekki f yrr en ég heyrði plötuna auglýsta í útvarpi, að ég vissi um tilvist hennar, sagði Þuríður enn fremur, þegar fréttamaður blaðsins hafði fal af henni fyrir helgina. — Ég hafði strax samband við forstjóra fyrirtækisins, og spurði hvað þetta ætti að þýða, en fékk litil svör. Hann spurði mig jú hvort mig vantaði ekki pening f yrir jólin og við því svarði ég jú, eins oq satt var. Þuríður kvaðst vera mjög óánægð með allan frá gang á plötunni og væri þar ólíku saman að jafna, þessari og nýútkominni plötu hennar og manns henn- ar, Pálma Gunnarssonar, en þá plötu gaf Fálkinn út. — Og auk þess er þetta ekkert úrval, bætti Þuríður viðæ. — Þetta eru öll lög, sem ég hef nokkurn tíma sungið inn á plötu og það með mjög misjöfnum árangri. Þess utan lít ég út eins og Gilitrutt á umslaginu! En Þuríður getur ekkert gert í málinu. Lögin söng hún inn upphaflega fyrir S.G.-hljómplötur og það fyrirtæki á allan rétt— lagalegan, það er að segja. KOMA SLADE ÞREYTTIR TIL ÍSLANDS? Enn er ekki endanlega ákveðið hvenær breska hljómsveitin SLADE kemur hingað til hljómleikahalds, en þó mun vera óhætt aö slá þvi föstu, að það veröur i endaðan janúar. Nú er afráðið, að þeir fara i þriggja vikna hljómleikaferðalag um Bandarikin hinn 6. janúar og yrði það þá i lok þeirrar ferðar, að þeir kæmuhingað. Akveðiö svar frá Slade berst Umboðsskrifstofu Amunda Amunda- sonar strax eftir áramótin, þar sem þeir i ,Slade eru i jólafrli til annars jan. Það kann að orka tvimælis að fá SLADE hingað á hljómleika að af- loknu ströngu hljómleikaferðalagi um Bandarikin. Slade leggja að sjálfsögðu mikið upp úr þvi að gera vel í Bandarikjunum, þar er þeirra framtiðarmarkaöur, og þvi kann að vera að þeir verði þreytt- ir, er þeir loks koma hingað. Ferðalag hljómsveitar eins og Slade um Bandarikin erekkert grin — við munum sögurnar af ferðalögum Bitl- anna um það stóra land. 0 Sunnudagur 30. desember T973.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.