Alþýðublaðið - 08.01.1974, Side 4

Alþýðublaðið - 08.01.1974, Side 4
Krabbamein 7 ertandi ahrif á slímhúð í hálsi og munni, sem segja til sin áður en langt um líð- ur. 7. Veljið yður starf með nákvæmri umhugsun. Ef naf ræðingum reynist einkar hætt við krabba- meini í sogæðakirtlunum, og í lifrinni. Lifrarkrabbi virðist og tiltölulega út- breiddur sjúkdómur meðal þeirra, sem vinna við kol, kolagas, fólks sem með- höndlar ýmsar efnablönd- ur eða vinnur í málmryki. Þá er krabbi i sogæðaeitl- um algengari meðal tré smiða og annarra, sem vinna að viðargerð, al- mennari en búast mætti við. Verkamenn sem bæði reykja og meðhöndla as- best í sambandi við vinnu sína er 92-falt hættara við krabbameini en þeim sem ekki reykja og hafa annað starf með höndum. 8. Farið gætilega í sam bandi við notkun vissra getnaðarvarna. Talið er að krabbi i legi standi í sam- bandi við kynræn atriði. Bæði lykkjan og ,,pillan" liggja undir grun. Það rennir stoðum undir þann grun, að konur, sem nota leghettu er síður hætt við legkrabba en þeim fyrr- nefndu. Þá er það einnig staðreynd að ,,meyjum" er mun síður hætt við leg- krabba en öðrum konum, af hverju svo sem það stafar. Þá er það líka vitað að umskornir karlmenn fá sjaldan krabbamein í getn- aðariim, og konur þeirra sjaldnar legkrabba en hin- ar, sem giftar eru óum- skornum eiginmönnum. 9. Varist stöðuga og langvarandi ertni. Alvar- leg, langvarandi ertni get- ur stafað bæði af gallstein- um og þvagsteinum, og geta áhrif hennar leitt til krabbameins. Þær sótt- kveikjur eða veirur, sem slíkum sjúkdómum valda, eru ekki banvænar í sjálfu sér, en hin sífelldu, ertandi áhrif geta leitt til krabba- meins. Sár, sem ofhelgun hleypur i, ekki fást til að gróa, og sífellt eru með höndluð með sótthreins- andi lyfjum, geta og leitt til krabbameins. 10. Látið skoða yður reglubundið. Það eru margir sjúkdómar og kvillar, sem leitt geta til krabbameins, sem þeir mundu þó ekki gera, ef þeir fengju rétta með- höndlun í tæka tíð. Þegar er margt og þýðingarmikið vitað í sambandi við krabbamein og kvilla og sjúkdóma, sem valdið geta krabbameini. Og ef þér undirgangist læknisskoðun reglubundið, getur hann veitt yður þá meðhöndlun, sem spa’rar yður mun meiri þjáningar síðar. Alþýðublaðið inn á hvert heimili 0 Sinfóníuhljómsveit Islands Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 10. janúar kl. 20.30. Stjórnandi VLADIMIR ASKENAZY Einleikari JOHN WILLIAMS, gltarleikari. Flutt veröur Sinfónia nr. 1, klassiska sinfónian, eftir Prokofieff, Fantasfa fyrir gitar og hljómsveit eftir Rod- rigo og Manfred-sinfónian op. 58 eftir Tsjaikovsky. Aögöngumiöar seldir i bókabúö Lárusar Blöndal Skóla- vöröustig 2 og I Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Austurstræti 18. SINFÓNÍI HUÓMSVEIT íslands |||| KÍKISl TXARPIÐ Starfsmannastjóri Staða starfsmannastjóra hjá Rafmagns- veitum rikisins er laus til umsóknar. Umsóknir um stöðuna ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 20. þ.m. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 Reykjavik BALLETTSKÓLI EDDU SCHEVING SKÚLAGÖTU 34 Kennsla hefst fimmtudaginn 10. janúar. Nemendur sem voru fyrir jól, endurnýið skirteini i skólanum i dag 8. janúar kl. 5—7. Upplýsingar i sima 43350 kl. 1—4 daglega. Járniðnaðarmenn Óskum eftir að ráða járniðnaðar- menn, rafsuðumenn og aðstoðar- menn. Vélaverkst. Sig. Sveinbjörnsson h.f. Arnarvogi — Garðahreppi hérfást UMBOÐSMENN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. REYKJAVÍK: AÐALUMBOÐ, Suðurgötu 10, sími 23130 HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR, Grettisgötu 26, sími 13665 HREYFILL, BENSÍNSALA, Fellsmúla 24, sími 85632 VERSL. STRAUMNES, Vesturbergi 76, sími 72800 KÓPAVOGUR: LITASKÁLINN, Kársnesbraut 2, sími 40810 GARÐAHREPPUR: BÓKABÚÐIN GRÍMA, Garðaflöt 16, sími 42720 HAFNARFJÖRÐUR: FÉLAGIÐ BERKLAVÖRN, afgr. í Sjúkrasaml. Hafnarfjarðar, Strandgötu 28, sími 50366 MOSFELLSSVEIT: FÉLAGIÐ SJÁLFSVÖRN, afgr. í Versl. VAR, Reykjalundi, sími 66200 H miaarnir í happdrætti SÍBS, verö er 200 kr. Vinningar frá fimm þúsund upp í milljón. Þriðjudagur 8. janúar 1974

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.