Alþýðublaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 3
Ómar Valdimarsson Leshringur alþýðu um alvarlega tónlist Þa5 er orðið allt of langt um liðið siðan rik ástæða var til að vekja athygli þessa lands á tveimur hljómplötum, sem komu út fyrir jólin, og gleymdust i öllum gaura- gangnum i kringum Magga Kjartans og aðra góða menn. Það eru plöturnar með Pólýfónkórnum og Fjögur píanóverk, sem Rögnvaldur Sigurjónsson lék inn á plötu Menningarsjóðs. Ég er langt i frá að vera fróður maður um klassiska tónlist og hef yfirleitt getað hugsað mér margt annað, sem ég vildi heldur hlusta á. En á þessar tvær plötur hlusta ég og nýt innilega. Pólýfónkórinn er til dæmis einn besti kór i heimi að minu viti og þótt ég muni ekki nafnið i augnablik- inu, þá fullyrði ég, að verk Páls Pampichlers er snilldar- verk. Allir sem vilja, geta hlustað á það og notið þess. Um pianótónlist er ég enn ó- fróðari en sá góði maður Rögnvaidur Sigurjónsson virðist búa yfir einhverri mýkt, sem meira að segja skussarnir merkja og geta notið. Kaupið þessar plötur. Ef ekki, þá hlustið á þær. Maður sér heiminn i öðru ljósi á eftir — ekki sist ef maður hefur ekki áður hlustað á tónlist af þessu tagi. — óv. Pónik gera tvær plötur íOsló Pónik fara til Osló undir lok þessa mánaðar og taka upp tvær tveggja laga plötur fyrir Á.Á.-hljómplötur. 1 leiðinni leika þeir fyrir dansi á íslendingafagnaði, sem þar verður þá haldinn. Pónik verða i Roger Arn- hoff-stúdióinu i Osló, þar sem landinn hefur áður tekið upp meðgóðum árangri, svo sem Rió og Þuriður og Pálmi. Eitthvað af lögunum er eftir þá og er stefnt að þvi, að koma plötunum á markað eins fljótt og unnt verður. Fyrsta plata hinna endur- reistu Pónik, sem út kom rétt fyrir jól, hlaut afar misjafn- ar viðtökur, enda kom siðar i ljós, að pressun þeirrar plötu var stórlega gölluð. Það hefur hinsvegar ekk- ert dregið úr önnum þeirra félaga — og segir það að sjálfsögðu sina sögu, að þeir eru nú svo til einir um hituna hjá Ámunda Ámundasyni og skrifstofustjóra hans, Ágúst Öskari. BRIMKLÓ: „Ekki annað en það, sem við höfum alltaf ætlað að gera” Hannes Jón Hannesson: Hefur nú tekið við söngnum i Brimkló. Myndin er frá hijómleikum Ævintýris i Arbæ sumarið 1971. Það virðist ekkert hafa fengið á Brimkló þótt þeir hafi slitið samstarfinu við Björgvin Halldórsson. Þeir komu fram i Klúbbnúm sl. fimmtudagskvöld og var vel tekið — aðeins fjórum. Það er Hannes Jón Hannesson, sem aðallega syngur en Arnar Sigur- björnsson tekur svosem lag- ið lika. Sú er trúa min, að þegar fram liða sundir, reynist þessi breyting Brim- kló til persónulegs fram- dráttar, þ.e.a.s. að þeir nái jafnvel enn betur saman en þeir hafa gert hingað til. Skiptir þá sjálfsögðu ekki svo litlu máli, að nú virðast þeir allir leggja nokkurnveg- inn jafn mikið (eða litið) af mörkum, þvi allir stunda vinnu með músikinni og láta annað sitja i fyrirrúmi. — Ég veit ekki af hverju fólk er að hafa áhyggjur af okkur þótt Björgvin sé i Hljómum, sagði Sigurjón Sighvatsson á föstudags- morguninn. — Við erum ekki að gera annað en það, sem við höfum alltaf ætlað okkur og höfum sfður en svo misst móðinn. Þessar breytingar hefðu aldrei verið gerðar, ef við hefðum óttast það. Ólafur Þórarinsson, Smári Kristjánsson, Guðmundur Benediktsson og Sigurjón Skúlason sendu nýlega frá sér yfirlýsingu, þar sem þeir segjast ekki lengur heita „Blóðberg” heldur Mánar. Astæðan er örugglega sú sama og ástæðan fyrir þvi, að Hljómar heita Hljómar, þótt Mánar segi Blóðbergs- nafnið hafa verið notað ,,þar til nægileg samæfing var fengin”. Mánar komu svo fram i Selfossbiói i gær- kvöldi, laugardagskvöld, vafalaust fyrir fullu húsi. Það er ef til vill ekki rétt- lætanlegt að hnýta i Mána fyrir að nota sér gamla nafn- ið þegar hið nýja dugar ekki til að trekkja á böilin. Mánar voru stórveldi fyrir austan fjall á sinum tima. Nafnið eitt var trygging fyrir fullu húsi og miklu fjöri. Mun frekar er ástæða til að áfell- ast aðdáendur hljómsveitar- innar, sem láta nafnið skipta svo miklu máli. Hæpið er að Blóðberg breytist svo óskap- lega mikið þótt þeir kalli sig Mána: hvers vegna geta þá ekki aðdáendurnir verið það vfðsýnir, að þeir skilji að þeir Ólafur, Smári, Guð- mundur og Sigurjón séu orðnir hundleiðir á Mána- nafninu og vilji reyna að hressa eitthvaðupp á útlitið? Hvað sem þvi liður, þá gerðu Mánar oft prýðisgóða hiuti og gera áreiðanlega enn. Nú biðum við eftir þeim til höfuðborgarinnar, eða þá að okkur áskotnist rútuferð austur i einhverju happ- drættinu. Mánar-Blóðberg-Mánar: Guðmundur Ben., Ólafur Þórarins., Sigurjón Skúlason og Smári Kristjáns. AMERÍKUMENN Bretar eru nú farnir að ótt- ast um jazzsöngkonuna Cleo Laine, sem kemur hér á Listahátið að vori. Hafa bresk blöð látið i ljósi á- hyggjur vegna þess, að Cleo — sem þeir kalla „Raf- magns-Cleo” — kann svo mikiu betur við að skemmta Amerikumönnum. Það er aðeins nýverið, hálft ánnað ár, til að vera ná- kvæmur, að Amerikanar gerðu sér ljóst, liversu feiknarlega góða jazzsöng- konu þeir höfðu fengið i heimsókn. Þá kom Cleo ásamt eiginmanni sinum. John Dankworth, sem einnig kemur á Listahátið og spilar jazz, i fyrsta skipti til Banda- rikjanna til að skemmta þarlendum. Og það er ekkiað sökum að spyrja: Nú viðurkenna Bandarikjamenn Cleo Laine sem eina mestu jazzsöng- konu okkar tima. Hún fær lika að njóta þess: Að aflok- inni Listahátið á íslandi fer hún i hljómieikaferð til Bandarikjanna og kcmur meðal annars fram i Holly- vvood Bovvl i Los Angeles, og siðan fcr hún um Canada og austurfylki Bandarikjanna og syngur sinn jazz. i viðtaii við breskt blað ný- lega sagði Cleo Laine, að hún væri hrifnust af Bandarikj- unuiii fyrir það hve stórir á- heyrendahópar væru þar, hve fjölbreyttir þessir hópar væru. Hvernig ætli lienni liki að syngja fyrir 1000 nianns hér? Skyldi hún vita, að Elia Fitzgerald söng fyrir hálf- tómu húsi hér um árið? „STÚÐ ÉG ÚTI í TUNGLSLJÖSI Sunnudagur 10. febrúar 1974 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.