Alþýðublaðið - 01.03.1974, Qupperneq 7
Ef kaupmaöurinn hefur engar
vörur til þess að senda rekur
hann sennilega sendisveininn.
A.m.k. er harla óliklegt, að
hann ráði sér þá annan til við-
bótar. Eftir að arabalöndin hafa
skrúfað fyrir oliuna skyldu
menn ætla, að heilmörg oliuskip
væru nú verkefnalaus. En þann-
ig er þvi ekki farið.
Samanlagður oliuskipafloti
heimsins er nú stærri en nokkru
sinni fyrr, og aðeins þeim elstu
og slitnustu hefur verið lagt.
Það er ósköp eðlilegt. Auk þess
eru nú fjölmörg risaoliuskip i
smiðum viðs vegar um heim og
enn fleiri i pöntun. Sifellt fleiri
slikar pantanir berast nú skipa-
smiðastöðvunum.
Þau sigla ekki tóm
Auk þess eru fargjöld oliu-
skipanna nú hærri, en nokkru
sinni fyrr. Þannig væri þvi ekki
farið, ef ski'pin söknuðu farms.
Oliuskipaflotinn hefur vaxtar-
verki og það kynni að benda til
þess, að allt þetta tal um oliu-
skort sé bara pólitik og ,,bis-
niss”. Ef til eru staðir, þar sem
oliuskortur rikir, þá hljóta einn-
ig að vera til staðir, þar sem
menn hafa hamstrað oliu.
Hverjar skýringar sjá menn
aðrar á þeirri staðreynd, að
oliuskipin hafa miklu meira en
nóg að gera?
Oliuskipin hafa tekið gifur-
iegri, tæknilegri framþróun —
og gera það enn. Fyrstu sér-
stöku oliuflutningaskipin komu
til Evrópu árið 1851. Hundrað
árum siðar voru i danska oliu-
skipaflotanum einum 28 skip að
samanlagðri stærð 285 þús. tonn
— en nú samsvarar sú tonnatala
stærð eins oliuskips eins og ver-
ið er að smiða i skipasmiðastöð-
inni i Lindö i Danmörku!
Miklir peningar
i miklum skipum
Meira en helmingur þeirrar
oliu, sem framleidd er i heimin-
um, er fluttur sjóleiðis. Stund-
um he.fur verið offramboð á
oliuskipum. En það eru mörg ár
siðan svo var. Þannig var þvi
t.d. háttað, þegar Suez-skurðin-
um var lokað árið 1967. Það, að
Vestur-Evrópa varð þá ekki
oliukreppu að bráð, var þvi að
þakka, að þá var offramboð á
oliuskipum.
Þegar Suez-skurði var lokað
urðu oliuskipin að fara suður
fyrir Afriku. Áhrif þess urðu
m.a. þau, að sifellt stærri og
stærri oliuskip voru byggð.
Það er ekki svo langt siðan
flest oliuskip voru eitthvað ná-
lægt 20 þús. tonn að stærð. En
með notkun 200-300 þús. tonna
skipa um langar vegalengdir
var hægt að lækka flutninga-
kostnaðinn um þriðjung. Og þá
voru slik skip smiðuð.
En neytendurnir hafa ekki
orðið mikið varir við það.
Súez-skurðurinn
og framtíðin
1 dag eru stærstu oliuskipin
ca. 480 þús. tonn að stærð og
skipasmiðastöðvum hafa borist
pantanir i 700 þús. tonna skip!
Fyrir lokunina gátu 70 þús.
tonna skip farið um Suez-skurð
— fullhlaðin. Nú er rætt um að
enduropna skurðinn. Slikt mun
hafa áhrif á hin stóru skip og
rekstur þeirra einnig. 200 þús.
tonna skip getur siglt óhlaðið
um skurðinn til Persaflóa
Þannig spara þau skatt
Ef 70 þús. tonna oliuskip siglir
fullhlaðið frá Persaflóa til
Rotterdam um Súez-skurð, þá
verður flutningskostnaður pr.
tonn af oliu 33% meiri, en ef 200
þús. lesta skip er látið flytja oli-
una suður fyrir Afriku.
Tveir þriðju hlutar alls oliu-
skipaflota heims eru skráðir á
fimm löndum. Eitt af helstu
oliuskipalöndunum er Liberia.
Stóru oliufélögin og margir
stórir oliuskipaeigendur láta
skrá skip sin undir „þæginda-
flöggum” i löndum, sem veita
eigendunum ýmis friðindi — t.d.
skattalegar ivilnanir. Þannig
eru heiðarlegar siglingaþjóðir
„snuðaðar” um milljónahundr-
uð i sköttum.
Og dollarinn styrkist
Stóru oliufélögin ej£a þvi sem
næst 35% af oliuskipum yfir 10
þús. lestir. Og þau hafa svo mik-
ið að gera —jafnvel i oliukrepp-
unni — að einnig einkaeigendur
oliuskipa hafa hendurnar, tank-
ana og peningaskápana fulla.
Á s.l. ári — um það leyti, sem
menn töldu sig vita, að oliu-
birgðir jarðarinnar færu minnk-
andi — töldu sérfræðingar að
þegar árið 1980 myndi saman-
lögð tonnatala oliuskipa vera
orðin tvöfalt meiri en árið 1970.
Hún yrði orðin 350 millj. tonna i
stað 157 milljón tonna árið 1970.
Bandarikin, sem áður voru
stórútflytjendur á oliu, verða nú
að flytja mikið af oliu inn. Sér-
fræðingar telja, að 13% — eða
44 millj. tonna skip af saman-
lögðum oliuskipaflota heims
muni þurfa aðeins til þess að
flytja oliu til Bandarikjanna ár-
ið 1980.
Mjög mikil verðhækkun á oliu
stafar m.a. af þvi, að oliufélögin
þurfa að nota sifellt meira fé til
nýfjárfestingar. Og þá ekki
bara til oliuborunar eða til þess
að nýta aðrar orkulindir. 1
Bandarikjunum t.d. þarf að
byggja nýjar hafnir, sem geta
tekið á móti risaoliuskipum
framtiðarinnar. Þar eru ekki
margar hafnir, sem það geta i
dag. Og önnur lönd i heiminum
eiga að taka þátt i kostnaðinum.
Skip fyrir
milljarða
Eftirspurnin eftir oliuskipum
er feikimikil. M.a. þess vegna
hefur verð þeirra sifellt farið
vaxandi. Pöntuð hafa verið frá
japönskum skipasmiðastöðvum
400 þús. tonna skip, sem eiga að
vera tilbúin til afhendingar árið
1977. Og þau munu koma til með
að kosta 75,5 milljón dollara
stykkið — eða tæpar sjö þúsund
millj. isl. kr.
Útgerðarmennirnir reyna nú
að hafa vaðið fyrir neðan sig —
og okkur — með þvi að panta i
vaxandi mæli svonefnda
„combined carriers”. Þessi
skip geta flutt ýmsar vörur —
bæði oliu og „fastar vörur” svo
sem eins og kol.
Ef við aðeins teljum með oliu-
skip, sem eru 10 þús. tonn eða
meira, þá voru nú i janúarmán-
uði — i miðri oliukreppunni —
alls 3.300 oliuskip til i heiminum
ogsamanlögð stærð þeirra nam
212 millj. tonnum og i pöntun
voru 1.100 skip að samanlagðri
stærð 187 millj. tonn. Pantanirn-
ar einar svara þvi til alls oliu-
skipaflotans i heiminum eins og
hann var fyrir nokkrum árum.
Uppnárn í New York
Ekkert skip er sem stendur
velkomnara en oliuskip. Þannig
var það þó ekki, þegar fyrsta út-
hafsoliuskipið — „Glíickauf” —
kom til hafnar i New York árið
1881. Það gat tekið 3000 tonna
farm og hafði eigið dælukerfi.
„Gliickauf” olli skelfingar-
uppnámi i New York. Skipið gat
— sögðu menn — gert þrjú segl-
skip, 50 sjómenn og fjölda hafn-
arverkamanna atvinnulausa.
Einnig óttuðust menn, að hinir
„griðarmiklu oliubirgðir”
skipsins kynnu að valda
óhemmu eldsvoða og leggja
New York i rúst. Enginn vildi
selja skipinu kol til þess að
kynda með vélarnar. „Gliick-
auf” varð að sigla alla leið til
Philadelphiu til þess að fá keypt
kol til heimferðarinnar. Þar
vissu menn nefnilega ekki,
hvaða farm skipið flutti!
• Olíuskipin |
verða sifellt
stærri með hverju
árinu. Nú eru í |
smíðum i Japan
skip, sem tekið í
geta 400 þúsund
tonn. Eitt slíkt
skip kostar um [
sjö þúsund millj-
ónir ísl. kr. svo :
sjá má, að hér eru
engar smákænur !
á ferðinni. |
____________________I
Nýr erkibiskup
Nýr erkibiskup hefur verið kosinn fyrir
grisk-kaþólsku kirkjuna.Sá nefnist Serafimog
hér er mynd af honum.
NORÐURSJAVAROLIA I LEIKFONGUM
Meðal þess, sem vakti hvað mesta at-
hygli og áhuga á alþjóðlegri leikfanga-
kaupstefnu i Brighton í Englandi nýlega
var nákvæm eftirlíking af olíuturni, er
sýnd var á ströndinni. Ekki er ólíklegt,
að þetta verði leikfana barna úr auðug-
um f jölskyldum, semáhuga hafa í þessa
átt. Eftirlíkingin er sögð nákvæm.
VÖRUMERKINGAR
Á LEIKFÖNGUM
Neytendavernd er mjög öflug i
nágrannalöndum okkar, enda eru
þau mörgum árum á undan okkur
fyrirbyggjandi aðgeröir. Hún
leggur áherslu á aðstöðu félags-
ráðgjafanna til þess að
annast þessi vandamál.Hún telur
mjög mikilvægt, að hjálpinni sé
beitt i mun rikari mæli en til
þessa ,,i gegnum” það foreldr-
anna, sem ekki drekkur.
i neytendamálum. M.a. hafa þar
verið settar m jög strangar reglur
um vörumerkingar og vöruflokk-
anir. Nýlega hafa slikar merking-
areglur verið settar i Danmörku
um leikföng barna. Samkvæmt
þeim á að koma fram i vörulýs-
ingu slitstyrkur leikfanganna,
hvort eitthvað varðandi þau
kunni að geta skaðað börn — svo
sem eins og hvöss horn eða skarp-
ir kantar — og hvert uppeldislegt
gildi leikfangsins sé metið.
Börn ofdrvkkjumannanna
EFTIR
Ofdrykkjusýki—orskair og
afleiðingar — hefur verið til um-
ræðu i mörgum bókum, bæði bók-
menntum og læknaritum. Það á
einnig við um eiginkonu of-
drykkjumannsins og hlutverk
hennar. Þó hefur verið skrifað
heldur minna um það mál. Annað
hefur verið vanrækt næstum með
öllu og það eru börnin, sem alast
upp á heimilum ofdrykkjumanna.
Bandariski félagsráðgjafinn
Margaret Cork hefur átt samtöl
við 115 börn á aldrinum 10 til 15
ára i Toronto i Kanada. Margaret
Cork hefur 15 ára reynslu i störf-
um á sjúkrahúsum fyrir of-
drykkjumenn. Samtölin eru nú
komin t á sænsku i litilli bók, sem
heitir „Börnin, sem gleymd eru”.
Sally, sem er 14 ára, hóf sam-
talið með þvi að segja: „Ég er
alltaf leið og óhamingjusöm, ekki
aðeins vegna þess, að pabbi
drekkur, heldur einnig vegna
þess hvernig hann er og lætur”.
Svo tók hún að gráta. Eftir litla
stund hafði hún róast og þá hélt
hún áfram: „Hann verður ætið
reiður og brýtur þá allt mélinu
smærra. Einu sinni þegar ég var
litil kom hann seint heim og
mamma hafði ekki geymt matinn
heitan handa honum. Þá velti
hann borðinu um koll og braut
allt, sem á þvi var. Sliku gleymir
maður aldrei...”
Þessi samtöl við börnin vitna
um innsæi, hugrekki alltof mikla
ábyrgð, sem á þau eru lögð og
djúprætt tilfinningaleg vanda-
mál. Einbirni virðast búa við sér-
staka aðstöðu. Þau hafa engan
frið fyrir afskiptasemi foreldra
sinna og eiga engin systkini, sem
þau geta leitað til. Þau eru alein,
bæði með hin hversdagslegu
vandamál og hræðsluna við það
foreldranna, sem drekkur.
Margaret Cork lýsir einkum
fjölskyldum þar sem annað for-
eldranna drekkur. Hitt foreldr-
anna, sem ekki drekkur, helgar
sig baráttunni gegn vanda hjú-
skaparfélaga sins og vanrækir
þvi barnið og börnin. Drykkju-
skapur föðurins eða móðurinnar
og vanrækt heimilið valda þvi, að
börnin þora sjaldan að bjóða
félögum sinum heim. A slikum
heimilum annast eldri systkinin
gjarnan umsjón minni systkina
sinna. Mörgum yngri barnanna
þykir gaman að vera i skóla að
þvi, að þar finna þau ró og næði.
„En meðan ég er i skólanum all-
an seinni hluta dagsins er ég
alltaf kviðin um það hvernig
ástandið verður heima þegar ég
kem þangað”, segir eitt barnanna
i viðtalsbókinni. Eldri börnin eiga
venjulega við vandamál að striða
i skólanum: „Ég var sá lakasti i
bekknum vegna þess, að ég get
ekki hugsað neitt af viti þegar
pabbi er svona á sig kominn”.
Samtöl Margaret Cork við
börnin sýna . vel i hverju þetta
vandamál er fólgið. Auk hinna
augljósu vandamála i sambandi
við skólavist og umhverfi
drykkjuheimilanna fær maður
mjög góða innsýn i þann lifsótta
og hlédrægni, sem grundvöllur er
lagður að með þessum börnum
þegar á mjög ungum aldri.
Margaret Cork telur, að margt sé
unnt að gera til þess að bæta
ástandið hjá mörgum þessara
barna. Hún bendir á ýmsa mögu-
leika m s. f jölskyldulækningar og
BÖRN SEM
ENGINNMAN
Bókamarkadur
Bóksalafélags
íslands,
í noröurenda
Hagkaups,
Skeifunni 15
Góöar bækur-
gamalt verö
Föstudagur 1. marz. 1974.
Föstudagur 1. marz. 1974.
o