Alþýðublaðið - 01.03.1974, Page 12

Alþýðublaðið - 01.03.1974, Page 12
lalþýðul Bókhaldsaðstoó með tékka- KÓPAVOGS APÓTEK ■ ■ HHBHMB færslum Opið öll kvöld til kl. 7 ■ 1 (Æ\ BÚNAÐAR- Laugardaga til kl. 2 \fXj BANKINN Sunnudaga milli kl. 1 og 3 Nokkrir nemendur í SÁL ræða tilhögun næstu æf ingar í ,,hópdýnamik". Fyrst byrjum við í ákveðnu umhverfi að líkja eftir ákveðnum dýr- um, sem þið veljið ykkur, og það er morgunn. Síðan byrjum við að impróvisera", sagði sá, nemandinn, sem stjórnaði tímanum. „VIÐ SKULUM STUFNA SKÖLA” „Fyrst enginn leiklistar- skóli er starfandi, hvorki á vegum opinberra aðila né annarra, stofnum við bara skóla sjálf,” sögðu nokkur ungmenni fyrir um það bil tveimur árum, — og þau stofnuðu skóla. Skólann kölluðu þau Leik- listarskóla SAL, og SÁL er skammstöfun fyrir Samtök áhugafólks um leiklistar- menntun, og til þessa hefur hann verið eini leiklistarskólinn á tslandi. Þessi skóli hefur meira að segja fengið viður- kenningu „Hins opinbera” i þeirri mynd, að nemendur hans fá námsfrádrátt til skatts, þau fá hinn svonefnda dreifbýlis- styrk, og nú siðast var skólinn settur á fjárlög. Inn á það merka plagg var Leiklistarskóli SÁL settur ásamt hinum fyrir- hugaða leikiistarskóla leikhús- anna, sem sagt hefur verið frá hér i blaðinu. Sú upphæð, sem til þessara skóla er veitt, er ein og hálf milljón króna og á að skiptast á milli þeirra eftir þvi starfi, sem hvor aðilinn um sig leggur fram, að ósk fjár- veitingarnefndar. Gera nem- endur i SÁL sér vonir um að fá i það minnsta helming fjárins þótt þau áliti að þau eigi að fá allt að 2/3 miðað við nemenda- fjölda og kennslustundafjölda i hlutfalli við hinn fyrirhugaða í skóla leikhúsanna. * Það eitt er nóg til að gera Leiklistarskóla SÁL merkilegan að hann er stofnaður af núver- andi nemendum, en hitt er raunar enn merkilegra, að allt frá byrjun hefur rikt algjört lýð- ræði i skólanum, þannig, að allir eru jafnir, nemendur og kennarar, eða eins og einn nemandanna orðaði það: „Það eru 36skólastjórar i skólanum.” Þetta fyrirkomulag er sniðið eftir fyrirmyndum á hinum Norðurlöndunum, en fulltrúar SÁL sóttu m.a. umræðuþing eða seminar norrænna leikara haustið 1972. Þetta er einstakt fyrirbæri i islenskum skóla- málum og full ástæða til að benda opinberum skólamönnum landsins á að kynna sér það. Lýðræðið I Leiklistarskóla SAL hefur tekist með afbrigðum vel, um það bar þeim saman nemendum annars bekkjar, sem fréttamaður Alþýðublaðs- ins ræddi við i gær i kjallara Tónabæjar þar sem kennslan fer fram. „Hér ræður ekki ein- göngu meirihlutinn á þann hátt, að eitt atkvæði skeri úr. Við ræðum málið þangað til flestir eða allir eru sammála, — i mesta lagi tveir eöa þrir á móti.” sagði einn þeirra. Skólastjórar eru 36, eins og fyrr er sagt, en af þeim eru kennarar tiu talsins. Nemenda- fjöldinn er þvi 26 i tveimur bekkjum, þ.e. fyrsta og öðrum bekk. Fyrirhugað er, að náms- árin verði fjögur, en siðasta námsárið verður einskonar „akademia”, þar sem aðallega verður unnið að uppsetningu leikverka. Á þeim vetri er gert ráð fyrir, að nemendur verði um 50 talsins, og þá verður allur skólinn væntanlega orðinn heilsdagsskóli. Sem stendur eru fyrsta árs nemendur i kennslu á kvöldin, en annað ár er i skól- anum allan eftirmiðdaginn. Næsta vetur er fyrirhugað, að skólinn verði allan daginn, — frá morgni til kvölds. En hvað iæra þessir væntan- legu leikarar landsins? Þaö má kannski gefa örlitla hugmynd um það með þvi að birta skrá yfir námsgreinar, og um leið verður sagt, hvaða kennari kennir hvaða grein. 1. bekkur: Hilde Helgason, raddþjálfun, Helga Hjörvar, hópvinna (gruppedynam ik), Hafdis Arnadóttir, leikfimi, Snorri Birgisson, tónfræði og rythmik, Þorvarður Helgason, leiklistarsaga, Þorgeir Þor- geirsson. umræður um leikritun og bókmenntir og Hugrún Gunnarsdóttir, persónu- greining. Þetta eru 20 kennslu- stundir á viku. 2. bekkur: Sigmundur Orn Arngrimsson og Þórhallur Sigurðsson, leiktúlkun, Sigriður Pálmadóttir, tónfræði, Hilde Helgason, raddþjálfun. Helga Hjörvar, hópvinna, Hafdis Svo stofnuðu þau Leiklistar- skóla SÁL Arnadóttir, og Dana Jónsson. leikfimi og Þorgeir Þorgeirs- son, islensk leikritunarsaga. Þetta eru 34 stundir á viku Næsta vetur er fyrirhugað af kenna 40 stundir á viku. Myndirnar tók Friðþjóf- ur í gær á æfingu hjá SÁL. Námsgreinin er ,,grúppudýnamjk", sem mætti kalla á íslensku hópvinnu. Kennarinn gat ekki mætt, en það gerði ekkert til, einn nemendanna tók bara við kennslunni. i dag á að hvessa að vestan með snjóéljum og hiti að vera við frost- mark að þvi er Veður- stofan sagði í gærkvöldi. Ekki er þvi lát á um- hleypingunum, og þótt nú sé kominn föstudag- ur er veðrið um helgina líkega flestum ráðgáta ennþá. Kl. 18 í gær var suð- suðaustan þr jú vindstig í Reykjavik, úrkoma i grennd, skyggni 12 km og hiti 4 stig. Urkoma i gær var 12mm. FIMM 6 förnum vegi - Hlustar þú á passíusálmana í útvarpinu? Anna Jónsdóttir, húsmóðir: Jú, það er nú likast til. Þeir eru lik- astir guðs orði, og ég elska guðs orð og allt, sem segir okkur frá Frelsaranum. Anna Jónsdóttir, húsmóöir: Yf- irleitt ekki. Ég er vanalega að horfa á sjónvarpið á þeim tima. Pétur Sigurðsson, húsvörður: Já, það geri ég sem sagt alltaf. Karl Morðdahl, bóndi: Já, yfir- leitt. Stundum gleymi ég þvi. Annars er ég stundum að horfa á sjónvarpið á þeim tima, sem þeir eru lesnir. Björn Jóhannesson, kennari: Ekki það sem af er föstunni þetta árið. Annars hef ég oft gert það. y

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.