Alþýðublaðið - 14.05.1974, Qupperneq 3
Allt í strand í ■■túrismanuinM
Ferðamannaiðnaðurinn á
Islandi hefur aldrei verið i
annarri eins kreppu siðan
hann varð til, og sem eitt
dæmi má benda á að sl. ár
komu hingað 22 skemmti-
ferðaskip, með um 11 þúsund
ferðamenn, en nú verða þau i
mesta lagi sjö, liklega ekki
nema sex, með um 3 þúsund
farþega samtals, sagði Geir
Zoega forstjóri ferðaskrifstofu
Zoega, i viðtali við blaðið i
gær.
Skýringarnar, sem við fáum
oftast, eru að hér sé of hátt
verðlag á þjónustu og öðru,
sagði Geir, og sumir bera við
efnahagsvandræðum um allan
heim i kjölfar oliukreppunnar.
Þetta varð ljóst strax i vet-
ur, og skrifaði ég þá Birni
Jónssyni ráðherra bréf, þar
sem ég benti honum á að illa
kynni að fara fyrir þessum
iðnaði, ef ekki yrðu gerðar
einhverjar ráðstafanir til
verndar honum, svo sem að
taka upp sérstakt ferða-
mannagengi, sem auðvelt
væri að hafa eftirlit með, með
notkun ferðatékka, og for-
dæmi eru fyrir erlendis, sagði
hann.
Ég fékk neitun frá ráðherra,
sagði Geir, og nú virðist ljóst
að stigandi i komu erlendra
ferðamanna hingað sé stöðn-
uð, svo ekki séu nefndir enn
verri möguleikar.
Þá sagði Geir að þetta á-
stand kynni að hafa verulega
LISTAHATIÐ:
„EKKERT POPP
11
Endanlega hefur verið ákveð-
ið, að ekkert popp verður á
Listahátið i Reykjavik 1974 og
er heldur þungt hljóðið i okkar
fremstu popptónlistarmönnum
þess vegna. Ekki tókst að fá
hingað til lands bresku hljóm-
sveitina Emerson, Lake &
Palmer eins og reynt var og
frægt er orðið og hætt var al-
gjörlega við að fá islenska tón-
listarmenn til að sjá um flutning
popptónlistar á Listahátið.
Listahátiðarnefnd snéri sér til
fjögurra ungra tónlistarmanna,
sem leggja þessa tónlist fyrir
sig og fór þess á leit við þá, að
þeir semdu hver um sig hálf-
tima verk, sem siðan yrðu flutt
á hátiðinni. Þessir fjórir voru
Jóhann G. Jóhannsson, Kari
Sighvatsson, Gunnar Þórðarson
og Askell Másson. Voru þeir,
beðnir að skila áætlun.
Þeir fjórir ræddu málin sin á
milli og gerðu tillögur um fram-
kvæmd og ílutning — einn vildi
t.d. hafa með sér um 30 hljóð-
færaleikara og tveir aðrir um
10. Tillögunum var þegar i stað
hafnað á þeirri forsendu, að
hætt væri við miklu tapi af þeim
(áætlað ,,tap” af Listahátið ’74
er i kringum 10 milljónir
króna). Heildarkostnaður við
þennan hluta hátiðarinnar mátti
ekki fara upp fyrir 700.000 krón-
ur með öllum sköttum, gjöldum
og launakostnaði en hljóðfæra-
leikarar voru áætlaðir á tima-
kaupi á æfingum og við flutning.
Kostnaður við framkvæmd
þessara hljómleika samkvæmt
áætlun fjórmenninganna var
um ein milljón króna.
Þá mun og innan nefndarinn-
ar hafa mikið verið rætt i djúpri
alvöru hvort þessi tegund tón-
listar ætti rétt á sér á Listahá-
tið, þar sem vafi léki á, að um
listgrein væri að ræða.
— Þetta er alltaf sama sagan,
sagði Gunnar Þórðarson þegar
fréttamaður blaðsins hafði tal
af honum i gær. — Ungir tón-
listarmenn, sem ekki hafa
gengið þennan viðurkennda tón-
menntaveg, fá ekki tækifæri til
að sýna hvað i þeim býr. Óskir
alls þess fjölda, sem hefur á-
huga á þessari tegund tónlistar,
eru fyrir borð bornar.
Annars er ekki við öðru að bú-
ast, bætti Gunnar við, — þegar
höfð er i huga sú menningar-
pólitik, sem hér er rekin. Ég er
sár yfir þessu, sagði Gunnar að
lokum. — Þetta hefði orðið
skemmtilegt.
EN ÁMUNDI
Þrátt fyrir að engin popptón-
list verði á dagskrá Listahátiðar
i Reykjavik 1974, fá Islenskir á-
hugamenn um þá tónlistarteg-
und sinn skammt. Dagana 11. og
12. júni heldur hér hljómleika
breska hljómsveitin Procul
llarum, sem kunn er að góðu
einu meðal áhugafólks.
Það er umboðsskrifstofa
Amunda Amundasonar, sem
fær Procul Harum hingað til
lands og voru samningar þar að
lútandi undirritaðir i London i
gær. Hljómleikarnir verða i Há-
skólabiói 11. og 12. júní, eins og
áður segir, og hefjast kl. 23.30,
fyrra kvöldið, og 19.00.
— Mér þykir undarlegt að
Listahátið geti ekki staðið
undir einhverjum kostnaði við
að uppfylla óskir alls þessa
unga fólks, sagði Ámundi
Ámundason i viðtali við frétta-
mann blaðsins i gær. — Ég fæ
ekki séð i hverju erfiðleikarnir
æltu að liggja. Mér er skapi
næst að halda, að erfiðleikarnir
liggi i þeirri menningarpólitik,
sem hinir ráðandi i þeim efnum
reka.
Breska hljómsveitin Procul
Harum hefur verið meðal virt-
ustu hljómsveita á þessu sviði
allt frá árinu 1967, þegar þeir
vöktu fyrst athygli fyrir lag sitt
,,A Whiter Shade of Pale”. Sið-
an hefur hver breiðskifan rekið
aðra og alltaf fengið feykilega
góðar viðtökur lærðra og leikra.
Sérstaka athygli hefur vakið
plata, sem þeir fimmmenning-
arnir gerðu i félagi við Sinfóniu-
hljómsveit Edmontonborgar i
Kanada.
Þeir áhugamenn, sem blaðið
hafði tal af i gær, voru á einu
máli um, að koma þessarar
hljómsveitar væri mikill hval-
reki á fjörur tónlistarlifs
borgarinnar.
En dýrt er drottins orðið:
miðinn mun að likindum kosta
1400 krónur.
Milljón
Nokkrir urðu
milljónamæringar fyrir
helgina, er dregið var i
fimmta flokki happa-
drættis Háskóla Islands,
en alls voru 4000 vinn-
ingar dregnir út að f jár-
hæð 37,5 milljónir króna.
Hæsti vinningurinn,
fjórir milljón króna
vinningar, kom á númer
10734. Tveir miðanna
voru seldir hjá Frí-
manni Frímannssyni,
Hafnarhúsinu, einn i
umboðinu í Vestmanna-
eyjum og einn í Höfn i
Hornaf irði.
500 þúsund króna
vinningur kom á miða
númer 54082, og voru
allir þeir vinningar seid-
ir á Akureyri.
Bestu þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur
vinsemd og samúð við andlát og útför
Svanbergs Magnússonar
skipstjóra,
Mjósundi 2, Hafnarfirði.
Guðrún Sigfúsdóttir, Þórhildur Svanbergsdóttir,
Unnur llelgadótlir, Gunnbjörn Svanbergsson,
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu við andlát og útför
konu minnar og systur okkar
Sigriðar Eiriksdóttur,
Nóatúni 32.
Sigurður Jónsson,
Sólberg Eiriksson, Runóifur Eiriksson.
Innilegustu þakkir færum við öllum fyrir vinarhug og
samúð við andlát og útför
INGÖLFS KRISTJANSSONAR, RITHÖFUNDAR,
Drápuhlið 17.
Hilda Hinriks,
Unnur B. Ingólfsdóttir, Daniel Axelsson,
Anna Þ. Ingólfsdóttir, Magnús Þ. Iiilmarsson
og barnabörn.
slæm áhrif i nokkur ár, jafnvel
þótt einhver bót yrði ráðin á
þvi fyrir næsta ferðamanna-
timabil.
Ferðaskrifstofa rikisins,
tekur einnig á móti fjölda er-
lendra ferðamanna hér, og
rekur m.a. Edduhótelin. Skrif-
stofan var rekin með gróða ár-
in ’70, ’71 og ’72, en siðan hefur
hún tapað, enda varð ferða-
mannaaukningin sáralitil
hingað sl. ár.
Sigurður Magnússon, for-
stjóri skrifstofunnar, sagði i
viðtali við blaðið i gær, að
greinilega væru færri bókanir
nú en á sama tima i fyrra.
Kæmi þar til almenn dýrtið i
þeim löndum, sem fólk hefur
aðallega heimsótt okkur frá.
Oliukreppan hefði sin áhrif, og
svo siðast en ekki sist verð-
bólgan hér, sem væri meiri en
annars staðar.
Sagði hann að skrifstoían
ætti nú i vök að verjast
rekstrarlega og þrátt fyrir að
hún hafi fengið 11,6 milljónir
króna úr rikissjóði, utan fjár-
laga, og fimm milljóna króna
lán úr ferðamálasjóði, hefði
skrifstofan ekki fengið það fé,
sem hann teldi nauðsynlegt til
að halda rekstri hennar áfram
eðlilega.—
SHITT
GAMAN MD
Með stolið ávisana-
hefti upp á vasann, hóf
þjófur einn mikið mun-
aðarlif, sem reyndar
stóð stutt. Hann braust
inn i fiskverkunarstöð-
ina Malir i Hafnarfirði
um siðustu helgi og stal
þaðan ávisanahefti.
Hann hélt með það til
Reykjavikur daginn eft-
ir og tók sér þar hótel-
herbergi, og var ekkert
til sparað. Þá varð hann
sér út um kvenmann og
bilaleigubil, og var nú
ferðinni heitið út á land i
visitasiu.
Kvenmaðurinn hafði
nefnilega verið i sveit
fyrir vestan þegar hún
var barn, og langaði nú
að heimsækja fólkið
þar, enda hafði hún ekki
komið þangað siðan hún
var barn.
Heimsóttu þau þar
tvo bæi, en áður en
lengra varð komist,
skarst lögreglan i
Stykkishólmi i leikinn,
að ósk rannsóknarlög-
reglunnar i Hafnarfirði,
og handtók parið.
Upphæðin af þeim á-
visunum, sem þegar eru
komnar inn eftir mann-
inn, nemur nálægt 100
þúsundum króna, en
liklega munu 16 til 18 á-
visanir ókomnar enn.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i að leggja 5. áfanga dreifikerfis hitaveitu i
Kópavogi.
Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri, gegn 5000 króna
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 29. mal
1974, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —
V'élarlok — Geymslulok á Volkswagen i
allflestum litum. Skiptum á einum degi
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bílaspraulun (iarðars Sigmundssonar
Skipholti 25. Simar 19099 og 20988.
Laghentir menn
óskasttilstarfa.
Gluggasmiðjan,
Siöumúla 20.
Tilkynning frá Berklavörn,
Vestmannaeyjum
Ákveðið hefur verið að frestur til að sækja
um styrk úr sjóði þeim er Norðurlöndin
gáfu, framlengist til 1. júni 1974. Rétt til
umsóknar hafa virkir félagar i Berkla-
vörn, sem búsettir voru á Heimaey 23.
janúar 1973. — Umsóknir sendist til Helgu
ólafsdóttur, Illugagötu 75, Vestmannaeyj-
um.
Þriðjudagur 14. mai 1974.
o