Alþýðublaðið - 07.09.1974, Qupperneq 2
drelt ráð gegn
gömlum vanda
Segja má með fullum sanni,
aö dagar smákapitalismans,
eða hinnar gömlu auðhyggju,
séu taldir f hinum iðnvædda
hluta heims. t Vestur-Evrópu
og Norður-Ameriku er I stað
smákapitalismans komin ný
grein auðhyggju, kapitalismi
risarekstursins, sem vel má
nefna stórkapitalisma nútim-
ans, þar sem stefnt er að stöð-
ugt stækkandi rekstrarheild-
um eða fyrirtækjasam-
steypum.
Jafnaðarmenn, ekki sist á
Norðuriöndum, hafa gert sér
grein fyrir þeim ógnvænlegu
breytingum, sem orðið hafa á
stefnu auðhyggjumanna á sið-
ustu tuttugu árum eða sve.
Svar jafnaöarmanna við þess-
ari þróun kapitalismans eru
kenningar þeirra um lýðræði i
atvinnuiifinu (stundum nefnt
fyrirtækjalýðræði) og lýöræði
i efnahagslifinu og kenningar
þeirra um, að efnahags- og at-
vinnumál lúti lögmálum raun-
sæs og lýöræðislega mótaðs
áætlunarbúskapar.
Starfsmenn fyrirtækjanna
hafi áhrif og ákvörðunarrétt I
stjórn þeirra og fjármagniö
sem og vinnan lúti hagsmun-
um heildar, en ekki fárra út-
valdra.
IVIeð öðrum orðum: Fyrir-
tækjum atvinnullfsins sé
stjórnað samkvæmt reglum
áætlunarbúskapar og I sam-
ræmi við lýðræöislega (jafn-
réttis-) hlutdeild hins vinnandi
fólks (verkalýösins) i skipu-
lagi vinnunnar, stjórnun,
áætlanagerð, skiptingu arðs
o.s.frv. Þannig að markmið
fyrirtækjanna séu I samræmi
við þau markmið, sem lýö-
ræðiskjörin stjórnvöld vilja
keppa að, og i samræmi við
hagsmuni allra starfsmanna,
þ.e. heildar en ekki örfárra út-
valdra.
Siik stjórn efnahagsmála,
sem hér er gerð að umtalsefni,
miðar m.a. að þvi, að kaup-
geta almennings (launþeg-
anna) og neysla þeirra annars
vegar og framleiðni og hag-
vöxtur hins vegar séu I jafn-
vægi. Þannig má tryggja rétt-
látt þjóðfélag frjálsra ein-
staklinga, sem bera sam-
ábyrgð, m.ö.o. velferðarþjóð-
félag.
óðaverðbólga sú, sem koll-
riðið hefur islensku efnahags-
lifi i áratugi og sem að undan-
förnu hefur magnast svo, að
hættuástand rikir, verður ekki
leyst, meðan tekist er á um úr-
elt sjónarmið i hagstjórn og
þjóðfélagsmálum yfirleitt.
Hún verður ekki leyst, fyrr en
sjónarmið jafnaðarmanna fá
að ráða ferðinni.
Enn um sinn mun Sjálf-
stæðisflokkurinn vafalaust
halda uppi vörnum fyrir sinn
gamla sm ákapítalis ma og
beita á hverjum tima úreltum
aðferðum til þess að fá fram
Framhald á bls. 4
Stjórn B.S.R.B. um efnahagsmálin:
..Nújdiiga engar
gamlar aðferðirM
Svofelld ályktun var einróma
samþykkt á -fundi stjórnar
Bandalags starfsmanna rikis og
bæja 4. þ.m. i tilefni af bréfi for-
sætisráðherra, þar sem hann
óskar viðræðna B.S.R.B. við
rikisstjórnina um ráðstafanir i
efnahagsmálum.
,,Á siðast liðnum vetri gerði
Bandalag starfsmanna rikis og
bæja kjarasamninga, þar sem
meginstefnan var sú, að hinir
lægst launuðu fengju verulegar
kjarabætur, en öðrum launa-
hækkunum var mjög i hóf stillt.
1 þessum kjarasamningum hef-
ur rikisstjórnin samið um fullar
vísitölubætur á laun.
Hinir hófsömu samningar
B.S.R.B. voru gerðir á þennan
veg til þess að tryggja raunhæf-
ar kjarabætur og i trausti þess,
að aðrir aðilar i þjóðfélaginu
tækju á þessum málum á ábyrg-
an hátt.
Þróun þessara mála hefur
hins vegar orðið sú, að oltið
hefur af stað skriða verðlags-
hækkana, skattahækkana og
gengisbreytinga, sem á hálfu
ári hafa gert að engu þær launa-
hækkanir, sem samið var um i
siðustu kjarasamningum.
Rikisvaldið hefur nú ákveðið
efnahagsaðgerðir i hefðbundn-
um stil, sem áður hafa verið
reyndar hér á landi af öllum
stjórnmálaflokkum um 30 ára
sfcfiift
Þessar efnahagsráöstafanir
eru m.a. fólgnar i:
1. 20% hækkun á verði erlends
gjaldeyris ofan á jafnmikla
verðhækkun gjaldeyris á fyrri
hluta þessa árs.
2. Hækkun söluskatts um 2
prósentustig.
3. Aframhaldandi áfnámi
verðlagsuppbóta, sem fyrrver-
andi rikisstjórn ákvað með
bráðabirgðalögum i vor.
Stjórn B.S.R.B. itrekar þá
stefnu, sem samtökin hafa áður
sett fram, að aðgerðir i kjara-
málum og efnahagsmálum al-
mennt miði að bættum hag lág-
tekjufólks.
Byrðarnar ber að leggja á þá,
sem óeðlilega háar tekjur hafa
miðað við þá, sem minna bera
úr býtum.
Þá itrekar bandalagsstjórnin
fyrri ályktanir sinar um nauð-
syn þess, að stjórnvöld gripi til
nýrra úrræða gegn verðbólg-
unni, þar sem hinar gömlu,
hefðbundnu aðferðir hafa reynst
alls ófullnægjandi til að leysa
sjálfan vandann. Þessar ráð-
stafanir, sem ávallt hafa verið
nær eingöngu á kostnað laun-
þega, hafa skapað óhæfilegar
sveiflur i efnahagsmálum og
kjaramálum.
Stjórn B.S.R.B. vill benda á
þá leið, að allar peningalegar
tilfærslur, skuldir og innstæður,
laun og vextir, verði tengdar
réttri visitölu, en gengið verði
„fljótandi”.
Stjórn B.S.R.B. samþykkir
samkvæmt ósk rikisstjórnar-
innar að tilnefna menn til við-
ræðna við hana. Jafnframt á-
kveður bandalagsstjórnin, að
þessi mál verði lögð fyrir for-
mannafund samtakanna, sem
haldinn verður dagana 9.—11.
október i haust.”
Eftirgreindir menn voru
kjörnir til að annast þessar við-
ræður: Kristján Thorlacius,
Haraldur Steinþórsson, Hersir
Oddsson, Agúst Geirsson, Einar
Ólafsson og Guðlaugur Þórar-
insson.
Karsten Andersen ráðinn
að Sinfóníuhljómsveitinni
Starfsáriö 1974/75 er um það bil
að hefjast, og verða fyrstu tón-
leikarnir 3. október og siðan ann-
an hvern fimmtudag.
Norski hljómsveitarstjórinn
Karsten Andersen hefur verið
endurráðinn sem aðaihljóm-
sveitarstjóri. Aðrir hljómsveitar-
stjórar verða Vladimir
Ashkenazy, J.P. Jacquillat frá
Frakklandi, Kari Tikka frá Finn-
landi, Robert Satanowsky frá
Póllandi, Samuel Jones frá
Bandarikjunum, Alberto Ventura
frá ttaliu svo og Páll P. Pálsson.
Einleikarar og söngvarar verða
þessir: Ralph Kirshbaum, celló-
leikari, Michael Roll Pianóleik-
ari, Vaclav Hudecek fiðiuleikari,
Gunnar Egilson, klarinettleikari,
Sheila Armstrong sópran, Dag-
mar Simonkova pianóleikari,
André Previn pianóleikari, J.P.
Rampal flautuleikari, Itzhak
Perlman fiðluieikari. Rögnvaldur
Sigurjónsson pianóleikari, Rut
Ingóifsdóttir fiðluleikari, Vladi-
mir Ashkenazy pianóleikari, Arni
Egilson bassaleikari, Gunnar
Kvaran cellóleikari, Aaron Ros-
and fiðiuleikari og Sigriður E.
Magnúsdóttir söngkona.
Auk reglulegra áskriftartón-
leika, sem verða 16 á starfsárinu.
heldur hljómsveitin fjölskyldu-
tonleika, skólatónleika, barna-
tónleika, tvenna aukatónleika og
einnig nokkra tónleika utan
Reykjavikur.
Mynd: Friðþjófur
Landgræðsia
og gróðurvernd
í námsskránna
Aðalfundur Skóg-
ræktarfélaga lslands<
haldinn að Núpi í Dýra-
firði sl. mánaðamót,
samþykkti fjölmargar
tillögur, og m.a. eftir-
farandi:
Fundurinn beinir
þeim tilmælum til
fræðsluyfirvalda lands-
ins að íhugað verði á
hvern hátt best verði
haldið við þeirri vakn-
ingu í gróðurverndar- og
landgræðslumálum,
sem upp hefur komið á
síðustu árum. Hvetur
fundurinn til þess að
þessum þætti verði ætl-
að rúm í nýrri námsskrá
grunnskólans, í því
skyni að bæta sambúð
lands og þjóðar og auka
virðingu fyrir gróðri
landsins. Ennfremur
hvetur fundurinn til
þess að sem flestum
ungmennum verði gef-
inn kostur á beinni þátt-
töku í skogræktar og
öðrum landgræðslu-
störf um.
Hafnarfjaröar Apótek
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Helgidaga kl. 2 til 4.
Dúnn
í GlflEflBflE
/ími 64900
E1
0
Laugardagur 7. september 1974.