Alþýðublaðið - 07.09.1974, Page 3
MJOG FJOLBREYTT SYNING HJA
HEIMILISIÐNAÐARFÉLAGINU
Heimilisiðnaðarfélag
íslands opnar kl. 3 I dag
mjög f jölbreytta sýningu
til kynningar á því, sem
er að gerast í nútfma út-
saumi í Bretlandi. Sýn-
ingarmunir eru allir
fengnir frá
„Embroiderers'Guild" í
Bretlandi, en það er f élag
áhugamanna um útsaum
og skyldar handíðagrein-
ar.
Sýning þessi er einn lið-
ur í starfi Heimilisiðn-
aðarfélags íslands, en fé-
lagið hefur áður fengið
erlendar sýningar til
landsins. Hér er um að
ræða vinnu bæði karla og
kvenna. Er sýningin
haldin í húsakynnum
Heimilisiðnaðarfélagsins
i Hafnarstræti 3, en þar
heldur félagið námskeið í
ýmsum greinum
heimilisiðnaðar jafnt
fyrir karla sem konur.
Sýningin hefur verið
nefnd: Vefum — .saum-
um — hnýtum.
fllbert
gefst
ekki
upp þó
hafi ekki
þorað að
„Ég er ákaflega sár
yfir því, að þingsálykt-
unartillaga mín var ekki
tekintil umræðu, eins og
þó var búið að sam-
þykkja", sagði Albert
Guðmundsson,
alþingismaður, við
fréttamann blaðsins í
gær. „AAín vonbrigði
yfir þessu eru áreiðan-
lega ekki minni en alls
þess fólks, sem hafði
vænst þess, að hún kæmi
til umræðu og atkvæða á
Alþingi. Ég mun flytja
hana að nýju, þegar í
upphafi reglulegs
Alþingis í haust", sagði
Albert.
HORNID
Uppskeran af íslensku kartöflunum er
ekki meðhöndluð eins og mannamatur
Húsmóðir hringdi í
Hornið og bað fyrir eftir-
farandi:
„Ég varð alveg furðu
lostin, þegar ég fór að fá
nýju íslensku kartöflurn-
ar núna seinni partinn í
sumar. I sannleika sagt
hef ég aldrei séð Ijótari
kartöflur, — útlendu
kartöflurnar, sem við
fengum fram til þess
tíma, voru mun fallegri
og ætilegri.
Hérna áður fyrr voru
íslensku kartöflurnar svo
fallegar, að engum datt í
hug að hýða þær, en nú er
ekki um annað að ræða en
hýða hverja einustu
kartöf lu og skera úr þeim
skemmdirnar, en við það
rýrna kartöflurnar að
sjálfsögðu. Þar fyrir utan
eru þær bragðvondar,
sem ekki er að undra, því
oft erf úkkalykt úr pokun-
um.
Það er þetta með
fúkkalyktina. Nú fáum
við kartöflurnar í plast-
pokum, og séu þær rakar
er ekki að undra þótt
f úkkalykt komi af þeim. I
sannleika sagt hef ég ekki
kvartað yfir þessu fyrr
vegna þess, að mér skild-
ist að plastpokarnir yrðu
aðeins notaðir á meðan
kartöflurnar eru sendar
svo að segja beint úr
görðunum til neytenda,
og lítill tími til að þurrka
þær vel. En ennþá koma
þær í plastpokum og enn-
þá er fúkkalykt af þeim.
Eitt enn vil ég nefna.
Kartöf lurnar virðast ekk-
ert stærðarf lokkaðar, og í
sama pokanum eru
kannski bæði risavaxnar
kartöflur og aðrar, sem
eru eins og krækiber.
Þetta er afar bagalegt,
því að sjálfsögðu þurfa
stórar kartöflur meiri
suðu en litlar."
Liggur þér eitthvað
á hjarta?
Hringdu þá í Homið
Guðþjónusta fyrir
heyrnarlaust fólk
Á morgun fer fram í
safnaðarheimili
Grensássóknar guðs-
þjónusta fyrir heyrnar-
laust fólk og aðstand-
endur> þess á táknmáli
heyrnardaufra.
Það er finnskur prest-
ur, Eino Savisaari að
nafni, sem predikar, en
>sr. Halldór Gröndal
þjónar fyrir altari.
Eino Savisaari er einn
af fimm prestum, sem
þjóna heyrnarlausu
fólki í Finnlandi. Hann
kom hingað til lands á
vegum Foreldra- og
styrktarfélags heyrnar-
daufra og mun f lytja er-
indi á aðalfundi félags-
ins í dag.
Guðsþjónustan á tákn-
máli heyrnardaufra fer
fram klukkan 14 á
morgun. —
Haustslátrun
að hefjast
Haustslátrun hefst,
upp úr 10. september hjá
nokkrum stórum slátur-
leyfishöfum. Samtals
var s.l. haust slátrað í
landinu 784.144 dilkum,
en í ár er reiknað með að
þeir verði 6-7% fleiri og
að dilkakjötsmagnið
aukist um 4-500 lestir, en
það var 11.717 lestir á
s.l. ári.
Birgðir sjávarafurða
eru nú miklu meiri í
landinu en á sama tíma i
fyrra, og af þeim ástæð-
um er nú mikill skortur
á geymslurými í frysti-
húsum um allt land.
Þess vegna er að þessu
sinni ráðgerður útflutn-
ingur á kjöti þegar i
sláturtíðinni, og fara 400
lestir til Noregs með
Jökulfellinu nú siðast i
september.
0
Laugardagur 7. september 1974.