Alþýðublaðið - 07.09.1974, Side 6

Alþýðublaðið - 07.09.1974, Side 6
Valur er sjö ára. Hann fór i skólann i fyrsta skipti i gær. Aö visu var hann i forskóla i fyrra- vetur. en það var aðallega fönd- ur og teikning. I gær hófst alvara lifsins. Hann var vaknaður fyrir allar aldir og borðaði bitann sinn við eldhúsborðið með nýju skóla- töskuna á bakinu. Lykilinn að læsingunum á henni var hann með i löngu ullarbandi um háls- inn og taskan að sjálfsögðu rækilega læst. i töskunni var stilabók, reikn- ingsbók og pennaveski úr skinni, sem amma hans hafði saumað handa honum. Valdi- mar bróðir hans, sem er niu ára, hefur þegar verið i skóla tvo vetur og var þvi rólegri en hefur vafalitið gefið yngri bróð- ur sinum ýmis ráð — væntan- lega bæði holl og ekki — um' skólagöngu og hinar ýmsu hlið- ar manniifsins. Valdimar þurfti ekki að koma i skólann i gær, enda er hann i öðrum skóla. Fjölskyldan er tiltölulega ný- lega flutt i nýtt hverfi, Hóla- hverfi i Breiðholti, og þvi fylgja ýmis vandamál. Valur klæddi sig i úlpuna, spennti skólatöskuna aftur á bakið, kyssti mömmu sina bless og við fórum með honum niður i lyftunni. Fyrir framan iyftudyrnar á fyrstu hæð beið strákur á svip- uðu reki og Valur. Þeir heils- uðust, aðallega með þvi að brosa feimnislega hvor framan i annan og svo greikkuðu þeir sporið út. Við máttum hafa okk- ur alla við að fylgja þeim eftir. — Hver er þetta? spurðum við Val. — betta? Þetta er hann Brynjar. Hann á heima i blokk- inni lika. Hann er skólabróðir minn. Þeir hlupu út og i áttina að strætisvagninum. Nýjar og glansandi finar skólatöskurnar dingluðu á bökum þeirra og manni datt ósjálfrátt i hug það, sem áður var sungið: Ligga ligga 11. Þeir voru roggnir þegar þeir settust inn i bilinn og þurftu að sitja hálf hoknir vegna taskn- anna, sem þeir höfðu að sjálf- sögðu ekki fyrir að taka af sér. Báðir sögðust þeir hlakka til að fara i skólann og brostu breitt — en brosið náði ekki alla leið til augnanna. Úr þeim skein miklu fremur kviði eða óvissa. Við hugsuðum okkur tæpa tvo ára- tugi aftur i timann og þá vorum það við, sem brostum. Liklega er enginn tii frásagnar um hvort þau bros náðu til augnanna. Skólinn þeirra er ekki tilbúinn ennþá, svo þeir þurfa að fara i hinn skólann i efra Breiðholti, þar sem fengnar hafa verið að láni þrjár skólastofur til að hefja starfið i. —• Þarna er minn skóli, sagði Valur og benti út ura gluggann. —- Iss, það er ekki einu sinni búið að smiða hann ennþá. Fleiri börn komu i vagninn á leiðinni og öll heldur hikandi. Mæður þeirra og feður voru al- vörugefin og börnin slepptu ekki af þeim hendinni. Þau sögðu ekkert enda þurfti þess ekki með. Þeir farþegar sem ekki voru á leið i skólann horfðu hlý- lega á — en augnaráðið var dá- litiö fjarrænt. Þeir Valur og Brynjar hlupu út úr vagninum og ætluðu beint yfir götuna en áttuðu sig i tima og fóru yfir gangbrautina. Fyrir utan skólann var hópur barna og álika stór hópur foreldra. Skólalóðin var hljóð og á liklega ekki eftir að verða jafn hljóð fyrr en að ári, þegar nýr ár- gangur leggur út i heiminn og kynnist alvöru lifsins. — Til hvers fer maður i skóla? spurðum við Val. Hann horfði rannsakandi á okkur og brosti feimnislega. Hann er ekki vanur að vera feiminn. — Til að læra eitthvað, sagði hann svo. — Og til hvers á maður að læra? — Bara.... — Hvað áttu að læra? — Lesa og skrifa og reikna og svoleiðis. — Til hvers? Fyrsti skóladagurinn í lífi sjö ára drengs — Maður á bara aö kunna það, sagði hann dálitið óþolin- móður. — Svo maður geti lesið og svoleiðis, bætti hann svo við. Hann stökk af stað og Brynjar með honum. Þeir stönsuðu skyndilega eins og þeir hefðu rekist á vegg. Fyr- ir framan þá stóð litil stúlka með móður sinni. Annari hend- inni hélt hún þéttingsfast i hönd mömmu sinnar og hinni i barna- vagninn, þar sem litli bróðir lá og svaf. Hann hafði ekki hug- mynd um hvað það i rauninni var, sem stóra systir hans var að ganga i gegnum núna. Hún horfði hálf skelkuð á þá Val og Brynjar og þeir störðu á móti, sviplausir. Þeir færðu sig nær hvor öðrum til að leita trausts og halds. Hún færði sig nær móður sinni og tók fastar um barnavagninn. Val þótti gaman að vera kom- inn i skólann en hvorki vildi hann missa sjónar af okkur né Brynjari. Það var farið inn i gang, þar sem lánsstofurnar voru og þar beið hópurinn úr Hólahverfinu. Mæður, feður og börn. Litið var sagt og börnin horfðu hvert á annað. Einstaka þekktust og sögðu feimnislega halló. Skólastjórinn kom og bauð öllum að koma inn i stofu. Þar kynnti hann tvær ungar kennslukonur fyrir hópnum og sagði að þar sem við ýmsa byrj- unarörðugleika væri að etja, þá gæti eiginleg skólaganga ekki hafist fyrr en á fimmtudaginn i stað þess að byrja á mánudag. Hann kvaddi og önnur kennslukonan las upp nöfn þeirra, sem áttu að fylgja henni yfir i næstu stofu. Börnin fylgd- ust spennt með og voru gjör- samlega hljóð. Or svip kennslu- kvennanna fannst okkur mega lesa: — Ó, bara að þið verðið svona. — Þegar ég les upp nafnið ykkar, þá skuluð þið rétt upp hönd, sagði hún. — Svo þegar ég er búin að lesa alla upp, sem Valur er sjö ára og fór I fyrsta skipt I alvöruskóla í gær. Hann valdi sér sæti hjá Brynjari vini sinum og nágranna. eiga að koma með mér, þá geng ég út og þið komið á eftir mér. Hún las upp nöfnin og þá mátti þekkja úr fjörkálfana. Þeir sneru upp á sig i allar áttir og reyndu að sjá hvern einasta krakka rétta upp hönd. Þegar einhver sagði ,,já” snerust þeir helmingi hraðar. Yfir i hinni stofunni dreifði kennslukonan stundaskrá og miða til foreldranna með upp- lýsingum um skólahaldið. Mæð- urnar fylgdust með hverri hreyfingu kennslukonunnar og reyndu að sjá hana út: Ætli hún sé góð? Er hún geðvond? Hvað verður nú um barnið mitt? Valur sat hljóður við borð og fylgdist stóreygur með þvi, sem gerðist i kringum hann. Hann skoðaði bæði blöðin, sem hann hafði fengið i hendur. Hann kann „dáldið” að lesa og getur skrifað nafnið sitt, foreldra sinna og bróður sins. Hann get- ur lika skrifað nafnið hennar ömmu sinnar. xxx — Fannst þér gaman? spurð- um við Val þegar við vorum komnir út og lölluðum i róleg- heitunum heim á leið ásamt Brynjari og f jölda annara barna og foreldra. - Já já. — Hvað sagði kennarinn? — Hvaðsagðihann? endurtók Valur og horfði á okkur: vissi ekki hvað svona spurningar áttu að þýða — vorum við ekki þarna sjálfir eða hvað? — Hvenær áttu að koma aftur i skólann? Hann hugsaði sig um og sagði svo: — A fimmtudaginn. — Klukkan hvað? Hann hugsaði sig aftur um. — Æ, ég man það ekki. — Klukkan fimm minútur yf- ir hálf ellefu, sagði Brynjar hróðugur og horfði á Val. Það var ekki talað meira um skólann á leiðinni heim en Valur var óvenju þögull. Hann ætlaði að fara strax og hitta einhvern, sem ætlaði að hjálpa honum að búa til flugvél. Það má ennþá, þegar maður er sjö ára, flýja hið daglega amstur. Þangað til á fimmtu- daginn. —ó.vald. Þegar kennarinn Ias upp nafn hans varð hann einbeittur á svip og rétti hraustlega upp höndina. Þeir Valur og Brynjar á leið I skólann með nýju töskurnar á bakinu. Að loknum fyrsta skóladeginum kvaddi hann okkur fyrir framan blokkina, sem hann býr i. Það værióskemmtilegt að koma of seint I skólann I fyrsta skipti, sem þangað er mætt. Valur fylgdist vel með tímanum. —1 0 £ X "< Q Q_ o> -i 3 -n ~t Q “i <> TT < Q o>' ■HK Q_ c “5 3 I Q 0 “i co (Q </) Q O <s> D on Sjö ára pattar hafa verið i umferðarskólanum og kunna sig i umferöinni.... eftir áminningu frá stóru strákunum. HOSNÆÐISMALASTOFNUN rikisins mmm VtSTuRHLIO 160 SÖLUÍBÚÐ/R Auglýstar eru tll sölu 160 íbúðir, sem bygging er hafin á við Kötlufell 1—11, Möðrufell 1—15 og Nönnufell 1—3 í Reykjavík, á vegum Framkvæmdanefndar byggingaráætlunar. Verða þær seldar fullgerðar (sjá nánar í skýringum með umsókn) og afhentar á tímabilinu nóvember 1974 — júní 1975. Þeir sem eru fullgildir félagsmenn i verkalýðsfélögum (innan A.S.Í.) í Reykjavik, svo og kvæntir/giftir iðnnemar, eiga kóst á að sækja um kaup á íbúðum þessum. íbúðirnar eru af tveimur stærðum: 2ja herbergja (65,5 m2 brúttó) og 3ja herbergja (80,7 m2 brúttó). Áætlað verða 2ja her- bergja ibúðanna er kr. 2.700.000,oo, en áætlað verð 3ja herbergja íbúðanna er kr. 3.300.000,oo. GREIÐSL USKILMÁLAR Greiðsluskilmálar eru þeir i aðalatriðum, að kaupandi skal, innan 3ja vikna frá því að honum er gefinn kostur á ibúðarkaupum, greiða 5% af áætluðu íbúðarverði. Er ibúðin verður afhent honum skal hann öðru sinni greiða 5% af áætluðu íbúðarverði. Þriðju 5%-greiðsluna skal kaupandinn inna af hendi einu ári eftir að hann hefur tekið við ibúðinni og fjórðu 5%-greiðsluna skal hann greiða tveim árum eftir að hann hefur tekið við henni. Hverri íbúð fylgir lán til 33ja ára, er svarar til 80% af kostnaðarverði. Nánari upplýsingar um allt, er lýtur að verði, frágangi og söluskilmálum, er að finna i skýringum þeim, sem afhentar eru með umsóknareyðublöðunum. Umsóknir um kaup á ibúðum þessum eru afhentar í Húsnæðismálastofnuninni. Umsóknir verða að berast fyrir kl. 17 hinn 4. október nk. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI77, SlMI 28500 0 Laugardagur 7. september 1974. Laugardagur 7. september 1974.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.