Alþýðublaðið - 07.09.1974, Page 12
alþýðu
11
Bókhaldsaóstoó
meó tékka-
færslum
BÚNAÐAR-
BANKINN
KOPAVOGS APÓTEK
Opiö öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og 3
SENDIBIL ASWDIN Hf
30
ÁRAHUMOR
Kona kúreka eins i Texas
strauk frá honum, svo að hann
ákvað að haga uppeldi sonar
sins, tveggja ára, þannig, að
hann kynntist ekki kvenfólki
og fengi ekkert um það að
vita.
Þetta gekk svo vel, að
þangað til pilturinn var 21 árs,
sá hann aldrei konu, og hélt að
heimurinn væri eingöngu
byggður karlmönnum, naut-
gripumoghestum. en þá þurfti
faðir hans að l'áta hann undir-
rita skjöl i næstu borg og var
þá um að gera, að láta hann
ekki koma auga á neinn kven-
mann i borginni. Þetta virtist
ætla að takast, en á leiðinni
heim mættu þeir ungri stúlku.
„Hvað er þetta?” kallaði
pilturinn.
,,Sonur minn, þetta er kona.
Þú skalt gæta þin fyrir konum
og forðast þær.”
„En mig langar til að eiga
hana. Þú verður að útvega
mér hana.”
Þetta varð svo að vera.
Faðirinn talaði við stúlkuna,
skýrði henni frá ósk sonar sins
og hún féllst á að giftast hon-
um tafarlaust. Þegar heim
var komið kvaðst faðirinn
þurfa að fara i nokkurra daga
ferðalag.
Þegarhann kom heim aftur,
sá hann hvergi tengdadóttur
sina, svo að hann spurði son
sinn um hana.
„Hún datt niður stigann i
fyrradag og fótbrotnaði, svo
að ég varð að taka til byssunn-
ar, sem þú notar við klárana,
þegar þeir slasast.”
*
Bræður tveir höfðu stofnað
verslun undir nafninu „Jón
Jónsson & bróðir”, en siðan
varð þeim sundurorða og slitu
þá félagsskapnum. Skiptu þeir
eignum sinum milli sin og féll
skilti með nafni fyrirtækisins i
hlut þess bróðurins, er ætlaði
að setjast að annarsstaðar.
Hann flutti eigur sinar á asna,
og þegar hann kom til nýja bú-
staðar sins, safnaðist hópur
manna utan um hann.
Gárungi i hópnum ávarpaði
komumann þessum orðum:
„Hvor ykkar er Jón?”
KAKTUS-
ORDAN
Kaktusinn okkar
þessu sinni Jóhann T. Bjarna-
son, framkvæmdastjóri
Fjórðungssambands Vestfirð-
inga, fyrir það, sem við köll-
uöum „Vindhögg Vestfirð-
inga” i blaðinu á fimmtudag-
inn.
Jóhanni fer þar öfugt við
(h)rós-hafann okkar i dag, að
hann gat ekki, þegar i sviðs-
ljósið var komið staðið við stór
orð sin i annars garð. A Fjórð-
ungsþingi Vestfirðinga fyrir
skömmu hafði Jóhann uppi
stór orð um lélega þjónustu
Vita- og hafnarmálastofnun-
arinnar. Þessa harðyrtu gagn-
rýni tók ein þingnefndin svo
orðrétta upp i ályktun sina og
sendi frá sér.
Alþýðublaðið birti um þessa
ályktun frétt og svo aðra, þar
sem yfirverkfræðingur Vita-
og hafnarmálastofnunarinnar
sagði ályktun Vestfirðinga
furðulega sleggjudóma, sem
hann kvaðst visa hið snarasta
heim til föðurhúsanna. Til
þriðju fréttarinnar um málið
hafði Alþýðublaðið svo sam-
band við Jóhann T. Bjarnason.
Hann kvaðst þá einfaldlega
engar ástæður geta gefið fyrir
orðum sinum og ályktun
þingsins. Þessi framkvæmd er
að okkar mati i hæsta máta
kaktus-verð. Veskú Vestfirð-
ingar!!
-
(H)RÓS í
HNAPPA-
GATIÐ
„Ég er nú svo barnalegur, að
ég stend i þeirri trú að gott for-
dæmi hafi alltaf áhrif”, sagði
menntamálaráðherra Vilhjálm-
ur Hjálmarsson, þegar hann
hafði tekið við (h)rósinni hjá
Þórdisi Njarðardóttur. „Ég hef
flutt um það tillögu á þingi að
ráðherrar hætti vinveitingum i
veislum sinum, og þetta finnst
mér eðlilegt framhald á þvi. Ég
tel það æskilegt, að fyrirmenn
þjóðarinnar gefi gott fordæmi
og skemmti sér án áfengis”. *
(H)rós okkar fær Vilhjálmur
fyrir það, að hann skyldi reyn-
ast hugsjón sinni trúr, þegar
hann kom i ráðherrastól og þar
með láta það verða sitt fyrsta
ráðherraverk að afnema vin-
veitingar i boðum menntamála-
ráðuneytisins. Þetta var gert af
hugsjón en ekki til sparnaðar,
sagði ráðherrann i viðtali við
Alþýðublaðið og það er tryggðin
við hugsjónina, sem okkur
finnst (h)rósverð i fari ráðherr-
ans.
Kveðja til Matthildar
Velkomin i Stjórnarráðið, Matthildur mín,
um márga góða framkvæmd von ég el.
Og mikið er ég lukkulegur, ljúfan, vegna þin,
nú lagast allt og batnar fljótt og vel.
Að ólafíu sálugu var harla litið lið,
en leiðinlegt hvað þrautatiðin dróst,
já, þvilikan húskross var happ að losna við
af heimilinu, það var öllum ljóst.
Svo kveð ég þig með virktum, Matthildur min,
þú manst mig, ef mig rekur upp á sker,
því seint og snemma hugsa ég af hollustu til þin
og hálfan daginn bið ég fyrir þér.
PIMM 6 förnum vegi
Hvern telur þú bestan kost í fari manns?
Kristfn Siguröardóttir, póst-
fræðingur: Ég tek fram yfir
flest annað, að menn séu elsku-
legir og kurteisir.
Asa Jónsdóttir, húsmóðir: Það
tel ég að sé heiðarleiki að öllu
leyti.
Elias Halldórsson, fyrrv. for-
stjóri Fiskveiðasjóðs: I einu
orði: Góðvild.
Bárður Jóhannesson, mynt-
framleiðandi: Þar kemur nú
fleira en eitt til greina. Sönn vel-
vild og prúðmennska sameinar
að minum dómi mikla mann-
kosti.
Bergsteinn A Bergsteinsson,
fiskmatsstjóri: Ég tel að bestu
kostir manns séu, að gera eng-
um órétt visvitandi.